Ísafold - 25.07.1879, Side 1

Ísafold - 25.07.1879, Side 1
ALÞINGISFRJETT IR. V. VIÐAUKABLAÐ VIÐ ÍSAFOLD VI. 1879. Reykjavík, föstudaginn 25. júlí. Laun póstmeistarans. Niðurl. (frá bls. 16) á ræðu FI. Kr. Frið'rikssonar: Jeg vona til, að deildin viðurkenni, að þetta sje svo mikill starfsauki, að hann ætti að fá einhverja viðurkenningu fyrir hann eða ein- hverja hækkun launa sinna. þ>egar vjer lítum á skrif- stofustörf hans, hljótum vjer að sjá, að eigi er hægt að komast af fyrir póstmeistarann, nema hann hafi fastan mann, því að skriptir á póststofunni eru talsverð- ar; þessi fasti maður mun þó eigi gjöra sig ánægðan með minna kaup en 700—800 kr. Auk þessa þarf póstmeistarinn aukahjálp, í hvert skipti sem póstskip- ið kemur, því að menn vilja eigi gjarnan bíða lengi eptir brjefum sínum og sendingum, enda er mjer kunn- ugt um, póstmeistarinn hefir gjört sjer allt far um, til þess að það verði leystsem skjótast og bezt af bendi; ímynda jeg mjer, að sá kostnaður, er til þessarar auka- hjálpar gengur, muni nema 100 krónum. þar að auki verður hann að hafa mikil hús fyrir póststofuna, og er hann eigi ofhaldinn, þótt leigan af þeim sje reikn- uð 300—400 krónur; enn fremur er Ijós og eldiviður, og er allt það í þarfir póststjórnarinnar einnar. það er því óhætt að segja, að 600—700 kr. gangi í skrif- stofukostnað hans fram yfir það, sem hann nú hefir, og mundi því all-sanngjarnt, þótt hann hefði 1300 kr. í skrifstofukostnað. f>ar að auki verður hann að leggja í ekkjukassann. Enn er það, að hann hefir mikla pen- ingaábyrgð, þar 3-—-400,000 kr. ganga í gegnum hend- ur hans á ári og verður því að setja hátt veð. þ>að má eigi að öllu leyti miða við póstmeistara í Danmörku; póstmeistarinn hjer hefir svo víðlent umdæmi, að eng- inn póstmeistari í Danmörku hefir neitt viðlíka um- dæmi; reikningar póstmeistarans hjer eru fjarskalega umfangsmiklir og örðugir; auk þess er hann eigi held- ur póstmeistari eingöngu, heldur og „Postinspekteur11. Eg get því eigi sjeð, að launin sjeu of mikil, þóttþau verði 2,400 kr. þ>að er því tillaga mín, að laun póst- meistarans verði hækkuð eins og stjórnin stingur upp á, en ef þess er eigi kostur hjá deildinni, þá þó upp í 2000 kr., og að skrifstofupeningar hans verði hækkað- ir jafnvel upp í 1000 kr. Jeg vona að máli þessu verði vísað til 2. umræðu. Varaforseti: ,,Guð varðveiti mig fyrir vinum mín- um; fyrir óvinum mínum skal jeg gæta mín sjálfur-1. J>ingmaður Reykvíkinga gat sparað sjer athugasemd- ir þær, er hann gjörði um laun póstmeistarans. Jeg er gagnkunnugur tekjum hans; jeg hefi þær allar upp- skrifaðar fyrir framan mig, raktar krónu fyrir krónu. þingmaðurinn skal eigi blekkja mig, þegar hann er að tala um hinn aukna skrifstofukostnað og húsnæði, og eigi heldur, þegar hann segir, að annir póstmeist- arans hafi aukizt við Díönu; mjer er það fullkunnugt, að hann þvert á móti hefir tekjur af Díönu. Húsin notar hann eigi heldur að eins i póststjórnarinnar þarfir heldur og fyrir bókaverzlun sína og póstgufuskipin. Aptur á móti álít jeg það mæla mikið með póstmeist- aranum, að hann er duglegur og ráðvandur embættis- maður. Jeg hefi eigi minnzt á póstmeistarana i Dan- mörku, jeg heyrði á þá minnzt annarsstaðar, og þótti það eiga illa við. Jeg álít það og meðmæli með póst- meistaranum, að hann hefir yfirumsjá póstafgreiðslunn- ar um land allt, enda hefir hann og talsverða reikn- ingsfærslu, sem bæði er vel og nákvæmlega af hendi leyst. þess vegna er jeg þess búinn, að koma með þá breytingaruppástungu í fjárlögunum, að skrifstofu- fje póstmeistarans sje aukið, og það jafnvel upp í 1000 kr. Eg álít eigi rjett, að nú á þessu síðasta þingi í kjörtímanum sje neinum /«?