Ísafold - 09.08.1879, Page 4

Ísafold - 09.08.1879, Page 4
36 læknum hjer, stoðaði eigi, þar hjer á landi væri enginn sá maður til, er slíkt próf gæti haldið. Sighv. Árnason sagði, að það stefndi mót því að vernda líf og heilsu manna, að hrinda þeim mönnum frá lækningatilraunum, sem til þess væri hæfir, hvort heldur þeir væri kallaðir lærðir eða ólærðir, homöo- pathar eða allopathar, — ef hinn skipaði læknir reynd- ist lítt nýtur; reyndist hann vel, væri eigi hætt við að homöopathía eða skottulækningar ryddi sjer til rúms í umdæmi hans. Hann vildi spyrja, hvort hegning lægi við því erlendis, t. d. á Englandi, að viðhafa smá- skammtalækningar. Jón Hjaltalín sagði, að þingmaðurinn skyldi reyna að fara og setjast að sem homöopathiskur læknir á Skotlandi, Hollandi, Danmörku, Norvegi og víðar, og vita, hvort hann fengi eigi heimsókn lögregluþjóna, er bæði hann að greiða væna summu. í Danmörku hefði prestur nýlega verið sektaður fyrir ólöglegar lækningar. (Sighvatur: En á þýzkalandi?). Bismarck mundi víst hafa vit á að finna ráð við því, sem annars eigi væri annað en hreinn social-communisme. Eiríkur Kúld var málinu meðmæltur, einkum nú, eptir að hann væri búinn að heyra ræðurnar á móti því. Væri eitur í smáskammtalyfjum, mundi það finn- ast eigi minna í stórskammta-lyfjabúðum. J. H. hefði sagt, að sjúklingum versnaði raunar eigi hjá smá- skammtalæknum, en þeim batnaði heldur eigi. En ætla eigi mundi nú mega finna dæmi þess, að sjúk- lingum hefði eigi einungis ekkert batnað hjá stór- skammtalækni, heldur jafnvel versnað. Enginn dauð- anum ver. Hann hefði sagt, að náttúran læknaði hjá smáskammtalæknunum; en, vísuðu þá stórskammta- læknarnir náttúrunni á burt þegar þeir væri að lækna? Hann hefði getað þess dæmis frá Khöfn, að þar hefði ung stúlka dáið hjá smáskammtalækni; en ætli þing- deildin þekkti ekkert dæmi þess, að ung stúlka hefði dáið undir umsjón stórskammtalækna ? Sögur J. H. sunnan úr heimi sönnuðu ekkert annað en að homöo- pathían hefði orðið fyrir ofsóknum, svo sem margt fleira gott og rjett, t. d. kristin trú, þótt ólíku væri saman að jafna. Sögur sunnan af Egiptalandi um smá- skammtalækni væri jafn-rangar og ótrúlegar eins og sögurnar um stórskammtalækna hjer, t. d. þessi: Stórskammtalæknir einn hefði ætlað að „óperera“ auga á manni einum, sem hann var blindur á, en í misgrip- um hefði hann átt við hitt augað, svo að maðurinn varð blindur á báðum augum, og sem hann varð þessa vís, hjet hann að senda sjúklingnum te úr lyfjabúðinni! Sjer sýndist því hæpið að berja einhverju fram með ofurkappi, í staðinn fyrir með skynsemi og sönnunum. Hann vissi ekki betur, en að á Englandi væru allar lækningar frjálsar, hverju nafni sem nefndust; en hjá Dönum væri þær miklu einskorðaðri. Smáskammta- lækningar væri hjer í barndómi, sem von væri, þareð engin væri sá, er fær væri um að kenna þá fræði, og prófa menn í henni; öðru máli væri að gegna, ef stór- skammtalæknar hefðu kynnt sjer svo fræðigrein þessa, að þeir væru færir um að leiðbeina í henni. Hann sagði að það væri fjarri sjer, að gera lítið úr stór- skammtalæknum, þvert á móti væri hann þakklátur fyrir hvern einn, er fengist, en sjer fyndist að allar lækningar ættu að vera frjálsar, og láta reynsluna sýna og sanna, hver væri læknir og hver ekki, hvort sem hann er allopathi eða homöopathi; hann tryði betur sjúklingnum en lækninum í því, hvort það eða það meðal hefði bætt eða skemmt hann. J>að væri líka undarlegt að vera frjáls í trúarefnum sínum eða með sálu sína, og mega flýja til hvors sálusorgara er mað- ur vildi, en mega ei flýja með líkamann til hvers lækn- is, er maður vildi. Meðan svo væri ástatt, að