Ísafold - 15.10.1879, Page 1

Ísafold - 15.10.1879, Page 1
VI 24. Reykjavík, miðvikudaginn 15. októbermán. 1879. Útlendar frjettir. Khöfn, 27. septhr. 1879. ííinn 3. þ. m. urðu þau tíðindi í Ka- búl, höfuðborginni í Afganistan og að- setursstað Jakobs konungs, þess er frið- inn gerði við Breta í sumar og gjörð- ist þeirra svarinn vin og skjólstæðing- ur, eptir ófarir föður hans fyrir þeim í vetur, að nolckrar hersveitir konungs þar í borginni hlupu upp til ófriðar fyrir vangoldinn mála, veitast að sendi- herra Breta, Cavagnari hershöfðingja, svo sem væri þeir valdir að vanskilun- um á málagjaldinu, og drápu hann og alla hans förunauta, rúml. 70 manna. Hann var kominn þangað eptir friðar- gerðina, fyrir rúmum mánuði, hafði ver- ið vel fagnað af konungi og átti sjer eínskis ótta von. Upphlaupsmenn tóku hús á honum og lögðu eld í, er þeir fengu hann eigi sóttan með vopnum; ljetu áður mörg hundruð manna, því Bretar vörðust sem ljón. Konungur ritaði jarli Breta á Indlandi tíðindin og Ijet hið versta yfir; kvaðst sjálfur um- setinn í höll sinni af upphlaupsmönnum, og enga björg hafa mátt veita gestum sinum, en hjet að hefna þeirra grimmi- lega þegar er hann mætti því við koma. Marga grunaði, að hjer mundi eigi heilt hafa undirbúið af konungs hendi, en hitt þykir nú líklegra, að svo hafi ver- ið( sem hann segir frá. þ>egnar hans höfðu unað miðlungi vel friðargerðinni við Breta, þótti konungur hafa þokað fyrir þeim um skör fram, enda hefir nú frjetzt, að land hans sje allt í uppnámi. jþess þarf eigi að geta, að Bretar búast til nýrrar herfarar á hendur Afgönum, til að reka harma sinna. Andvígismenn stjórnarinnar á Englandi, Beaconsfields lávarðar og sessunauta hans, ámæla henni þunglega fyrir allt ráðlag henn- ar í viðskiptunum við Afgana; þykir hún hafa farið mjög óvarlega að senda erindreka sinn svo fámennan í hendur stjórnlitlum skrælingjum, og hefði henni eigi átt að vera úr minni liðið, að 1841 varð sami atburður í sama stað, Kabúl: drepinn sendiherra Breta þar í borginni og hvert mannsbarn af þeirra kyni, er hönd varð á fest, lcarlar og konur. Og hernaður Breta til hefnda fyrir það varð þeim hinn erfiðasti. -— Cavagnari var sagður launsonur Napóleons þriðja; móðirin irsk. Hinn 28. f. m. tókst Bretum að handsama Cetewayó, Zúlú-kaffa-konung, eptir miklar eltingar. Er ófriðnum við hann þar með algjörlega lokið og' Bret- ar næsta fegnir sigrinum, til huggun- ar í raununum út af tíðindunum í Asíu. Bismarck brá sjer suðurí Vín fyrir fám dögum, að heimsækja vin sinn And- rassy greifa, utanríkisráðherra Jóseps keisara, sem verið hefir, en nú er bú- inn að segja af sjer völdum, og svo til skrafs og ráðagerða, eins og löggjöra ráð fyrir, og blöðin spá óspart í eyð- urnar um, svo sem því, að hann sje að undirbúa bandalag með þjóðverjum og Austurríkismönnum gegn Rússum, og þá líklega einnig Frökkum. Honum var tekið með mestu virktum og fagn- aði, af háum og lágum ; keisarinn sjálf- ur heimsótti hann, þar sem hann gisti, en það er nær dæmalaust, að slík sæmd veitist ókonungbornum gestum. Hinn 18. júlí losnaði gufuskipið Vega úr vetrarlegunni í hafísnum land- norðan við Asíu, með þá Nordenskjold prófessor og hans fjelaga, og komst 3. þ. m. til Yokohama í Japan. Er þann- ig fullfarin leiðin norðan og austan um Asíu, eptir þriggja alda árangurslausar tilraunir. Jóhann konungur í Abessiníu hefir ráðizt inn í lönd Egiptajarls með óvíg- an her: 70000. Grant hershöfðingi, fyrrum ríkisfor- seti Bandamanna í Vesturheimi, er ný- kominn heim úr 2. ára ferð sinni um Európu og Asíu. Honum