Ísafold - 07.03.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.03.1879, Blaðsíða 3
23 upphæð út fyrir bóka- og handritasafn Jóns Sigurðssonar, — sem að nokkru er hjer á landi — og er öllu hrúgað saman upp á dómkirkjuloptinu i sagga, ef ekki leka. Að endingu getum vjer ekki leitt hjá oss, að biðja góða menn um, að sjá hvernig skólabókasafninu líður. J>að á hús sjer, fyrir örlæti ensks höfðingja. Skyldi hann hafa ætlazt til, að hirðing- in á byggingunni væri þannig, að bæk- urnar lægi undir skemmdum ? 1 fjár- hagsáætluninni fyrir reikningsárið frá i. jan. til 31. desbr. 1874, athugas. bls. 24 var stungið upp á 100 kr. viðbót Yið það fje, sem ætlað er til eldiviðar í lærða skólanum, „með fram sökum þess, að það sje álitið nauðsynlegt að upphita skólabókasafnsbygginguna til pess að verja bœkurnar gegn sagga". Fjeð var brúkað það ár, en var skóla- bókahúsið upphitað 1874 eða 1875, þeg- ar sama upphæð var áætluð ? Síðar var upphæðin færð niður, og kemur því ekki til mála, að skólasafnið hafi síðan ver- ið upphitað, en það væri þess heldur rjett eptirleiðis, að ætla hæfilega upp- hæð til þessa, sem sumt af skjalasafni biskupsdæmisins einnig mun vera geymt þar, og gömul skjöl þurfa allra helzt góða hirðingu. Ur brjefi frd Akranesi. í 1. tölu- blaði Isafoldar er skýrt frá: að undan- skildum tveim verzlunum í Reykjavík, sem gáfu um tíma 50 kr. fyrir skippd. af saltfiskinum, hafi hinar verzlanirnar við Faxaflóa borgað 40—45 kr. Að líkindum reynist þetta satt að vera, þegar Akranes er undanskilið, eins og venjulega hefir verið hingað til, þeg- ar fræða hefir átt um verzlun og vöru- verð. Fiskur, sem tekinn var í verzlun okkar Snæbjarnar porvaldssonar síð- astliðið sumar var almennt borgaður með 50 kr. skippundið, og rúgurinn, — sem að vísu var mældur en ekki veg- inn, — tunnan að þyngd 196 pd., verð 20 kr., og minna móti peningum. í haust kom einnig hingað til verzl- unarinnar vöruskip til að taka slátur. Rúgur með sömu vigt og áður um get- ið, var seldur 19 kr. móti vörum, og aðrar nauðsynjar með algengu söluverði í Reykjavík. Gamlir sauðir teknir 20 kr., tvævetrir 16 kr., ær 8—12 kr. eptir vænleik. Kjöt 14^—22 aura pd., haust- ull 50—55 a. Pundið í gærunni 35 a. Haustskipið lá hjer við í 20 daga og fór með rúmar 400 tunnur af kjöti, um 2000 gærur auk annars. — í 2. tölubl. ísafoldar, í grein bisk- upsins um peningagjafir og ávísanir, sem honum voru sendar að norðan og víðar til útbýtingar meðal nauðstaddra í suðurhluta sýslunnar og á Akranesi, segist biskupinn hafa verið í vafa um, hvort ekki væri rjettara, að kaupa fyrir peninga þessa nauðsynjavörur í Reykja- vík heldur en hjer, sem fiest muni vera dýrara og að kalla einokunarverzlun. Herra biskupinn rjeði af, að skrifa prestinum okkar og óskaði, að hann vísaði þeim verðugustu fátæku til sin, svo að hann gæfi þeim seðil að taka það út hjá consul Smith, af því, sem hann útreiknaði að Akraneshreppi bæri. Aptur hafa aðrir heiðursmenn sent nokkuð í peningum til prests og hrepps- stjóra, sem ásamt hreppsnefndinni ávís- uðu fátæklingum, að taka það hjer út úr verzluninni, og sveitarbókin, sem inniheldur úthlutun gjafanna, sýnir, að kaffi og sykur hefir verið látið með sama verði og biskupinn auglýsir, en góður rúgur 19 kr., tólg 35 aura og smjör 60 aura pundið. 39/i. 79- Böðvar porvaldsson. Fimmtudaginn 27.fi m. reri almenn- ingur hjer á Nesjunum um morguninn til „Sviðs" og var allgott veður, en nokk- ur vestanylgja. En er menn höfðu set- ið skamma stund á miðum, gerði á svip- stundu stórviðri á norðan með frosthörku og ósjó miklum. Almenningur hafði róið á norðurslóðir fiskileitanna og var því seglvindur upp á sunnanvert Sel- tjarnarnes og Álptanes; náðu líka allir, sem heima áttu á Nesjum þessum og í Reykjavík, sinni lendingu eða svo gott, sem sinni lendingu. Akurnesingar áttu aptur beint á móti heim til sin, og urðu að hleypa til Seltjarnrness og Reykja- víkur; náðu þeir þar allir landi, nema eitt skip með 6 mönnum, og annað með 4, þau fórust bæði. Formaðurinn á sexmannafarinu var Eirfkur Tómasson, nýtur bóndi á Breið; meðal þeirra fimm manna, er með honum ljetust, var Oddur Kristófersson, Finnbogason- ar frá Fjalli á Mýrum, ungur maður og hinn mannvænlegasti. Formaðurinn á fjögramannafarinu hjet Jón Guðlaugs- son frá Götuhúsum. Alls drukknuðu af skipum þessum 10 menn, og lifa eptir þá þrjár ekkjur. Einn formaður, Finn- ur að nafni, sem var á bát illa reiddum með 3 menn, sjálfur hinn 4., treystist ekki að hleypa á svo lítilfjörlegu fari; setti hann aldrei upp segl, en reyndi að bjarga sjer með árum. Eptir míkla þraut tókst honum, einum allra Akur- nessinga, að ná sinni eigin lendingu, þó ekkifyrenum kveldiðkl. 