Ísafold - 25.07.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 25.07.1879, Blaðsíða 4
20 forstöðumaður Gránufjelagsins mundi lækka hót vöru- verð þótt lestagjaldið væri af numið. Verðmunurinn á hverri tunnu mundi verða fáir aurar og á sumu t.d. pundi af járni, ekki hálfur eyrir, og hefi jeg ekki van- izt þeirri smámunasemi hjá kaupmönnum, að þeir gæti slíks lítilræðis í útsölunni. Hinu er reynslan fyrir: að þeir leggja ríflega á fyrir nýjum tollum, sem reyndar er vorkunn, er þeir verða að greiða tollinn fyrir fram, en er ósanngjarnt og þyrfti lagfæringar. Friðriki Stefánssyni leizt vel á afnám lestagjsldsins; landssjóður mundi þola það. Kaffi og sykur væri brúk- unin búin að gjöra að nauðsynjavöru; því væri óráð að tolla það. ísleifur Gíslason var mótfallinn sveitaverzlun. (Málinu vísað til 2. umræðu með 20 atkv.). Silfuruergsnáiniim í Heigustaðafjalii. Stjórnar- frv. um að kaupa hann með jörðinni Helgustöðum til handa landssj. fyrir ióoookr. Efri d. setti nefnd í mál- ið, þá B. Thorberg, E. Kúld og Bened. Kristjánsson. Nefndin var meðmælt kaupunum og rjeð til, að áreið- anlegum manni væri falið að vinna námann, með ept- irliti sýslumanns og' gegn ákveðnum hluta af andvirði þess sem seldist. pá skyldi og bæta inn í frumvarpið, að jörðinni Helgustöðum skuli fylgja hús og kúgildi. Fyrsta umræða. Eiríki<r Kúld vitnaði í ferðabækur Eggerts Ólafs- sonar, Olavíusar og Dr. Paijkulls um að náminn mundi vera mikils virði og einstakur í sinni röð. Sighv. Arnasou var og meðmæltur kaupunum. Stefán Eiríksson sömuleiðis. Jón Jónsson var mótfallinn því að auka fasteignir landssjóðsins ; betra væri að landssjóður seldi Suður- Múlasýslusjóði sinn % hluta af námanum. Hættulaust að fresta málinu 2 ár enn : silfurbergið kynni þá að verða komið í meira verð og eigandi kynni þá að verða orðinn fúsari á að selja, er hann sæi, að hann hefði námans engin not ella. Rangt væri að kalla ráðgjafann fyrir ísland ráðherra íslands; herra yfir ráði íslands væri enginn nema konungurinn. Eiríkur Kiild andæfði þessu. „Ráðherra" og „ráð- gjafi" væri haft jöfnum höndum um sama embættis- mann. I.andsskuldin af parti landssjóðsins af Helgu- stöðunum væri 30 álnir, en ekkert kúgildi. Jón Pjetursson var meðmæltur kaupunum. Vildi ekki setja inn „með húsum og kúgildum" : of smá- smuglegt, og seljandi kynni að ganga frá boði sínu fyrir bragðið. Oþarft að segja „hinn íslenzki lands- sjóður" ; hann þekkti eigi annan landssjóð en íslands, og fyrir aðra landssjóði ætti eigi alþingi að gefa lög; því væri nóg að segja: „handa landssjóði". Við 2. umræðu lagði Eiríkur Kúld á móti ýmsum breytingar-tillögum frá Jóni Jónssyni. „Ráðherra" væri rjettara en „ráð- gjafr', sem ætti einungis við, þar sem konungur væri einvaldur. Jpetta mætti lesa í Konráðs orðabók. Selj- andi gæti eigi haldið eptir húsum og kúgildum, því landssjóður gæti, sem kaupandi, skipað honum burt með það. Landshöfðingi kom með ýmsar skýringar um málið. Jón Hjaltalín var meðmæltur kaupunum. Úr því að þinginu hafði legið við 1875 að kaupa það, sem hjer væri í boði, fyrir 27000 kr., væri líklegt að það horfði nú eigi í það fyrir 16000. Jpótt silfurbergið væri eigi skoðað öðruvísi en sem kalksteinn, væri það mjög mikils virði, þrefalt drýgra en almennur kalksteinn ept- ir þyngd og fyrirferð. I annan stað væri silfursteinn- inn hafður í optisk verkfæri, og loks væri mjög falast eptir honum á náttúrugripasöfn. Frakkar hefðu árið 1832 tekið 3 skipsfarma af silfurbergi þessu og selt vægu verði út um allt Frakkland