Ísafold - 18.04.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.04.1879, Blaðsíða 3
43 afgreiðslumanns Kircks, bankastjóra Wessely’s, amtmanns Krattes o. fl. um íslensku verzlunina á ríkisþingi Dana 1853 (sbr. landsþingstíð. 1853, dálk 2050 —2057, 2169—2227, og 2235—2264; fólksþingtíð. 2180—88, 4144—4173, 4260 —4275). Hanrt lærir þá, ef til vill, með- al annars, að vilji húsbóndi hans og aðr- ir íslenzkir kaupmenn halda upptekn- um hætti, að lauma íslenzkum málum ófyrirsynju inn á ríkisþing Dana, þá getur sannleikinn um þessi málefni komizt inn á ríkisþingið, þó hann færi aðra leið, en gegnumíslenzkakaupmenn. þ>ar sem herra Z. er hróðugur yfir málaferlum húsbónda síns, þá skal þess að endingu getið, að húsbóndinn hefir fleira til síns ágætis í þessa átt, en það sem hr. Z. tilfærir, t. d. þá tilraun, sem hann gjörði fyrir ári síðan, til þess að fá sig undanþeginn sveitarútsvari, vega- bótagjaldi og tíund til þess hrepps, sem höfuðverzlan hans liggur í. Sýnir hann með þessu, að hann vill láta gjöra til- finnanlegan mun á þeim kaupmönnum, sem hjer hafa bólfestu, og þeim, sem „búsettir eru utanlands“. Máske hon- um geti með tímanum orðið að því í fleiru en einu tilliti. í seinasta (10.) blaði „þ>jóðólfs“ bls. 37, miðjum 1. dálki, standa þessi orð: „Plet“-typhus sá, er ísafold segir, að hafi verið kominn til Berlin, reyndist: prentvilla.11 ■—- En — „þ>jóðólfi“ skjátlar, því í „Dagbladet“ Nr. 56, 7. marzþ. á., stendur, í „brjefi frá Berlin 4. marz“: „aukþesser það kunnugt, að hjer gengur Plettyplius“. í sama dagblaði Nr. 61., 13. marz, segir: „og í Barak Lazarethet er tala sjúklinganna 480. Meðal þessara eru 191 karlmenn og 4 konur, sem liggja í Plettyphus. Alls hafa 28. des. f. á. verið lagðir á sjúkrahúsin 295 sjúklingar, sem þeilll- ail sjúkdóm hafa. Af þeim hafa dáið 10 af hundraði.“ Brynjólfur Pjetursson. (15. apr. 1810 — 18. okt. 1851). í djúpi hugans kænn að kafa Kom með perlur hann að landi, Geislum skyggn og skarpur andi Skaut á rökkur myrkra stafa; Hverja rjeði hann rún, sem vildi, — En reikning hjartað aldrei skildi. Göfugs anda fræknu fjöri Fyrir plóg hann aldrei varði, Framkvæmd ei nje fylgi sparði Fósturjörðu halurinn öri, En miklum kröptum óspar eyddi I starfi fyrir hvern sem beiddi. pví er þessa mætra’ að minnast, En með flestum hinna dvelja; Pótti’, er Brynjólf heimti helja, Horskra fylking stórum þynnast; Fannst það brátt í flestu verki, Að farinn var hinn góði’ og sterki. Fjarri eynni, sem hann unni í útlegðinni holdið hvílist; En hið lága leiðið skýlist Laufi skrýddum viðar runni, Og. þeir, sem ganga hjá, þeir segja: pessi’ átti’ ei svo fljótt að deyja. — pilskipin „Gylfi“ og „Reykjavík“ (eign dbrm. Geirs Zoega o. fl.) eru nú búin að afla hvort um sig um 90 tunn- ur lifrar, og „Ingólfur“ (eign Einars snikkara o. fl.) eitthvað um 86 tunnur. 6. þ. m. kom „Draxholm“ með vör- ur til P. C. Knudtzons verzlunar, og hinn 12. „Yaldemar“ fermdur vörum til Fis- chers verzlunar, eptir 11 daga ferð frá Khöfn. Með því kom cand. med. & chir. Helgi Guðmundsson. Drepsóttin á Rússlandi var talin út dauð. — porskanet voru almennt lögð i Garðsjó og Leirusjó 14. marz, og var þar þegar fyrir nógur fiskur. Flestir þeir, sem áttu netin á þessum stöðum, hlóðu og seiluðu þegar í fyrstu umvitj- un. pessi mikla fiskimergð ginnti menn til að leggja meiri net, tilþess að taka gæs meðan gæfist, enda fengu margir fiskinn eptir því sem hver gat móti tek- ið meðan gæftirnar hjeldust. En því var skamma stund að fagna. Eptir 4 daga frá því netin voru lögð skullu á stormar, sem hjéldust svo stöðuglega út allan marzmánuð og fram til 3. þ. m., að aldrei gaf að vitja um til gagns. Netin rákust í hnúta, margar trossur saman, skemmdust þau flest meira eða minna, mörg urðu alveg ónýt, og mörg sjást að líkindum aldrei aptur. Hafa netahnútarnir verið að finnast suður á Suðurnesjum. — Tjón það, sem menn hafa þannig beðið á veiðarfærum sínum á þessari vertíð, er ómetanlegt, einkum