Ísafold - 31.12.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 31.12.1879, Blaðsíða 2
126 að ætlun minni mundu þau ekki óþörf við Faxaflóa á íslandi. — Eptir skýrslu hins konunglega norska fiskiveiðaumsjónarmanns, 1879, nam 1. Útflutningur af fiski frá Noregi, sjer í lagi til Spánar: 1872: 193.637V2 skippundi. 1873: 174.853 -------- 1874: 187,384 -------- 1875: 236,437»/* --------- 1876: 206,250 -------- 1877: 286,687 -------- 1878: 256,000 -------- og 1879 verður útflutningurinn meiri en 1878 (rúm 261,000 skippund), en nær þó að líkindum ekki vörumegninu 1877. íslendingar geta nú afþessu sjeð, hver dropi í hafinu sá tíundi eða ellefti part- ur er, sem frá íslandi kemur, og mega þvf ekki kippa sjer upp við það, þó þau 20000—25000 skippund, sem þaðan flytjast á ári hverju, hafi mjög lítil á- hrif á fiskimarkaðinn. þ>angað til 1874 stje fiskur f verði á Spáni, en síðan hefir hann heldur lækkað, sökum þess, hversu útflutningur hefir aukizt hin síðustu 5 ár. í ár (1879) var meðalverð á salt- fiski í Lófóta 55 kr. 47 a. á móti 7ókr. rúmum, 1874, fyrir skippundið. Brutto- arðurinn af fiski var í ár: kr. 6,100,000. Af þessari upphæð gengu til útvegsins kr. 2,550,000; til kostnaðar fyrir sjó- menn og fiskimenn um vertíð gengu 1,900,000, og sá hreini (Netto) arður nam því að eins kr. 1,650,000, eða 27°/0 af afrakstri fiskiveiðanna, handa 25,556 fiskimönnum í Lófóta, eða kr. 64,50 fyrir hvern mann (auk fæðis og hús- næðis um vertíðina), að spila úr hinn part ársins með konum og börnum. þetta er vertíðargagnið fyrir hvern mann með konum og börnum í 3 mán- uði frá 15. jan. til 15. apr., sem í Nor- vegi eru vertíðarlok, og má það ekki mikið heita. 1 Björgvin var Lófótafiskur síffast þegar frjettist, seldur fyrir 40—42 kr. 75 a. skippundið, og hafa íslendingar eptir því til þessa ekki orðið eins hart úti, eins og sumir hjeldu. En Spánar- fiskur borgast yfir höfuð bezt á haust- in, og er þvf líklegt, að hann stígi síð- ar f verði. Hver áhrif samningurinn milli Danmerkur og Spánar muni hafa á fiskiverzlunina frá íslandi, sýnir sig ekki fyr en í vor. 2. Hvað sjer í lagi netfiskinn snertir, fullyrðir umsjónarmaðurinn, að netaafl- inn í Lófóta hafi í ár (1879), alls eng- an afgang gefiff, pví neta og veiffar- fœra missirinn einn najn petta ár 2 miljónmn króna. Skoði Sunnlendingar sig nú í spegli! 3. Gota seldist i haust eð var 6 kr. minna tunnan, en í sumar; nr. 2, sem hjer um bil samsvarar íslenzku gotunni, seldist fyrir 14. kr. tunnan. þ>etta er sardínuaflanum að kenna, því, eins og menn vita, er gotan brúkuð fyrir sar- dínubeitu. En þar sem 1000 sardfnur fyrir 4—5 árum síðan borguðust með 40—50 francs (28—35 kr.), fást þær nú fyrir 1 til 2 francs (75 a. til 1 kr. 25 a.). Sardínufiskararnir hafa því ekki efni á að kaupa gotu, og þá lækkar hún f verði; íslendingum mun því ráðlegast, að hætta að salta gotuna; brúki þeir hana heldur sjálfir fyrir beitu og nið- urburð, eins og fram á byrjun aldar- innar. Og þó þeir aldrei nema taki upp aptur hrognakökur og gotukastið undir Vogastapa, þá er það hollara, en gotusala sjer og fiskiveiðunum í skaða. — Verðlag í Kaupmannahöfn snemma í nóvembermánuði 1879 var þetta a. A íslenzkum varningi: Ull var heldur að hækka í verði. Hvft vorull borgaðist síðast með 67 aurum pundið. VoruíKhöfn enn þá 300 strangar óseldir, og var heimtað fyrir þá 72 a. pundið. Hvít ull af öðrum (lægra) flokki var boðin fyrir 55 a. pundið, en kaupendur vildu að eins gefa 50 a. Mislit ull var föl fyrir 52 a. pundið, en ekki var boð- ið í hana meira en 47 a. Svört ull borgaðist, þegar síðast vissist, með 60 a. pundið. Haustull óþvegin var seld fyrir 42—44 a. pundið, en þveg- in fyrir 50 a. Saltfiskur frá Austfjörðum ókýldur stór seldist fyrir 46 kr. skipp., en þó tregt. Sunnlenzkur