Ísafold - 03.09.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.09.1879, Blaðsíða 2
74 III. Alþingi ályktar, að skora á stjórnina: að á fjárhagstimabilinu 1880—1881 sje byggt hús handa alþingi og söfnum landsins; að sett sje nefnd af fimm þingmönnum, .þremur£úr neðri og tveimur úr efri deild, er stjórnin leiti álita hjá á milli þinga um tilhögun og bygging hússins. (í nefnd þessa kaus neðri deild þá Tryggva Gunn- arsson, þórarinn Böðvarsson og Grím Thomsen, en efri deild Árna Thorsteinson og Berg Thorberg). IV. Aþingi skorar á landshöfðingjann, að hann hlutist til um, að hvert sýslufjelag fái hjer eptir sjerstaka verðlagsskrá, en að Reykjavíkurkaupstaður haíi sam- eiginlega verðlagsslcrá með Gullbringusýslu, og aðrir kaupstaðir með þeim sýslum, er þeir liggja í V. Neðri deild alþtngis ályktar að skora á landshöfð- ingja, að hann gjöri nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að forstöðumaður prestaskólans og kennararnir láti sem allra fyrst prenta fyrirlestra sína sem handrit, nema þeir heldur kjósi, að gefa út á fjárhagstímabiliuu 1880 —81 kennslubók í kennslugreinum sínum. V. Alþingi skorar á landshöfðingja: 1. Að hann sjái um, að allar aðalvörur, sem keyptar eru til hins lærða skóla og annara þeirra stofnana, sem landssjóðurinn kostar, sjeu framvegis keyptar undirboðskaupum, og sje boðið til kaupanna, svo sem venja er til, eða að minnsta kosti, að falið sje einhverjum kaupmanni, að kaupa þessar vörur er- lendis og senda þær til Reykjavíkur með sem væg- ustum kjörum; og að sú upphæð fyrir árin 1875—• 1879, sem vanalega er greidd, þegar borgað er í peningum, semsje sex af hundraði af upphæð reikn- inganna, endurgjaldist landssjóði af þeim, sem hlut á að máli. 2. Að landshöfðingi annist um, að skipaður verði á- reiðanlegur maður dyravörður skólans, með 1000 kr. launum, og hafi hann á hendi alla umsjón með skólahúsinu, og framkvæmdir alls þess, sem að hús- inu lýtur og þörfum þess, undir yfirstjórn og um- sjón skólastjóra, og aðstoði kennarana og skólastjóra við umsjónina með lærisveinum, en aðalumsjón með piltum sje falin á hendur einum kennara skólans, endurgjaldslaust, undir yfirumsjón skólastjóra og með aðstoð umsjónarmanna, er kosnir sjeu úr flokki lærisveina sjálfra; sömuleiðis hafi kennari þessi all- ar skriptir 1 þarfir skólans, en aptur á móti fái hann kauplausan bústað í skólahúsinu. 3. Að hann sjái um: a) að ákvörðun stiptsyfirvaldanna í brjefi til skóla- stjóra 15. dag maímánaðar þ. á., að eigi megi fleirum nýsveinum en 16 veitast inntaka í hinn lærða skóla eða eptir ákvæðum þeirra á ári hverju, verði nú þegar úr gildi felld. b) að ákvörðun stiptsyfirvaldanna í sama brjefi (tölul. 2.) um inntökupróf nýsveina verði einnig úr gildi felld, þannig, að inntökuprófið yfir höfuð fari fram á vorin um mánaðamótin á júní og júlímánuði. 4. Landshöfðingi annist um, áð skólaárinu verði breytt þegar næsta ár þannig, að það byrji 1. dag októ- bermánaðar og endi 30. dag júnímánaðar ár hvert. 