Ísafold - 25.03.1879, Side 2
30
í löndunum þar syðra væri í veði, ef
eigi kæmi liðsending heiman að hið allra-
bráðasta. Stjórnin í Lundúnum brá
þegar við og gerði út 3 herskip suður
í Kap, með einvalalið; en þau eru eigi
minna en 3 vikur á leiðinni þangað, svo
uggvænt þykir að þau komi um seinan.
þ>ó hefir frjetzt síðan, að Englendingum
hafi veitt heldur betur í smá-orustum
við Zúlú-Kaffa dagana á eptir ósigur-
inn við Túgela. Englendingum reynd-
ist Cetewayó kunna betur til hernaðar
en þeir höfðu búizt við, og hafa fyrir
satt, að hann muni hafa notið tilsagnar
og ráða frá liðsforingjum hjeðan úr álfu
(þýzkum?), og vopn höfðu hermenn eigi
stórum lakari en hið enska lið, þar á
meðal byssur með mjög nýlegri gerð
(aptanhlaðnar), og kenna þeir Portúgals-
mönnum, nábúum Zúlú-Kaffa þar syðra,
að þeir hafi selt þeim þær; sumir telja
raunar enska kaupmenn jafnvísa til þess.
Verkföll mikil hafa orðið á Eng-
landi í vetur, sem jafnan þegar hart er
í ári, og mestu bjargarvandræði meðal
snauðra manna.
þ>rír af forstöðumönnum bankans í
Glasgow, sem gjaldþrota varð í haust,
voru dæmdir í betrunarhús, og stór-út-
lát í skaðabætur fyrir sviksamlega ráðs-
mennsku.
Viktoria drottning missti eina dótt-
ur sína í vetur, Alice, konu hertogans
í Hessen-Darmstadt á þýzkalandi. Hún
dó 14. desbr., sama mánaðardag og fað-
ir hennar 18 árum áður, hálffertug.
Hún var talin vitur kona og vel að sjer,
frjálslyndog einkar ástsæl. Banamein-
ið var hálsveiki, erhún hafði fengið af
dóttur sinni ungri, sem dó viku áður.
Með Frökkum hafa orðið allmikil
tíðindi í vetur. þess var getið í haust
að undirbúningskosningar til öldunga-
ráðsins höfðu orðið þjóðvaldsmönnum
mjög í vil. Hinn 5. janúar fóru fram
sjálfar þingmannakosningar í öldunga-
deildina. pær fóru svo, að flokkur
þjóðvaldsmanna efldist svo mjög, að þeir
urðu 176 saman í þeirri deildinni, en
mótstöðumennirnir, einvaldsmenn, eigi
nema 119. Hafði enginn búizt við slik-
um sigri. Voru nú þjóðvaldsmenn orðn-
ir meiri hluti í báðum þingdeildum, og
því einráðir um lög og lof í landinu,
eptir langa baráttu. Hvernig hinir flokk-
arnir, einvaldsmenn, undu því, má nærri
geta. Ríkisforsetinn, Mac Mahon mar-
skálkur, er jafnan hafði haldið þeirra
taum, ýmis leynt eða ljóst, varð nú að
snúa við blaðinu, ef hann vildi völdum
halda. Hann og ráðgjafar hans hin
fyrri árin höfðu sjeð svo um, að flest-
öll meiri háttar embætti í landinu kæm-
ust í höndur sínum fylgismönnum, kon-
ungs- eða keisara sinnum, og höfðu þeir
róið öllum árum gegn því, að þjóðvalds-
stjórn rótfestist í landinu, enda var svo
tilætlazt, er Thiers var hrundið frá völd-
um 1873, og Mac Mahon settur í hans
sæti, að úr því yrði konungs- eða keis-
ara stóll þegar hans völdum hætti. þess-
ir konungs sinnar og keisaravinir í stór-
embættum, utanlands og innan, í hern-
um og utan hers, höfðu gjört þjóðvalds-
mönnum svo örðugt fyrir að koma fram
sínum vilja sem þeir framast máttu, og
fóru þeir nú fram á, að embætti þeirra
væri skipuð öðrum mönnum, sem þjóð-
valdsstjórninni væri hollari og dyggv-
ari, til þess að sú tízka legðist niður, að
valdstjórnin bryti það niður, er þingið
byggði upp. Mac Mahon ljet sjer þetta
vel líka, þar til er kom að nánustu kunn-
ingjum hans, og gömlum fjelögum i yfir-
stjórn hersins; af þeim vildi hann eigi
taka embætti og kaus heldur að leggja
sjálfur niður ríkisforstöðuna. Og þau
urðu málalokin, 30. janúar, og skorti
þá 80 vikur í 7-ára-tíma þann, er hann
skyldi völdum halda. Mörgum þótti hjer
of geyst farið af þingmönnum og spáðu
illa fyrir slíkum stórræðum, sem að
þröngva svo kosti ríkisforsetans. En
hjer varð ekkert að sök. þingmenn
ljetu sjer hvergi bylt við verða. þeir
gengu þegar á allsherjarþing, báðar
þingdeildir saman, svo sem fyrir er
mælt í stjórnarskrá ríkisins, og kusu nýj-
an ríkisforseta, til 7 ára. Fyrir kosn-
ingu varð Jules Grévy, málfærslumaður,
þingforsetinn í neðri deildinni, sem ver-
ið hafði í mörg ár með mestu snilld,
vitur maður og stilltur vel, og manna
þjóðhollastur, og svo vel þokkaður, að
meiri hluti mótstöðumanna hans á þingi,
einvaldsmenn, greiddu honum atkvæði
til forsetatignarinnar. Hann hefir ver-
ið þjóðvaldsstjórnarmaður alla æfi, frá
því hann komst til vits og ára, og aldr-
ei gengið á hönd neinum konungi eða
keisara. Hann barðist í liði uppreistar-
manna í París í júlíbyltingunni 1830, af
miklum vaskleik, og var þá eigi eldri
en 16 vetra, en snemma karlmenni.
