Ísafold - 22.08.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.08.1879, Blaðsíða 3
55 ungsbrjef 22. apríl 1633 kæmist að orði; en í þriðja sinn skyldi hann settur frá embætti. pegar þessar ákvarðanir væru athugaðar og þess gætt að prestar samkvæmt hinni gildandi löggjöf ekki að eins væri skyldur að leggja út kostnaðinn við bóka- kaup, heldur einnig að taka börn frá hirðulausum hús- ráðendum og koma þeim til uppfræðslu á öðrum heim- ilum, þá vonaði hann, að öllum yrði ljóst, jafnvel þing- manni Barðstrendinga, að ef lögum þessum væri fylgt fram, eins og börnin, foreldrar þeirra og alþingi á heimtingu á, þá yrði það fiestum prestum, eptir því sem þeir nú gegndu störfum sinum, talsverður meiri starfsauki og talsvert útlátasamara, en þó þeim væri falið það á hendur, sem þingmaður Rangæinga og og hann hefðu stungið upp á. Með tilliti til hinna einstöku greina í hinu fyrir- liggjandi frumvarpi vildi hann taka fram, að hann eigi ætlaðist til, að börn almennt lærðu landafræði Erslevs og mannkynssöguágrip P. Melsteðs. Agripin handa alþýðubörnum ættu að vera margfalt minni, ef til vildi eigi lengri en svo, að þau kæmust bæði í kver á borð við kver síra H. Hálfdánarsonar. petta yrði eigi eins mikil byrði fyrir börn og húsráðendur, eins og maður fyrst skyldi halda. Hver barnafræðari vissi, að börn ættu hægra með að læra einmitt þær greinir í Balles- kveri, sem væru landfræðilegs efnis, en þær greinir, sem innihjeldu siðalærdóm og trúarlærdóm, og væri sá lærdómur, eins og öll hugsunarfræði, langtum óaðgengi- legri fyrir börn en landafræði og saga. í sambandi við þetta vildi hann og benda á, að ef vjer fengjum ekki jafnframt kveri síra H. Hálfdánarsonar landafræð- is-kver, þá mundi margur sakna mjög mikið hinna minnstu greina hjá Balle. Reynslan væri búin að sýna, að það eptirlit, sem prófastar og biskup hafa með því, að prestar fullnægi skyldum sínum samkvæmt hinum áminnztu lögum væri þýðingarlitið. pað væri varla neitt á móti því að gjöra það að skilyrði fyrir að ganga í hjónaband, að hlutaðeigendur kynnu að lesa og skrifa. 1 .ögin reyndu að varna öreigagiptingum ; en væri ekki fullt eins mikil ástæða til þess að sjá um, að hjónaefni gætu útvegað börnum sinum, er þau kynnu að fá, þá andlegu fæðu, er þau gætu þarfnazt, eins og hina lík- amlegu. Jón Pfctursson áleit frumvarpið mikils vert og gott í mörgum greinum. Bcnedikt Kristjánsson kvaðst vilja styðja að þvi, að frumvarpi þessu væri vísað til nefndar þeirrar er sett var í gær, í frv. um skyldur presta og safnaða að uppfræða unglinga, þegar hann nú hefði heyrt þessa snjöllu og áhrifamiklu ræðu fiutningsmanns, efaðist hann eigi um, að frumvarpið væri af góðum rótum runnið, og vildi hann nú í verkinu láta flutningsmanni í ljósi þakklæti sitt og styðja að því með atkvæði sínu að frumvarpinu verði vísað til hinnar sömu nefndar. Eiríkur Kúld sagði, að þar sem J. J. hefði álitið að prestar ættu að kaupa lærdómsbækur, þá væri það rangt, þeir ættu einungis að sjá um að þær sjeu til; það væri eigi heldur gott að hafa það sem skilyrði fyrir fermingu og giptingu að menn kunni að skrifa og reikna, því til þess sjeu dæmi að sum börn geti eigi lært alla lærdómsbókina, og sjeu fermd með biskups- leyfi. Að það sje skilyrði fyrir giptingu að bæði sjeu skrifandi og reiknandi, það geti verið mjög íhugunar- vert, það væri gott, ef annað hjónaefnanna kynni það, en að gjöra það að lagaskyldu, einkum bæði, áliti hann eigi hentugt, eins og víða hagar til. Asgcir Einarssou kvaðst hafa orðið mjög glaður, er hann sá frumvarpið og einkum af því að það var komið frá bónda, þvi það væru þeir, sem kunnugast væri um fáfræði almennings. En hjer