Ísafold - 18.01.1879, Síða 3

Ísafold - 18.01.1879, Síða 3
7 annmörkum bundið, því bæði hlaut það að orsaka lengri drátt á borguninni, en hin aðþrengjandi almenna neyðhjervið sjávarsíðuna gat þolað, og lika gatþað hugsazt, að hlutaðeigandi kaupmaður kynni að vera dáinn, þegar þangað kom, eða vildi ekki einhverra orsaka vegna taka ávísunina gilda. Ekki veit jeg til, að nokkur kaupmaður hjer selji i88pd. rúgs á 19—20 kr., og jeg ætla, að kaup- menn hjer almennt telji að minnsta kosti 192 pd. í rúgtunnunni, ogþáerþað vafa- samt, hvort ábyrgðar- og flutningsgjald og annar kostnaður ekki vegur upp þann mun, sem er á að kaupa rúg f Danmörku og hjer;* en þar við bætist, sem hjer er aðalatriðið, að fæstir nema kaupmenn hafa húsrúm aflögu til að geyma í miklar vörubyrgðir, og að ekki má ætlast til þess af embættismönnum, að þeir, hvernig sem á stendur, hafi tíma og tækifæri til að vega sundur rúg og skamta hann fátæklingum, auk þess sem þessir þurfa á ýmsum fleiri mat- vælum, en tómu korni að halda. Fyrir mittleyti hef jeg, einsogjeg hef sagt, haft mjög litla peninga til út- býtingar, ogþótt jeg hafi sent þá sveit- arstjórum, hef jeg þó verið í vafa um, hvort ekki væri rjettara, að kaupa mat- væli fyrir þá hjá kaupmönnum, því hvað gjöra sveitarstjórarnir við þá ? Annað- hvort fá þeir þá fátæklingunum sjálfum> sem er mjög varúðarvert, afþví margir þeirra eru óráðs- og óreglumenn, eða þeir leggja þá sjálfir inn til kaupmanna fyrir matvæli handa hinum nauðstöddu og þetta getur vakið, og mun hafa vak- ið, megna óánægju, þar sem allt er dýrara en hjer, og að kalla einokunar- verzlun. Að því er snertir austangjafirnar, þá voru þær innifaldar í ávísun, að upp- hæð 1000 kr., upp á kaupstjóra Tryggva Gunnarsson. fað, sem áður er sagt um ávísanir til Kaupm.hafnar, gildir og um þessa ávísun, sem þar að auki ekki barst mjer fyr en með seinustu póstferð, svo það hefði orðið að bíða eptir pen- ingunum vetrarlangt, þó allt annað hefði gengið að óskum. Jeg taldi það þvi heppni, að jeg gat fengið consúl Smith til að kaupa þessa ávísun fyrir fullt verð, þannig, að hann í vetur greiddi með al- mennu söluverði hjer, og 6°/0 600 kr. í matvælum og kaffi, og borgaði 400 kr. í peningum. Af þessum 600 kr. er þegar útbýtt yfir 300 kr. hjer og í nærsveit- *) f>etta er misskilningur hjá höf., þvi 200 pund rúgs lceypt í Danmörku, og flutt hingað með síð- asta gufuskipi, — þegar ábyrgðargjaldið er hæst á árinu — kostuðu hjer í nóvember 1878 m e ð ábyrgðar-, flutnings og öllum öðr- um kostnaði 16 kr. 25 a. fyrir utan s e k k. J>ar sem höf. segir, að kaupmenn hjer almennt telji að minnsta kosti 192 pund í rúg- tunnunni, þá skjátlar höf. einnig i þessu, því sumir bændur hafa að gamni sínu vegið rúg- sekkina frá þrem verzlunum, tveim í Reykjavík og einni i Hafnarfirði, og hafa þessir rúgsekkir, að fráteknum umbúðum, vegið 188 pund; og lætur þá nærri, að sekkurinn af rúgi, með um- búðum, vegi 192 pund. unum til fátækra ekkna og bjargþrota heimila, sem þiggja lítinn eða engan sveitarstyrk, en 400 kr. eru geymdar hjá mjer, því mjer þótti ekki tilvinn- andi, að leggja þær í sparisjóð, * ef ekki fiskaðist á vetrarvertíðinni, svo þá yrði að grípa til þeirra, en þessar 400 kr. hefir consul Smith skuldbunðið sig til að greiða eptir ávísun minni, hverja korntunnu með 18 kr., og bankabygg og kaffi og feitmeti með hinu vægasta verði, sem almennt viðgengst hjerí Rvík. Jeg þykist ekki vera ,.óhagsýnni“, en hver annar í „peningasökum" og jeg hef reynt til að ,.hagtæra“ því gjafafje, sem mjer hefur verið sent, svo hagan- lega, sem jeg hef bezt haft vit á, ** eins og jeg hefði átt það sjálfur. |>ví fer svo íjarri, að jeg telji eptir þá litlu fyrirhöfn, sem úthlutun þess og ávísun- um hefur verið samfara, aðjegtelhana marg-borgaða með þeirri gleði, sem jeg hef haft bæði af mannelskufullu örlæti landa minna, og því trausti, sem þeir þannig hafa sýnt mjer. Með mikilli virðingu. P. Pjctursson. Til ritstjóra Isafoldar. Til „ísafoldar11. þ>ó jeg viti ekki, hvort guðræknin er blaðamál, þá ræðst jeg þó í að leiða opinberlega athygli hvers, sem athuga vill, að þessu mikilsvarðandi málefni. jbegar Hendersen snemma á þessari öld ferðaðist um landið, tók hann helzt til þess, hversu trúrækin þjóð íslend- ingar væru; hann kom