Ísafold - 09.08.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.08.1879, Blaðsíða 3
35 að hann væri það. Enn fremur vildi hann tilfæra eitt dæmi enn þá. J.æknir nokkur hefði 'verið sóttur til manns, er lá í þvagteppu, og hefðu þar verið fyrir 2 smáskamtalæknar, en eigi getað. hjálpað, og hefðu því beðið lækninn að hjálpa, og hefði hann sagzt skyldi gjöra það í þetta sinn, en jafnframt segja þeim, að hann gæti eigi verið þekktur fyrir að ganga samhliða þeim. Síðan hefði það komið út í blöðunum, hver af þessum 3 mönnum mundi hafa gjört rjettast, og var það af öllum játað, að það væri stórskamtalæknirinn. Öll lærð fjelög í J.undúnum hefðu sagt að þetta væri lygafullur lærdómur og hjátrú. þynning meðalanna væri svo mikil, að ómögulegt væri að prófa þau. Enn fremur hefði einn hinn lærðasti maður ritað 2 bækur um efnafræði, og hrekur þar smáskamtalækningar, og segir oss ei lengra komna áleiðis í efnafræði, en for- feður vorir hafi verið, homöopathían sje hin argasta hjátrú, er hingað til hafi komið í ljós; sjer sýndist mega líkja henni við draugatrú, eða galdrastafi, sem í fornöld hafi verið verið brenndir, og mönnum hafi batnað af. Sjer sýndist mjög ísjárvert að láta þetta darka svona og leyfa mönnum að leika sjer að heilsu manna. J>að kynnu helzt að vera stúlkur, sem hænd- ust að smáskammtalæknum, þar eð þeim þætti illur smekkur að allopathiskum meðulum; þannig mundi það ganga til víðast, og svo væri hjer, og þannig dæma hinir beztu læknar þessa tíma. þetta ætlaði þingið nú að inn leiða ; en þótt það væri barið hjer í gegn, þá stæði það undir öðru valdi, sem naumast mundi samþykkja það. Hann vonaði að efri deildin mundi ekki fallast á það, enda væri það smán fyrir lærða menn. Hvað ábyrgð sýslunefndar- innar snerti, þá gerði hann lítið úr henni, og mundi þar sannast, að blindur leiddi blindan, og mundi smá- skammtalæknirinn eiga hægt með að svæfa sýslunefnd- ina með einni inntöku. Sem dæmi upp á það, hvað fyrirlitnir smáskammtalæknar væru ytra, vildi hann segja deildinni frá því, að einu sinni hefði hann hitt smá- skammtalækni einn í Edínaborg, sem hefði verið kunn- ingi sinn; hann hefði boðið sjer heim með sjer, en hann kvaðst eigi hafa þegið það; annar maður, sem var allopathi, hafi verið þar viðstaddur, og hafi hann þakkað sjer fyrir þetta afboð sitt, því að hann sagði að það hefði án efa rýrt mannorð sitt, ef hann hefði sjezt fara heim með homöopatha. í Pjetursborg hefði læknir einn viljað þynna mikið meðul, og væri það í mörgum tilfellum nauðsynlegt, en eigi eins mikið og smáskammtalæknar gjöra. Hann gæti sagt það smá- skömmtunum til lofs, að fáum hefði versnað, en sjálf- sagt engum batnað. Hann vildi leiða athygli deildar- manna að því, að læknisfræðin væri eigi til að spauga með. Menn mundu kinoka sjer við, að taka 9 vetra gamlan dreng fyrir skipstjóra landa á milli, en það yrði hann að segja, að læknisfræðin væri eigi vanda- minni en skipstjórn; það væri því hæpið, að trúa mönnum, sem ekkert kynnu í náttúrufræði, fyrir lækna- störfum. Hvað hina svo nefndu skottulækna snerti, þá væri öðru máli að gegna með þá, þeir hefðu bækur fyrir sjer, og gætu einnig fengið upplýsingar hjá lærð- ari mönnum í læknisfræði. Hann vildi nú af öllu þessu biðja deildina að skoða hug sinn vel, áður en hún gjörði landi og lýð skömm með því, að fallast á frum- varp þetta ; að minnsta kosti hefði hann ætíð elskað svo ættjörðu sína, að haun vildi eigi að þingið leiddi slíka forsmán í lög henni til minnkunar. Hann vildi því enn benda deildinni á heiður sinn. Bened. Kristjánsson andæfði J. H. Ekki nóg að kalla það og það vitleysu, þegar reynslan sýndi hið gagnstæða, sem