Ísafold - 18.04.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.04.1879, Blaðsíða 2
42 um, verkuðum og óverkuðum, leðri, sútuSu og ósútuðu, dýra - innýflum, hvort þau eru ný, hert eða söltuð, flóka, hári, burstarhári af svínum, fiðri og dún, fiski og hverju einu, sem tilbúið er af fiski, og sareptabalsami“. Oss þykir það að þessari auglýsingu, að landshöfðingjanum er ekki veitt sama vald og stjórnarherranum, til þess eptir ástæðum að gefa út álíkt bann, því sje það satt, að næm drepsótt geysiþegar í Berlín, þá er hún ekki lengi að ná sjávarhöfnum, t. d. Hamborg, sem um þennan árstíma eru í samgöngum við ísland, og er þá seinlegt að sækja bannið til Khafnar. Hvað yrði úr þessu landi, ef Astrachan-drepsóttin næði hingað á sumardag ? Eptir skýrslu frá Kaupmannhafnar brakúnunum Simmelhag og Holm var árið sem leið út flutt hjeðan af saltfiski beina leið til: Pund. Kaupmannahafnar 3,245,000 Spánar .... 7,150,000 Englands . . . 1,500,000 óbeinlínis til Spánar 128,000 pund. 12,023,000 Aths. þess utan munu hafa farið til Norvegs hjerumbil 320,000 Alls: 12,343,000 skpd. eða hjer um bil................38,570 — Af harðfiski fluttust hjeðan . . 260,000 eða rúm...........................800 Tilsamans: 12,603,000 eða rúm........................39>37o Saltfiskur aðvestan seldist, að und- anteknum einum farmi frá Olafsvík, á Spáni fyrir 64 kr. skippundið, sunnan- fiskur yfir höfuð fyrir 53 kr. 40 a. í Kaupmannahöfn var fiskurinn borgað- ur hæst 58 kr. sk.pundið og lægst (smá- fiskur) 35—33 kr. ísa gekk yfir höf- uð 30 kr. slcippundið. Á Englandi var smáfiskur borgaður upp og ofan með £ 16 (288 kr.) smálestin (rúm 8 skip- pund), ísa 216 kr. smálestin. Harðfisk-j ur að norðan og austan seldist fyrir 65 j —85 kr., að sunnan og vestan fyrir 100 I —ii2kr. skippundið. Saltkjöt gekk illa, sökum þess að svo mikið af kjöti og fleski flyzt nú frá Vesturheimi. Tunnan (224 pund netto) gekk að jafnaði 48 kr. (hæst 54 kr. lægst 38^/2 kr.) eða hjerumbil 21 eyripundið. Utfluttar voru alls 7700 tunnur (þar af 2000 t. geymdar síðan 1877), eða kjöt af, segjum, 36,000 fullorðnum sauðum fyrir hjer um bil 370,000 kr. Af tólg voru út flutt 440000 pund og seldist hún fyrir 35^2 til 37 aura pundið. Alls má reikna, að úr landinu hafi 1878 verið út flutt hjerumbil 2,500,000 króna virði í mat (fiski, kjöti og tólg) og þó frekar, ef þg.ð fje, sem út flutt hefir verið á fæti, er mgð reiknað. Ept- ir því sem næst verður komizt, þegar farið er eptir undanfarandi árum, mun til landsins hafa verið flutt fyrir, á að gizka, 1,500,000 kr. af matvöru. Betra væri fyrir landið, að ekki væri meiri matvara út flutt, en sem nemur hinni innfluttu, og sjer í lagi væri landsbúum hollara, að verka og borða sjálfir salt- kjöt sitt, en láta kaupmenn slátra og salta, og flytja síðan út illa verkað kjöt, sem illa er borgað. Vöruskrá, þegar póstskip fór frá K.höfn: Ull, 66—67 a. Óseldir 850 ballar. Saltfiskur, vestfirzkur 55— 5 8 lj2 kr., sunnlenzkur 48—50 kr. Lýsi 48—54 kr. Æðardúnn q1/,, kr. Óseld 3000—4000 pund. — Rúgur 5 kr. 30 a., hver 100 pd. Bankabygg, eptir gæðum, 8 kr. 50 a. til 9 kr. 50 a., hver 100 pd. Rúgmjöl 6 kr., hver 100 pd. Kajtfi, vana- legt, 52 a., gott 55—60 a. Kandíssykur 30—32 a. Hvítasykur 26—-28 a. — ITerra Eiríkur Magnússon hefir gefið út á ensku tvær ritgjörðir um rúna-almanök, annað norskt og annað lappneskt. f>essar ritgjörðir eru efa- laust fróðlegar fyrir rímfróða menn og fornfræðinga. —• Sami höfundur hefir einnig byrjað á því, að snúa Rúneberg á enslcu. þ>etta mun honum reynast vandaverk, og getum vjer að eins ósk- að, að honum megi takast að komast frumritinu sem næst. En hvað sem þessu líður, þá hlýtur hver Islendingur að gleðjast yfir því, hversu vel herra Eiríki