hvergi þar, að ekki væri lesin húslestur á degi hverj- um, sumstaðar bæði kvöld og morgna, og þessi reynzla Hendersons varð til þess, að biflíufjelagið var stofnað hjer á landi, og að Bretar með svo mörgu og fögru móti hafa stutt að því, að hei- lög ritning gæti með sem minnstum kostnaði verið í hvers manns höndum á íslandi. Ekki vantar gömlu og nýju testamentin, með glöggum og góðum stíl, ekki vantar sálmabækur og sálma- söfn, ekki vantar postillur og hugvekj- ur bæði frá eldri og nýrri tímum. En — þó Ijótt sje frá að segja — húslest- ur er víða á landinu farinn að dofna, sjer í lagi í og í kringum kaupstaði, *) f>etta eigum vjer bágt með að sldlja, eins og biskupinn hafi ekki einhver ráð með annaðhvort að ná peningunum úr sparisjóðnum, þegar á þeim þarf að halda, eða þá að gjöra útvegur fyrir þeim, þangað til þeir geta náðzt úr sparisjóðnum. Ritstj. **) J>etta efar enginn, ,en víst er um það, að meira hefir snauðum mönnum orðið úr þeim gjöfum, sem Kristján bóndi Matthíasson á Hliði hefir haft til útbýtingar; hann reiknar þeim 200 pd. rúgs á 15 kr. 25 a. Meira hefir einnig orðið úr þvi, sem sira þórarinn Böðvarsson hefir undir hendi; hann útbýtir gjöfum að austan, sem hon- um hafa verið sendar frá landshöfðingjanum, þannig, að verzlun J>. Egilssonar i Hafnarfirði lætur, gegn ávísunum síra þórarins, 200 pund rúgs á 16 kr. R i t s t j. og þá helzt í sjávarplássunum. fJó víð- ast hvar muni enn þá vera myndast við að lesa á sunnudögum, þá er hinn dag- legi kvöldlestur, sem er einn af vorum gömlu beztu venjum, sem fyrir utan sína gudræknisþýðingu, einnig hefir það til síns ágætis, að hann helgar heimil- islífið, eflir frið og sameiningu milli hús- bænda og hjúa, — kvöldlestur, sem víða er uppbót fyrir ljelegar sunnudaga- prjedikanir, er farinn að fara úr móð, ekki svo mjög enn þá til sveita, sem við sjóinn og kringum kauptúnin. Jeg gæti bent á presta og prófasta, sem ekki lesa húslestur á kvöldum; þeir munu hafa frjett, að í höfuðstaðnum, og kringum hann, sje ekki lesið á kvöldin, nema hjá almúgafólki, og má ske ein- stökum fyrverandi prestum, og þykir þeim því rjett að fylgja þessum hefðar- sið. Ekki veit jeg, hvað satt er í þessu; jeg trúi að minnsta kosti ekki öðru, en að biskupinn, sem hefir samið hug- vekjur, einniglesi þær; en, ef umburð- arbrjef biskupsins hafa nokkra þýðingu, sem jeg vona, þá held jeg það væri fullt eins þarft, að brýna fyrir próföst- um og prestum landsins, að hafa vak- andi auga á því, að hús-andaktin og húslesturinn haldist við í landinu, eins og t. d. að brýna fyrir þeim að tóna við hjónavígslur. Jeg er sannfærður um, að hverju því landi og hverri þeirri þjóð fer að hnigna, sem slær slökuvið sína góðu gömlu siðu, sem stælir eptir útlöndum í að afmá daglega guð- rækni, sem einnig hefir fyrirheit í þessu lífi, sem varnar ófriði og flokkadrátt- um, og oss íslendingum er hingað til oflítiðfarið fram, til þess oss nú þeg- ar fari aptur. Jeg bið yður því að taka þessa mina „hugvekju" í blað yð- ar. Má ske einhver lesi hana, sem ekki les guðsorð. J>ann 14. desbr. 1878. Ilallgrímur Pjetur Sturm. — í 3. blaði „þjóðólfs11 i ár, hefir einhver „Skúli Gíslason“ vaðið upp á alþing, og nokkra alþingismenn, með ónojum fyrir það, hver úrslit málið um brúargjörð yfir J>jórsá og Olfusá fjekk á síðasta þingi. Hann skilur ekki, að þinginu í heild sínni, nje einstökum þingmönnum, geti hafa gengið annað en eigingirni til þess, að þeir veittu ekki orðalaust stórfje til brúargjörðar yfir nefndar ár, en kallar það „hylliboð“ og „afboð“, að bjóða fram lán gegn endurborgun á 28 árum, veit þó, ef til vill, að enda kirkjur og prestaköll, sem mest er ívilnað í þessu tilliti, fá ekki styrk af landssjóði með öðrum eða betri kjörum, og að Eyfirðingar, t. d., hafa gengið að þyngri kostum til að skera fram Staðarbyggðarmýrarnar, og er framskurðurinn kominn vel áleiðis, þó minna hafi verið um skrifað, en um brýrnar yfir fy'órsá og Olfusá. J>á furð- ar Skúla þennanáþví, að brýrnar sjeu ekki taldar með „fjallvegum“, sem landssjóður hefir tekið að sjer, en hefir að líkindum litla hugmynd um, hver útgjöld liggja á landssjóði, og fyrir við- lagasjóði, nje heldur um það, hverjar byrðir á þessu fjárhagstímabili hafa

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.