Ísafold - 28.11.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.11.1879, Blaðsíða 2
hæð. En geti þeir ekki fengið sitt hjá skiptavinum sínum á íslandi, þá verður þeim einnig erfitt, ef ekki ómögulegt að standa í skilum við lánardrottna sína erlendis. Hverjum er nú sú opt yfir- klagaða óskilvísi landsbúa að kenna? Er hún eingöngu þeirra skuld sem lán- in taka? Er hún ekki einnig þeim að kenna, sem lánin veita? Bæði um land- búnaðinn, en þó sjerílagi um fiskiveið- arnar, hvort heldur hákallsaflann norð- anlands, eða þorskaflann sunnan og vestan má með sanni segja á öðru eins landi og ísland er, að hvorir tveggja kaupmenn og landsbúar spila þar í lukkuspili. Harðindin nyrðra, aflaleysi syðra og vestra lætur einatt vonir bæði landsbúa og kauprhanna til skammar verða. Sýnir það sig þá, að kaupmað- urinn hefir allt að einu lánað upp á ó- vissu, eins og bóndinn, sjer í lagi út- vegsbóndinn, hefir verið djarftækur á að leita láns. Bóndinn tekur lánið að öllum jafnaði upp á aflavon, og kaup- maðurinn lánar upp á sama stofn. Kaup- maðurinn verður því meðfram að kenna sjálfum sjer, þegar bóndinn getur ekki staðið í skilum, af því von beggja brást, hans og kaupmannsins, en báðir byggðu á sama sandi. Alla samninga vantar, viðskiptabækur eru óvíða viðhafðar, þó þær sjeu lögboðnar, og allt gengur því af handahóíi. Lánardrottnar kaupmanna herða að þeim, og þeir að landsbúum, og eins og skáldið segir: Ásækja smærri fiska stærri fiskar, sílum samferða að sama náttstað, náhvals" i gapanda gini. Sílið er bóndinn, smærri fiskarnir erum við ísl. kaupmennirnir; lánardrottn- ar vorir erlendis eru stærri fiskarnir, en náhvalurinn einhver stórríkur mað- ur eða banki, sem aptur hefir meðal- göngumennina í vasanum. pegar við kaupmenn tölum um, að við „hjálpum" þeim eða þeim bónda, þá er þetta með öðrum orðum: við lánum honum í von um, að hann framleiði þá vöru, sem oss er arðsöm og við þurfum með handa þeim, sem hefir „hjálpað" oss í álíka von um góða vöxtu af hjáipinni. En þegar við þannig ,.hjálpum" út í óviss- una samningslaust og einatt orðalaust, þá er efamál, hvort rjett er að ganga hart að bóndanum, sem gjörir sittbezta til að endurgjalda hjálpína, en fór var- hluta afþeirri sönnu hjálp, sem dregur hann lengst: góðum skepnuhöldum og hjálpinniúr sjónum. Sjálfsagt eruíslend- ingar einatt hugsunarlitlir með lántök- una, en satt er bezt að segja, þeir borga optast, þegar þeir geta, og kaupmenn hafa sjálfir vanið þá á óskilvísina með því að lána eins þeim, sem ólíklegt er að geti borgað, eins og hinum. Betra væri, að takmarka lánin nokkuð, þó af- leiðingin kynni að verða sú, að færri færu að búa. Bæði til sveita, en sjerí lagi við sjóinn væri skaðlaust, þó bænd- ur fækkuðu nokkuð. í sjávarplássunum væri mikil bót, ef útvegsbændur væru færri, og að með þeim minnkaði skipa og bátafjöldinn; sjómannahaldið mundi þá verða ljettara; bændur færi sjálfir að leggja saman; þeir, sem ekki hafa krapt, dugnað, eða útsjón til forustu og formennsku, færi þá að róa hjá öðrum í góðum skiprúmum, í stað þess að vera gegn um skuldir og eymd að basla við útgjörð og formennsku sjálfir. Mundi þessi breyting brátt hafa áhrif á sveita- þyngslin og kaupstaðarskuldirnar. En þess ber að endingu að geta, að sjeu þær eins mlklar, eins og" margir af með- bræðrum mínum segja, þá sýnir það, að kaupmennirnir, sem geta staðizt allt að einu, hafa einhvern tíma haft drjúg- an arð af verzlunum sínum, því hvern- ig ættu þeir annars að geta haldið áfram að verzla, og hafa, eins og þeir segja, allt að þriðjungi af sínum höfuðstól bund- inn í útistandandi skuldum? petta þol- ir enginn kaupmaður neinstaðar, nema við ísl. kaupmennirnir. Svo vel borga þeir bændur, sem borga! þ>riðja orsökin er peuinga-eklan. — J?að verð jeg að játa, að engin mynd er á því, að hver maður skuli ekki geta fengið peninga fyrir varning sinn, eða það sem hann leggur inn skuldlaust. J>að er heldur ekki forsvaranlegt, að sjávarbóndinn skuli ekki mega borga það salt, sem hann þarfnast í fisk sinn, með öðru en fiskinum úr saltinu, hvern- ig svo sem hann er verðlagður. Pen- ingaeklan hefir