Ísafold - 09.08.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.08.1879, Blaðsíða 1
 ALÞINGISFRJETTIR. IX. VIDAUKABLAD VID ISAFOLD VI. 1879. Reykjavík, laugnrclaginn 9. ágúst. Smáskaiiijntalækiiiiigar. (Niðurlag frá bls. 32). Framsö'gum. (A.O.): Jeg er fús á að taka breytingar- tillögu þessa aptur. Jeg er sannfærður um, að tilskip- un þessi var eingöngu gefin Danmörku með fyrsta. A þeim tíma var Norvegur i sambandi við Danmörk, og engin lög giltu á Islandi, nema þau væri annaðhvort gefm sjerstaklega fyrir landið, eða þá gefin Norvegi sem almenn lög. En hjer er teikn móti teiknum; til- skipunin 5. sept. 1794 er annað teiknið, en dómarnir hití. Jpessi breytingartillaga er ekki gjörð frá laga- setningarinnar sjónarmiði, heldur frá sjónarmiði dóm- stólanna. Nú er búið að höfða mál eptir þessari til- skipun; dómur landsyfirrjettarins er því miður eigi upp kveðinn enn, og verið getur að eigi verði upp kveðinn dómur í aðalmálinu. En jeg er hræddur um, að einhverjum skörpum manni, sem Gr. Th. þekkir vel, hafi þó dottið í hug að dæma eptir tilsk. 5. sept. 1794Í sama skilningi sem hjeraðsdómarinn. En jeg álít, að breytingartillagan hafi nú náð tilgangi sínum, sem sje að vekja athygli á þessu, og í trausti til dómstólanna og í trausti til „skarpleikans" tek jeg hana aptur. Gnðmundur Einarsson: Jeg vil leyfa mjer að geta þess, að í tilskipun 25. febr. 1824 er með berum orð- um tekið fram, að skottulæknum skuli hegnt eptir til- skipun frá 5. jan. 1794, og jeg veit líka að landphysi- cus hefir eptir 6. gr. hennar gefið veniam practicandi (lækninga-leyfi). þannig er hún óbeinlínis komin hjer inn. Væri hún ekki í gildi, hvernig mætti þá dæma eptir henni og vitna í hana. Mýrasýslumaður hefði nýlega dæmt eptir henni. Benedikt Sveinsson: Jeg er á því að það sje áríð- andi, að slík breytingar-tillaga, sem hjer um ræðir, fái ekki framgang, því ef deildin samþykkti hana, þá væri ekki annað að sjá, en að deildin hefði álitið að þessi tilskipun hefði verið gildandi áður um smáskamtalækn- 'ingar, sem, eins og eg tók fram við fyrstu umræðu skýrt og skorinort, eptir sögusögn sjálfra allopathanna, eptir eðli sínu, ekki gcta liaft skaðleg áhrif d líf eða heilsu manna, sbr. stjórnarbrjef 19. júlí 1856, sem skil- ur hina umgetnu tilskipun alveg rjett. Allt öðru máli skiptir um stórskamtalækningatilraunir; þær geta skað- að líf og heilsu, en þá falla þær undir hin almennu hegningarlög, og er það því engin sönnun fyrir laga- gildi tilsk. 5. sept. 1794, hjer á landi, þó slíkt varði hegningu. Að því er kemur til álita dómstólanna, þá breytir þessi tillaga því sannarlega ekki til batnaðar, því að ef hún hefði verið samþykkt, þá hefði dóm- stólarnir getað byggt á því og sagt: svona leit neðri deild alþingis á málið. Hvað því viðvíkur sem G. E. sagði, að instrúxið frá 1824 sýndi það og sannaði, að tilsk. 5. sept. 1794 sem slík væri gildandi hjer á landi, þá skal jeg segja honum það, að instrúxið er ekki al- menn lög og getur eigi haft almennan bindandi krapt. J>að getur skuldbundið þann mann, sem það er gefið fyrir og á að hegða sjer eptir því. Úr því eg fór nú enn að tala um þetta mál, vil eg enn fremur leiða rök að því atriði, að tilsk. 