einmitt ætti sjer stað um smáskammta- lækningar. Bezt að halda sjer við hina lærdómslegu grundvallarreglu homöopatha: meðalið verkaði með sjúkdómnum, en eigi móti honum. Ef t. d. hönd sín frysi, kenndu þá eigi einmitt stórskammtalæknarnir sjálfir, að ráðið við þvi væri að halda henni niðri í köldu vatni ? Stórskammtalæknar byggðu á fyrstu verk- un meðalsins, en smáskammtalæknarnir á eptirverk- uninni. Smáskammtalæknar brúkuðu mikið aconit, sem reyndar væri sterkt meðal, en þannig brúkuðu stór- skammtalæknar blóðtökur, sem að sínu leyti gæti og verið hættuleg; þeir gætu því alveg eins drepið menn með handvömm, sem smáskammtalæknar með því að brúka meðul sín gagnstætt lækningareglum sínum. Sighvatur Arnason var málinu meðmæltur. Saga J. H. kæmi síður en eigi heim við reynsluna hjer á landi. Með öllu rangt, að meina þeim að hjálpa með lækningum, sem hefðu löngun og nátttúru til þess. J. H. hefðisagt, að smáskammtalæknar væri blindir leið- togar; en þá vildi hann segja, að lærðir stórskammta- læknar, er eigi hefðu löngun til að lækna eða enga náttúru til þess, væri eins og farfað trje, fúið að innan, er eigi gæti borið góðan ávöxt. Kunnugt, að homöo- pathar hefðu víða hjálpað, þar sem lærðir læknar væri frá gengnir, og það jafnvel hjer í sjálfum höfuðstaðnum. jóu Hjaltalín efaðist um, að stjórnin mundi nokk- urn tíma staðfesta annað eins frumvarp og þetta, sem alþingi yrði sjer til minnkunar fyrir; en það gæti hann eigi þolað. Abyrgðarhluti að fara fram hjá lærðum lækni. Hann hefði margopt komið til manna, sem úr höndum smáskammtalækna hefðu verið komnir rjett í andlátið; það væri víst, að þeir væri æði margir, sem hefði farizt af þeirra völdum. Hann kvaðst játa, að óumflýjanlegt væri að hafa skottulækna, en þeir væri og margir góðir og gagnlegir, bæði hjer á landi og annarstaðar (t. d. á Englandi og Skotlandi). Jón Jónsson kvaðst eigi geta dæmt um, hvort allopathar eða homöopathar hefðu rjettara fyrir sjer, en betur kynni hann þó við smáa skammta en stóra af þeim lyfjum, er landlæknirinn hefði sagt um, að sandkorn af þeim gæti drepið mann. J. H., æðsta læknisvald hjer á landi, hefði einmitt sjálfur talið skottu- lækna nauðsynlega hjer, auk embættislæknanna, vegna strjálbyggðar landsins; en einmitt þetta væri helzta á- stæðan fyrir þessum lögum. Asgeir Einarsson var málinu meðmæltur. Sjer hefði i út af ummælum J. H. flogið í hug orð Gamalí- els: „Ef lærdómur þessi er frá mönnum, mun hann verða að engu af sjálfum sjer, en sje hann frá Guði, mun það til einskis þótt vjer rísum í móti honum“. Síðan var málinu skotið til 2. umræðu með 6 atkv. gegn 3 (B. Th., M. St., J. H.); Á. Th. og E. K. voru eigi á fundi. — Við 2. umræðu fór Bened. Krisfj'ánsson mörgum orðum um nauðsyn- ina a því að bæta upp læknafæðina, lægi eigi annað ráð til þess en að veita smáskammtalæknum lækninga- leyfi; öðrum væri eigi til að dreifa nú orðið umfram hina lærðu lækna. Hann hafði skýrslu frá pýzkalandi um það, að smáskammtalæknar á spítölum sínum hefði fyllilega getað haldið til kapps við stórskammtalækna, og fyrir því hefði hann vitnisburði vandaðra og lærðra manna hjer á landi. Slíkar skýrslur væri eigi ógildari en skýrslur stórskammtalækna, eða að minnsta kosti eigi ósœviilegra að treysta þeim mönnum, sem bæri homöopöthum góðan vitnisburð, heldur en kerlingasög- um úr öðrum heimsálfum. Hjer á landi mundi mega fá ljótar sögur af stórskammtalæknum engu síður en af smáskammtalæknum. Sjer þætti nægilegt vottorð manna, sem vaxnir væri upp úr allri hjátrú, og lausir við hje- giljur og hindurvitni. Að heimta próf yfir smáskammta-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.