Ísafold - 15.08.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.08.1879, Blaðsíða 3
47 þórarinn Baðvarsson vildi færa upp aptur bráða- birgðauppbótina handa fátækum brauðum, og fjölga aptur ölmusunum við prestaskólann. f>að getur þó víst enginn neitað því, að það er hart, að prestaskólanum skuli eigi vera ætluð nema ein ölmusa af landssjóði, en læknaskólanum 3 ölmusur, og vita þó allir, að em- bættin, sem prestar fara í, eru 6 til 7 sinnum fleiri en læknaembættin, og þó er prestaskólanum ætlað minna fje af landssjóði. þ>að er sannast að segja, að nefnd- inni hafa verið mislagðar hendur í þessu efni, og verð eg næst að ætla, að henni hafi orðið þetta af ógáti, eða að þetta sje prentvilla í nefndarálitinu, þannig að 1 hafi staðið fyrir 7. •— þ>á vildi hann og að alþýðu- skólinn i Flensborg fengi meiri styrk. Gullbringusýslu er hin fjölmennasta eða fjölbyggðasta sýsla á Suður- landi, og þar þörf á margfaldri menntun og tvöföldum -styrk við það, sem annarstaðar. Víðast hvar við sjáv- arsíðuna er fátækt mikil og örbirgð, og menntun manna í mikilli deyfð. Jeg er því viss um, að ef framsögu- maður hugsar sig um, þá mun hann sjá, að það er rjett, að sjóplássin fái ríflegri styrk en sveitahjeruðin til menntunar sjer. Jeg ætla að minnast lítið eitt á 14. gr. nefndarfrumvarpsins: „Til vísindalegra og verklegra fyrirtækja .... 4000 kr.“. Litlar eru tekjur íslands og lítið megnar það; það er sjálfsagt; en slík upphæð í slíkum tilgangi er sama sem ekkert. Jeg skal fús- lega gefa nefndinni eptir, að sumt af því fje, er lagt hefir verið til vísindalegra og verklegra fyrirtækja, hefir ef til vill eigi verið sem heppilegast varið ; en eg verð þó að ætla, að þessi upphæð sje svo lítil, að það taki engu tali. £>að er kunnugt, að þeir sem vilja rita, verða að kosta ærnu fje til, ef þeir hyggja á að gefaútbækur; bækur eru svo lítið keyptar hjer á landi af því fólksfjöldinn er svo lítill. Og það er verkleg fyrirtæki snertir, þá vil jeg spyrja, hvað það er, sem stendur íslendingum svo mjög fyrir þrifum sem það, að þeir eru illa að sjer í öllu verklegu. Hversu mik- ið fje, hversu margar þúsundir króna ganga út úr land- inu, sakir þess að menn eru hjer svo illa að sjer í öll- um iðnaði? Guðm. Einarsson: Eg hefi heyrt langar ræður í máli þessu bæði í gær og í dag, og get jeg sagt hið sama um ræður þessar sem strákurinn sagði við prestinn, að „hann prjedikaði það úr sjer síðari hluta ræðunnar, sem hann prjedikaði í sig hinn fyrra hlutann11. jþað er nú búið að tala bæði með og móti ýmsum atriðum máls þessa. Jeg fjellst á, að ölmusunum til prestaskólans yrði fækkað frá því, sem stungið er upp á í stjórnar- frumvarpinu, einmitt af þvi, að haft er á orði í stjórn- arfrumvarpinu að lengja kennslutímann á prestaskólan- um um 1 ár, þannig að hann verði nú 3 ár. f>etta álít jeg verða til þvergirðingar og stýflu fyrir þá, sem á skólann ganga, og gildir mig það einu, meðan ekki lítur út fyrir, að presta kjörin taki miklum bótum. p>að er ekki til mikils, að vera að hvetja menn til að ganga prestaskóla-veginn meðan fullur þriðjungur presta hafa að of litlu að hverfa á eptir. Vjer Bessastaða-menn sýnum það, að vjer getum margir hverjir staðið sóma- samlega f stöðu vorri, þótt vjer höfum minni lærdóm en nú er sagt að þurfi til þess að vera prestur. Ef það væri tekið fram, að kennslutíminn á prestaskólan- um skyldi vera að eins 2 ár, eins og hingað til hefir átt sjer stað, þá mundi eg mæla með því, að ölmusun- um yrði fjölgað; því að það er í raun rjettri nauðsyn- legt að hjálpa prestaefnunum sem mest, því full þörf er á prestum. — þ>að hafa komið fram mótbárur gegn því, að færa upp ölmusurnar við latínuskólann. En eg verð þvert á móti að álíta það brýna nauðsyn. |>að er nauðsynlegt, að hjálpa fram gáfuðum unglingum, sem