Ísafold - 03.04.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.04.1879, Blaðsíða 1
ÍSAFOLD VI 10. Reykjavík. fimmtudaginn 3. aprilmán. 1879. Ólafur stiptamtmaður Stephánsson er fæddur að Höskuldsstöðum í Húna- vatnssýslu 3. mai 1731. Faðir hans var síra Stefán Ólafsson prófasts Guðmunds- sonar bónda að Siglunesi í Fljótum, dótt- ursonur síra Stefáns skálds Olafssonar í Vallanesi. Móðir Ólafs stiptamtmanns var Ragnheiður Magnúsdóttir frá Espi- hóli, Bjarnarsonar, Pálssonar, Guðbrands- sonar biskups, en dótturdóttir Jóns Hóla- biskups Vigfússonar. Eptir andlát for- eldra sinna var rjett að því komið, að Ólafur, eptir fortölum ýmissa, sem þótti hann vera gott búmannsefni, færi að búa á litlum jarðarparti með eldri systur sinni Sigríði, en rjeði þá af, að leita fyrst til Halldórs biskups Brynjólfsson- ar á Hólum, og komst með aðstoð hans, en að öðru leyti af eigin rammleik í Hólaskóla; vann fyrir sjer á sumrum, og útskrifaðist eptir 6 ára dvöl frá Hól- um, sigldi sama ár (1753), lauk sjer af í Kaupmannahöfn á 3 árum, og gjörð- ist, fyrir fylgi Skúla landfógeta, 1756 bókhaldari við hinar nýju verksmiðju- stofnanir í Reykjavík, varð einnig sama ár, fyrir meðmæli Skúla, sem þá rjeði mestu hjer á landi, varalögmaður norð- an og vestan, ,,til þess að hanm'. svo kemst Skúli að orði, „gæti þess betur stutt stofnanirnar', og jafnframt með- stjórnandi þeirra (sjá dómsakt í hör- mangaramálinu, bls. 103). Bókhaldara störfunum afsalaði Ólafur sjer aptur 1760; kom það til þess, að hann tók sjer nærri útásetningar á reikninga sína frá um- sjónarm. konungsverzlunarinnar (1759—¦ 1763), Markúsi ^Pahl, og skoðunargjörð þeirra Röns og Otto's á stofnununum, en sigldi sama ár, ásamt Skúla, til Kaup- mannahafnar, til þess, með honum, að tala þar stofnananna og sinu eigin máli. Ber þá fyrst á meiningarmun þeirra á milli, þótti Skúla Ólafur heldur tilhliðr- unarsamur við stjórnina og verzlunina, enda dró Ólafur sig, frá árinu 1764, að verzluninni og stofnununum var steypt saman, smámsaman útúr stjórn. þeirra, þótt hann að öðru leyti, sem embættis- maður og hluthafandi í stofnununum, landsins og sjálfs síns vegna, hjeldi á- fram afskiptunum af þeim. pegar Skúli og Magnús amtmaður Gíslason sigldu til Danmerkur 1763, til þess að semja við hið nýja ,.almenna verzlunarfjelag", gjörðist það um veturinn 1763—64, með fortölum beggja fyrir geheimeráði Thott og stiptamtmanni greifa Rantzau, að Olafur var skipaður vara-amtmaður við hlið Magnúsi, með loforði fyrir embætt- inu eptir hans dag, á sama hátt og Jón Skúlason hafði verið settur Skúla til að- stoðar í landfógeta embættinu. Ólafur var, sem sje (1761) orðinn tengdasonur Magnúsar amtmanns, og þjónaði amt- manns embættinu í fjarveru hans 1763 —64. Fluttu þeir mágar sig 1765 frá Leirá að Bessastöðum, og þar dóu tengdaforeldrar Ólafs bæði 176Ó, árinu eptir að hið nýja múrhús, sem Skúli hafði látið byggja og enn stendur þar, var fullbúið. Á Bessastöðum sat Olaf- ur til 1770, sem einasti amtmaður hjer á landi. Varð þá sú breyting á, við fráfall baróns Pröck, að stiptamtmað- urinn, sem þar til hafði setið ytra og haft hjer amtmann eða umboðsmann, fluttist hingað til landsins, og að land- inu jafnframt var skipt í tvö ömt. Var Thodal skipaður hjer stiptamtmaður, og amtmaður sunnan og vestan, en Olafur amtmaður norðan og austan. Flutti hann sig að Elliðavatni, og, þegar þar var stofnað fyrirmjmdar fjárbú (Scha- fcri), árið eptir (1771) að Sviðholti á Alptanesi. Hvar sem hann var, sýndi hann sig. sem búhöld og bjargvætt og studdi að því bæði í orði og á borði, að efla bjargræðisveguna bæði til lands og sjávar, kom hjer á fiskilóðum, flutti