Ísafold - 25.07.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.07.1879, Blaðsíða 3
19 Flutningsmaður (Tr. Gunnarsson) tók undir það. Vitagjaldið hefði að eins átt að vera fyrir árlegum kostnaði. Óþarílega hátt til þess, og gjaldendum því óþarflega iþyngt. (Við atkv.greíðsluna var samþ. með 14 atkv. að undan þiggja ísl. fiskiskip vitagjaldi nema á ferð milli landa. Frumvarpið samþ. og vísað til 3. umræðu með 11 atkv.). Siglingav og verzlun. Frumvarp til laga um breyting á eldri lögum um siglingar og verzlun, frá fjárlaganefndinni, þess efnis, að afnema lestagjaldið, að leyfa fastakaupmönnum að verzla á skipum hvar sem þeir vilja án alls tímatakmarks, hafi þeir á einhverju löggiltu kauptúni fullnægt ákvæðum laganna um toll- greiðslu og sóttvarnir, en að~ utanríkisskip og lausa- kaupmenn megi að eins verzla á löggiltum höfnum og þurfi utanríkisskip eigi að koma fyrst við á nokkurri afþeim 5 höfnum, sem til eru teknar í lögum 15. apríl 1854, 2. gr. 1, að hver búandi, er sýslunefnd hans tel- ur til þess hæfan, megi verzla með allan varning, nema vínföng og áfenga drykki, fyrir 50 kr. leyfisbrjef frá sýslumanni. Lögin öðlist gildi 1. jan. 1880. Landshöfðingi vildi halda lestagjaldinu, af því það væri eitt með beztu og haganlegustu tekjum landsins, engum þungbært, enda aldrei undan því kvartað af gjaldþegnum, og færi sívaxandi (nú 40—50 þús. kr. á ári). Hæpið, að hin fyrirhugaða 50% hækkun á vín- fangatollinum næmi jafnmiklu ; aðflutningar vínfanga mundi minnka að því skapi sem tollurinn hækkaði. Kaupmenn mundu í haust byrgja sig upp til margra ára að vínföngum, eigi þeir von á tollhækkun með ný- ári. Varaminna að minnsta kosti að fresta því að af- nema lestagjaldið þangað til sæist ávöxturinn af toll- hækkuninni. Líka mætti hafa það svo, að ljetta lesta- gjaldinu að eins af nokkrum vörum, svo sem salti og timbri, en ekki öllum. Af salti mun lestagjaldið nema 4°/o af söluverði þess, eða 25 a. af tunnunni, af korni i°/0, af manúfaktúr-vöru enn minna, af kaffi '/io eyris fyrir pundið, af sykri hjer um bil eins, af brennivíni Vr, eyris á pottinum. Jpað sannast, að afnám lestagjalds- ins hefir engin áhrif á söluverð varanna. Með þessu móti mundi tekjumissir landssjóðsins af lestagjaldinu nema hjer um bil 8—10000 kr., og það mundi líklega tollhækkunin vinna upp, sjer í lagi ef hún væri eigi höfð meiri en 25—20% ; þá mundi að líkindum aðflutn- ingur vínfanga eigi minnka að mun. Varaforseti kvað tolla eiga að vinna tvennt: að gjöra verzlunina greiðari og frjálsari, og að efla vel- megun í landinu með því að auka tekjur þess. Jpetta frumvarp er eigi ætlað til fjefanga, eins og vínfanga- tollsfrumvarpið ; það á að eins að afnema ósanngjarn- an og óeðlilegan toll. J.estagjaldið var 1878 að eins rúml. 40,000 kr., þegar þær 8036 kr. eru taldar frá, sem ríkissjóðurinn lætur sig muna um að draga frá tillagi sínu til landsins. Jpað er aðalgallinn á lestagjaldinu, að 7r, Þess geng111" frá, og meira, ef póstgufuskipa- ferðirnar aukast. Jpað er eigi rjett hermt, að það sje fast gjald og áreiðanlegt; það minnkar að því skapi, sem lestafjöldinn á gufuskipunum eykst. Jpetta er ein höfuðástæðan fyrir afnámi þess. í fyrstu fjárhagsá- ætluninni (o: árið 1875) var lestagjaldið af póstgufu- skipunum 2000 kr., nú í ár er það 8000 kr., og efþað á hinum næstu 4 árum tekur sömu framförum, þá verð- ur gjaldið að þeim tíma liðnum orðið 24,000 kr., sem vjer aldrei sjáum. Hvað það snertir, að fjárlaganefnd- in hafi eigi reiknað rjett tiltöluna milli lestagjalds þess, sem afnumið er, og fjárupphæðar þeirrar, er fæst við hækkun brennivínstollsins, þá er auðvitað, að allt það er undir ágizkun og von komið. En þó held jeg að fjárlaganefndin hafi