Ísafold - 09.08.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.08.1879, Blaðsíða 2
38 uð í sambandi við landið og fyrirkomulag það, sem er á stjórn landsins i heild sinni, og mjer virðist ekki heppilegt eða æskilegt, að gefa þessu fyrirkomulagi einhvern nýlendustjórnarblæ, þar sem það í raun og veru ekki er nýlendustjórn, enda hefir tilgangurinn með því, að taka inn í fjárlagafrumvarpið þessi útgjöld, bein- línis verið sá, sem skýrt er frá í athugasemdum við hið fyrsta fjárlagafrumvarp, sem lagt var fyrir löggjafar- þingið, sem sje að gefa þinginu til kynna, að ekki er ætlazt til að gjöra neina breyting á þeirri upphæð, sem í þvi skyni er ákveðin með allra hæstum úrskurði, og samkvæmt stjórnarskrárinnar 25. grein má ákveða á þennan hátt „án þess að alþingi verði gefið tækifæri á að láta uppi álit sitt um það“. En með „Omposte- ring“ þeirri, er nefndin stingur upp á, sleppir þingið þeim áhrifum, er því þannig hafa verið ætluð með þvi að taka þessi gjöld upp í fjárlögin, en sem 25. grein stjórnarskrárinnar ekki beinlínis gjörði ráð fyrir. Framsögumaffur (varaforseti Gr. Thomsen): Lands- höfðingi leggur á móti því, að útgjöldin til hinnar æðstu innlendu stjórnar sjeu flutt inn tekjumegin. En jeg á- lít það samkvæmt stjórnarskránni. í 25. gr. stjórnar- skrárinnar stendur: „Með tekjunum skal telja bæði hið fasta tillag og aukatillagið, sem samkvæmt lögum um hina stjórnarlegu stöðu íslands í ríkinu 2.janúar 1871, 5. gr., sbr. 6. gr., er greitt úr hinum almenna ríkissjóði til hinna sjerstaklegu gjalda íslands, þó þannig, að greiða skuli fyrir fram af tillagi þessu útgjöldin til hinnar æðstu innlendu stjórnar íslands“. f>að er með öðrum orðum ekki lagalegt af stjórninni, að nefna þessi útgjöld nema að frádregnu tillaginu. Mjer virðist því þetta hinn ijettasti máti. það er snertir nýlendubrag þann, sem landshöfðingi sagði að væri á þessari breyt- ingu, er honum það að segja, að sá nýlendubragur er ekki þinginu að kenna; initiatívið [upptökin] er ekki komið frá þinginu, heldur frá stjórninni, og jeg játa, að ef ekki væri meiri nýlendubragur á öðru hjá oss, svo sem verzluninni, þá gæti jeg fellt mig við það. Arnljótur Óla/sson: Jeg skal játa, að frumvarp þetta er samið með hinni sömu vandvirkni og nákvæmni, sem fyr, og að þær breytingar, sem nefndin hefir gjört við stjórnarfrumvarpið, eru í flesta staði á góðum rök- um rökum byggðar. Jeg ætla samt sem áður að leyfa mjer að bera nokkrar spurningar upp fyrir framsögu- manni máls þessa, viðvíkjandi þeirri frábrugðnu lands- málastefnu í frumvarpinu við þau hin fyrri fjárlög vor. Annað atriðið er nefnilega sú ákvörðun, sem nefndin leggur til að verði gjörð viðvíkjandi styrktarsjóðnum. Mjer leikur efi á, hvort þessi tillaga nefndarinnar sje alveg heppileg. í ástæðunum fyrir frumvarpi nefndar- innar er þess að eins getið sem ástæðu, að „þegar sjóð- urinn er orðinn sameinaður landssjóði, hætta reikning- ar hans að verða framvegis ágreiningsefni milli þings- ins og stjórnarinnar, eins og áður hefði átt sjer stað“. það er satt, að frá þeim tíma er styrktarsjóðurinn hverf- ur inn í landsjóðinn kemst hann undir fjárveitingar- vald alþingis. En annað mál er það, að reikningar styrktarsjóðsins hafa að undanförnu verið ágreinings- efni, og það svo mikið, að yfirskoðunarmenn lands- reikninganna hafa gjört miklar athugasemdir við þá (sjá Athugasemdir yfirskoðunarmannanna fyrir árið 1876 bls. 31—37). En mjer þykir efasamt, þegar þessi rann- sókn yfirskoðunarmannanna liggur fyrir þinginu, án þess að stjórnin í landsreikningafrumvarpi sínu hafi gefið minnsta gaum að henni, hvort það sje rjett, að draga styrktarsjóðinn inn í landssjóðinn, eins og nefndin legg- ur til, fyrst enginn úrskurður nje úrslit enn eru fengin um upphæð hans, og enginn af oss getur sagt fyrir vist, hverja fjárkröfu vjer gjöra eigum gildandi gagn- vart