Ísafold - 18.01.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.01.1879, Blaðsíða 2
og vel má hún kalla sína „sælu syni snúðuglynda". Embættismenn vorir hafa nú á dögum við og við verið að koma upp blöðum og tímaritum. En áframhaldið hefir ekkert verið og hafa fiest lifað æfi flugunnar: Landstíðindin, Reykvíkingur, íslendingur, ársrit presta- skólans, ársrit presta í Jpórnessþingi, tímarit Jóns Pjeturssonar o. s. frv., — allt er dáið út aptur. Munur var á Magnúsi gamla Stephensen, sem einn síns liðs var að berjast við það lengst- an part langrar æfi, að vekja og fræða landa sína, og horfði lítið í það, þó hann græddi ekki sjálfur á ritum sínum, ef aðrir græddu á þeim. Embættis- menn vorir, sem lifa búlausir í Reykja- vík, hafa öll þau tæki, sem til eru hjer á landi undir handarjaðrinum, þeir hafa bóka- og skjalasöfnin, þeir hafa, sumir ef ekki allir, nóg tóm, en láta þó sveitapresta og það ósiglda, verða fyrsta til, annan að gefa út góða fræðibók handa alþýðu, hinn til að semja siða- bótarsögu landsins og ágrip af sögu ís- lands, sem sami höfundur hefir á stokk- unum. Hvað væri þó hægra, yjer hefð- um nærri því sagt skemmtilegra fyrir þessa menn, en að koma t. d. fróð- legu tímariti á gang, með styrk, ef á þyrfti að halda, bæði af landssjóði og bókmenntafjelaginu ? Jpað er ekki hægt neitt þar um að segja, hvort embættismenn landsins nú á dögum eru betur eða miður útbúnir að gáfum eða menntun, en formenn þeirra ; það er hulinn fjársjóður, sem hvergi kemur fram. Hvað lætr ekki Gröndal 19. öldina segja : Veit eg ei, því vant er að geta, Hvort verð eg sling að ættarspringi. En þá skortir vilj'a og elj'un á við hina eldri, og nema þeir brúki hæfilegleika sína landinu til gagns, fram yfir tómt pappírsgagnið, nema þeir gjör- ist, sem eðlilegt væri, hvatamenn í öll- um dugnaði og drengskap, munu þeir, eins og tímarnir eru vaxnir, sanna, að sjálfir þeir og embættin með þeim missa smámsaman álit sitt hjá landsbúum, og álitið er þó meira vert, en bæði krónur og krossar. Meira að segja, krómtrnar verða, þegar tíl lengdar Ieikur, nokk- uð undir álitinu komnar, sem sjá má af dæmi Jóns alþingisforseta Sigurðs- sonar. Jpar sem takmarkað einveldi er, og þjóðin tekur þátt í löggjafar- og fjárveitingarvaldinu, er það segin saga, og alstaðar fullsönnuð, að hver sústjett, hver sá flokkur innbúanna, sem hvorki lætur til sín heyra nje til sín taka í áhuga- málum landsins, dregst bráðum aptur úr. Jpví vilja ekki embættismennirnir læra af konum sínum og dætrum ? þær hafa lagt undirstöðuna undir prests- ekknasjóðinn; þær hafa komið upp kvennaskóla Reykjavíkur; þær styrkja fátæka á þann skynsamlegasta hátt, með því að útvega þeim vinnu; þœr taka kauplaust að sjer kennslu um- komulausra stúlkna ; þar koma sjer upp vinnuvjelum og vinna sjálfar, til þess að hjálpa nauðstöddum; þcer helga sjálfa gleðina og skemmtanirnar með því að láta hvorttveggja þjóna góð- gjörðaseminni. Jpetta er hærra hugsað, en að „hugsa hátt" um sjálfan sig, og vera áhugalaus um velgengni og framfarir annara. Embættismenn vorir mega því ekki lá oss öðrum landsbúum, þó vjer ætlumst til, að „matur útgangi af et- anda og sætleiki af hinum sterka", enda mega þeir vita, að meiri gleði hefir hver maður, þegar hann rennir auganu yfir liðinn tíma, af því, sem hann vinn- ur fyrir aðra, en af því, sem hann starf- ar fyrir sjálfan sig. Fleiri nafngreindir menn höfðu kvart- að yfirþví við oss, að sumum af gjöfum þeim, sem sendar hafa verið úr öðrum lands pörtum til útbýtingar meðal nauð staddra í sjávarhreppum Gullbringus., hafi ekki verið varið með þeirri hagsýni, sem unnt hefði verið. Var það sjer- staklega tekið fram, að fyrir peninga og ávísanir, sem hafi verið eins góðar og peningar, hafi korni og kaffi verið útbýtt hjá kaupmönnum með almennu söluverði, og að kaupmenn því hafi hlotið hjerumbil 25 af hundraði af gjöf- unum, þvert á móti tilætlun gefenda. Var bent á það, að t. d. rúgur fjekkst pantaður frá Kaupmannahöfn í haust eð var, með ö 11 u m áföllnum kostnaði, 200 