og J>ýzkaland, og þaðan hefðu molar komizt til Khafnar. pað riði á, að sprengja eigi bergið með púðri, heldur með fleygum. Eggert og Bjarni væri ofgamlir til að vitna í nú, Paij- kull reyndar ekki, en flest, sem hann segði, væri hreint þvaður ; þó væri fróðlegt sem hann segði um silfur- stein einn í Khöfn, sem væri 176 pd. og kostaði 4000 rd. Annars væri hvorki neitt að græða á því, sem nefndin hefði sagt, nje á ritum frá síðari tímum um þetta efni, nema Frakka. Jörðina væri sjer minna um að kaupa með. Jón Pjetursson var hræddur um, að þegar útlend- ingar heyrðu af orðum Hjaltalíns, hver auðsuppspretta náminn væri, mundu þeir bjóða landsjóðinn frá, ef seljandi annars gæti gengið frá kaupunum, en það mundi hann geta, efbættværi inn í ,.með húsum og kúgildum". St. Eiríksson var á öðru máli. Jón Jónsson hjelt fram breytingartillögum sínum. Fyrirtæki, sem hið opinbera eitt hefði stjórn og um- sjón yfir, blessuðust optast illa. Konráð nefndi eigi „ráðherra", heldur „stjórnarherra". „Ráðherra" væri sama sem „konungur". Hann vildi helzt gefa bæði kost á kaupi og sölu á námanum. Eiríkur Kúld kvað engri átt ná, að skilja „ráð- herra" um konunginn. Steinninn, sem Paijkull gæti um, væri 160 pd. og kostaði 400 rd. (ekki 4000 rd., eins og Hjaltalín hafði sagt). (Við atkvæðagreiðsluna var hrundið öllum breyt- ingar-tillögum Jóns Jónssonar). — Við 3. umr. 1 efri deild var enn þráttað um orðin „ráðherra" og „ráðgjafi", og nokkrar orðabreyt- ingar. Frumvarpið síðan samþykkt með 9 atkv. — I neðri deild lagði enginn verulega á móti kaupunum. Varaforscti (Gr. Th.) hafði eptir Johnstrup, að nám- inn mundi eiga fáa líka, og að svo gæti farið, að mjög yrði sótzt eptir silfursteininum, sem hafður væri með- al annars í stóra sjónauka. Náminn væri eins og menja- gripur, er í ætt gengur; það þykir leitt að láta hann ganga úr ættinni þótt gagn hans sje eigi mjög mikið. Johnstrup t. d. rjeði frá að láta vinna námann nema svo sem 6. hvert ár. Arnlj. Olafsson óttaðist, að seljandi k)mni að ganga frá kaupunum fyrir það, að efri deildin hefði bætt inn í, að hús og kúgildi skyldu fylgja. Varaforseti hjelt að ekki væri hætt við því, úr því hann byði nú fyrir 16000 kr. það sem hann hafði viljað fá 27000 kr. fyrir fyrir nokkrum árum. pað væri ef til vill gott ráð, að kaupin drægist 2 árin enn, úr því verðið væri allt af að lækka. H. Kr. Friðrikssou kvað rjettast að viðlagasjóður- inn keypti námann. Landshöfðinginu þóttist viss um, að þetta, sem efri deild hefði bætt inn í frumvarpið, mundi eigi spilla kaupunum. (Frumvarpið var fullrætt í neðri deild og afgreitt óbreytt sem lög frá þinginu 19. þ. m.). Sveitarstjórnarlög. I.agafrumvarp um breyting á sveitarstjórnartilskipun 4. maí 1872, 19., 28.og29.gr., frá Sighv., Ásgeiri og Stefáni Eiríkssyni, þess efnis, að „niðurjöfnun hreppsgjalda eptir efnum og ástandi á alla þá, sem lögheimili eiga í hreppnum, skal gjörð á tímabilinu frá 20. sept. til 10. oktbr. ár hrert". Niður- jöfnunarskráin liggi síðan til sýnis 3 vikur og innan annara 3 vikna skal kæra niðurjöfnunina fyrir hrepps- nefndaroddvita. „I hverri sýslunefnd skal auk sýslu- manns, sem er oddviti nefudarinnar, vera 1 maður úr hverjum hreppi sýslunnar, sem til þess er kjörinn". priggja manna nefnd, sem efri deild setti í málið, þeir Sighvatur, Bergur Thorberg og Bened. Kristjánsson, aðhylltist breytingarnar að efni til. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentað með hraðpressu Isafoldarprentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.