Ísafold - 09.08.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.08.1879, Blaðsíða 2
34 hún fellir frumvarpið, sem sumir spá og sumir hóta að hún muni gera, en sem jeg óttast alls ekki. — Síðan var frumvarpið með litlum breytingum samþ. með 18 atkv. — Við fyrstu umræðu í efri deild kvaðst Jðn Hjaltalín jafnan hafa barizt gegn smáskamta- lækningunum, en sjer sýndist nauðsynlegt að þingmenn fengju að heyra stutt ágrip af æfisögu homöopathi- unnar. í frumvarpi neðri deildarinnar væri ekki heil brú. Hann ætlaði að vera sem vægastur í orðum sín- um um það, en vilja þreyta deildina með dálitlum frá- sögum um lækningar þessar. — Smáskamtalækningar hefðu verið óþekktar þangað til í byrjun þessarar ald- ar ; þá hefði risið upp maður einn á fjóðverjalandi, fæddur á Saxlandi, sem hefði byrjað lækningaraðferð þessa. Faðir manns þessa hefði viljað láta hann stunda guðfræði, en hann hefði ekki viljað það. Hann hefði þótt nokkuð undarlegur á stúdentaárum sínum, og lít- ið viljað þýðast aðra lagsbræður sína. Síðan hefði maður þessi gefið út 2 bækur; aðra hefði hann kallað hin hreina meðalafrœði, en hina Potcnsering. þetta hefði mönnum þótt'næsta undarlegt og ótrúlegt, að þynning meðalanna mundi auka krapt þeirra, og gagn- stætt skynsamri ályktun og almennri daglegri reynslu, og hefðu því rit þessi mætt mótspyrnu margra manna, bæði lækna, heimspekinga, efnafræðinga og krapta- fræðinga. Hann fór samt að praktísera með þeirri grundvallarreglu: Similia similibns curantur11, en sú regla væri beint á móti áliti allra lærðra manna. Bezt hefði hann komið sjer fram við prinzessu eina af Saxen-Koburg-Gotha. Síðan hefði hann farið til París- arborgar og kvænzt þar ungri og auðugri stúlku ; en þar fór ekki betur fyrir honum, því að Frakkar veittu honum mótspyrnu, sem þeir og veita enn 1 dag lækn- ingum þessum. Hann vildi ekki tala um neitt það er hann ekki gæti sýnt og sannað. Hvað það snerti, að similia similibus curantur, þá reyndist það ósatt er prófað væri, og þætti sjer undarlegt er skynsamir menn, er ekkert þekktu til þess, skyldu halda slíku fram. fessi aðferð hefði ekki komið fyrir hjá Grikkj- um eða Rómverjum, og yrðum við þó að játa, að við stæðum þeim ei mikið framar. Kínverjar hefði gefið skýrslu um það, að hin sömu meðul, sem allopathar nú almennt brúkuðu, hefðu verið brúkuð fyrir 4000 ár- um síðan. I.ækninga-aðferð þessi hefði flutzt hingað með manni, sem hefði haft „•veniam practicandilí, síðan hefðu höfuðlærdómar hennar breiðzt út með krapta- verkum sínum. í fyrra hefði 9 ára gamall drengur fyrir austan gjört sjálfan sig að homöopatha; þess vegna hefði hann í vetur, í Heilbrigðistíðindunum, ósk- að nákvæmari laga um þetta málefni, en áður hefði verið. Hann kvaðst hafa lofað neðri deildinni að gjöra viðaukaatkvæði við frumvarp þettað, um baðlækningar, sjóböð og ölkeldulækningar, en þegar hann hefði sjeð þetta stóra frumvarp, sem engin heil brú hafi verið í, þá hefði sjer fallið aflur ketillíeld. Sjer þætti sorglegt ef efri deildin tæki við því, og minnkun ef hún samþykkti það. Baráttan milli stórskammta- og smáskammtalækna væri enn þá eins og fyrst, eða jafn- vel sterkari, þótt smáskammtalæknar í seinni tíð hefðu reynt til að laga sig dálítið eptir stórskammtalæknun- um. Hann bæri ekki á móti því, að smáskammtalækn- ar segðust lækna, en hann vildi vita reynslu fyrir því. Lyfjabúðir þeirra hefðu verið rannsakaðar, og í þeim fundizt stundum banvænt eitur, og hefðu tvær slíkar verið gjörðar upptækar, og lyfsalarnir orðið fyrir fjár- sektum. þ>á hefði það einnig verið almennt viðurkennt, að lækningar þessar væru að eins til þess, að narra fje af fólki. Maður einn, sem hafði fengið fjárstyrk til þess að ferðast í Ameríku til að skoða jurtir, og fann hann að lækningakraptur