Ísafold - 30.01.1879, Side 2

Ísafold - 30.01.1879, Side 2
14 hann þarf til að gjöra það sem gott er. Hjábáðum, kaupanda og seljanda, þarf að vakna sá siðferðislegi kraptur, sem er nauðsynlegur í öllu í mannlegu ije- lagi til þess að vel fari, sá kraptur, sem hefir það fyrir augum, að gæta ekki einungis að sínu gagni, heldur líka annara. þ>á finna bæði kaupmenn og bændur, að þeir hafa skyldur og líka rjettindi. Nú verður sú siðferðis- lega tilfinning fyrir skyldum og rjett- indum í verzlunarefnum að vera sljó hjá hvorumtveggja. Opni þeir, sem mestu ráða um verzlunarkjör vor, augun fyrir þessum sannindum. Opni þeir augun fyrirþvi, að það er sæmd meiri, já —og hagur meiri, að styðja að viðreisn landsins með hagkvæmri verzlun, en að koma því í eymd með okri. Vjer játum, að þetta nafn á ekki jafnt við alla verzlun meðal vor, heldur, að verzlun sumra kaupmanna má heita þolanleg. Opni landsbúar augun fyrir því og gjöri sig verðuga fyrir góða verzlun. Verzlunar- ánauðin hefir á síðari tímum knúð lands- búa hjer og hvar til að verzla sjálfir. En þó þær tilraunir megi heppnast bet- ur en þær sumstaðar hafa heppnazt, þá er sú tilhögun ekki eðlileg. jJað þarf að vera verzlunarstjett, en hún þarf að verzla vel. Batni ekki kaufhöndlunin, pá er sjálfsagt, að hreppsfjelög, ef ekki sýslufjelög, verffa aff taka sig saman um, aff panta nauffsynjar búenda frá útlönd- um meff gufuskipunum, mun þá sá dag- ur renna upp, að verzlunin verði að minnsta kosti nær því að vera innlend, en hún nú er. 2. Hið annað, sem ossþykir nauð- synlegt til þess að skuldirnar minnki, er það: aff peningar gangi meira í verzl- un, en mí er. það verður naumast tal- inverzlun, þar sem engir peningar eru í viðskiptum. Af peningaleysinu í verzl- uninni tekur bóndinn opt það, sem hann hefði ekki tekið, ef hann hefði fengið peninga, og þegar hann svo þarf að kaupa, vantar hann peninga og — tekur lán. Okurverzlun er optast peninga- laus; hún lætur ekki peninga og — fær ekki peninga. Peningar eru ekki slegn- ir í landinu, þeir geta ekki komið inn í landið fyrir annað en gæði þess, og þau renna flest til kaupmanna. Af því mætti kaupmönnum skiljast, að það er meiri þörf á, að þeir flytji peninga inn í landið, en hinu, að þeir reiti þá sam- an í landinu til að senda þá út. Hitt er víst, að ef þeir ljetu peninga úti, þá fengju þeir peninga aptur og — skuld- irnar minnkuðu. Skuldlaus getur verzl- unin ekki orðið, meðan peningar ganga jafnlítið í verzlun og nú er. Er það ó- hugsandi, að einstakir kaupmenn gefi sig til að kaupa vörur landsins fyrir pen- inga og selja þær á mörkuðum ytra? Já, meðan okurverzlun er, annars væri það eðlilegt. 3. Hið þriðja ráð til að minnka skuldirnar er að vorri hyggju það, aff hver viffskiptamaffur eigi viðskiptabók, sem kaupmaður skrifar í allt, sem hann leggur inn og tekur út, jafnóðum, meff strax til teknuverffihvert umsig. þetta ráð er líka einfalt, en eptir voru áliti hefir það mjög mikla þýðing. Opt er skuldin orðin meiri en kaupmaður og viðskiptamaður ætluðu, áður en þeir vissu af. Opt er því þá við bætt, sem kaupmaður væri tregur að láta, og við- skiptamaðurinn mundi hlífa sjer við að taka, ef þeir vissu hvernig reikningur- inn stæði. Opt er dregið að taka það, sem nauðsynlegast er, þangað til síð- ast; bóndinn þarf nauðsynlega að fá það, kaupmaðurinn verður að játa það, það verður að bætast við skuldina. f>að væri þarft fyrir viðskiptamanninn að geta sjeð sjálfur á hverri stundu sem hann vildi, hvernig hag hans líður, og hvað hann má taka, og hvað hann má ekki taka. þessar viðskiptabækur gætu skorið úr þeim ágreiningi, sem stund- um er milli þess lifandi orðs í sálu bóndans og bókstafsins hjá kaupmann- inum. f>ær væru áreiðanlegri innsiglis- lausar, en stóru bækurnar með sýslu- manns-innsiglinu, sem annar viðskipta- maðurinn skrifar í, hinum óvitandi, það sem báðum fer á milli. þær gætu gjört kaupmönnum hægra fyrir, og sparað þeim að yrkja þessi nýárskvæði, sem koma frá þeim í febrúar, marz og apríl, koma