Ísafold - 12.07.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 12.07.1879, Blaðsíða 4
4 þingi. Frumv. færi að eins á fram á linun á gjaldinu fyrir torfhúsin; torf húsveggir þyrftu meira rúm en timburveggir, og væri þvi ójöfnuður að gjöra eigi mun á gjaldinu. Grundvöllur hinna fyrri laga væri látinn óhaggaður. (Við þriðju umræðu, 10. þ. m., vildi) Jón Jónsson láta fresta umræðunum til þess að geta komið ffam með breytingaratkv. Galli á löggjöf vorri, að hún væri öll í smámolum; fyrir það alþýðu um megn að komast niður í lögunum. Munur eða þá er lögin voru eigi fyrirferðarmeiri en svo, að lögsögu- maður gat lesið þau upp öll saman í upphaíi alþing- is_. Reyndar eigi að hugsa til slíks nú; en yarast skyldi að gjöra þau flóknari en þörf væri á með því að búa til smálög. Vonaði að deildin kenndi í brjósti um fátæklingana, sem lög þessi gerðu svo mikinn ó- jöfnuð. Ásgcir Einarsson sagði að tillaga þingmannsins (J. J.) um nefnd væri hið eina í ræðu hans, sem sjer fyndist vit í, en því mundi til lítils að halda fram, með því að hann (J. J.) hefði aleinn greitt atkv. fyrir því áður. Oánægju og kveinstafi fátæklinga í Rvík út af lögunum hefði hann hvergi sjeð koma fram, og fyr gæti hann eigi farið að kenna i brjósti um þá. Jón Jónsson sagði, að það mundi sjást, ef haldinn væri nú fundur við bæjarmenn. Ásgcir Einarsson: Bæjarstjórnin hefir stungið upp á lagabreyting þessari, sjálfsagt með vitund bæjarbúa, sem því hefðu getað mótmælt henni, hefðu þeir viljað. Magnús Stephensen skýrði frá, að bæjarstjórnin hefði samþykkt breytinguna með atkvæðafjölda, öllum atkv. gegn 2; hefði J. J. sjálfur og allir tómthúsmenn- irnir einmitt greitt atkv. með henni. Jón Jónsson bað sjer hljóðs til að bera af sjer áburð M. Stepliensens (Magnús Stcphensen: Enginn áburður !). Hann hefði samþ. breytinguna einungis af því, að hann hefði viljað hana heldur en ekkert, og til þess að málið kæmist inn á þing; embættismennirn- ir í bæjarstjórninni hefði komið því til leiðar, að breyt- ingarnar urðu eigi fleiri, með fram fyrir það, að bæj- arfóg. hefði tekið sjer sjálfum atkvæðisrjett. Eirikur Kitld taldi það móti þingsköpunum, að fresta málinu. Mótfallinn nefnd, nema þingmaðurinn gæti fyrir það komið allri löggjöf íslands í lítið kver (prjónað þau saman við bæjargjaldalög Rvíkur!), en því hefði hann nú litla trú á. (Frumvarpið síðan samþykkt óbreytt með 9 atkv.). ííýtt læknishjcrað. Guðm. Einarsson bar upp í neðri d. 7. þ. m. lagafriimvarp um, að gjöra nýtt lækn- ishjerað úr Dalasýslu og Bæjarhrepp í Strandas. Gttðm. Einarsson: Mál þetta á þingi bæði 1875 og 1877. þörfin mikil, 2 daga ferð til læknisins í St.hólmi frá yztu bæjum umdæmis hans. T.angt að bíða hans þá heim utan undan Jökli eða vestan úr Eyjahrepp. Einnig fólksmargt: um 6000. Sömul. mjög langt að leita lækna i öðrum hjeruðum, en aptur gæti læknir í Dalasýslu orðið að nokkuru liði í læknishjeruðunum umhverfis hana. Loks jyki það á nauðsynina, að nú væri farið að reyna að eyða skottulækningum, eptir niðurlagi í kgsbr. 