smá- skammtalæknirinn væri sektaður fyrir lækningar sínar, væri ei að undra, þótt hann yrði leiður að hjálpa, er hann mætti búast við lögsókn, hve góðviljaður sem hann væri. Stefán Eiriksson kvaðst að vísu eigi hafa verið trúaður á smáskamtalækningar, en þó mundi hann gefa frumvarpinu atkvæði sitt, af því að hann vonaði, að það kæmi í veg fyrir, að allir hlypu í að verða smáskamta- læknar, eins og fyr hefði átt sjer stað, en frumvarpið veitti eigi lækningaleyfi nema valinkunnum mönnum; og þó að lagafrumvarp þetta næði eigi fram að ganga, mundu menn eins hafa þessar lækningar í frammi fyrir það. Hjer dygði ei að þrátta um, hvort nokkurt lið væri í þessum lækningum, því að reynslan væri búin að sýna og sanna, að eins batnaði við þær lækninga- tilraunir eins og við allopatha tilraunir. Jón Jónsson sagðist opt hafa tekið eptir því, að miður rjett ástæða fyrir góðu máli gæti skaðað málið; hann vildi því gjöra stutta athugasemd við ræðu E. K. Hann þekkti að vísu eigi ensk læknalög til hlítar, en það vissi hann, að þó þau væru frjálsari en læknalög Dana, væru þau ekki svo frjáls sem E. K. hefði sagt. A Englandi væri læknum skipt eptir því, hvort þeir fengjust mest við innvortis sjúkdóma (physicians), eða við útvortis veikindi (surgeons). Báðir þessir flokkar þyrftu að hafa leyfi, eða „license“, að undangengnu prófi, áður en þeir mættu praktísera. Surgeons-prófið myndi þó vera mjög óverulegt, eitthvað líkt og apótek- arapróf í Danmörk. En þetta virtist sjer hafa líka þýðingu. Hjer gæti eigi verið spurning um önnur lönd en Island, og hver maður sem greiddi atkvæði í þessu máli, ætti að hafa það hugfast, að hið æðsta lækna- vald hjer á landi, landlæknirinn, hefði hjer í deildinni optar en einu sinni sagt, að ísland væri svo strjálbyggt, að þó embættislæknir kæmi í hvert hjerað eða presta- kall, væri nauðsynlegt með fram að hafa skottulækna. En afleiðingin af þeim gæti ekki önnur verið en sú, að við þyrftum að leyfa allar skottulækningar, ekki að eins smáskamtalækningar, en jafnvel einnig stór- skamtalækningar. Fjárlðgin 1880 Og' 1881. þ>egar íjárlagafrumvarp- ið var lagt fram í neðri deildinni, 2. júlí, mælti Landshöfðingi: Hvað snertir niðurröðun þessa frumvarps, þá er það áþekkt fjárlögunum fyrir árin 1878 og 1879, þó með þeirri breytingu, sem hefir verið nauðsynleg afleiðing af þeim lögum, sem alþingi sam- þykkti í hitt eð fyrra og semseinna hefir verið staðfest af hans hátign konunginum. Meðal þeirra hafa hin nýju skattalög frá 14. des. 1877 og lög um laun sýslumanna og bæjarfógeta eptir hlutarins eðli haft veruleg áhrif á bæði tekjur og út- gjöld landsjóðsins eptir frumvarpinu. J>annig hafa sam- kvæmt skattalögunum verið áætlaðar tekjur i 2 gr. 1. —4. tölulið, sem nema samtals: 81495 kr. árlega, en manntalsbókargjöldin, sem þessar tekjur eru komnar í staðinn fyrir í fjárlögunum fyrir árin 1878 og 1879, voru áætluð samtals 14914 kr. árlega. Á hinn bóginn eru útgjöld landssjóðsins til launa sýslumanna og bæjar- fógeta, er áður að mestu leyti voru greidd beinlínis til þessara embættismanna af gjaldþegnum, hækkuð um rúmar 55000 kr. (55540 kr.), er til færðar eru í 10. gr. frumvarpsins. Munurinn er þannig í raun og veru hjer um bil 11000 kr. árlega, sem tekjur landssjóðsins eru auknar með. Að vísu er reynslan enn þá ekki búin að sýna og sanna upphæð þá, sem ætla má á ept- ir hinum nýju skattalögum, þar sem þau fyrst koma í gildi á þessu yfirstandandi ári, og áætlun frumvarps- ins er þannig að álíta sem ágizkun. (Frh. í n. bl.). Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil.______ Prentað með hraðpressu ísafoldarprentsmiðju.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.