Ísafold - 31.12.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 31.12.1879, Blaðsíða 4
128 farið með poka á bakinu í kaupstaðinn; í skólanum var glímt á degi hverjum, leiknir hnattleikar, hlaupin handahlaup, höfrungahlaup, þegar veður leyfði; nú er spilað dansað og lesnar frakkneskar skröksögur sjer til dægrastyttingar. Tvisvar hefir á síðari árum verið gjörð tilraun bæði nyrðra og hjer syðra til að stofna glímufjelög, til þess að halda þessari fornu íslenzku þjóðlist við, sem hvergi á sjer neinn líka, svo jeg viti til, nema hjá Bretum á Cumberlandi og Westmerelandi (Wrestling), og hin nýja reglugjörð latínuskólans, þó vond sje, fyrir skipar einnig glímur; en hvern árangur þetta hefir haft, er mjer ókunn- ugt. Hitt sjest á þessu, að nú er orðin þörf á ytri hvötum til að iðka fornar listir. Ekki þurfti að brýna slíkt fyrir feðrum vorum og forfeðrum; ekki fyr- ir Grikkjum og Rómverjum. Grikkir komu óbeðnir og óboðnir til ólymp- isku leikanna, og bjuggu sig sjáltkrafa undirþá. Rómverjar sóttu einnig sjálf- krafa glímuskólann (palæstra), og ekki þarf enn i dag að ýta undir Breta að sækja kappróðra, eða temja sjer knattleiki og fangbrögð. Bæði Eton- og Rugby-sveinum, Cambridge- og Oxforð-mönnum er slíkt ljúft. jpeim þykir yndi og sómi að því, að æfa líkamann, efla með því heilbrigði hans, þrek, þol og fegurð, og jafnframt heil- brigði og Qör sálarinnar, hvíla hugann og auka með því námfýsina, en verða yfir höfuð frjálslegri og karlmannlegri í allri framgöngu. Bæði á Frakklandi og þ>ýzkalandi fara nú, að dæmi Breta, líkamaæfingar í vöxt, því allir sjá, að þess meira sem lagt er á sálina af námsgreinum og námstíma, þess hollari hvíldar þarfnast hún, og þess meiri æfingar þarf líkaminn, sjer í lagi hjá þeim, sem eru á framfaraskeiði. Svo þótt íslendingar vilji nú slá slöku við sínar fornu íþróttir, af því þær eru inn- lendar, þá er þeim óhætt að taka þær upp aptur, fyrst þær eru einnig útlend- ar. jþað þarf þá ekki að fyrirverða sig fyrir þær, sem eingöngu íslenzkar. En — kannske allt þetta sje „karla- raup“ og elliglöp úr mjer. Kannske mjer gangi, eins og sveitaprestinum, sem sagði um árið, að hann gæfi ekki mikið fyrir framfarir landsins, fyrst kristindóminum, latínunni, glímunum og tvisöngnum væri farið svo að hnigna. Kannske mjer fari, eins og síra Bene- dikt Jónssyni í Bjarnanesi (1691—1744), sem kvað: Fornu aldar man eg menn, Mjúka leiki frömdu, Góðan hjeldu gleðskapenn, Gaman sig við tömdu, Bændaglímur, bitahlaup Bregðast víða’ á hæli. þetta sá jeg, það er ei raup, f>ótti mjer inndæli. Hringbrot, flögur, hlaupa’ á bak Hnipur að vefja’ í dróma, Berja álpt og baggatak Bezt mjer þótti sóma. Sveiflur, brögð, og sveina’ uppköst Sumra voru læti, Fingálkns fylgdi hestreið höst, Og hoppa’ á öðrum fæti. Skjaldmeyjar með fiman fót Fyrri sá eg á gólfi, Liðugar við leikamót, Líkt sem skotið kólfi. Krækilblindu’ og lögmannsleik Ljeku karlar ungu, Gengu á ristum, komust á kreik Kátir nær því sprungu. Öld er kominn önnur víst, Ellin leika skerðir, Ungur drengur ætlar sízt, Að hann gamall verði. Unga drengi ætti að sjá, Sem alilömb á vori; — Komin er ellikreppan á, J>eir kvíða hverju spori. J>etta allt til fyrna fer Fyrir oss öllum saman; Ellin beygir ungu ker Afleggst forna gaman. Ekki fæ jeg unga tvo Augum sjeð nú glíma; J>etta gengur þannig svo þökkum Guði tíma. Glímu-Gestur. SæluMsið á Kolviðarlióli, sem bæði einstakir