Ísafold - 25.07.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.07.1879, Blaðsíða 2
og brennivínsnautnin muni eigi minnka að neinum mun fyrir tollhækkunina. (Málinu vísað til 2. umræðu með 17 atkvæðum) lteglugjörð og laun haiula hreppstjóruni. Fyrir- spurn til landshöfðingja frá þ>orl. Guðmundssyni, þann- ig látandi: Annar þingm. Árnessýslu óskar að mega spyrjast fyrir hjá hinum háttvirta landshöfðingja um, hve nær vænta megi að reglugjörð fyrir hreppstjóra verði fullsamin, og hvað komi til þess, að stjórnin enn ekki hefir lagt fyrir þingið frumvarp til laga um að útvega þessum embættismönnum laun. porlákur Guðmundsson kvaðst bera upp fyrirspurn- ina af því, að hreppstjóra-instrúxið gamla væri nú orð- ið óvíða til, eða þá ekki nema í skræðum, og auk þess úrelt að mörgu leyti, eptir 70 ár, einkum vegna hinna nýju sveitarstjórnarlaga. Jafnvel yfirboðarar hreppstjór- anna, sýslumennirnir, vita nú eigi almennilega hvaða störf á þeim (hreppstj.) hvíla, hvað þá heldur þeir sjálfir. — Jpótt hreppstjórar sjeu eigi háttstandandi embættis- menn, þá er embætti þeirra þó eigi síður nauðsynlegt en sumra annara, sem há laun hafa, og bjóst jeg þeg- ar 1875 viö frumvarpi frá stjórninni um laun handa þeim; en það hefir eigi birzt enn. Ósanngjarnt að halda þeim við starf þetta alveg launalaust. Lands- sjóðurinn, sem á að gjalda þeim. Nauðsynl. að tryggja sjer góða menn til þessa starfa með þóknun. Hrepp- stjórnarstörfin eyðileggjandi fyrir fjelausa bændur, og er það hart, þegar litið er til, hvernig aðrir embættis- menn eru launaðir. þ>að getur heldur eigi verið rjett- látt, því að ef litið er á, að eignarrjetturinn er frið- helgur samkvæmt 50. gr. stjórnarskrárinnar, þá vil jeg leyfa mjer að spyrja: Er ekki vinnukraptur og tími peningar? Ogerþá rjett að svipta þessa menn vinnu- krapti og tíma án nokkurs endurgjalds? Jpar við bæt- ist hin mikla gestanauð hjá þeim, vegna embættis þeirra, og hefi jeg sjeð hana tilfærða til meðmælingar þvi, að póstafgreiðslumenn fengi hærri laun. Landshöfðingi: Arið 1875 var samið og prentað bráðabirgðafrumvarp til reglugjörðar fyrir hreppstjóra, og sent til álita amtmönnum, sýslumönnum og ýmsum málsmetandi mönnum. En málinu frestað vegna áhrifa þeirra, er hin nýju skattalög, landbúnaðarlög og skipta- lög mundu hafa á það. Raunar eru landbúnaðarlög- in óbúin enn, en þó var bráðabirgðafrumvarpið ná- kvæmlega gagnskoðað og síðan sent í vor amtsráðun- um til álita; og að meðteknum tillögum þeirra mun nú reglugjörðin verða fullsamin, og landbúnaðarlögin þó tekin til greina, verði þau fullgjör á þessuþingi.— Hreppstjórar eru eigi embættismenn landsins í þeim skilningi, að þeim beri að öllu að launa af landssjóði, en þó sanngjarnt, að hann greiði nokkuð af þeim, en sýslusjóður eða amtssjóður hitt að nokkru leyti, en nokkuð gjaldist með aukatekjum ; því að eptir að fá- tækramál eru lögð undir hreppsnefndirnar, er hrepp- stjórinn sjer í lagi umboðsmaður sýslunefndarinnar í þeim sveitamálum, er undir hana liggja. Stjórnin vildi því bíða eptir uppástungum frá hlutaðeigandi sveitar- nefndum eða bænarskrá frá hreppstjórum. Aptur á móti hefi jeg vakið máls á um hreppstjóralaun í á- minnztu bráðabirgðafrumv. til reglugjörðar handa þeim. Jeg get eigi verið samdóma þingmanninum um skiln- ing hans á 50. gr. stjórnarskrárinnar, að rjettur hrepp- stjóra til launa geti orðið byggður á henni. þorl. Guðmundsson var ánægður með svar landsh. En hreppsnefndir væru umboðsmenn sýslunefndanna, en ekki hreppstjórarnir. Löggilding verzlunarstaðar