stórum aukizt síðan í æsku minni. Jpað var þá algengt, að hinir betri kaupmenn fluttu á ári hverju stórfje inn í landið í beinhörðum spesí- um. Nú flyzt hver eyrír út. Afleíðíng- in lendir á landsbúum, en einnig á kaup- mönnum sjálfum. Jp>eir þarfhast peninga, þó aldrei sje nema í tollana, en af því þeir geta ekki fengið það hjer, sem ekki er til, verða þeir opt að taka þann varning, sem sízt skyldi, upp í skuldir. Rentukammerbrjef 6. maí 1793— sem þó er yngra en verzlunarfrelsis-tilskip- anirnar 1786 og 1787, og ekki enn þá úr lögum numið — skyldar kaupmenn til að birgja verzlanir sínar svo upp með peningum í parfir landsbúa (opinber gjöld), að~ ekki sje orsök til umkvartana, en þó það kynni að þykja hart, að fram- fylgja þessu lagaboði, þá er hitt víst, að kaupmanna eigin hagur væri, að flytja, eins og „ísafold" eínu sinni lagði til, meiri peninga og minna skran. Af peningaeklunni hlýzt margt illt fyrir kaupmenn sjálfa, einkum það, að þeir geta nú ekki sætt eins góðum kaupum, eins og ef peningar væri fyrir. pá. myndi það t. d. ekki geta hugsazt, sem nú á sjer jafnan stað, að katLpmenn selja saltfi.sk og aðra innlenda vöru d Islandi við' lœgra verði, en pví, sem peir gdfu fyrir hann gegn ávísunum til Kaup- mannahafnar, — allt svo til þess að fá peninga í hendur. Hvaðan sækja þeir þennan reikningshalla nema úr vösum landsbúa með uppskrúfuðu verði á út- lenda varningnum? Ejórði og höfuðannmarkinn er það, að verzlun vor, sem kó'iium okkur ísl. kaupmcnn cr ekki innlend, það er að skilja, að arðurinn af verzluninni, og ekki einasta arðurinn, en mest allur af- raksturinn (Brutto-ovcrskud) fer út úr landinu, því kaupmennirnir eru jafn óís- lenzkir, hvort þeir eru Islendingar eð- ur ei, hvort þeir eru einstakir menn, eða fjelög. Hinir fæddu íslendingar flytja allt eins vel, eins og hinir dönsku, til útlanda; þeir fara, eftilvill, nokkur ár milli landa, en þegar þeim er vax- inn fiskur um hrygg, þá flytja þeir bú- slóð sína til Kaupmannahafnar eða ann- arstaðar erlendis, og eyða þar stundum með „vellystingum praktuglega", því sem þeir hafa reitt saman áfósturjörðu sinni með ýmsu verzlunarmóti. Fjelög- in — jeg undantek ekki Gránu — hafa bæði kaupstjóra sína, og pess utan dýra meðalgöngumenn erlendis. Skrifstofu- og annar kostnaður þessara manna bæt- ist ofan á verzhmarkostnaðinn á íslandi af húsum, skipum, þjónum og vinnu, og þar sem svo er ástatt, að hinir ein- stöku kaupmenn eða fjelögin erfiða með lánsfje, þá ganga 10—12% af höfuð- stólnum, sem í veltu er, út úr landinu, auk kostnaðarins af verzlununum á ís- landi, og af siglingunum landa á milli, því landsbúar borga; enda lýsir þetta sjer bezt í verðlaginu hjá fjelögunum; Grána selur eins dýrt og kaupir eins lágu verði, eins og við hinir, enda er hún nú boðin og velkomin í okkar hóp ; sama er að segja um hlutaveltufjelagið í Reykjavík. pað eina, sem þessi ís- lenzku verzlunarfjelög hafa fram yfir okkur hina, er að arðurinn af aktíunum, þegar nokkur er, verður í landinu. Jeg álít því lítinn skaða fyrir landið eða verzlunina, þó ýmsafhinum svokölluðu innlendu fjelögum sjeu undir lok liðin; þau voru aldrei á rjettum grundvelli nje með nægri fyrirhyggju stofnuð. J>au voru að eins vottur um viðleitni landsbúa til að gjöra verzlunina, það sem hún sjálfsagt á að vera á íslandi eins og annarstaðar, innlenda, og til þess að losast undan verðlags ánauð hinna föstu kaupmanna. En tíminn mun ekki vera kominn, þekkingin og reynsl- an ekki nóg til þess að gefa þess kon- ar fjelögum þá tilhögun sem þarf, enda mun þeim sjer í lagi hafa verið það á- bótavant, að þau tvístruðu kröptunum meðal of margra vörutegunda. Jpví er það, að pöntunar-fjelögin munu vera það, sem bezt á við á Islandi, eins og á Færeyjum. En það er stór munur á þeim og verzlunarfjelögunum, því þau kaupa að eins, en selja ekki, og þurfa því að eins áreiðanlegan meðalgöngu- mann ytra, sem hægt er að fá, og sem ekki kostarnema 2% af innkaupsverði vörunnar í ómakslaun auk flutnings- kostnaðar. Allir sjá, hver munur er á því, eða þeim 25—50% og þar yfir,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.