eins og reiðarslag yfir við- skiptamanninn, sem þá fyrst fær Ijósa hugmynd um, hve djúpt hann er sokkinn í skuldaleðjuna. Látum vjer svo úttalað uni þetta mál að sinni. Höfum vjer þegar sagt nóg, og of mikið, ef því er enginn gaumur gefinn. Þ- * * * * Vjer skulum að eins bæta því við, að meðan verzlunarstjett vor skoðar stöðu sína vor á meðal sem útlegðar- stand, ætlað til þess að græða hjer íje á skemmri eða lengri tíma, sem verja á til hags og munaðar erlendis, er varla að búast við því, að verzlunin komist í betra horf. þ>ví höfuðatriðið, sem greinin einnig bendir á, er það, að verzlunarstjettin, eins og aðrar stjettir landsins, skoði ísland sem móður, eða að minnsta kosti fósturmóður, sem allir í fjelagi vinnafyrir. Nema hagur verzl- unarstjettarinnar sje hagur landsins, nema hún beri sætt og súrt með land- inu, verður verzlunin aldrei innlend, heldur eins og hjer til — nýlendu- og okurverzlun. Ritstj. 1 2 tölubl. ísafoldar þ. á., er vel og ljóslega tekið fram, hversu hættu- legt það er að vekja úlfúð og kala milli hinna einstöku stjetta, milli em- bættismanna og bændastjettarinnar, og hvernig dagblöðin með því að gjöra þetta, algjörlega bregðast köllun sinni; sem er að fá alla hina beztu krapta landsins til að vinna samhuga og í ein- um anda, til að efla heill og hagsæld og sóma fósturjarðar vorrar. En þó er það sumt i þessari gréin, sem jeg get ekki fallizt á og sem mjer virðist ekki vera algjörlega rjett, eink- anlega þegar höf. fer að bera saman embættismenn 18. aldar og fram á þá 19., við þá embættismenn, sem nú eru uppi, og hann telur þessa standa á baki hinna í allri framtakssemi andlegri og verklegri fyrir utan embættisstöffuna. þ>að er ætíð vandi að jafna mönnum saman þótt það sjeu samtíðamenn, hvað þá heldur þegar langur tími er liðinn milli þess, sem þeir eru uppi og allt annað skipulag er lcomið á landstjórn og alla landsháttu en áður var. Höf- undurinn játar, að embættismenn vorir engan veginn sjeu eptirbátar fyrri tím- anna, hvorki að embættisskyldurækni nje siðferði, en segir, að hin hærri em- bættin, að undanteknum yfirdómnum, standi nú skör lægra en áður, síðan landshöfðingjadæmið var stofnað. þ>ó þetta væri rjett hermt, getur það þó ekki verið hneysa fyrir þessa embætt- ismenn, því landshöfðingjadæmið er stofnað eptir óslc þingsins og þjóðar- innar, en jeg ætla, að þessir embættis- menn standi nú jafnhátt og áður, því þeir standa nú í sama sambandi við landshöfðingjann eins og þeir áður stóðu í við stjórnina í Kaupmannahöfn, með því mikill hluti ráðgjafavaldsins er nú dreginn inn í landið og fenginn lands- höfðingjanum í hendur. það er alkunn- ugt, að stiptsyfirvöld, biskup og amt- menn, þurftu áður að fá úrskurð stjórn- arinnar í flestum málum, og máttulítið sem ekkert útkljá upp á eigin hönd, og í þessu tilliti eru þeir nú ekki mið- urfarnir. Frá 1850 og þangað tillands- höfðingja-embættið var stofnað, veittu þeir stiptajntmaður og biskup nokkur brauð í sameiningu og skrifuðu báðir undir veitingarbrjefin, en nú er það landshöfðinginn einn, sem þau veitir. Aptur hefir ráðgjafinn fyrir ísland á- skilið sjer að úrskurða um öll kirkjuleg mál. Höfundurinn kannast við, að þing- ið og landsstjórnin sjái nú þessum em- bættismönnum fyrir meiri vinnu en áð- ur tíðkaðist, og hver sem til þekkir, mun játa, að svo miklum skriptum og skýrslum er hlaðið á þá fram yfir það, sem áður var, að þeir hafa lítinn tíma til annara starfa, ekki sízt amtmaður- inn yfir suður- og vesturumdæminu, sem, síðan ömtin voru sameinuð, hlýtur að hafa fullt í fangi með að gegna hin- um umfangsmiklu embættisstörfum, sem á honum hvíla. Annað mál er það, hvort ekki mætti gjöra afgreiðslu sumra mála einfaldari og óbrotnari, svo þessir embættismenn fengju meiri tíma af- gangs til annara starfa. Jegskalengan veginn draga úr framtakssemi hinna fyrri embættismanna; þeir komu því meðal annars til leiðar, að stólsgóssin voru seld, Hólabiskupsstóll lagður niður,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.