hreindýr hjer til landsins, o.s. frv. Tho- dal var einnig mesti búmaður, stundaði sjer í lagi jarðar- og garðarækt, og reri að því öllum árum að bæta hvorttveggja og auka hjer á landi. Sú var stefnan þá. I þessu voru þeir honum samtaka, Skúli fógeti, síra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, Magnús sýslumaður Ket- ilsson í Búðardal, Eggert varalögmaður Olafsson og Ólafur. pessum mönnum hjerálandi ogjóni Eiríkssyni í Kaup- mannahöfn eru þær miklu rjettarbætur að þakka, tilskipanirnar 15. apr. og 13. maí 1776, hin fyrri uin nýéýll', hin síð- ari 11111 garðahlcðslu, þúfnasljcttun, jarð'- yrkju, matjurta og jarðeplarœkt, sem bor- ið hafa siðan sýuilcgan ávöxt á hverju hausti, og hefir manneldi í landinu bæði orðið meira og betra upp frá þessum tíma. Má með sanni segja, að 18. öld- in, þó hún hefði ekki annað til síns á- gætis en þessa framför og svo sligun einokunarverzlunarinnar, hefír þokað fósturjörðu vorri fram um tvö stór stig. —I opinberum málefnum, sem þá mest megnis snertu verzlunina og stofnanirn- ar, kom Olafur jafnan fram með lipur- leik, lagi og grcind, sem var hans höf- uðgáfa. Má sjer í lagi sjá þetta á af- skiptum hans við málaferlin milli hinna íslenzku hluthafenda í stofnununum og hins almenna verzlunarfjelags. Af því fá skjöl munu ljósar samin, en vörn O- lafs ,.landsins og sjálfs sín vegna" í þessu máli, og þar hún bæði skýrir málið sjálft og er hin gagnorðasta, sem fram hefir komið i því, setjum vjer hana hjer, en verðum jafnframt að visa les- endunum til æfisögubrots Skúla landfó- geta, sem staðið hefir í síðasta tölubl. „ísafoldar" 1878, sjer i lagi til þess at- riðis, sem þar var á vikið, að hið almenna verzlunarfjelag 1767 lagði 100 rd. álag á hverja aktíu í stofnununum, er síðan 1764 voru fjelaginu sameinaðar, og í öðru fleiru hallaði um skör fram á rjett íslendinga. „ 1. Stofnanirnar eru, samkvæmt i.gr. í samningnum við verzlunarfjelag- ið, afhentar því með því skilyrði, að þær standi undir stjórn þess í 20 ár, eða þann tíma, sem verzlunarleyfið (Octroy) frá 15. ágúst 1763 nær yfir, og hefir fjelagið heimild til þess á þessu tímabili að hagnýta sjer stofnanirnar, sem bezt það getur og hefir vit á. Stofnanirnar voru virtar og fjelaginu afhentar fyrir 25000 rd., eða 50 hluti, upp á 500 rd. hvern. pað er því örðugt að sjá, hvernig fjelagið fer að heimta þennan höfuðstól aukinn (með 100 rd. fyrir hvern hlut, 5000 rd. alls), þegar það er einu sinni búið að viðurkenna hann innborgaðan, nema þá svo hefði verið, að hluthafendur hefði með berum orðum skuldbundið sig til þess, en þetta hafa þcir ekki gjört, heldur hefir fje- lagið sjálft gjört það öllu fremur í 3. gr. samningsins (3. gr.: „Fjelagið við- heldur, cykur og c.flir stofiianirnar"). 2. Hin 6. grein samningsins ber með sjer, að afhending stofnananna til fjelagsins er engu líkari, en innstæðu, sem um nokkurra (20) ára bil stendur á vöxtum í verzluninni, en að hún á ekkert skylt við hlutasamskot, er geta verið missi undirorpin; því eptir tjeðri grein á fjelagið, að 20 ára fresti, að skila hluthafendum stofnununum í sama standi, sem þær voru í, er það tók við þeim, hvort sem það á þessum 20 ár- um vinnur eða tapar á þéim, og jafnvel þó svo illa færi, að fjelagið þá ekkert ætti eptir nema innstæðu stofnananna. Alíka skyldu hefir fjelagið ekki undir- gengizt gagnvart öðrum sínum fjelög- um, og er af því augljóst, að samning- urinn við hina íslenzku hluthafendur stofnananna, er öðruvísi vaxinn, en við aðra hluteigendur fjelagsins. 3. Til frekari fullvissu um, að svo er, skal þess getið, að fjelagið hefir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.