var fagnað forkunnarvel við heimkomuna, og er haldið að hann muni verða kjörinn for- seti að ári, í þriðja sinn. Dætur Kristjáns konungs, Alex- andra og Dagmar, eru hjer í orlofi hjá foreldrum sínum og börn þeirra með þeim ; maður Dagmarar, keisaraefni Rússa, einnig kominn, og von á prinz- inum af Wales á morgun. Með tilskipun 4. maí 1872 er hrepps- nefndunum gjört að skyldu að sjá um, Haiigrímur Pjetursson fæddist á Hólum í Hjaltadal árið 1614. Foreldrar hans voru Pjetur Guðmunds- son, hringjari á Hólum í tíð Guðbrand- ar biskups, frænda síns, og Solveig, ó- víst hverra manna. A Hólum lærði Hallgrímur að lesa og skrifa, og dvaldi þar til þess, hann var 13 vetra. þá varð honum, að yrkja eitthvað ófagurt um kvennfólkið á Hólum, og kom Halldóra, dóttir Guðbrandar biskups, honum burt til Glúchstað í Holseta- Jandi. |>ar var hann í vinnu hjá kola- kaupmanni, sem stundum ljek hann illa unz hann 1630 fluttist þaðan til Kaup- mannahafnar í þjónustu járnsmiðs nokk- urs. J>ar kynntisthann Brynjólfi, síðar biskupi, Sveinss3mi 1631, sem fyrir full- tingi Dr. Joh. Resens lcom Hallgrími í „Sinke“ lectiu eður neðsta bekk í Vor Frúe skóla. Kölluðu skólabræður Hall- gríms hann: Den lange Sinke. Hall- grími gekk lærdómurinn svo liðugt, að hann 1636 komst upp í efsta bekk (mester lectie). Var honum þá falið, sem íslendingi að lesa og tala Guðs orð fyr- ir því hertekna fólki, sem nýkomið var til Danmerkur úr ánauðinni frá Tyrkj- um. Kynntist hann þar konu, Guðríði nokkurri Simonardóttur úr Vestmanna- eyjum. Til hennar fjekk hann svo góð- an þokka, að hann yfirgaf skólann og lærdóminn og fylgdi henni hingað til landsins 1638. J>au komu inn í Kefla- vík; ól Guðríður þar barn, en Hall- grímur vann fyrir þeim sem daglauna- maður danskra kaupmanna um sumar- ið. Að öðru leyti framdró hann um tíma lífið í skjóli þeirra Arna Gíslasonar lögmanns þórðarsonar á Ytrahólmi, og þorleifs bónda Jónssonar á Hvalnesi, giptist Guðríði, sem um þetta leyti var orðin ekkja, og lifði í fátækt og basli sem búðarsetumaður, ýmist Árna eður jporleifs, þar til hann, sjálfsagt eptir undirlagi Brynjólfs biskups, sótti um Hvalsnessprestakall. J>egar hann kom til Skálbolts árið 1643 fótgangandi með sjóvetlinga á höndum, Ijet biskup hann fyrst reka járn, en viku síðar vígði hann hann, gaf honum hest með reiða, nýj- an alklæðnað og hempu. Hvalsness- þingum þjónaði sjera Hallgrímur í 8—g ár, með ýmsu mótlæti, og fluttist það- an 1651 tilSaurbæjar á Hvalfjarðarströnd. J>ar vegnaði honum allvel til þess 1662, að staðurinn brann til kaldra kola, var þó fyrir styrk góðra manna, upp aptur byggður sama haust. En fáum árum síðar, 1665—1666, kom framhjáhonum sá sjúkdómur, sem lengi hafði búið um sig, líkþrá eður holdsveiki. J>ó var hann 1666 svo hress, að hann gat komizt á alþing. Var þá nýbúið að prenta fyrstu útgáfu af Passíusálmum, og varð það til þess, að margur góður og guðhrædd- ur maður vjek honum lítilræði, því efna- hagurinn var alla tið bágur. Árið ept- ir (1667) gaf hann upp hálfan Saurbæ, og 1669 allan, fluttist þaðan fyrst að Kalastöðum, og síðar (1671) að næsta bæ Fetstiklu. J>ar dó hann kraminn og karlægur í Októbermánuði 1674, sex- tugur að aldri, og er grafinn í kirkju- dyrunum að Saurbæ. Hann var stór maður og óliðlega vaxinn, skolbrúnn og svartur á hár, hversdaglega skemtinn og glaðsinna. Passíusálmana bvrju' -'e 1 Hall- grímur á Hvalsnesi. en '* ð þá í Saurbæ 1660. Mun hann 10 beztu árum æfinnar til u . hj . þa, og var þeim vel varið. Hann tiieink-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.