Spánarfiskur og þó valinn gekk eklci út fyrir meira en 46 og 45 kr. skipp. Smáfiskur gekk 35 kr., ýsa 33 kr. skipp. Úrkasts- fiskur seldist fyrir 36 »/2 kr. skipp. Harfffiskur stór gekk á 110 kr. skipp. Lýsi. Hákarlslýsi ljósleitt og fótlaust seldist fyrir 40 kr. tunnan ; soðlýsi fyrir 35 og 34 kr. t. Saltkjöt tunnan á 14 lísipund seldist fyrir 47—51 kr. (eða pundið af kjöti 19 til 23 a.). Gærur saltaðar seldust fyrir 4 kr. 75 a. stranginn. Tólg borgaðist 33 a. pundið. Gota söltuð gekk ekki útfyrir neittverff. Æffardúnn seldist fyrir 10 kr. 50 a. til 10 kr. 75 a. b. A úttendum varningi-. Riígur rússneskur kostaði 7 kr. 10 a. til 7 kr. 20 a. hver 100 pund. Rúgmjöl 8 kr. 100 pund Bankabygg kostaði 9 kr. 70 a. til 10 kr. 25 a. hver 100 pund eptir gæðum. Kaffi var stígið um hjer um bil 12 a. pundið. Gott kaffi kostaði 66 a. til 68 a. pundið. Kandíssykur var einnig stíginn, útlend- ur kostaði 30—32 a. pundið, danskur 35 a. pundið. Melís útlendur kostaði 30 a. pundið. Hrísgrjón heil kostuðu 12 a. pundið. — Takmarkið, sem tilskipun 1. apríl 1861 setti fyrir óbreyttu lagagildi hinn- ar nýju jarðabókar, er 6. dagur júní- mánaðar 1882 (1. gr., sbr. 4. gr.). Úr því má, ef stjórn og þingi þóknast, fara að eiga við jarðamatið á ný, enda lá stjórninni, þegar verið var að undirbúa hin nýju skattalög, svo mikið á, að hún þá þegar, þvert ofan í sína eigin til- skipun, vildi fara að taka nýttjarðamat fyrir, og beiddist til þessa peningaupp- hæðar á ijárlögunum, sem alþing neit- aði um. Ætti það við hjer á landi, að leggja mesta skattabyrði á fasteign, og væri ekki öllu fremur rjett að ljetta á jörð- unum, sem allflestar þurfa að taka tals- verðum umbótum, áður en þeim er meira íþyngt með álögum;—og hefði ekki víð- ast hvar lausafjárskatturinn í sjer fólgna leiðrjetting á ábúðarskattinum, hvort sem einjörð er oflágt eða ofhátt met- in, með þvi hundraðatal hennar annað- hvort bætist upp eða lækkar í skatta- þunga eptir því sem hún fram færir meira eða minna af fjenaði, en dýr- leikanum nemur, — þá kynni að geta verið umtalsmál um nýtt jarðamat. En, eins og er, svarar það ekki kostnaðinum, sízt ef það á að vera á- reiðanlegra en síðast. Valdir menn þyrftu þá að ferðast um land allt, eins og þeir gjörðu á 18. öld Árni Magnús- son og PállVídalín—og hvað varð úr? —J>eir ættu, með styrk hrepps- og sýslu- nefnda, mats- og, ef til vill, yfirmats- manna, að meta hverja jörð, gjöra síð- an nákvæman samanburð milli fasteigna í fjarlægum hjeruðum, ákveða svo dýr- leikann yfir land allt, að nálcvæmlega íhuguðum öllum ástæðum í hverju plássi, hlynnindum jarðanna sjálfra og hvern- ig þeim er í sveit komið, afrjettum sveit- anna og landkostum, afstöðu til fjalls og fjöru, hvort þar er sjávarafli, veiði í ám og ósum, mótak, grasa- og sölvatekja, o. m. fl. f>á þyrfti að senda allt þetta mat yfirvöldum og amtsráðum til yfir- skoðunar; því næst þyrfti landsstjórn og stjórnardeild að bræða það, og — loks kæmi það fyrir þing, sem, eins og ekki væri tiltökumál og sízt fyrir að synja, kynni að hafna öllu saman. þ>ví þar sem jarðir yrðu færðar upp í dýr- leika, sem að líkindum víða yrði, þar mundu þingmenn úr þeim plássum efa- laust verða á móti hinu nýja mati, þó hinir kynnu að verða því hlynntir, sem væri úr þeim kjördæmum, þar semjarð- ir væri færðar niður. Hvernig hefir gengið annarstaðar? Á Frakklandi til dæmis að taka stóð síðasta jarðamat yfir frá 1807 til 1850 og kostaði 150 miljónir franka (rúmar 100 miljónir í vorum peningum). Nú þykir þetta mat óáreiðanlegt, 0g vilja sumir hafa nýja jarðabók. En hinn á- ætlaði kostnaður við nýtt jarðamat á Frakklandi er nú rúmar 200 milj. kr., sem Frakkar horfa í, þó auðugir sjeu. Sama mun verða ofan á hjá oss. Hafi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.