Ísafold - 18.01.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 18.01.1879, Blaðsíða 4
bætzt á landið (sýslumannalaunin, Reykjanessvitinn, tillagið til dómkirkju- viðgjörðarinnar, o. fl.), og sem eru því til fyrirstöðu, þó ekki væri annað, að fje sje talið út í hundruðum þúsunda fyrir eitt amt, eða nokkrar sýslur í amti. Ekki man höf. eptir því, að neinir menn við Faxaflóa „vildu leggja fje til" brú- arskoðunarinnar; það var þó nokkuð, þó lítið væri, en hann gjörir líkast til ekki mikið úr þeim eina peningi ekkj- unnar. J>ví næst ávítar hann amtsráð- ið í Suðurumdæminu fyrir það, að það, cptir tilmœlum sýslunefndarinnar í Rangdrvallasýslu, leitaði álits allra sýslu- nefnda og bæjarstjórnar Reykjavíkur um málið, en ljet um stundarsakir þar við lenda, og heimtar af einum amts- ráðsmannanna að stíga í stólinn og prje- dika um, hvernig öllu skuli tilhaga. Hinir tveir, formaður ráðsins og nafni höfundarins eiga ekkert atkvæði að hafa um það. J>etta sýnir berlega, hversu höf. er bæði fjárhag landsins, alþingi og amtsráði ókunnugur. Jpað yrði til lítils að reyna, að fræða hann um þetta, meðan hann hefir þá skoðun, að úrslit opinberra málefna á þingi, og líkast til víðar, sjeu undir tómri eigin- girni komin, og að enginn þingmaður hug'si um annað en hag kjósenda sinna, og umþað, að verðasjálfur kosinn apt- ur. Jpegar höf., sem virðist vera spræk- ur en lítt menntaður unglingur, fær meiri lífsreynslu og kristilegri skoðun á ná- unganum, þá kemst hann að raun um það, að eigingirnin eintóm ræður ekki í opinberum málefnum, þó honum kunni að reynast hún drjúg í viðskiptum ein- stakra manna; má vera að hyggjur hans liggi þá ekki eins lágt og nú, og að þá verði skiptandi orðum við hann um áhugamál landsins. Verst er, að hann með nafninu, sem undir greininni stendur, án frek- ari leiðbeiningar um, hver og hvar þessi Skúlinn er, kann að leiða ókunnuga á þá trú, að greinin sje eptir merkisprest- inn á Breiðabólstað í Fljótshlíð, nafna hans; en sú er bót í máli, að allir sem þann Skúlann þekkja, vita, að þá hefði verið borið á borð fyrir mann meira af ástæðum, minna af glamri, meira af mál- snilld, minna af moðreyk, meira af kristi- legum kærleika og minnaaf getsökum, enda myndi enginn, sem í amtsráðinu situr, eins og síra Skúli, fara þeim orð- um um gjörðir þess, sem greinin gjörir. Jón skólameistari þorkelsson. Mjer þykir fróðleg æfisaga Skúla Magnússonar landfógeta í „ísafold", og er það vel tilfallið, að haldið sje uppi nafni og minningu þeirra manna, sem um sína daga, voru hinir þörfustu menn þjóðarinnar, sem í ýmsu brotið hafa ís- inn fyrir eptirkomendurna, og hafa því lifað og starfað föðurlandi sínu til fram- fara og heilla. Eins og höfundur sögunnar segir : var Skúli nokkurs konar ágrip 18. ald- arinnar, og þess vegna er æfisögubrot þetta þýðingarfullur kafli úr sögu lands- ins. Jeg vil nú með línum þessum, benda á einn merkan mann, sem mjög þarf- ur hefir verið þjóð sinni, og hverjum vjer íbúar Gullbringusýslu höfum mik- ið að þakka, og meira en metið verði, þar sem frá honum er hinn auðugi Thorchillii barnaskólasjóður, eptir arf- leiðslu skrá hans á deyjanda degi, í hverri