Ísafold - 07.03.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.03.1879, Blaðsíða 4
24 hefir kostað 4000 kr. og er orðið stein- hús með helluþaki. Hinn sami lipri og góði maður, málfræðingurinn þor- grímur Guðmundsen hefir nú í 6 ár staðið fyrir kennslunni, og hafa börnin hjá honnm tekið góðum framförum, eptir því sem við má búast. Hann kenn- ir: kristindóm, biblíusögur, dönsku, skript, rjettritun, reikning og landafræði, en þó ekki nærri öllum —• því sum hafa verið skammt á veg komin —. Nú í vetur hafa um 30 börn sótt skólann, en þó ekki öll að staðaldri. Af þeim hafa 14 fengið kennslustyrk af Thor- cilliibamaskólasjóði, og eru það helztu tekjur skólans. Hjer að auki hefir kenn- arinn lesið ensku með nokkrum, og hef- ir hann á stundum mátt upp á sín eigin býti fá aðstoðarmann við kennsluna, þegar börnin hafa verið flest.-----Nú er fiskigangan komin f suðurdjúpið, segja Hvalsnessóknarbúar fyrir sunnan Skaga fisk algenginn. Fenguþeir í 2 daga (snemma í febr.) 50 fiska hlut--“. Herra ritstjóri! í þriðja tölublaði ísafoldar fyrir 1879, stendur greinarkorn um ráðsmennsku mína á gjöfum þeim, er mjer voru sendar frá Eyjafirði í marz f. á., og jeg ljet auglýsa í J>jóðólfi síðast liðið ár, til útbýtingar fátækling- um á Álptanesi. En þar jeg sje, að höfundur greinarinnar hefir reiknað kornið of hátt, þá finnst mjer vera skylda min, að tilkynna lesendum yðar hið sannasta um þetta málefni. í ávis- unum voru mjer ekki sendar nema 80 kr., og hagaði jeg mjer með þær, eins og greinin segir, hitt annað, sem mjer var sent, var svo gott, sem allt í pen- ingum. Lagði jeg upphæðina inn í sparisjóðinn í Hafnarfirði, þar til jeg tók út úr honum í október 1878 300 kr. sem jeg þá sendi til Kaupmannahafnar. Fjekk jeg upp með seinustu póstskips- ferð i haust eð var 19 sekki af korni, 200 pund hver fyrir utan umbúðir. Að öllum kostnaði meðreiknuðum, og með- taldri uppskiþun í Hafnarfirði, fjekk jegíafgang 26 kr. 19 a., munuþá hver 200 pund af korninuverða 14 kr. 4i* 1 2 3/i9 e., en ekki eins og í greininni stendur 15 kr. 25 a. J>etta er hið sanna og rjetta, sem jeg get með góðri samvizku látið koma fyrir almennings sjónir. Má jeg að miklu þakka það mínum, og annara, góða skiptavin herra faktor Chr. Zímsen í Hafnarfirði, sem var minn hjálpar- og milligöngumaður með inn- kaupin, og flutninginn á kominu hingað upp, og þar að auki hefir svarað í stærri og minni skömmtum út til hinna þurf- andi þessu áðurgreinda korni, án nokk- urs endurgjalds. Hliði 10. febrúar 1870. Með virðingu Chr. y. Matthíasson. — Dr. Hjaltalín er aptur farinn að gefa út Heilbrigðistíðindi sín. jpetta rit er mjög þarft, og er óskandi, að ritið mætti breiðast sem mest út, ogfá sem flesta lesendur, því það hefir marga góða hugvekju inni að halda, t. d. þetta ný út komna 1. blað fyrir 1879 „um neyzluvatn yfir höfuð“. Auglýsingar. þ>að læt jeg alþjóð manna vita, að í maímánuði næstkomandi hef jeg ásett mjer að setjast að á Eyrarbakka, sem bókbindari og bóksali. Geta því nærsveitamenn snúið sjer til mín, efþeir vilja, hvort heldur sem er með band á bókum, eða að fá þær nýjar til kaups. Fyrir áreiðanlega skiptavini mun jeg einnig útvega þau erlend rit, erþeir vilja. Heimili mitt verður í húsi Gizurar söðlasmiðs. Eyrarbakka, 10. febr. 1879. Ólafur Árnason. f>ar eð ágangur fer með ári hverju vaxandi, síðan jeg undirskrifaður kom hjer, af hestafjölda þeim og alls konar fjenaði, sem ásækir eignar- og ábúðar- jörð mína, tún, engjar og beitiland, þá lýsi jeg því hjer með yfir, að hvern þann fjenað, sem gengur leyfislaust í mínu landi eptir 1. maí næstkomandi 1879, meðhöndla jeg eptir því sem lög framast leyfa. Osi í Skilmannahreppi, 4. febr. 1879. Einar Oddsson. FJÁRMÖRK: 1. Helga Sigvaldasonar i Norðurkoti á Vatnsleysu- strönd: blaðstýft fr., hangandi fjöður apt. hægra, heilrifað, hangandi fjöður apt. vinstra. 