Ísafold - 30.08.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.08.1879, Blaðsíða 3
67 XV. Lög um eptirlaun presta. 1. gr. Prestar þeir, er veitt hefir verið prestsem- bætti og hafa þjónað þvf lengur eða skemur, hafa rjett til eptirlauna, þá er þeim er veitt lausn frá embætti sínu fyrir aldurs sakir eða heilsubrests, eða fyrir aðrar þær sakir, er þeim er ósjálfrátt um. 2. gr. Eptirlaun presta skulu talin eptir þjónustu- aldri þeirra á þá leið, að upphæð eptirlaunanna er io kr. fyrir hvert þjónustuár þeirra. þjónustuár prests skulu talin 511 þau ár, er hann gegnir prestsembætti. Prestur sjötugur að aldri hefir rjett á að fá lausn frá embætti með eptirlaunum eptir lögum þessum. 3. gr. Sá prestur, sem að ósjálfráðu slasast þann- ig eða tekur vanheilsu, er hann er að gegna embætti sínu, að hann verður að sleppa prestsskap, skal fá ept- irlaun, sem nemi 250 kr., ef hann hefur ekki þjónað prestsembætti svo lengi, að eptirlaun hans nemi þvf, eða meiru. 4. gr. Prestur sá, er fyrirgjörir kjóli og kalli, missir rjett til eptirlauna. Nú er presti vikið frá kalli um sinn, en honum þó veitt embætti aptur, og hefur hann þá rjett til eptirlauna samkvæmt 2. grein. 5. gr. Nú hefur prestur fengið eptirlaun, og miss- ir hann þau : 1) ef hann fær aptur embætti og laun, enda sjeu laun þau eigi minni en eptirlaunin voru. 2) ef hann fyrir konungs leyfi fram gengur f þjón- ustu annara ríkja. 3) ef hann tekur sjer bústað í öðru ríki utan kon- ungs samþykki komi til. 4) ef hann verður sannur að því, að hafa kastað trú þjóðkristninnar. 5) ef hann verður sekur að lagadómi um eitthvert það aíbrot, er svipt mundi hafa hann embætti hefði hann í þvf verið, og er það jafnt, hvort er hann hefur framið brotið áður hann fjekk lausn frá embætti eða síðan. 6. gr. Ef tekjur brauðs þess, er uppgjafaprestur hefur fengið lausn frá, eru yfir 12000 kr. eptir sfðasta brauðamati, þá skal greiða uppgjafapresti svo eptirlaun af brauðinu, að tekjur prestsins verði eigi minni en 1200 kr. En sjeu tekjur prestsins 1200 kr. eða minni, þá fær uppgjafaprestur öll eptirlaun sín úr landssjóði. Svo og hvar þess, er uppgjafaprestur fær eigi öll ept- irlaun sfn greidd af brauðinu, skal það, er til vantar, greitt úr landssjóði. 7. gr. Nú æskir uppgjafaprestur að fá einhverja kirkjujörð í brauðinu til ábúðar, og skal hann eiga for- gangsrjett fyrir öðrum, en gegna verður hann öllum hinum sömu skyldum, sem hver annar leiguliði. 8. gr. Uppgjafaprestar þeir, er búnir eru að fá hærri eptirlaun en til eru tekin í lögum þessum, skulu halda þeim fyrir sjálfa sig. Svo skulu og prestar þeir, er nú sitja í embættum, halda rjetti sínum til þeirrar eptirlaunaupphæðar, er hingað til hafa lög og venja verið til, og greiðist upphæð eptirlaunanna samkvæmt 6. grein. 9. gr. Lög þessi öðlast gildi í fardögum 1880. XVI. Lög um skyldu presta, að sjá ekkjum sínum borgið með fjárstyrk. 1. gr. Hver sá, sem eptir að lög þessi öðlast gildi, fær veiting fyrir brauði, og eigi er sextugur að aldri, er skyldur til að sjá ekkju sinni borgið með fjárstyrk æfilangt, sem byrjar með dauða hans, og nemur að minnsta kosti 100 krónum árlega, en þó eigi meiri, en 300 kr. 2. gr. Landssjóðurinn tekur að sjer að greiða fjárstyrk þann, sem ákveðinn er í 1. grein, gegn árlegu tillagi frá hlutaðeigandi presti, og skal presturinn jafn- framt útvega læknisvottorð, að lffi hans sje engin bráð hætta búin. Ráðherra íslands semur reglugjörð um hlutfallið milli hins árlega tillags og fjárstyrks, og um önnur atriði, sem lúta að fyrirkomulagi þessa árgjalds. 