við Jökulsá á Sól- heiniasandi. priðja umræða í neðri deild. Flutningsmaður (Páll prestur) lagði með því, en //. Kr. Friðriksson á móti, með sömu ástæðum og við 2. umræðu. Bcncd. Sveinsson, porl. Gnðmundss. og ís- leifur Gislason voru og með frumvarpinu. (Frumvarpið samþykkt með 20 atkv.). Aritagjald. Önnur umræða í neðri deild. Flutniitgsmaður (Tr. Gunnarsson) vildi eigi undan þiggja íslenzk fiskiskip vitagjaldi á ferðum hafna á milli fremur en landa á milli, enda næmi það sárlitlu, og væri miður fagurt afspurnar. porsfcinn Jónsson: íslenzk fiskiskip eru sjaldnast á ferð á þeim tímum árs, sem vitans þarf við, og for- menn þeirra kunnugri hjer en útlendingar. Ósanngj. er að fara nú þegar að leggja toll á þenna litla fram- faravísi vorn, þifjuskip til fiskiveiða. Bened. Sveiusson var á sama máli. Á leit það mjög ískyggilega og varúðarverða kenningu, að íslendingar í sínu eigin landi ekki megi eða eigi að njóta neinna forrjettinda fram yfir aðrar þjóðir. Laiidshöfðingi kvað og sanngirni mæla með að undan þiggja íslenzk fiskiskip. II. Kr. Friðriksson mótmælti því. Fiskiskip hjeð- an hefðu gagn af vitanum á hákarlaveiðum á útmán- uðunum, og eins á heimleið frá Austfjörðum á haust- in, enda yrði gjaldið lítilræði. íslendingar þurfa vit- ans engu síður en aðrir þegar dimmt er. Kaupmenn hafa kvartað við mig yfir, að vitagjaldið væri fjarska- hátt, enda gefur það nú miklu meira af sjer en til ár- legs viðurhalds vitanum, en meira var eigi til ætlazt 1877. Hjer í Rvík eru komnar inn á þessu ári rúml. 2500 kr., og von á 1300 enn eða meiru. Frakknesk fiskiskip búin að borga hjer 900—1000 kr. í vitagjald síðan í vetur. Arlegur kostnaður til vitans áætlaður 2800 kr., en tekjurnar verða í ár sjálfsagt 7000 kr. pví væri 15-aura-gjaldið nóg. Arnlj. Olafsson vildi hafa ísl. fiskiskip undan þegin vitagjaldi á fiskiferðum en ekki á fiutningsferðum. pórarinn Böðvarsson vildi og hafa ísl. fiskiskip undan þegin gjaldinu. Fann það að frumvarpinu, að það nefndi eigi, að frakknesk fiskiskip ættu að greiða nokkurt vitagjald. Bened. Sveinsson vildi eigi færa vitagjaldið niður fyr en búið væri að vinna upp vitakostnaðinn. Hin frakkn. fiskiskip hefðu hans mest not og ættu því að taka mikinn þátt í gjaldinu. Páll Pdlsson bóndi vildi og hafa ísl. fiskiskip und- an þegin gjaldinu. Útl. fiskiskip mundu geta farið í kring um lögin með því að segja rangt til ferða sinna. Flutningsmaður (Tr. Gunnarsson) furðaði sig á, að þingmenn skyldu hika sjer við að afnema ójöfnuð vita- laganna bæði að því hvað gjaldið væri hátt og að því leyti sem þau ljeti skip, sem færi fyrir norðan land, greiða vitagjald. Varaforseta (Gr. Th.) sýndist málið mega bíða næsta þings. Hann kvartaði yfir, að ráðherrann væri eigi farinn að semja enn við Frakkastjórn um vitagjald af fiskiskipum þeirra (sbr. Stjórnart. 1878, bls. 80), svo að þan, sem jysu upp gullinu hjer við land, væri ekk- ert látin gjalda. porl. Guðmuiidssou vildi hlífa ísl. fiskiskipunum. Landsh. kvað varaforseta mundu hafa misskilið ráðherrabrjefið í Stjórnartíð. Nú þetta ár værifrakkn. fiskiskip þegar búin að greiða hjer í Rvík einni goo kr. í vitagjald. Varaforseti: Eg hefi ekki misskilið það, að vitinn hefir kostað landið mikið meira en til stóð, og að enn þá er eigi von á því fasta árgjaldi frá Frökkum, sem ráð var fyrir gjört í hinum gildandi vitagjaldslögum. II. Kr. Friðrikssou kvað aldrei hafa verið ætlazt til að vitagjaldið endurgyldi kostnaðinn við að búa vit- ann til.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.