hann ákvað, að verja skyldi sín- 8 um eptirlátnu eignum til uppfósturs og uppfræðingar fátækustu börnum i Kjal- arnessprófastsdæmi, og þó að þessum sjóði hafi um tíma liðið skrikkjótt, hefir hann þó vaxið fyrir betri meðferð og stjórn hans siðarmeir, svo hannafvöxt- um sínum hefir nú i nokkur undanfar- in ár, verið fær um (eptir gjafarans til- gangi), að veita mikinn styrk til upp- fræðingar fátækum börnum, semgeng- ið hafa á þá barnaskóla, sem hafa stofnazt hjer og hvar. J?ó jeg vilji gefa nokkrar upplýs- ingar um þenna mann, erjeg ekki svo fróður, að æfisögubrot hans geti verið svo úr garði gjört, sem vera bæri, og sízt er mjer ljóst um forlög sjóðsins framan af, hvorki þegar barnaskólinn á Hausastöðum var stofhaður, nje eptir að farið var að veita einstökum börn- um, í ýmsum hreppum, framfærslustyrk úr honum. Jón forkelsson skólameist- ari var fæddur árið 1697 að innri Njarð- vík, þar bjuggu þá foreldrar hans, Jpor- kell lögrjettumaður Jónsson og I.jótun Sigurðardóttir. Faðir jporkels var Jón lögrjettumaður Halldórsson, sem líka hafði búið þar, merkur maður og kyn- sæll. Halldór faðir hans var sonur Jóns prests Jónssonar á Stað í Grindavík og Guðbjargar dóttursíra Odds á Reyni- völlum. Halldór var sá, er Tyrkir svívirðilega skemmdu, og skáru út úr munnvikjum hans og nösum og greip- um milli fingra, þá þeir rændu í Grinda- vík 1627; lifði hann við örkumsl alla æfi. Kona Jóns Halldórssqnar hjet Kristín Jakobsdóttir. Jpau hjón liggja bæði undir marmaralegsteini í Kirkju- vogskirkjugarði, því þá áttu Njarðvíkur þangað kirkjusókn, allt þangað til 1710 að þriðjunga kirkja var sett í Njarðvík, en sóknarprestar á Hvalsnesi þjónuðu þá þar. Systkin þ>orkels, voru þau síra Gísli á Útskálum -\ 1710, og Guðbjörg kona Gísla lögrjettumanns Ólafssonar á ytri Njarðvík ; þeirra son var Ólafur biskup í Skálholti (svo þeir Jón og 01- afur biskup hafa verið systskinasynir). Jporkell lögrjettumaður og Gísli mágur hans dóu í stórubólu 1707, þá var Jón 10 ára, og einbirni foreldra sinna, sem auðug voru að jörðum og lausafje; var Ljótun móðir hans dóttir Sigurðar lög- rjettumanns -f iógo, Arnasonarlögmanns Óddssonar biskups. Eptir fráfall Jpor- kels er sagt, að Ljótun hafi fluttzt á eignarjörð sína Miðbæ í Höfnum *, hvar hún líka átti fleiri jarðir, og frá henni þaðan hafi Jón farið í Skálholtsskóla. Eptir að Jón hafði útskrifazt úr skóla hjer um bil 1776, var hann eitt ár hjá síra Jpórði Jenssyni prófasti á Staðar- stað við bókmennta-iðkun, og annað hjá biskupi Jóni Vídalín í Skálholti, og hafði þá nokkra pilta til kennslu, þá var frændi hans Olafur Gíslason orðinn þar dómkirkjuprestur; 1718 sigldi hann til háskólans, og lauk þar lærdómspróf- um, síðan fór hann til Jótlands, því næst til Holsetalands, hvar hann var í ýmsri stöðu, og eitt ár við háskólann í Kíl. Eptir 10 ár, sem hann samfleytt Lengi fram eptir stóð skemmuhús í Höfnum, sem kölluð var Ljótunarskemma, hvar hún skyldi hafa geymt auðæfi sín ínnanstokks., sem mikil voru sögð. — I vísitatíu Jóns biskups Árnasonar 1730 er þess getið, að Jón skólameistari hafi gef- ið kirkjunni grallara, pr. 1711, item postillu Viti Theodori á íslenzku, pr. 