3. gr. Enginn prestur má gefa í hjónaband ann- an prest, sem eptir 1. gr. er skyldur til að sjá ekkju sinni borgið, nema hann sanni, að hann hafi sent lands- höfðingja beiðni um, að mega sjá ekkju sinni borgið á þann hátt, sem að framan segir. Brot gegn þessari ákvörðun varðar 100 kr. sekt til landssjóðs. 4. gr. Landshöfðinginn skal gæta þess, að skyld- um presta til að sjá ekkjum sfnum borgið, verði full- nægt, og getur, ef á þarf að halda, þröngvað hlutað- eiganda til þess með sekt. 5. gr. Tillögin til landssjóðs skulu greidd einu ári fyrir fram, og má taka þau lögtaki, ef þau eru eigi greidd í ákveðinn tíma. 6. gr. Ef hlutaðeigandi deyr áður en tillag það er greitt, sem komið er f gjalddaga, skal halda eptir af fjárstyrk ekkjunnar jafnmiklu og tillaginu nemur. Nú missir prestur embætti sitt, er honum þá frjálst að halda áfram tillagsgreiðslunni; en kjósi hann að hætta, á hann rjett á endurgjaldi, eins og ákveðið verð- ur f reglugjörð þeirri, er nefnd er í 2. gr. 7. gr. Ef prestur hefir fengið skilnaðardóm frá konu sinni, er hann eptirleiðis laus við þá skyldu, að sjá henni borgið sem ekkju, og á hann rjett á endur- gjaldi, á sama hátt og ákveðið er í 6. gr. £>á er hjón fá skilnað með leyfisbrjefi, skal farið eptir skilnaðar- kostum, um það, hvort skuldbinding mannsins að sjá ekkju sinni borgið viðhelzt eða eigi. Nú hefir prests- ekkja fengið skilnaðardóm frá manni sínum, fyrir þær sakir, er hún ekki er völd að, og heldur hún þá ó- skertum rjetti sínum til fjárstyrks. 8. gr. þ>angað til öðruvísi verður ákveðið með lögum, útvegar stjórnin fyrir landssjóðsins hönd ábyrgð fyrir þeim fjárstyrk, er hjer um ræðir, í hinu danska lífsábyrgðarfjelagi frá 1871, eða öðru slíku fjelagi, er hún telur áreiðanlegt. 9. gr. Eptirlaunaskylda sú, sem eptir tilsk. 15. des. 1865 til prestaekkna hvílir á prestaköllunum, hverf- ur af þeim jafnótt og lög þessi koma til framkvæmd- ar samkvæmt 1. grein. XVII. Lög er hafa inni að halda viðauka við tilskipun um póstmál á íslandi 26. febr. 1872. Til sendinga með póstum á íslandi verður viðtaka veitt brjefspjöldum. Til þeirra verða höfð eyðublöð, sem fást á öllum pósthúsum í landinu. Burðareyrir undir hvert brjefspjald er 5 aurar, og skulu þau vera búin frímerkjum. XVIII. Lög um stjórn safnaðarmála og skipun sóknarnefnda og hjeraðsnefnda. 1. gr. í hverri kirkjusókn landsins skal vera sókn- arnefnd og í prófastsdæmi hverju hjeraðsnefnd, til að annast þau kirkjuleg málefni, sem þeim eru í hendur fengin með lögum þessum. 2. gr. Sóknarpresturinn skal ár hvert halda að minnsta kosti einn almennan safnaðarfund í hverri sókn, er hann þjónar, til að ræða um kirkjuleg málefni safn- aðarins. 3. gr. Safnaðarfund skal ætíð halda í júnimánuði ár hvert, og skal á þeim fundi kjósa þrjá menn í sókn- arnefnd til að veita málefnum safnaðarins forstöðu á- samt sóknarpresti á því fundarári, er þá fer í hönd.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.