Ísafold - 18.04.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.04.1879, Blaðsíða 1
ISAFOLD VI 11 Reykjavik, föstudaginn 18. aprilmán. 1879. I blaði þessu (V, 30) var stuttlega vikið á stefnu og ásigkomulag hafstraum- anna umhverfis ísland vestan- og norð- anvert. Var þess getið að hinn volgi golfstraumur rennur norður með vest- urströndum íslands, beygir af við Horn- strandir og fylgir norðurlandi austur eptir. Lieut. Wandel, sern í 3 sumur hefir verið formaður strandsiglinga gufu- skipsins „Díönu", bætir nýjum skýring- um um þetta efni við í bæklingi, sem fyrir skemmstu er út kominn í Kaupmanna- höfn: Bemœrkninger om Beseilingen af Islands Kyster. þar segir, meðal ann- ars, að hinn volgi straumur, á austur- leið sinni, mæti við Melrakkasljettu grein af hinum svala jökulstraumi eða pól- straumi frá austuróbyggðum Grænlands, og sveigi þar norður og norðvestur á við, en að jökulstraumurinn bruni áfram í suður og landsuður um Langanes og suður með íslandi austanverðu, í sömu stefnu og aðfallið, er ávallt fer með sólu. Af þessu leiðir, að allar siglingar um- hverfis ísland ganga greiðara með að- fallinu en útfallinu. Milli Reykjaness og Skagans er aðfallið í þriggja vikna fjar- lægð frá landi norðurfall, útfallið suðurfall. í Faxaflóasunnanverðum er aðfallið aust- ur og landnorðurfall, útfallið í gagnstæða stefnu. Á Breiðafirði leitar aðfallið inn að sunnanverðu, útfallið að norðanverðu. Varúðarverð er Skor, því upp að henni ber strauminn hart; liggja grynningar útaf henni og skyldi því, þegar skyggni er ekki gott, fara þar varlega. Með öllum Vestfjörðum, allt upp að Straum- nesi er aðfallið landsuðurfall, og er stór- um harðara, en útfallið, sem er útsuð- urfall. Ræður höf. því sjófarendum að hafa nákvæma eptirtekt á aðfallsstraumn- um, og getur þess, að öll beitisigling sje þar erfið suður eptir. þá varar hann sjer í lagi við Látraröst (Staalbjerghuk), þar fari straumurinn á stundum um stór- strauma 4 mílna ferð. Hvervetna norð- anlands leitar aðfallið inn á firði og fióa vestanverða, og út að austanverðu. Ber það til þessa, að á norðanverðum hnettinum sækir allt norðurfall (sunnan- straumur) austur á við, allt suðurfall (norðanstraumur) vestur á við. — Á sigl- ingu austur með norðurlandi í þoku, varar hö.f. við, að koma nær Langanesi en svo, að maður hafi ^3—35 faðma djúp, þó aldrei nema hylli undir nesið. A siglingu suður með landi varar hann við, að koma nær Dyrhólaey en á 100 faðma djúpi, því vesturfallið beri hart inn að landi, sem er lágt og sjest skammt að; svo ræður hann og til, að fara held- ur fyrir sunnan en innan Fuglasker, úr því haustar að. þó straumurinn með íslandi aust- anverðu sje kaldur, þá hyggur höf. hann þó ekki botnlægan, heldur að eins )'fir- borðsstraum misbreiðan mjög. Verður hans vart 15—20 vikur sjávar frá landi; þar kólnar sjórinn allt í einu um 3—5 mælistig. þó hefir herra Wandel í maí- mánuði 1876 mælt o° sjávarhita 50 vik- ur sjávar í landsuður af Dalatanga (fyr- ir sunnan Seyðisfjörð). Bæði aðfall og útfall er kraptminna að austan en vest- an á íslandi; er munurinn á sjávarmáli um fióð og fjöru austanmegin að eins 9 fet, en að vestanverðu 16 fet. Aptur á móti helzt aðfallið að austanverðu við 7 stundir af 12, en útfallið 5 stundir. Með austurlandinu ber aðfallið inn í norð- anverða firði, en út úr þeim sunnanverð- um; útfallið fer i gagnstæða átt. þó breytist þetta nokkuð við mikla snjó- og jökulbráð á sumardag. því næst talar höf. um hafísinn, komu hans, dvöl og burtferð; en þó þessi kafli bæklingsins sje einnig