23/2 1824. Páll Pálsson prestur taldi nýtt læknishjerað í Dala- sýslu mundu spilla því, að læknar fengjust í hin eldri læknishjeruð, sem enn væri laus, svo sem Austur-Skapta- fellssýslu, þingeyjars. o. fl. Hann rengdi sögusögn flutningsmanns um örðugl. og vegalengd fyrir Dala- menn að ná í lækni; sjer væri nær að halda, að hann flytti málið nauðugur, og gæti hann vorkennt honum, ef hann, sem væri svo alkunnugur að samvizlcusemi og sannleiksást, berðist fyrir þessu málefni móti geði sínu. Guðm. Einarsson: Síðustu orð þingmannsins eru eigi svara verð. Ástæður hans ljettvægar. Eiga Dala- menn að bíða læknishjálpar þangað til hin læknisem- bættin eru alskipuð ? Um vegalengd í Dalas. veit þingm. ekkert. H. Kr. Friðr\ Gæti jafnvel komið fyrir að ekki veitti af 4 dögum til að ná í lækni í Dalas., eins og nú er. Og hvaða læknishjálp er það, t. d. fyrir sæng- urkonur? Öll Dalas. er læknislaus og nokkuð af Strandas. með. Ekkert hjerað eins þurfandi læknis. Vill síra Páll setja læknum þau lög, að þeir megi ekki sækja um Dalas. fyr en hin læknishjeruðin eru skipuð, og eigi sækja úr þeim ? Annars er óþarfi að kvíða skorti á læknaefnum; nógir að læra bæði hjer og er- lendis. Páll Pálsson prcstur: þessi læknisnauðsyn í Dala- sýslu hefir komið upp alll í einu, siðan læknamálið var fyrir þinginu. Undarlegt. Fjarri mjer að ætla að setja læknum lög um það, hver læknishjeruð þeir megi sækja um; því að þó nú kunni að vera einhver hleypidómur gegn Austur-Skaptafellssýslu, erjeg ssnnfærður um, að ef einhver rjeðist í að sækja um það hjerað, mundihann skoða vel huga sinn áður hann leitaði þaðan aptur. þórður þórðarsoti sagði, að læknisnauðsynin í Dalasýslu væri engan veginn ný tilkomin; hann hefði haldið henni fram 1875; en þingm. Dalamanna var þá á öðru máli, mun hafa verið af því, að Stykkish.- læknirinn gat þá betur snúizt við Dalamönnum, afþví að Snæfellingar höfðu þá ágætan óskólagenginn lækni. Varaforseti (Gr. Th.): Sýslunefnd og amtsráð hefðu átt að bera fram þetta mál, sje það svo nauðsynlegt. Mannkærleikur býður að fjölga læknum; en er eigi þörf víðar en í Dalasýslu ? T. d. í Skaptafellssýlu ? En slík fjölgun lækna bannar sig sjálf að svo stöddu. þórarinn Pöðvarsson: þingm. Dalam. of hermir um vegalengdina. En fólksfleira er þetta umdæmi flestum öðrum; það er satt. Læknaskipunarlögin nokkuð ung til að fara að breyta þeim. Hjer einungis farið fram á að breyta einu umdæmi í tvö. Sje slíku farið fram, verður breytingin af handahófi, og á það sízt við meðan sum hin áður stofnuðu læknahjeruð eru læknislaus, og eiga þó erfiðara að ná í lækni. þegar þau eru öll skipuð, er tími til að fara lengra, megi landssjóður þá við því; fyr eigi. Guðm. Einarsson: það mun ekki vera lögboðið skilyrði fyrir stofnun læknishjeraðs, að sýslunefnd og amtsráð mæli með því. Fundur í Dalasýslu fól mjer sem þingmanni að fylgja málinu fram. Sjest á alþing- istíðindunum 1875, að ekki er rjetthermt, að jeg hafi þá eigi fylgt þessu máli fram. Hjálmur Pjetursson var málinu meðmæltur, vegna fólksfjöldans í hinum afskekktu sveitum Stykkishólms- læknishjeraðsins, — þrátt fyrir fjeskortinn og lækna- efnaskortinn. (Málinu vísað til 2. umræðu með 17 atkv.). YlfiAFKABLAÐ þetta, sem verður 12—20 arkir, fylgir ísafold ókeypis, eins handa nýjumkaupendum að síðara helming þessa árgangs hennar, ef þeir greiða andvirðið (1 kr. 50 aura) um leið og þeir panta hann. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentað með hraðpressu ísafoldarprentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.