pd. á 15 kr. 25 a. til 16 kr. (utan sekks), og kaffi fyrir 80 a. pundið, en að kaupmenn vorir reiknuðu það þess- um nauðstöddu þiggendum eins og öðr- um 188 pund á 19—20 kr., og kaffi á 1 kr. Af því herra biskupinn var nefhd- ur meðal þeirra milligöngumanna milli gefenda og þiggenda, sem ávísuðu gjöf- um til bágstaddra með þessu verði, á- litum vjer oss skylt, að leita skýringa hjá honum. Og með því hann hefir góðfúslega látið oss þær í tje, fylgja þær hjer á eptir. Vjer sleppum þar á móti brjefum þeim til „Isafoldar", sem gefið hafa tilefni til brjefsins frá bisk- upnum, og sem ekki skýra málið frek- ar, og þess utan fara of Iangt að því leyti, að þess er ekki getið, að verzlun consul Smiths hafi gefið 6 af hundraði í afslátt af vörum. J>ví við það sannast, að tjeð verzlun hefir ekki borið nema 19 af hundraði úr býtum af gjöfunum, auk þess sem hún hefir grætt við það, að fá vörurnar borgaðar fyrir fram í peningum og góðum ávísunum. * Jpjer hafið, herra ritstjóri, brjeflega skýrt mjer frá, að tveir nafngreindir menn hafi sent yður til prentunar í ísa- fold hjer um bil samhljóða greinir þess efnis, að þeim gjöfum til fátækra „hjer í hreppum sýslunnar og á Akranesi", sem mjer hafi verið sendar úr Eyjafirði og að austan „hafi ekki verið hagtært með hagsýni", því verzlun consul Smiths hafi „þvert á móti tilætlun gefendanna" hlotið 25% af gjöfum þessum; jeg hafi sem sje fyrir peninga, eða ávísanir, sem voru eins góðar og peningar, keypt matvæli hjá Smith með uppskrúfuðu verði (188 pd rúgs á 19—20 kr.) í stað- inn fyrir, að kaupa rúg frá Danmörku beinlínis, 200 pd. rúgs á 16 kr. fyrir utan sekk; enn fremur hafi jeg ávísað fátæklingunum tólg og kaffi hjá tjeðri verzlun með hærra verði, en hvort- tveggja fæst fyrir, þegar borgað er i peningum út í hönd. Við þetta hafið þjer hnýtt nokkrum athugasemdum frá sjálfum }'ður. Jeg hefi áður í „fjóðólfi" skýrt svo ýtarlegafrá, hvernig jeg hef „hagtært" þeim gjöfum til fátækra hjer við sjávar- síðuna, sem mjer hafa verið sendar úr Jpingeyjar- (ekki Eyjafjarðar) -sýslu, án þess nokkur hafi, svojegviti, fundið að því; og jeg hef gjört hinum veglyndu gefendum svo nákvæmlega grein fyrir því, hvernig gjöfum þeirra hefur verið útbýtt, án þess þeir hafi látið mig með einu orði skilja á sjer, að þeim þætti þeim miður haganlega „hagtært", að mjer kom nokkuð óvænt að fá yðar góða brjef á gamlaárskvöld, en gat þó fljótt áttað mig á, hvaðan sú alda var runnin. Jpótt jeg nú ekki kannist við, að jeg hafi ábyrgð á gjörðum mínum í þessu efni fyrir öðrum en gefendum og þigg- endum, skal jeg þó, af virðingu fyrir yður, herra ritstjóri, og þeim velvildar- blæ, sem er á brjefi yðar, fara um það nokkrum orðum. Að því, er snertir norðangjafimar, þá hafa það mestmegnis verið ávísanir upp á verzlunarhús í Kaupmannahöfn, og ein til herra faktors N. Zimsens hjer í bænum, en lítið annað í peningum, en ávísun upp á yður frá herra faktor Möller á Akureyri. Jeg þóttist og þykist enn heppinn, að hafa getað selt consúl Smith Kaupmannahafnar-ávísanirnar fyrir fullt verð, með þeirri skuldbindingu, að borga þær hjer í matvælum með algengu sölu- verði og 6% afslætti á vörunum. Af vottorði því, sem faktor herra consúl Smith hefur gefið mjer, sjest, að hann hefir selt rúg fyrir 20 kr., kaffi 1 kr., kandís 50 a., tólg 40 a. og bankabygg 32 kr. tunnuna. Tpetta verðlag held jeg að hafi verið hjer hið algenga söluverð um það leyti. En verði það sannað með rökum, að það hafi eigi verið, hlýt- ur consúl Smith að borga mismuninn, sem þá verður úthlutaður einhverjum fátæklingum. Svo mikið er víst, að ekki einn einasti fátæklingur hefir þrátt fyr- ir áskorun mfna kvartað yfir því, að hann hafi ekki fengið fullt fyrir það krónutal, sem honum var úthlutað. En hvort hið almenna söluverð, jafnvel á nauðsynjavörum, gæfi kaupmönnum yfir höfuð 25% ágóða, umþað getjeg ekki borið, þó mjer þyki það ólíklegt. Að senda ávísanir upp á verzlunarhús í Kaupmannahöfn, virtist mjer ýmsum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.