eru fátækir, því að það er sorglegt, ef þeir eigi komast áfram. Skólavegurinn er dýr, og er það sann- arlega hart, ef þing og iandsstjórn kemur eigi á miðja leið móti fátækum og gáfuðum ungmennum, og rjettir þeim hjálparhönd. — J>að er snertir breytingar-uppá- stungu síra P. P. um að skáldunum tveimur sje veitt- ur styrkur úr landssjóði, þá skal jeg taka það fram, að jeg elska skáldin, og öll hin fögru og sönnu vísindi, og virðist mjer það skylda þjóðarinnar, að styrkja og efla alla þá, er að þeim vísindum styðja og að þeim vinna. — J>á kem jeg til kvennaskólanna. E. A. sýndi hlut- fallið á milli þess, er kostað væri til latínuskólans, og hins, er kvennaskólunum væri lagt; en jeg er þó á nokkuð annari skoðun en þingmaðurinn í þessu efni. J>að er sjálfsögð skylda, að styrkja allar þær stofnanir, sem einstök fjelög og einstakir menn hafa stofnað, þau fyrirtæki, þar sem einstakir menn hafa lagt fram alla krapta sína og öll efni sín. Slíkum mönnum á að sýna alla þá aðstoð og hjálp, sem auðið er, því að slíkt verður til þess að hvetja einstaka menn og þjóðina i heild sinni til gagnlegra og nytsamra fyrirtækja. í þessu tilliti tek jeg fram kvennaskólann í Reykjavík ; fátæk hjón hafa orðið til að stofna skóla þennan, og má að mestu leyti þakka hinni ötulu framgöngu og fylgi þessara hjóna og einstakra höfðingsfrúa hjer í bænum, að skólinn er kominn svo vel á veg sem hann nú er kominn. þá er skólinn í Flensborg. Eru mörg dæmi slíkrar rausnar og höfðingskapar, sem manns þess, er þann skóla stofnaði eingöngu af eigin efnum? Að þess konar stofnunum á að hlynna á allan hátt. Eggert Gunnarsson: pað gleður mig að heyra, að hinir háttvirtu þingmenn, sem talað hafa, eru á sömu skoðun og nefndir, og fallast á, að stefna hennar sje rjett, að styðja að almennri menntun og verklegri fram- för meir en gjört hefir verið. í tilefni af því, sem hinn háttvirti framsögumaður tók fram viðvíkjandi kvennaskólanum í Eyjafirði, þá vil jeg geta þess, að skýrsla um ástand og efnahag skólans liggur á lestrar- salnum, og reglugjörðina fyrir hann, samþykkta at landshöfðingjanum, skal jegleggja fram á lestrarsalinn. pað er sannarlega gleðilegur vottur um vaxandi hug til sannra og verulegra framfara hjer hjá oss, að löggjafarþing vort er búið að taka að sjer að styðja menntun kvenna, ogjafnvel þótt enn eigi sje lagt fram stór-fje þeim til menntunar eins og karlmönnum, erjeg sannfærður um, að það mun mjög svo mikið hvetja kvennþjóð vora til sannra framfara og menningar, þeg- ar hún sjer, að sú skoðun er farin að ryðja sjer til rúms, að menntun hennar sje engu síður nauðsynleg en karlmannanna, og að menn nú eru farnir að vilja unna kvennþjóðinni þess rjettar, er henni lengi hefir verið synjað um. Og þar sem jeg þykist viss um, að hinir háttvirtu þingmenn kunna að meta hinn þýðing- armikla verkahring kvenna, og kannast við, að mæð- urnar vanalega leggja hinn fyrsta grundvöll til mennt- unar barnanna, og þannig leggi hina fyrstu undirstöðu til sannrar alþýðumenntunar, þá efast jeg eigi um, að hin háttvirta deild samþykki, að verja fje því, sem stungið er upp á til menntunar kvenna, og sjeu sann- færðir um, að fje þvi er vel varið fyrir land og lýð, alda og óborna. þorlákitr Gnðmundsson: Af þvi framsögumaður minntist á 3 barnaslcóla í Gullbringusýslu nfl. í Flens- borg, Yatnleysustrandarhreppi og í Gerðum í Garði, þá vil jeg bæta við hinum fjórða, barnaskólanum á Seltjarnarnesi. (Framsögumaður: pað er rjett, honum gleymdi jeg!). í Stjórnartíðindunum er skýrsla um þennan skóla, sem nú á sitt skólahús og er í öllu tilliti i góðu standi. Jeg vil og minnast lítið eitt á kvenna- skóla, sem jeg álít mjög gagnlega og nauðsynlega, og er það nú orðið almennt viðurkennt, að þetta sje eitt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.