Hann var á þingi 1848, og lagði það
til, að þingið kysi ríkisforsetann, en
þjóðin eigi, og hefir Frakka þess lengst
iðrað, að þeir fylgdu eigi því ráði. pví
að það er haft fyrir satt, að þá mundi
eigi Napóleon þriðji, og bófar þeir, er
honum þjónuðu, hlotið hafa ríkisvöldin,
heldur Cavagnac hershöfðingi, er þeim
var manna ólíkastur oghinn dyggvasti
þjóðvaldsmaður.
Yfir þessari forsetakosningu var víð-
ast vel látið utanlands og innan. pjóð-
valdsmenn komust svo að orði sumir,
að nú væri þjóðveldið fyrst fætt, eptir
8 ára fæðingarhríðir. Forsetaskiptun-
um fylgdi og ráðgjafaskipti, og stend-
ur Waddington, erveriðhefir utanríkis-
ráðherra Frakka síðan í fyrra og þótti
láta vel og viturlega til sín taka á Ber-
línarfundinum í sumar, fyrir hinu nýja
ráðaneyti. pað er til marks um hve
lítils kaþólskir klerkavaldsmenn muni
mega sín í hinni nýju stjórn, að afráð-
herrunum, sem eru 9 alls, eru 5 próte-
stantatrúar. Gambetta varð þingforseti
í fulltrúadeildinni; Grévy vildi eigi
sleppa þingstjórninni við annan en hann,
og hafði það í skilyrði, er hann tók við
ríkisforsetakosningunni, að þingmenn
kysi hann í sinn stað, og það gjörðu
þeir. Gambetta þykir standa vel og
skörulega í sinni nýju stöðu. Hans
vegurernú sem mestur, og þykir sjálf-
sagt, að hann muni verða ríkisforseti
eptir Grévy, ef allt fer skaplega.
Mótstöðumenn hinnar nýju stjórnar
á þingi eru einvaldsmenn allir hinir
stækari, og svæsnustu frelsismennirnir,
„yzta vinstri“, sem kallað er, svo sem
þeir Victor Hugo skáld og Louis Blanc,
ogþeirra nótar. En til allrar hamingju
er svo mikið djúp staðfest milliþessara
yztu fylkingararma þingsins, hægra og
vinstra megin, að eigi er líklegt að þeir
geti orðið saman í nokkru máli, enda
mun stjórnin hafa nægan afla í gegn
þeim, þó svo yrði, nú sem stendur, að
minnsta kosti. pessir yztu vinstrimenn
eru þegar farnir að láta brydda á öfg-
um sínum. peir vildu gefa þeim öllum
að fullu upp sakir, er átt höfðu þátt í
Parísarupphlaupinu vorið 1871, og fram-
ið þar verstu spellvirlci. En það aftók
stjórnin, og fylgdi allur þorri þingmanna
hennar máli. í annan stað fara þeir
fram á, að þeir Broglie hertogi og fje-
lagar hans (Fourton o. fl.) í ráðaneyti
því hjá Mac Mahon, er að völdum sat
sumarið 1877, þá er þingið var rofið í
því skyni að koma einvaldsmönnum í
meira hluta með nýjum kosningum, og
ýms óhæfa framin að undirlagi stjórn-
arjnnar til þess að það tækist, sjeu lög-
sóttir fyrir alla þá frammistöðu; en þótt
þeir sjeu þess meira en maklegir, eru
allir hinir vitrari menn og stilltari mót-
fallnir slíku tiltæki, með þvi að það
mundi verða til þess að vekja úlfúð og
„æsa illar girndir“ ; er hin nýja stjórn
því einráðin í að varna því, og þykir
mega treysta því, að hún hafi þar og
fylgi meira hluta þingmanna. Annars
urðu miklar þingdeilur út af þessu máli
þeirra Broglie fyrir jólin í vetur og
margir þeirra fylgismenn þá gjörðir
þingrækir fyrir kjörvíti, framin að þeirra
undirlagi, þar á meðal Fourton. pá varð
Gambetta einu sinni svo berorður við
Fourton, að hann skoraði hann á hólm.
peir skutust á með skammbyssum, á
löngu færi nokkuð, og sakaði hvornugan.
Slíkar hólmgöngur eru algengar á
Frakklandi, með þingmönnum og blaða-
mönnum, en optast svo til stillt, að
mannhætta er lítil, og skopast menn að,
en fá þó eigi við ráðið hólmgönguæði
þetta.
pað er af Rússum að segja, að allt
ráð þeirra virðist fremur óyndislegt, því
meir, sem lengur líður, og aðrar þjóð-
ir færast betur úr fjötrum ánauðar, fá-
fræði og siðleysis. par bryddi mjög á
óánægju út af einræði stjórnarinnar og
harðræði, og megnri spillingu höfðingja
og embættismanna. Launvíg á fyrir-
mönnum fara mjög í vöxt. Fyrir fám
dögum var eitt slíkt launvíg framið á
landshöfðingjanum í Charkow, Krapot-
kin fursta. Hann á bróður, sem er einn