Ísafold - 09.08.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.08.1879, Blaðsíða 1
ALÞINGISFRJETTIR. VIDAUKABLAD VID ISAFOLD VI. 1879. Reykjavík, laugardaginn 9. ágúst. Fjárlögin 1880 og 1881. Niðurlag (frá bls. 36) á ræðu Landshöfðingja: Meðal tekjanna er enn frem- ur i 2. gr. 5. tölul. talið vitagjald með 5000 kr. árlega samkvæmt lögum 14. apríl f. á. Meðal útgjaldanna er í 13. gr. A. til bráðabirgð- aruppbótar á fátækum brauðum stungið upp á 15000 kr. árlega, í staðinn fyrir 4000 kr. í fjárlögunum fyrir 1878—1879. Af þessum breytingum er að mestu leyti kominn sá mikli munur, er á sjer stað á tekjum og útgjöldum frumvarpsins, þegar þau eru borin saman við fjárlögin fyrir árin 1878 og 1879; en tekjurnar eptir frumvarp- inu eru samtals: Kr. fyrir fjárhagstímabilið áætlaðar .... 791,923.20 og útgjöldin samtals........717,399.94 Afgangurinn = 74,523.26 En í fjárlögunum fyrir 1878 og 1879 eru tekjurnar áætlaðar samtals.........638,161.26 og útgjöldin...........597.933-66 Afgangurinn = 40,227.60 Reikningurinn fyrir árið 1878 hefir ekki enn orð- ið fullsaminn, með því að nokkrir special-reikningar fyrst hafa borizt mjer hinn 27. júní þ. á., en eg hefi að svo miklu leyti sem mjer hefir verið unnt undirbií- ið reikninginn, og skal eg leyfa mjer þegar nú, að skýra hinni heiðruðu deild frá einstökum atriðum hans. Lestagjaldið samkvæmt fjárlaganna 2. gr. tölulið 11. var áætlað...........35,834.00 kr. en hefir numið . . . ,.....45,014.86 — (auk eptirstöðva 610.06 kr.). Aðflutningsgjaldið af áfengjum drykkjum og tóbaki 2. gr. tölul. 12 var áætlað 98,000.00 — en hefir numið .........107,338.85 — (auk eptirstöðva 6,123.99 kr.). Samkvæmt lögum 14. des. 1877, um laun sýslu- manna og bæjarfógeta, hafa aukatekjur verið innborg- aðar með 7,551.03 kr. Meðal útgjaldanna skal sjerlega tekið fram, að laun sýslumanna og bæjarfógeta frá 6. júní 1878 til ársloka, hafa verið útborguð með samtals 28,452.07^. og að einnig á þessu ári hafa verið útborgaðar sam- kvæmt 13. gr. C 7., til að kaupa bóka- og handrita- safn Jóns alþingismanns Sigurðssonar í Kaupmanna- höfn 25,000 kr. Kr. Tekjur landssj. hafa verið samtals hjer um bil 360,000 og útgjöld hans hjer um bil......318,000 Afgangurinn verður þannig hjer um bil . . 42^000 Viðlagasjóðurinn átti hinn 1. janúar 1878 . 570,807.38 31. des. 1878 í arðberandi skuldabrjefum . 629,494.72 Viðbót ^8^686.34 Hinn „finantsielle Status" [fjárhagur] landsins má þannig heita góður, og landssjóðurinn getur án þess nýjar skatta-álögur útheimtist, staðið straum bæði af útgjöldum þeim, er kynnu að vera samfara þeim breyt- ingum á skipun prestakalla m. m., er samkvæmt þings- ályktun frá i hitt eð fyrra verða lagðar fyrir þingið í þetta skipti, og af öðrum útgjöldum, er þingið kynni að álíta nauðsynleg á fjárhagstímabilinu 1880—1881. — Við fyrstu umræðu í neðri deild, 3. júlí, furðaði Grímur Thomseti sig á að stjórnin ekki skyldi hafa gjört breytingu, einkum á niðurröðuninni í fjárlaga- frumvarpinu. Yfirskoðunarmennirnir — kvað hann — sáu brátt að margt var ábótavant, sem ekki var lands- höfðingja um að kenna. Vantaði t. a. m. tekju- og gjaldliði. J>egar t. a. m. prentsmiðjan var seld, vant- aði tekjulið, er andvirði hennar yrði talið undir, það vantaði með öðrum orðum — 1 i ð , sem kaup og sala landssjóðs yrðu tilfærð undir og sem Danir hefðu og nefndu „Erhverv af Formue", ,.Forbrug af Formue".