þegar þess er gætt, að netin töpuðust fullaf fiski, og fiskurinn í þeim netum, sem á endanum náðust, var eptir svo langan tíma meira eða minna skemmd- ur. En tilfinnanlegast af því öllu var þó, að missa netin þannig í upphafi vertíðar og vita af því, að sjórinn var fullur af fiski. —- Síðan 3. þ. m. hafa verið góðar gæftir og hefir verið all- góður afli í net í Garðsjó og Leirusjó, en ekki til líka við það, sem var fyrir ógæftirnar. Aptur var fyrir bænadag- ana og allt til þessa mjög góður afli einnig í net í Vatnsleysustrandarleirnum, fengu þar sumir þá daga þetta frá 300 —600 á skip. Á færi hefir þar syðra varla orðið vart, en á Akranesi og hjer á Innnesjum hafa nokkrir menn orðið vel varir á færi. Fjekk einn maður f Rv. 40 í hlut upp í landsteinum. Hæst- ir munu hlutir vera í Garði og Leiru nál. 300. Flestir eru þó langt þar fyrir neðan, og margir hafa allt til þessa mjög lftið aflað. Á Suðurnesjum, Höfnum og Eyrarbakka eru komnir góðir hlutir, I Vestmannaeyjum var, þegar póst- gufuskipið fór um, mokfiski; sömuleiðis til skamms tíma undir Jökli. — Hjer í Gullbringusýslu hefir geng- jð og gengur enn skæð Jungnabólga. Meðal annara hafa úr henni dáið: Stef- án Bjarnarson verzlunarm. hjá H. Th. A. Thomsen, porlákur bóndi á Bakka á Seltjarnarnesi og nú síðast 15. þ. m. Olafur pórðarson f Nesi (á Seltjarnar- nesi), nýtur og góður bóndi. Leiðrjetting. í „ísafold“ VI10, bls. 40, 1. dálki, 25. línu að neðan: eigna fyrir 1 e i g n a. Hitt og þetta. í „Morgunblaðinu“ danska, tbl. 262, 294 og 298 fyrir 1878, standa, enn sem fyr, frjettagreinir frá Reykjavík, dags. í okt. og nóv. f. á. J>ar er kvartað, eins og vant er, yfir ástandi og stjórn hins lærða skóla, „margir foreldrar horfi í að senda sonu sína þangað, enþó vaxi aðsóknin,“ yfir landshöfðingjanum, landsritaranum, alþingis kosningunum í haust eð var, og yfir blöðunum, ritstj. „Isaf.u sje ekki nógsamlega andvígur stjórn- inni, „en blási að óvildarkolunum milli Islendinga og hinnar dönsku þjóðar“; allir menn hjer á landi, sem nefndir eru, eru níddir meira eða minna, enda Einar prentari; enginn sleppur, nema — „vors bæjar (Rv.) margra ára þingmaður, yfir- kennari Priðriksson.” Að honum, og honum einum, er ekkert að finna. þ>að má segja, að drenglyndi og vitsmunir haldast i hönd hjá þess- um frjettaritara. Auglýsingar. Sökum hinnar fyrirhuguðu viðgjörð- ar á dómkirkjunni hjer í Reykjavfk varð að flytja allar bækur stiptisbókasafnsins þaðan á braut f byrjun þessa mánaðar og upp í bókhlöðu skólans; verður því útlán bókanna þar fyrst um sinn á sama tíma og áður, á miðvikudögum og laugar- dögum, um miðjan daginn kl. 12—1.— En vegna rúmleysisins í bókhlöðu skól- ans getur eigi útlán orðið á öllum bók- um safnsins. Bækur þær, sem ljeðar fást, eru: allar fslenzlcar bækur, hand- rit, og bækur þær útlendar, sem gefizt hafa bókasafninu hin síðustu árin. Reykjavík, 12. d. aprílmánaðar 1879. //. K Frið'riksson. porskanetatrossa með fjórum net- um hefir tapazt af Álptnesinga-sviði, korkdufl var á öðrum endanum með brennimarki: G R, og annað krossdufl, er á var skorið: S S, en flotholtið er brennimerkt með G R; ef einhver af sjófarendum finnur þessi net, þá er hann beðinn að gjöra svo vel og hirða þau gegn sanngjarnri borgun, og gefa und- irskrifuðum til vitundar. Svalbarða, 2. d. aprílmánaðar 1879. Guðmundur Runólfsson. Tveggja manna far með allri útreiðslu er til sölu hjá Kolbeini Guð- mundssyni járnsmið í Reykjavík. í „ísafold“ V 30. 1878, er í „brjefi frá Skotlandi ®/u“ getið um, að Mr. Sli- mon,— sá, er árlega lætur kaupa hesta hjerálandi — sje fáanlegur til að gjöra út gufuskip, er fari milli Kaupmanna- hafnar, Leith, íslands og kring um strendur þess. Nú hefir höfundur fyr- tjeðs brjefs sent oss áætlun um fyrir- komulag gufuskipsferða þessara, samda af Mr. Slimon sjálfum, ásamt athuga- semdum sínum við hana, og látum vjer hvorttveggja birtast hjer. — Sjá hinu tnegin.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.