2. Eyjólfs Jónssonar á pórustöðum á Vatnsleysu- strönd: livatrifað hægra, blaðstýft fr. vinstra. Brennimark : „Eyfi“. Ónýtt er vit og orka mín, Af þvi leita eg þín Guð! sem i trúargæðum skin, o. s. frv. það merkilegasta, sem eptir Egg- ert liggur, auk ferðabókarinnar, er mat- urtabók hans, eður Lachanologia, sem síra Björn Halldórsson og bróðir Egg- erts, Magnús varalögmaður Olafsson, gáfu út eptir hans dag, og prentuð er í Kaupmannahöfn 1774. Hafði Eggert 1763 samið lengri bók sama efnis í Sauð- lauksdal, en hún týndist með honum. Hin styttri er sú, sem vjer höfum. Hún hefir þótt ein sú bezta bók í sinni teg- und, bendir stuttlega og greinilega á allar þær maturtir, og aðra jarðarávexti, sem hjer geta sprottið, með eiginleg- leikum þeirra og hæfilegleikum til ýmissa nytsemda, auk nautnar, svo sem lækn- inga, litunar, o. s. frv. Sýnir hún ljós- lega, bæði hversu höfundurinn hefir ver- ið öllu, sem jarðar- og garðarækt, jurtir vorar og ávexti, sveppa og rætur, bæði af sjó og landi, snertir, gagnkunnugur, og hversu annt honum hefir verið um, að fræða landa sína um þetta mikilvæga efni. Endar hún með þessari innilegu ósk: „Guð virðist augun að opna á oss íslendingum, svo að vjer sjáum þann rjetta veg og máta, og fáum manndáð tilað leita vors daglegs brauðs ærlega í hans ótta og elsku með hreinfæti, nýtni og hófsemd, slíkum dyggðum, sem honum þóknast.“ Annað rit hans er: Populorum aquilonarium theolog. gentilis stricte sumtæ historia, sive de natura deorum (handrit). þriðja: Enar- rationes historicæ de natura & consti- tut. Islandiæ, formatæ & transformatæ per eruptionem ignis (1749?). Enn hef- ir hann ritað : Nokkrar óreglulegar reglur í spurningum, fram settar eptir stafrofi um það, hvernig rjett eigi að skrifa, bókstafa og tala þá nú lifandi íslenzku tungu (1762).—Kvæði Eggerts munu flestum svo kunn, að varla er þörf á, að orðlengja um þau. þó getur ein- hverjum þótt það fróðlegt, að „Flösku- vísur“ (bls. 144) eru ortar til Bjarna Páls- sonar, sem var drykkjumaður, „Sigur- drífumál“ (bls. 179) einnig til Bjarna, þeg- ar hann giptist 1762 Rannveigu Skúlar dóttur. Eggert var, eins og allir vita, sjálfsagt bezta íslenzkt skáld á 18. öld. Hefir hann það helzt til síns ágætis, hversu orðfærið er hreint og vandað á þeim tíma, þegar móðurmáli voru var yfir höfuð lítill sómi sýndur, sem sjá má á brjefum sjálfs hans frá yngri ár- um. þó kvæði hans sjeu allflest þess efnis, sem engum íslendingi ætti að þykja ofhermt um, þar sem er fóstur- jörðin og hennar hagur, þá hefir hann yfir höfuð þótt nokkuð langorður, eins og honum einnig hættir við að tala vel mikið i eptirlíkingum, og á stundum að vera þungskildari en þörf er á. Aptur át'SHÓti prýðir það kveðskap hans, að allí%r þar hreint ogfagurt hugsað, og þó hann sjálfsagt standi 17. aldar þjóð- skáldinu Hallgrími Pjeturssyni langt á bakigfenda er sinnháttur á hvers kveð- skaþ, þá er hann Jóni þorlákssyni apt- ur fremri i þvi, að ekkert ljótt liggur eptir hann. Meðal hinna beztu kvæða Eggerts má telja búnaðarbálk, lukku- dans, landsins lukku, •vitringasœlu, ís- lands sælu, heimildarskrá o. s. frv. Á tvennu bryddir jafnast i kvæðunum, á- huga á velferð landsins, og þakklátsemi við Friðrik konung V. En yfir öllu svífur heimspekilegur og með fram heims- ádeilu-blær, sem sýnir hver hugsunar- og lærdómsmaður skáldið hefir verið ; má kveðskapur hans því heimfærast undir þann didaktiska, eða, ef svo mætti segja, kenningakveðskap. Ekki er þetta svo að skilja, að ekki sjeu margar af gamanvisum Eggerts fagrar i sinni röð, t. d. ferðavísur hans, „Hafnarsæla“ o. fl., en jafnvel í þeim er ávallt niðri fyrir alvara og heimsádeila, „einhver beiskja í sætleikanum:“ — medio de fonte leporum Surgit amari aliquid.------ Meðan Eggert dvaldi í Sauðlauksdal, var hann mági sínum, síra Birni, sam- taka í því, að koma þar á hinni beztu jarð- og garðarækt, sem þá fannst og enn finnst hjer á landi. Heppnaðist þeim mágum, með þekkingu og ástund- un, að koma öllum þeim matjurtum, káltegundum o. s. frv. upp í góðum blóma, sem nú finnast i beztu görðum i Reykjavík. Yfir höfuð var Eggert, eins og kvæði hans bera ljósastan vott um, einn af þeim íslendingum 18. ald- arinnar, sem mest unni fósturjörðu sinni og mest kapp lagði á að bæta hag henn- ar. Enda var hann mörgum manni harmdauður, og má því kveða undir með skáldinu: ísland helir ei eignazt son, öflgari stoð nje betri’ en hann, þegar hann sigldi sjóinn á söknuður vætti marga brá. Ritstjóri: Grímur Thomsen, doctor phil. Prentsmiðja ísafoldar. Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.