— J>á vantaði enn fremur 2 aðra liðu, þar sem emlwtt- ismenn með 2000 kr. launum ættu heimting' á láni, vantaði lið sem tilfa^rð yrðu undir þessi lán og borg- un þeirra (Refusion). Jpetta og fleira gæti vel valdið glundroða og vildi hann því stinga upp á að fyrstu umræðu yrði frestað og nefnd kosin. Landshöfðingi vildi ekki vera því mótmæltur að frestað væri fyrstu umræðu, en gat þess að tíminn væri stuttur. Hvað tekju- og gjaldliðu þá snerti er þing- maðurinn hefði kvartað undan að vöntuðu, kvaðst hann hafa vakið máls á þessu við ráðgjafann, og hefði hann falið sjer á hendur að gjöra breytingaruppástungu við fjárlagafrumvarpið í þessu efni. — Framhald 1. umræðu í neðri deild, 28.júlí: um nefndarálitið. Nefndin hafði gjört ýmsar breytingar á stjórnarfrumvarpinu, þar á meðal þá, að þar sem í því og undanfarandi fjárlögum kostnaðurinn „til hinn- ar æðstu innlendu stjórnar" (landshöfðingja) og ,.full- trúa stjórnarinnar á alþingi" er talinn útgjalda-megin, í 9. gr., hafði nefndin nú dregið nefndan stjórnarkostn- að frá árgjaldinu úr ríkissjóði tekju-megin, fellt úr 2000 krónurnar „handa fulltrúa stjórnarinnar" (borðfjeð, þ.e. alþingisveizlufjeð). Enn fremur hafði nefndin farið fram á að landritara-embættið legðist niður, er það losnaði, fellt úr 1866 kr. 66 a. til þess að gefa út lagasafn fyrir ísland, fært styrkinn til eflingar búnaði upp í 10,000 kr. á ári (úr 5000 kr.), vegabótafjeð upp í 20000 kr. á ári (úr 15000), gufuskipsferðastyrkinn upp íi8oookr. á ári (úr 15000), bráðabirgðauppbót handa fátækum brauð- um niður í 4000 kr. (úr 15000), þóknun handa Jóni land- ritara Jónssyni út af kláðanum niður í 1000 kr. (úr 2000), minnkað húsaleigustyrk og ölmusugjald á prestaskólan- um 1520 kr. á ári, fært ölmusustyrkinn handa lærða skólanum upp um 2000 kr. á ári, en fellt aptur burt ferðast3^rkinn handa lærisveinum, ákveðið kennara í sönglist og organslætti og organsleikara við dómkirkj- una í Rvík 1000 kr. á ári, bókmenntafjelaginu (deild- inni á Islandi) 2000 kr. á ári, fært fjeð til vísindalegra og verklegra fyrirtækja niður í 4000 kr. (úr 10000), og til óvísra útgjalda niður í 4000 kr. (úr 8000); ætlað 100,000 króna lán til brúarbyggingar yfir J>jórsá og Olvesá, og veitt allt að 100,000 kr. til byggingar á húsi handa alþingi og söfnum landsins. Laiidshöfðingi: Eptir orðum nefndarálitsins virðist breyting sú, er hin heiðraða nefnd stingur upp á, að sleppt verði 8. grein frumvarpsins: „Til hinnar æðstu innlendu stjórnar Islands og fulltrúa stjórnarinnar á al- þingi", og þessi útgjöld, samkvæmt 25. gr. stjórnar- skrárinnar, tekin upp í 6. gr. og dregin frá tillaginu úr ríkissjóðnum, — einungis að vera ,.en Ompostering", og að svo miklu leyti skal jeg þegar á þessu stigi málsins geta þess, að mjer virðist þessi „Ompostering" miður heppileg, þó að hún að vísu eigi sje gagnstæð orðum stjórnarskrárinnar. það er hvorttveggja, að jeg kann ekki við að telja útgjöldin til hinnar æðstu inn- lendu stjórnar íslands sem óviðkomandi íslandi ogfjár- lögum þess, heldur óska jeg að stjórn þessi sje skoð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.