þætti sjer nokk- uð hart að gengið, þar sem lagður væri á menn kostn- aður, og svo mætti taka með lögtaki, og það þó kostn- aður nemi allt að 50 kr., þetta væri hart, ef fátækl- ingar ættu í hlut. Hann vildi taka til dæmis, ef fátæk hjón tækju að sjer munaðarlaust barn af meðaumkvun, þá væri æði hart aðgöngu að taka hjá þeim með lög- taki fyrir að þau hefðu eigi látið því það í tje sem þau eigi gátu. Ef þessu eigi væri breytt, gæti hann því eigi verið með frumvarpinu, en með litlum breyt- ingum vildi hann vera því meðmæltur. peir menn hefðu átt að vera til, sem eigi hefðu getað talið hlut- inn sinn forðum daga þegar verið var að taka spítala- hlutinn, ætli þeir gætu kennt reikning ? en öllum hörð- um lögum væri illa hlýtt, þannig hefði farið um Stóra- dóm. Svo mætti og geta þess, að það væri örðugt að koma þessu við í sveitum. pó börnum sje kennandi kristindómurinn, þá mætti það vel vera, að þau gætu eigi lært þetta, því dæmi væru til að börnum heföi verið kenndur kristindómurinn án þess að þau þó lærðu að lesa; það væri og hugsanlegt að þetta yrði til að koma mönnum í basl og bágindi, og hann vildi því taka það fram, að sjer þætti það mjög „ópraktiskt''. Ef líf hefir komið í hjeruðin til að mennta unglinga, þá hefðu menn fremur keppt sín á milli um uppfræðsl- una, en þurft að nauðga þeim til að uppfræða börn sín, og fátækur fjölskyldumaður gæti ekki klofið slíkt hjálparlaust, hvað feginn sem hann vildi, og væri þá hart að sekta þá. Stefán Eiríksson var frumvarpinu meðmæltur; allir yrðu að játa, að ef nokkuð ætti að verða úr þessu frumvarpi, er til framkvæmda kæmi, þá yrði að mega taka unglinginn frá því heimili, er hann gæti eigi not- ið hinnar nauðsynlegu tilsagnar; ákvörðunin næði að eins til þeirra barna, er væru „hæf", og um það vær prestsins að dæma. 50 króna sekt þætti sjer heldur há. Eiríkur Kúld andæfði Á. E. Viðvíkjandi sektun- um vildi hann taka það eitt fram, að þær mætti miða við fleiri en þá, sem ættu fyrir börnunum að sjá. Jón Jónsson sagði sjer væri óskiljanlegt, að börn gætu eigi lært reikning, og að draga til stafs, ef þau gætu lært kristindóm sinn; til þess að læra að skrifa þyrfti þó engar andlegar gáfur, og ekki nema að eins að brúka höndina. Eptir lögunum, er nú stæðu, væru prestar skyldir að sjá um, að til væru lærdóms- bækur, og gæti hann eigi betur sjeð, en að prestur hlyti þá að vera skyldur að leggja fje út fyrir þær fyrir fram, ef bóksali neitaði að hafa þær til að öðr- um kosti, og sama máli hlyti að vera að gegna um áhöldin til að skrifa og reikna; hann hefði stungið upp á að leggja þessa skyldu á sveitanefndirnar, að eins til þess að ljetta henni af prestunum. Viðvíkjandi sektunum vildi hann benda á, að nefndin ætlaðist varla til, að hvert brot gegn lögum þessum skyldi varða 50 kr. sektum, þvert á móti væri það sjálfsagt, að sektir venjulega yrðu miklu lægri, og jafnvel eigi nema fáir aurar, en menn gætu hugsað sjer svo stórt brot gegn þeim, að sektirnar mættu vera 50 krónur. Asgeir Einarsson sagði, að þar sem J. J. gæti eigi skilið að börn gætu eigi lært að skrifa og reikna, þá kæmi það víst af því, að hann hefði eigi kennt mörg- um ónæmum börnum kristindóminn. Eiríkur Kúld kvað það vera helga skyldu prests- ins að sjá um að börnum þeim, er eigi gætu notið fræðslu í heimahúsum, væri komið fyrir annarsstaðar, og ef ei annað væri hægt, þá á kostnað hreppssjóðs- ins. pó að prestar kynnu að vera skyldir að útvega skriffæri og þess konar, þá væri þeir eigi skyldir að borga, því að „útvega" og „borga" er sitt hvort. Hann vildi eigi heimta, að sveitin keypti slíkt, nema að eins

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.