menn og landssjóður hefir kostað, er nú þannig útleikið: gluggar brotnir, hurðin einnig, svo regn og snjór eiga þar betra hæli en ferða- menn. J>ess skal getið, yfirvöldunum til þóknanlegrar uppfræðingar, og birt- ingar fyrir hlutaðeigendum, að vinnu- maður sunnan úr Njarðvíkum, sem rak z—3 vetrunga austur til fóðurs í haust, hafði þá eina nótt inni í sæluhúsinu, án þess að ræsta húsið eptir þá, og þó hitt sæluhúsið sje ætlað til skýlis fyrir skepnur. þetta var eptir það, að Ebe- nezer var farinn. þarna hefir bæði fje einstakra og landssjóðs verið vel varið. Hvernig lízt landshöfðingjanum og Thor- grímsen kaupmanni á þessa meðferð, og hvar er eptirlitið? Arnesingur. Sólarlag (eptir Caricthura Ossíans). Hverfur nú himins arfi Háleitum frá bláum Bjartra ljóssheima leiðum Og líður að vestri niður. Dyr mót dögling hýrum Dagsbrúnar opnar standa, Hæg er hafs í sogi Hvíla jöfri búin. Forvitnar Ægis allar Að honum flykkjast dætur, Skoða skínanda höfuð, Skjálfandi’ af hræðslu; Hans lauga ljósar fætur, Og líða svo burtu. Hvíslandi’ á tær sjer tylla Og til hans þær horfa. Hans yfir værð þær vaka Og vörð halda dyggan, Mjúkri þær rugga rekkju, Og raula’ honum höfga. — Hvíldu hám í helli Hilmir rafri skyggðum, Og þegar ferð á fætur, Frið sendu mjer og gleði! Láttu mjer þá ljóma Ljósu geisla blysin, Sjón mjer og skilning skýrðu Og skíndu í hjarta! Skugfgunum dauðans dimmu Dreifðu í burtu, Og nóttinni sorgar svörtu Sviptu mjer úr brjósti! HTT OG J>ETTA. — Svo er að heyra á „pjóðólfi“ (XXXII, 1), sem útgefandi hans sje farinn að sætta sig aptur við heilagan anda. En — eins og spurt var, þeg- ar útgefandaskipti urðu síðast á „f>jóðólfi“, hvað það væri, sem hinn núverandi útg. keypti, þegar hann keypti „f>jóðólf“ af Jóni sál. Guðmundssyni, eins má nú spyrja; hvað fengu þrenningarneitendur (Unitarians) á Englandi fyrir peningana, þegar þeir keyptu — rödd hrópandans í Glasgow ? Heldri menn Reykjavíkur vildu, að sögn útg. „J'jóð- ólfs“ i timariti Unitaríanna „Christian life“, ekki þýðast röddina sökum „drambs og verzlegs hugar- fars (p r i d e a n d w o r 1 d 1 i n e s s)“; en gekk betur, að útbreiða rit og kenningar hins alþekkta postula þrenningarneitunarinnar í Ameríku Ellery Channings? Gaman væri að fá svar upp á þessar spurningar, svo maður gangi úr skugga um, hvort apturhvarfið til heilags anda er áreiðanlegt, og hvort þá ekki er lengur von á kirkjubyggingu i Reykjavík handa þessum nýja trúarflokki. LEIÐRJETTING: í síðasta blaði ísafoldar á bls. 123, síðari dálki, stendur yfir siðasta dálki töflunnar, 1876, í staðinn fyrir 1875. ORNLEIF AF JEL AGIÐ.—F YRIR- lestri cand. philol. B. M. Ólsens verður haldið áfram á bæjarþingsstof- unni kl. 6 2. jan. 1880. Oss berast endmm og sinnum æfi- nunnin'gar og erfiljóð eptir nýdána menn með' bón um að taka þau í „ísafiold“. þetta vildum vjer fegnir gjöra, pegar cefiminningarnar og erfiljóðin í einhverju eru merkileg og vel samin. En — par „ísafiold“ ekkert tekurfiyrir borgun nema auglýsingar, pá gjörir hún heldur enga undantekning frá pessari reglu, hvað pessar minningar og Ijóð snertir. Oss bjóðast pví nœst svo margar greinir al- menns efnis, er varða almenning, úr öll- um áttmn, að blaðið skortir rúm fiyrir pað, sem ekki snertir nema einstaka mann. Utg. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð með hraðpressu ísafoldar-prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.