fróðleg- ur, þá vitum vjer ekki víst, hvort herra Wandel hefir haft næga reynzlu í þá átt, til þess treysta megi kenningum hans um þetta atriði. Segir hann t. d. (bls. 16) að hafísinn komi aldrei svo að norðurlandi, að hans verði ekki fyrst vart fyrir Hornströndum. þá heldur hann, að yfir höfuð megi sigla fyrir hafís með norðurlandi fram, frá því síð- ast í maímánuoi; betur satt væri! En aptur gefur höf. gott ráð, til að varast ísinn inni á fjörðum, og það er kost- gæfileg brúkun hitamælisins. I byrjun aprílmánaðar segist hann hafa orðið þess var á Seyðisfirði, að sjávarhitinn fjell allt í einu 40 niður í o°. Flýtti hann sjer þá burt; enda var fjörðurinn daginn eptir orðinn fullur með hafís. Um þenna tíma árs ræður hann sjófar- endum til þess, að leita helzt inn á Beru- fj'örð, þegar ís er á hrakningi. Loks endar hann athugasemdir sínar með þeirri bendingu til formanna, að hvorki eigi að stunda siglingar með austur og norðurströndum landsins fyrir 1. april nje eptir 15. okt. Áhinum tímum árs- ins sje slíkar ferðir óforsvaranlegar glæfraferðir. Oss hefir verið send fjölorð grein um verzlunina, sem óþarft er að taka í heild sinni. Meining málsins og merg- urinn orðanna er sá, að kaupmenn ekki flytji neinn óþarfa inn í landið, það gangi allt út og þó meira væri, landsbúar þurfi fleira með, en matvöru : kaffi, sik- urs, kola, salts, járns, hamps o. s. frv. Hjer tilsvarast: búðaskáparnir sýna sig á veturna, eptir allar kauptíðir; þeir eru troðfulliraf fyrndu og ryðguðu rusli, sem enginn ætti að vilja eiga, og sem flutt er á vorin upp á búðarlopt, en aptur ofan og látið saman við nýflutta kramið rjett fyrir sumarkauptið; enda kemur þetta húsaskúm fram á öllum varningsuppboðum. í landhagsskýrsl- unum (Stjórnartíðindi 1877, B. bls.70—84) finnum vjer, að flutt eiga að hafa verið til landsins að meðaltali ár hvert af ár- unum 1873—75: 6410 pund af steinfíkj- um, 21303 pund af gráfíkjum, 38679 pund af rúsínum, þessar „nauðsynjar' til samans nema rúmum 20000 kr. Ætla landinu væri ekki þarfara, að krónur væri innfluttar í staðinn fyrir gráfíkjur ? Af Ijereptum voru 1875 innfluttar 329,744 álnir, af dúk sama ár 127521 áln., af bol- dangi 26205 áin., af Ijereptsklútum 18870. Sjé þetta verðlagt upp og ofan á 50 a. alinin, sem þó er helzt til lítið, þá nem- ur það rúmum 240000 kr. á ári. Skyldi landinu ekki vera eins þarft, að fá að minnsta kosti helminginn af þessum krón- um í krónum, þó nú hinn helmingur- inn færi í ljerept, og að landsbúar að öðru leyti ynnu ullina til heimabrúkun- ar, allra helzt meðan hún selst ekki bet- ur en hún hefir selzt 2—3 siðustu árin? Vaðmál vort er oss eins hollt bæði í nærföt og utanhafnarföt, eins og útlend ljerept, og aldrei flyit rússneski svarti dauðinn eða aðrar drepsóttir til vor, í voðum sjálfra vor. Vjer sleppum í þetta sinn öllu öðru, tóbaki, brennivíni, að ó- gleymdu „sherry" „portvíni", „malaga", möluðu kaffi, o. s. frv. Útkomin eru bráðabirgðarlög, dags. 21. febr. þ. á., sem veita stjórnarráðinu fyrir ísland vald til „að gefa út bann gegn því, að fluttar sje inn frá útlönd- um vö'rur, farangur, fatnaður ferða- manna og lifandi dýr, sem uggvænt þykir, að pestnæm sje". Samkvæmt þessari lagaheimild hefir stjórnarherrann fyrir Ísland, þegar með auglýsingu dagsettri 25. febr. þ. á. bann- að allan innflutning til íslands frá Rúss- landi af „líni, sem hefir verið notað, sængur- fötum og fatnaði, rýjum og hnökra- ull, pappírsafklippum, loðskinnum og þess konar grávöru, skintmm og húð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.