10. Varð honum þannig til bjargar, að hann kunni að sníða fari sínu stakk eptir vexti. Ekki hefir enn heyrzt að meira tjón hafi orðið að þessu veðri. Afii hefir verið allgóður á þorranum, þegar gefið hefir, af þorski og stútungi. (Úr brjefi sunnan úr Garði). — — Barna- skólinn hjer er, eins og þjer vitið, stofn- aður af fríviljugum samskotum; húsið Halldórssyni. Var um daginn logn og sólskin. j>egar formaðurinn Gizur Páls- son gekk út úr kirkjunni, á hann að hafa sagt: „stillt er legurúmið mitt núna". Frá Bæ var riðið um kvöldið út að Keffavík. Var þar minni áttær- ingur, sem Eggert átti sjálfur. Fyrir hann setti Eggert áðurnefndan Jón Arason, og sagði honum að taka á skipið tólf ær með lömbum. Stærra skipið var mjög hlaðið og löng borð lögð yfir þvert skipið, svo endarnir stóðu út af skipsborðunum, en búlki var aptur á skipinu, og þar hlaðið upp ullarsekkjum. pessi hleðsla gjörði veltu á skipinu. Fjekk Gizur formaður ekki aðgjört, því Egg- ert vildi ráða. Skipin lögðu bæði af stað um kvöldið og lentu í Skor um apturelding. Dró þá upp myrkva úr Gilsfjarðarbotni og Breiðafjarðardölum, og fór nokkuð að kalda. Rjeði Jón Arason til að bíða, en Eggert hafði með sjer loptþyngdarmæli, leit á og sagði öllu væri óhætt. Um þetta leyti fóru Skorarmenn að róa, og rjeðu tveir þeim Eggerti til að bíða fram á daginn. En það kom fyrir ekki, Eggert vildi halda á stað, og svo var gjört. Hægur byr var á á landnorðan; Eggert settist fyrir stýri, og var sól ný upp komin, er þeir lögðu á Breiðafjörð 30. maí 1768. Tók brátt að hvessa. Gekk minna skip- ið betur, því það hafði meiri segl, og fór fram hjá því meira; nú hvessti meir, þá tóku þeir á minna skipinu saman. Bar nú stóra skipið eptir, og svo fram hjá hinu minna um stund. Var nú kom- ið rok. Fór þá stærra skipið að taka veltur. Ingibjörg kona Eggerts sat á söðli í búlka aptur á skipinu. Vildi það slys til i einni veltunni, að söðullinn, með konunni í, rann útbyrðis. Eggert sleppti í ofboðinu stýristaumunum og þreif til konunnar, en er skipið missti stjórnar, sneri því snögglega fiötu, fyllti þegar og hvolfdi. pað sá Jón Arason á minna skipinu sfðast, að þeir Eggert og Ófeigur skrifari hans Vernharðsson, sem auðkennilegur var sökum þess, að hann var manna minnstur, komust fleir- um sinnum á kjöl. pað er haft fyrir satt, að ókleyft hafi verið fyrir þá á minna skipinu, að bjarga Eggerti, svo varveðrið orðið mikið og sjórinn úfinn. Komust þeir við illan leik aptur f Skor um kvöldið, og sögðu tíðindin. pannig ljezt Eggert Ólafsson á 42. aldursári. Hann var hár maður vexti, grannur, herðabreiður, rjettvaxinn, ljós- leitur og grannleitur, svarthærður með hvítt skegg, hafði ljósgulan díl við vinstra gagnauga, hátt enni og niðurbjúgt nef; hann var hraustur maður og fimur, bratt- gengur og góður skíðamaður, er hann einn af þeim fáu, sem komizt hafa upp á jökulþúfuna á Snæfellsjökli (ferðabók I, bls. 282, kvæði, bls. 93). Eggert var hægur og þó glaðvær daglega, hófs- maður mesti, en sagt var hann hefði á seinni árum litið nokkuð á sig. Hann var trúrækinn maður og vandlátur að helgihaldi. A yngri árum gaf hann sig mikið við heimsspeki, en sjá má, bæði á viðrkenningarsdlmi hans (kvæðabók, bls. 113) og á Endrkviðu (s. st. bls. 232), að hugur hans hefir þá (sama árið, sem hann drukknaði, 1768) verið farinn að snúa sjer til æðri speki. Eg vesæll maðr ekkert finn I náttúrunnar gæðum, Sem þýði og stilli þanka minn. J>ess háttar spekifræðum Kg sleppi fús, því eðli spillt Arf syndar hefir fyrir mér villt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.