þeirra var mjög mis- jafn, allt eptir hvar þær greru, og því hjelt hann að bezt væri að draga lækningaefnin sjálf út úr plöntun- um, hyar við það varð margfallt minna fyrirferðar. þ>etta hefðu smáslcammtalæknar notað sjer, því að það hefði gefið þeim enn betra ráð til að narra fólk. fetta allt væri ekkert meðmæli til þess að styðja þá vitleysu, er menn kölluðu „homöopathF. Nú segðu smáskammta- læknar : „Við stólum eigi á þynningar, heldur á krapt jurtanna-1. þ>annig hefðu lækningar þessar haldið á- fram, þó hnignandi. Nú hefðu 2 hinir merkustu lækn- ar skrifað um lækningar þessar þannig, að þær nörr- uðu fólk og spiluðu með heilsu manna; á sömu skoð- un væru einnig vísindaleg fjelög í París. Hvað hreysti- verkin hjer á landi snerti, þá væru þau sem draumór- ar; inargir sjúkdómar bæði hjer og annarstaðar væri þannig, að þeir bötnuðu af sjálfu sjer, og þyrftu því enga lækningu. f>að væri viðurkennt, að 40 af 100 yrðu veikir á ári hverju að meðaltali, og af þessum 40 deyja vanalega 2 af 100. Hann vildi segja dálitla sögu af Egiptalandi viðvíkjandi þessu máli. Mehemed Ali hefði haft frakkneskan hirðlækni, ágætlega menntaðan mann, en einu sinni hefði komið til hans annar frakk- neskur maður, sem hefði gefið sig út fyrir lækni; hann hefði farið allt öðrum orðum um lækninga-aðferð sína en hinn, og hefði súltaninn þá kallað lækni sinn fyrir sig og spurt hvernig stæði á því, að hann aldrei hefði viðhaft þessa aðferð, eða hvort hann þekkti hana ekki, og hefði læknirinn þá svarað honum því, að hann hefði vitað um þessar lækningar, en þær væru svo fyrirlitnar, að enginn lærður maður vildi líta við þeim. Súltaninn kvaðst þó vilja reyna þá báða, þar eð hann sjálfur væri ekkert inn í læknisfræði, og sendi þá til Kaíró, þar sem gekk ákafur sjúkdómur. Próf þetta hefði farið svo, að allir þeir, sem voru undir lækningu smáskammtalæknisins, hefðu sofnað, en hinum mörgum batnað, er stórskammtalæknirinn átti við. þ>ví næst hefði súltaninn kallað báða fyrir sig, og sagt smá- skammtalækninum, að til þess að enginn slíkur læknir dirfðist að koma til sín, þá ætlaði hann að láta skera af honum bæði eyrun og senda hann heim aptur. — Eins mundi vera ástatt hjá okkur, að lækningar þess- ar væru meira á orði en borði; hann þekkti engan, sem hefði batnað af smáskammtalækningum, en marga, sem hefðu brúkað meðul frá þess konar læknum, og hefðu sumir sagzt ekki vera búnir að brúka þau nógu lengi, en aðrir hefðu bölvað þeim, og kveðið þau ó- nýt; hann gæti því ekki þakkað dropunum það, þó einhverjum hafi batnað, sem þá hefði brúkað, heldur náttúrunni. Arið 1834 hefðu fyrirlestrar verið haldnir í smáskammtafræði af hálærðum manni og hefði hann hlustað á fyrirlestra hans. Hann hefði sagt, að svona væri lærdómurinn, en hann gæti eigi hrósað lækning- um þessum, því ef gefið væri inn í vatni, þá væri það tómt vatn, en ef gefið væri inn í sykri, þá væri það tómur sykur. Hann hefði sjálfur sjeð sorglegt dæmi í Kaup- mannahöfn, að ung og efnileg stúlka í blóma lífsins dó undir lækningum smáskamtalækna, og hefði hann þá spurt læknirinn, er með sjer hafi verið, hvort hann ætlaði eigi að klaga lækna þessa, og hafi hann svarað sjer því, að slíkt hefði ekkert að þýða, alþýðan væri svo hjátrúarfull, að hún hjeldi áfram að leitatil þeirra eptir sem áður. Enn fremur vildi hann taka það fram, að sum af meðulum þeirra (aconit) væri svo eitrað, að ein byggkornsstærð af því gæti drepið 50 manna. Ný- lega hefði duglegur læknir í Aberdeen, að nafni Ha- milton, skrifað grein í blöðin um það, að hann hafi læknað lungnabólgu með háum þynningum, og hefði hann því verið kallaður smáskamtalæknir, en hann hefði afsalað sjer því nafni, og sagt að því færi fjarri

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.