ríkissjóðnum. Jeg veit að fjárlaganefndin getur svarað: „ J>að gjörir ekkert til með það sem undan er farið, þótt leigum styrktarsjóðsins sje nú varið sem landsins fje“. Ef framsögumaður getur gjört mjer þetta ljóst, þá eru mínar efasemdir horfnar. Eg ætla að koma með aðra spurningu fram fyrir framsögumann, og snertir hún 6. grein frumvarpsins, og drap landshöfðinginn einnig á hana í tölu sinni. Eg hefi ekkert að athuga við talna-upphæðii* þær, er flutt- ar eru frá 1. grein útgjaldanna yfir á þessa grein, og skal eg játa, að þetta er alveg samkvæmt 25. grein stjórnarskrárinnar. En hjer er breyting gjörð frá því, sem áður hefir verið i fjárlögunum 1875 og 1877. í fjárlögum þeim eru tilfærðar 2000 kr. til handa „full- trúa stjórnarinnar á alþingi11, en í nefndarfrumvarpi þvi, er hjer liggur nú fyrir, er upphæð þessari sleppt. Nú eru að vísu færðar ástæður fyrir þessari breytingu i 6. gr. í athugasemdum nefndarinnar; þar stendur svo : „Raunar hefir í hinum fyrirfarandi fjárlögum verið gjörð áætlun fyrir þessum kostnaði, en sökum þess að enginn konungsúrskurður er fyrir brúkun þessa fjár, mun rjettara og formlegra að tiltaka enga upphæð“. Eg skil þessi orð svo, að sagt sje með þeim, að með- an konungurinn eigi er búinn að úrskurða upphæð þessa, þá sje rjettara að bíða, og hafa enga upphæð ákveðna í þessu skyni í fjárlögunum. Að vísu mælir nokkuð með þessu, afþvi að konungurinn er eigibund- inn við upphæð þá, er áætluð er í fjárlögunum i þessu efni. þingið hefir eigi vald til að veita fje til „full- trúa stjórnarinnar á alþingi“, sem konungurinn eigi getur raskað; þingið er bundið hjer við úrskurðarvald konungs. Að þessu leyti get eg fallizt á þetta. En nú kemur hitt atriðið, og þá er spurningin : er það viðfeldnara og lögulegra að ætla „fulltrúa stjórnarinn- ar“ engan eyri í þóknunarskyni. Getur eigi þetta á- kvæði skilizt svo, sem nefndin hafi meint, að vjér hefð- um engan fulltrúa á alþingi. Eg vil eigi gjöra nefnd- inni getsakir; en þessar efasemdir hafa vaknað hjá mjer, af því að yfirskoðunarmennirnir hafa sagt ýmis- legt, sem eg eigi get fallizt á, einkum viðvíkjandi 34. grein samanborinni við 25. gr. í stjórnarskránni. í at- hugasemdum yfirskoðunarmannanna fyrir 1876 er að vísu varlega komist að orði um fulltrúann, en í aths. fyrir árið 1877 eru ýmisleg orðatiltæki, sem eg eigi get samrýmt við 34. grein stjórnarskrárinnar. Á 16. bls. í athugagreinunum er þannig komizt að orði: „en að hins vegar ekki geti hafa verið ætlazt til, að lands- höfðinginn ætti að hafa neina sjerstaka borgun fyrir að sitja á alþingi, með því að hann situr þar vegna em- bættisstöðu sinnar“. Eg get eigi sjeð, að þetta orða- tiltæki sje samkvæmt 34. gr. stjórnarskrárinnar, af því að þar segir: „Landshöfðingjanum skal heimilt . . . . að sitja á alþingi“, en það er eigi skylda hans, og fyrir því er það svo, að þegar hann situr á alþingi, þá situr hann þar annaðhvort eptir þessari heimild sinni eða sem fulltrúi stjórnarinnar. 1 2. málslið 34. gr. segirsvo: „Stjórnin getur einnig veitt öðrum manni umboð til að vera á þingi við hlið landshöfðingja“. í fám orðum sagt: umboðsmaður stjórnarinnar virðist þá fyrst og fremst að vera landshöfðinginn sjálfur, eða þá annar maður, ef landshöfðingi er forfallaður, og auk þess hefir stjórnin sjerstakt vald til þess að setja auka- umboðsmann við hliðina á landshöfðingja. En nú er spurningin: er stjórnin eigi skyld til að hafa umboðs- mann á alþingi. J>ví verða menn að játa, því að þar sem svo er komizt að orði í stjórnarskránni, að kon- ungur eða „stjórnin“ geti, þá er stjórninni eigi með því heimilaður rjettur til að gjöra það eptir eigin vild eða eigin geðþótta. Slíkt geðþótta-vald getur stjórn- arskráin eigi gefið; þess vegna þýðir orðatiltækið getur samasem skyldur til að beita þessum rjetti.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.