5. sept. 1794 hefir heldur aldrei gjört sig gildandi i rjcttarmeðvitundinni hjer á landi hvað smáskamtalækningarnar snertir, en að þær þvert á móti hafi rótfcst sig með almennriviðt/rkenningu,sem teyfilegar og gagnlegar, um allt land. Eg hefi þá hjer í höndunum frumrituð eiginhandarvottorð frá 3 sýslumönnum, sýslumanni Rangæinga, sýslumanni Ár- nessýslu og sýslumanni Strandasýslu, og er í þessum vottorðum öllum gefinn ágætur vitnisburður fyrir lækn- ingar alþekktum smáskamtalækni, sem eg hirði ekki að nafngreina, en get nafngreint. Hvernig getur nú nokkur maður ímyndað sjer, að þessir menn gæfu slík vottorð, ef þeir álitu að til væru gildandi lög, sem undir hegningu bönnuðu smáskamtalækningar ? Eg hef líka öldungis samkynja eiginhandarvottorð í höndunum hjerna i salnum frá 9 prestum, frá prestinum á Kálfa- fellsstað, Kálfatjörn, Stóra-Núpi, Holti, Arnarbæli og Vestmannaeyjum o. fi\, um þvert og endilangt Suður- land. Sannar nú þetta eigi, að það sje ekki ofsagt að smáskammtalækningarnar sjeu útbreiddar og rótfestar alstaðar ekki einungis meðal alþýðunnar, heldur einn- ig meðal hinna menntuðu manna þjóðarinnar, þar á meðal sjálfra valdsmannanna ? Enn hef jeg vottorð frá 10 málsmetandi alþýðumönnum, en þau skal eg hjer ekki leggja mjög mikla áherzlu á, þó þau sanni allt hið sama sem embættismannavottorðin. En það get eg ekki lagt á hylluna, að eg hefi líka í höndum eig- inhandarvottorð frá allopathiskum hjeraðslækni hjer i grenndinni, sem kórónar allan þenna vottorðagrúa. Nú vona eg að nokkuð sje komið máli mínu til sönnunar, og þó get eg ofan á allt saman sagt H. Kr. Friðr., fyrst hann er að gjöra athugasemdir við ræðu mína, að jeg þekki einn allopathiskan lækni, sem á konu sem er smáskamtalæknir og hefir tekizt vel, og þess er jeg viss, að ' þingmaðurinn mundi sjálfur fús á að þiggja lækning af henni, ef hann þyrfti lækninga við. Eg ætla því, að konan lækni mann sinn „homöopathiskf þá er hann sýkist, og maðurinn konuna „allopathiskt" þá er hún sýkist. J>etta má hinn háttvirti þingmaður ekki lá. Jpetta vona eg að sje þá óbilug innri sönnun fyrir því, að tilskipunin hafi aldrei gjört sig gildandi í rjettarmeðvitund þjóðarinnar, sem bindandi og viður- kennd lagasetning gegn smáskamtalæknum hjer á landi. Guðmundur Einarsson: Eg skal játa, að það situr illa á mjer að keppa við lögfræðinga; en það get jeg með sönnu sagt, að hans hátign konungurinn hefir samkvæmt instrúxi frá 25-febr. 1824 skipað landphysi- cus að klaga fyrir skottulækningar, og að sá seki sje dæmdur til sekta eptir tilsk. 5. jan. 1794. J>egar nú konungur skipar þetta, hvernig verður þá sagt að það sjeu ekki lög, hve margir vitnisburðir sem kunna að koma ? Tilskipanin og instrúxið staðfesta hvort annað, og að segja að það sje ekki lögmætt sem einvaldur konungur skipar, það sýnist mjer hart, en það verða menn að gefa mjer rjett í, að konungur hefir skipað að dæma eptir þessari tilskipun. Björn Jónsson mælti með breytingaratkv. um, að kunnátta í öðrum málum en dönsku, svo sem frakk- nesku, ensku eða þýzku, skyldi einnig veita aðgang til lækningaleyfis. Framsögumaður aðhylltist það. Jpetta mál er að miklu leyti sprottið af því, hve örðugt er hjer á landi, að ná til hinna lögskipuðu lækna, því þegar menn gá að hve margar ferhyrningsmílur landið er, og að tala hinna lögskipuðu lækna er að eins 20, og þó nú að eins 16 til, 4 lækna vantar enn, og menn svo deila ferhyrningsmílnafjöldanum með læknatölunni, þá kem- ur stærra svæði á hvern stjórnarlækni en ,.Amtu er í Danmörku. J>etta vildi jeg að hver sá maður hug- leiddi, sem í hjarta sínu er á móti samveikislækning- um, og jeg vona, að stjórnin gæti að þessu, áður en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.