í7/a-viðbótum slegið föstum. þorl. Guðmundsson: Jeg verð að segja, að mjer finnst ekki póstmeistarinn hafa verið lítilþægur, þegar hann bað um launaviðbót, og hefir stjórnin enda sjálf fundið til þess og fært launin niður, og það hefði hún ekki gjört, ef hún ekki hefði haft vissu fyrir, að em- bættið væri lífvænt með þeim launum, er það hefir; enda er óhætt að fullyrða, að þurfi póstmeistarinn nú þessi háu laun, þá hefir hann áður verið að flosna upp. Jeg sting upp á, að vísa frumvarpinu til fjárlaganefnd- arinnar. Arnljótur Olafsson: Hafi jeg skilið varaforseta rjett, þá vildi hann ekki stinga upp á neinni uppbót fyrir fullt og fast, heldur að eins fyrir næsta fjárhags-tima- bil; ef nú svo er, þá er það ætlun hans, að lagafrum- varpið sje fellt sem frumvarp, en viðbótin tekin upp í fjárlögin. (Síðan var málið fellt með 13 atkv. gegn 2). llöðruvallaskóliim. Lagafrumvarp um gagnfræða- skóla á Möðruvöllum, frá Arnlj. Olafssyni, um að hækka laun skólastjóra, sem ekki skal vera búfræðingur, upp í 3200 kr. og hins kennarans upp í 2000 kr. Flutningsmaður (Arnlj. Ól.): Á alþingi 1877 fjekk Möðruvallaskólafrumvarpið þá mikilvægu óhappabreyt- ing í efri deildinni, að skólastjóri skyldi vera búfræð- ingur, eins og Norðlendingar væri að biðja um að styrkja sig til að koma á fót búnaðarskóla þeim, sem nú er verið að safna til í Norðurumdæminu, sem í báðum hin- um ömtum landsins. En þetta ákvæði laganna getur eigi staðizt ; því að sje skólastjóri búfræðingur, leiðir þar af, að enginn lærður maður hjer á landi getur orð- ið þar skólastjóri, því vjer höfum hjer á landi engan búfræðing, sem jafnframt er skólagenginn. En þá get- ur Möðruvallaskólinn eigi framar heitið gagnfræðaskóli, heldur búfræðisskóli; því nýju málin, náttúrufræðin og nýja sagan eru hinar helztu greinir gagnfræðinnar. Launin kunna að virðast nokkuð há, en þau eru þó eigi hærri en eins og efsta og neðsta kennarans við lærða skólann, og allir munu samdóma um, að skóla- kennarar, hvort heldur er hjer eða annarstaðar, sem vinna 5 til 6 tíma á dag, og enda lengur, þeir vinna meira fyrir launum sínum en nokkur annar embættis- maður hjer á landi, að landshöfðingjanum undanskild- um, enda hafa launabætur kennaranna 1875 aldrei vakið neina óánægju. (Málinu vísað til 2. umræðu með 15 atkvæðum). Vínfailgatollur. Lagafrumvarp frá fjárlaganefnd- inni um að hækka toll á áfengum drykkjum (ekki á öli, rauðvíni eða messuvíni) um 50%, þ. e. úr 20, 30 og 40 a. upp í 30, 45 og 60 a., eptir styrkleika, og um að nema aptur lestagjaldið úr lögum. Tollinn skal mega gjalda með víxlbrjefi. Flutningsmaður (Gr. Thomsen): Alm. skoðun er, að lestagjaldið sje ósanngjarnt, af því að það leggst einkum á þungavörur: korn, salt, kol o. s. frv., þyngst á sauðaverzlun, og á saltfisksverkun Spánverja. Lesta- gjaldið nemur nú rúmum 40000 kr. á ári (reyndar ganga þar frá 10000 kr., sem stjórnin tekur, sem sje lestagj. af póstgufuskipunum), en kunnugir menn segja mjer, að tollhækkunin muni gefa jafnmikið af sjer ; óhófið

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.