5. Að landshöfðingi skipi í nefnd alla hina föstu kenn- ara skólans, ásamt 2 öðrum mönnum, sem færastir þykja til þess starfa, til að endurskoða reglugjörð- ina fyrir hinn lærða skóla í Reykjavík 12. dagjúlí- mánaðar 1877, og gjöra uppástungur um breyting- ar á henni, og síðan leiti landshöfðingi staðfesting- ar konungs á reglugjörð þeirri, er nefnd þessi semur. VII. Neðri deild alþingis ályktar að skora á landshöfð- ingjann, að hann þegar í stað hlutist til um: 1. Að þvergirðingar kaupmanns H. Th. A. Thomsens í Reykjavík verði teknar úr Elliðaánum með fógeta- gjörð og að skipaður sje lögfróður maður til að gæta rjettinda þjóðjatðarinnar Hólms í Seltjarnar- neshrepp við þessa fógetagjörð og til að framfylgja því máli'af hálfu landssjóðsins. 2. Að opinbert lögreglumál sje höfðað gegn H. Th. A. Thomsen til sekta fyrir brot móti 2. gr. viðauka- laga við Jónsbókar landsleigubálks 56. kapítula um friðun á laxi 11. maí 1876 og til skaðabóta fyrir veiðispjöll á þjóðjörðinni Hólmi i Seltjarnarness- hreppi. VIII. Alþingi skorar á landshöfðingja, að hann hlutist til um, að hjer eptir verði aðskilin verðlagsskráin fyrir Skaptafellssýslur, þannig, að eystri sýslan hafi verð- lagsskrá út af fyrir sig, og hin vestari aðra fyrir sig. IX. Alþing skorar á stjórnina, að hún við bygging þjóðjarða og umsjón þeirra hafi tillit til þess, sem hjer segir: 1. Umboð þessi skulu hjer eptir sameinuð og reikn- ingsskil þeirra hvers fyrir sig í einu lagi: 1. KLirkjubæjarklausturs- og Flögujarðir, og þykkva- bæjarldaustursjarðir, og Hörgslandseign. 2. Arnarstapa og Skógarstrandarjarðir, og Hall- bjarnareyri. 3. Munkaþverárklausturs vestur og norðurhluti. 2. Við bygging jarða skal þess gætt, sem aðalreglu, að landskuldir sjeu ákveðnar eptir meðalalin, er greiðist í þeim aurum, sem gjaldgengir eru ískatt- gjald til landssjóðs. Allir aukakvaðir, svo sem mannslán, hríshestar, dagsláttur o. fl., skulu af numd- ar við fyrstu leiguliðaskipti og landskuld hækkuð að tiltölu. Til þess að sami gjaldmáti komist sem fyrst á, er æskilegt, þar sem landskuld eða partur hennar hefur verið goldinn eptir gömlulagi (evaluation), eðakvaðir hafa verið goldnar, að leiguliða sje gefinn kostur á, að hann framvegis meðan ábúð hans varir, greiði land- skuld, sem sje ákveðin í meðalalin, og sje fundin út með því, að leggja saman það, er hann hefur goldið í landskuld eptir gömlu lagi eða í kvöðum síðustu fimm árin, útreiknað til peninga, og þar á eptir deila þessari samanlögðu upphæð með því meðalverði, er hefur verið á meðalalin hin sömu fimm ár. Land- skuldir á Vestmannaeyjum ættu sem fyrst að greið- ast eptir meðalverði allra meðalverða, án þess að bíða eptir ábúendaskiptum. 3. Leiguliði ætti að hafa rjett á að gjöra jarðabót á leigubóli sínu, svo sem vatnsveitingar, þúfnasljettu, túngarðahleðslu o. s. frv. Ef leiguliði gjörir jarðabótina með samþykki umboðsstjórnarinnar, þá getur hann fengið endur- goldinn helming eða allt að þrem fjórðu kostnaðar- ins eptir mati óvilhallra manna, gegn árlegri hækk- un í landskuldinni, er nemi 4°/0. Nú gjörir leiguliði jarðabót og hefur eigi feng- ið til þess samþykki umboðsstjórnarinnar, og ætti

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.