Magnússyni hefir heppnazt að ryðja sjer braut og komast til frama meðal Breta. Enda er lyst að sjá, hversu leikinn hann er orðinn í ensku. Ensk blöð geta þess, að mikil bág- indi sjeu á Nýfundnalandi sökum flski- leysis. Ekki þarf íslenzki fiskurinn að lækka f verði í ár fyrir þá sök. — Hæstirjettur hefir, í þistilfjarðar- hvalrekamálinu gamla, dæmt þá síra Benedikt í Múla og sfra Hjörleif á Völl- um til að borga síra Halldóri á Hofi, hinn fyrra 106 kr. 28 aura, hinn síðara 260 kr. 95 a. með vöxtum frá 40. sept. 1868, — „Hof ogStads rjettur“ Kaupmanna- hafnar hefir dæmt landssjóðinn til að greiða verzlunarhúsinu P. C. Knudtzon & Sön 1408 kr. 33 a., sem um of inn- heimtar í vínfangatoll vorið 1876 af skip- um tveim, sem afferma áttu í Hafnar- firði, en voru látin greiða tollinn eptir lögum n.febr. 1876, þó þessi lög ekki væri þá þinglesin í Hafnarfirði en að eins í Reykjavík. Að líkindum verður þess- um dómi áfrýjað til hæstarjettar. — í stað „Fyllu“, erf vor hingað von á herskipinu danska „Ingólfi“. Formað- urinn heitir Mourier; stýrimaður verður Wandel, sem áður heflr verið skipstjóri á„Díönu“. — Landsyfirrjetturinn hefir dæmt kaup- mann H. Th. A. Thomsen sýknan í Ell- iðaár-laxveiðamálinu. Mun lagabrotið ekki hafa þótt fullsannað. Með þeirri kurteysi, sem herra C. Zimsen mun hafa lært fyrst í skóla Kyhns sál. og síðar numið til fullnustu hjá húsbónda sínum, hefir hann fyrir skemmstu ávarpað „ísafold11 í ,.þjóðólfi“ (3b io)- Oss er ekki vandara um, en ráð- herra íslands, þegar hann fjekk (11. ágúst 1876) brjefin frá húsbónda herra Z’s, sem getið er um í Stjórnartíð. 1876, B. bls. 101, og sem „voru rituð með svo löguðum blæ, að ráðgjafinn var í vafa um, hvort rjett væri að svara þeim“, — og skulum því, málefnisins vegna, svara herra Z. fáeinum orðum. Hann biður oss, að skýra beturummæli „ísa- foldar“ um hlýðni „húsbóndans“ við landslögin ; en hefir sjálfur tekið af oss ómakið; því hann játar, að húsbóndi sinn, ásamt öðrum íslenzkum kaupmönn- um hafi „í fyrra vetur fengið (danska) þingmenn, til að hreifa þessu máli (ís- lenzkum skattalögum) á ríkisþinginu danska“, með öðrum orðum, að þeir hafi sett út menn til ólögmætrar afskipta- semi af íslenzkum málefnum, með því að reyna til að draga íslcnzk lög frá þeirra rjetta varnarþingi inn undir dóm ríkisþingsins, sem þau eru með öllu ó- háð, og að þeir því, eins og vjer að orði kváðum, hafi „andæft gegn lögun- um“ (skattalögunum og stjórnarskránni). Fyrir þessa játningu, sem vjerhöfð- um ekki fyr frá íslenzkum kaupmanni, á herra Z. skilið, að vjer tilfærum lít- ilræði til skýringar þeim drjúgyrðum hans, að „fáir kaupmenn hjer á suður- landi, og jafnvel enginn, flytji að tiltölu jafnmikið af — — peningum inn í land- ið, eins og einmitt húsbóndi hans“. Á reikninga yfir viðskipti við verzlanir P. C. Knudtzon & Sön’s í Hafnarfirði og Reykjavík (um Keflavík er oss ókunn- ugt), er prentuð svo látandi hugvekja: „1> að sem stendur inni, horgast einungis í röruni“. Vjer skiljum þetta svo, að þeir, sem kunna að eiga inni í tjeðum verzlunum, megi búast við , að fá það borgað einungis í vörum, en ekki peningum. Sje nú þessj ætlun vor ekki „röng skoðun“, „vitleysa“ eður „ósann- indi“, þá má vera lítið um peninga hjá hinum kaupmönnunum á suðurlandi, fyrst „húsbóndinn“ sjálfur, er ekki rífari á þeim en þetta. þ>eim mönnum er- lendis, „sem tekið hafa próf í verzlun- arfræði“, mun þykja það ný kenning, að kaupmaður hafi rjett til að afsegja að greiða í peningum, það sem skipta- vinir hans eiga inni hjá honum, og fyrst herra Z. vill taka vel ráðum verzlunar- fróðra (og danskra) manna, þá lesi hann ræður þeirra stórkaupmanns Alfred Hages, stiptamtmanns Rósenörns, skipa-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.