1603 í tveim bind- um á Hólum, líklega til minningar um að for- eldrar hans voru þar jörðuð. dvaldi erlendis, að undanteknu þegar hann 1720 kom til landsins, til að heim- sækja ættingja sína, vjek hann hingað 1,728, og var þá af mag. Jóni biskupi Árnasyni settur skólameistari í Skálholti, hverju embætti hann gegndi með mestu alúð og röggsemi í lærdómi og lifnaði, um 9 ára tíma. Meðan hann var skólameistari, sótti hann mikið þunglyndi, með örleika í geðsmunum, og varð þá bermæltari í tali, heldur en aðrir þoldu, með hverju hann bakaði sjer og öðrum óánægju ýmsrar mæðu, leiddist honum þá lífið, yfirgaf embættið og sigldi öllum óvart 1736. Af því hann nú erlendis bar hjeð- an ekki beztar sögur, einkum andlegr- ar stjettar mönnum, mun hafa verið af- ráðið 1741 að senda hingað inn til lands- ins hinn nafnfræga ágæta mann Lúðvík Harboe general kirkna vísitator (sem seinna varð biskup yíir Sjálandi -{• 1783) með biskuplegu valdi, en Jón Jporkels- son skyldi vera hans sekriteri. þegar hann því næst lokið hafði þeim störf- um 1745, vjek hann hjeðan alfarinn burt af landi, og deyði í Kaupmanna- höfn 1759 5. maí. Hann hafði með miklum sparnaði dregið saman mikið fje, sem auk jarðagózins hjer í landi, var talið 4000 rd. Að þessu fje arf- leiddi hann á deyjanda degi föðurlaus og fátæk börn í Gullbringusýslu, hvar barnaskóli skyldi verða stofnaður, þeim til sæmilegs uppfósturs og uppfræðingar. Dr. Finnur í sinni kirkjusögu telur 15 ritgörðir eptir hann, hvaraf nokkr- ir sálmar útlagðir úr þýzku eru prent- aðir í sálmasafni því, er út kom á Hól- um 1757 og þar á meðal þessi: „Hver veit hve nær er æfiendi". Jarðir hans, 9 að tölu, hafa verið seldar á ýmsum tímum fyrir 5380 rd. 28 sk., en bókasafh hans, sem undir umsjón hjeraðsprófastsins, átti að geym- ast við Njarðvíkurkirkju, átti að send- ast inn til landsins, og veit jeg ekki meira um það. Jpessar jarðir munu hafa heyrt til Thorchillii-legati og seldar verið: 1. Kalmannstjörn með Junk- rd. sk. aragerði í Höfnum, 20 hndr. 933 „„ 2. Miðbær í Höfhum, 14 hndr. 500 „„ 3. Litlahöfn í H. eyðij. 81/;) hndr. 300 „„ 4. Drangshl.und.Éyjafj.4ohndr. 1682 28 5. V2 Kjalardalur 10 hndr. . , 330 „„ 6. J/a vestri Leirárgarðar óhndr. 336 „„ 7. í eystri Leirárgörðum 6hndr. 160 ,,„ 8. */j Daðast. í Skagaf. 6 hndr. og 9. l/2 Ingveldarstaðir í Skagaf. með Sveinskoti 26 hndr. . 1139 ,,„ 5380 28 Arið 1783 var sjóðurinn, auk jarð- anna, ekki nema 5700 rd., í stað þess hann, þegar vöxtum á ári hverju var viðbætt, hefði r átt að vera orðinn hátt á 9. þús. rd. I árslok 1796 var^hann 8850 rd. Árið 1791 stofhaði Ólafur stiptamtmaður Stephánsson barnaskóla á Hausastöðum á Álptanesi, handa 16 ungmennum, og stóð sá skóli nokkuð fram á 19. öld, var síra Hjálmar Guð- mundsson á Hallormsstað, síðasti kenn- ari þar, að mig minnir. Síðan var vöxt- unum varið til meðgjafa með börnum á ýmsum heimilum hjer og hvar í sýsl- unni, þangað til þeir nú fyrir nokkrum árum eru farnir að ganga til barnaskól- anna í Garði, á Ströndinni, Hafharfirði og Reykjavík. S. Ritstjóri: Grímur Thomsen, doctor phil. Prentsmiðja ísafoldar. — Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.