Ísafold - 03.09.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.09.1879, Blaðsíða 3
75 honum þá að vera rjett, að láta óvilhalla menn, þá er sýslumaður til nefnir, meta jarðabótina, og getur hann þá fengið helmingþess verðs, er þeir meta að leigubólið hafi batnað við jarðabótina, gegn árlegri hækkun í landskuld- inni, er nemi 4^. 4. þ>ær óeðlilegu kvaðir, sem eiga sjer stað, einkum í Arn- arstapa-umboði, svo sem að hjáleigubændur og þurrabúð- armenn eru skyldir að róa einungis á vegum fyrirsvars- bónda, og sem leiðir til þess, að menn þessir ekki geta sjálf- ir haldið út skipum sínum, ættu annaðhvort að a f n e m- ast nú þegar, eða ef það eigi getur orðið án fjárveit- inga, þá að gjöra uppástungu um það. 5. Við bygging þjóðjarða ætti að hafa tillit til skýrslna þeirra, er umboðsmenn sam- ið hafa eptir tillögu alþingis 1877, og að fyrirmælum lands- höfðingja. þ>ó ætti jafnframt að hafa hliðsjón af því, er jörð hefir batnað eða versn- að síðan. En hvarvetna þar, er skýrslurnar þykja eigi nægilega nákvæmar, þá ætti tveir utanhreppsmenn, þeir er sýslumaður til nefnir, að meta jörðina til eptirgjalds. 6. Eigi skal bjóða upp jarðir, er þær losna, til ábúðar, nema brýn nauðsyn beri til, og eigi láta leiguliða greiða nokkurt festugjald. En þó það ætti að vera aðalreglan, að byggja jarðir þessar til æfilangrar á- búðar, væri það þó sjálfsagt, að umboðsmanni á stundum, svo sem er jörð losnaði seint á fardagaárinu, yrði að vera heimilt, að byggja hana að eins fyrir eitt ár. X. Alþingi ályktar, samkvæmt nefndaráliti, sem fram kom í neðri deild, um gufuskipsferðir: 1. Að aðhyllast ferðaáætluna nr. 1, og skora á landsstjórnina að hlutast til um, að fá henni framgengt. 2. Að öðrum kosti semji lands- stjórnin við hr. R. Slimon, eða einhvern annan, erbýðurjafn góð kjör. 3. Alþingi óskar, að stjórnin hlut- ist um, að seglskip verði sent 2. janúar frá Danmörku, Skot- landi eðaHjaltlandseyjum eina póstferð til Reykjavíkur, og sem fari þaðan aptur 4. febrúar. Ferðaáætlanirnar eru þann- ig lagaðar:

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.