í þessu efni eigi farið skakkara en stjórnin sjálf og hinn hæstvirti landshöfðingi sjálfur. I.andshöfðinginn hlýtur þó víst að muna það, að árin 1875 og 1877 reyndist áætlun fjárlaganefndarinnar á- reiðanlegri en áætlun stjórnarinnar. Landshöfðinginn man og sjálfsagt eptir því, að alltaf hefir meira komið inn fyrir brennivínstollinn, en hann hefir áætlað. I frumvarpi því, er var fyrir deildinni fyrir skemmstu, var stungið upp á 50 % hækkun á brennivínstollinum. Jeg er samdóma landshöfðingjanum um, að æskilegt væri, að vínbrúkun færi sem mest minnkandi á landi hjer; en þó hún færi nokkuð minnkandi, þá mun það varla verða svo, að upphæð tollsins aukizt eigi um hjer um bil 40000 krónur. Landshöfðinginn gat eins, sem mjer fannst sláandi: að ef þetta frumvarp næði fram að ganga, þá mundu kaupmenn flýta sjer að kaupa sem mest brennivín, áður en lögin yrðu stað- fest af konungi og næðu lagagildi. En þá segi jeg: Öllu er óhætt; þá fáum vjer miklu meiri toll það ár en annars. Reyndar ætla jeg, að eigi muni þurfa við þessu að búast; því að kaupmönnum mun ómögu- legt, eða að minnsta kosti mjög óhaganlegt, að flytja inn brennivínsforða til margra ára; því að efni brenni- vínsins (eða sprittsins, ef þeir flytja það) er svo varið, að eigi mun hollt að geyma það lengi án þess að það rýrni meira en hinum hækkandi tolli svarar. þ>að er snertir reikning þann, er landshöfðinginn kom með yfir lestagjald það, er legðist á hinar ýmsu vöruteg'- undir, er á skipum flytjast, þó er það satt, að lesta- gjaldið nemur litlu á dýrum vörum; en á þungavöru er það næsta þungbært. Ef t. a. m. spænsk skip koma hjer framvegis, geta þau eigi tekið saltfiskinn nema með því lægra verði, sakir þess hve hátt lestagjald leggst á hann. Sama er að segja um Skota, sem sækja hingað sauðfje og hross, að þeir geta eigi borgað eins mikið fyrir sauðinn eða hrossið, ogþeir annars mundu gjöra, ef þeir væru undanþegnir lestagjaldinu. Jeg í- mynda mjer, að í smálest hverja leggist eigi meira en 7—8 tunnur af salti; nú er innkaupsverð hverrar salt- tunnu 2 kr.; þannig er sjöunda hver tunna lögð á salt- ið, sem samsvarar 20 til 25 a. Að verða að greiða 25 a. af 2 kr. er enda talsverður tollur, og sama sem 12 72%' sJer í ^a&i Þegar um nauðsynjavöru er að ræða, eins og korn, salt og steinkol. Jeg er þess viss, að landshöfðinginn, sem veit, hve mikið íslendingar borga fyrir kornið, muni óska þess, að þeir þurfi eigi að borga meira fyrir kornið en það mundi kosta þá toll- laust. En hjer er eigi eingöngu um gjaldupphæðina að ræða, heldur og um alla þá tálmun og alla þá hindr- un, sem leiðarbrjefin og sjópassarnir valda, en án þeirra geta menn eigi verið, nema því að eins að lestagjald- ið nemist af. Enda þekki jeg hvergi í heimi sjóleið- arbrjef, nema hina svokölluðu latínsku sjópassa, sem eigi eru hafðir, nema í stríðum. Ef lestagjaldið væri afnumið, þá væri nóg, að skipið hefði tollskrá og vöru- skrá, skýrslu um heimili sitt og um það, hve stórt það er. Jpessi tálmun, sem leiðir af lögum 15. apríl 1854, má ekki eiga sjer stað, þar sem frjáls verzlun er. þórarinn Böðvarsson lagði á móti frumv. af því, að það mundi verða kaupmönnum einum í hag. Arnljótur Olafsson fann að hegningarfyrirmælum frumvarpsins. Varaforseti mótmælti því, að kaupm. einir græddu á frumvarpinu. Tryggvi Gunnarsson kvað innan handar á næsta þingi að tolla t. d. kaffi og sykur, ef sú yrði raun á, að þessi breyting rýrði tekjur landssjóðsins. Lestagj. úrelt gjald, þyngst á nauðsynjavörum, á lagt af því, að haldið var ómögulegt að innheimta itoll af sjerstök- um vörum, en nú hefir það reynzt hægt. pórarmu Bö'ðvarssou spurði, hvort hinn góðfrægi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.