Ísafold - 31.12.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.12.1879, Blaðsíða 1
 ÍS AFOLD VI 32. Reykjavík, miðvikudaginn 31. desembermán. 1879. —¦ Eptir nndirlagi tveggja heiðurs- manna hjer syðra, veitti amtsráð Suður- amtsins vorið 1879 yngismanni ívari Helgasyni í Flekkuvík ferðastyrk til þess að kynna sjer aðferð Norðmanna í öllu, er að fiskiútveg, laxveiði, fiskiæxl- un og aflabrögðum yfir höfuð lýtur. Var ívari jafnframt gjört að skyldu, að gefa smámsaman skýrslur hjer að lútandi, senda hingað lög og reglu- gjörðir Norðmanna um fiskiveiðar o. s. frv. !>ann 25. sept. komívar tilMoske- næs í Lofoten, eins af höfuðfiskiverun- um í Norvegi, og hefir hann nú sent svo látandi Skýrslu um yeiðiaðí'erð Norðmaima í Lofoten, dags. 19. okt. 1879. Um vetrarvertíðina, sem byrjar í miðjum janúarmánuði, eru hjer brúkuð bæði net og lóðir ; fer lóðarbrúkun mik- ið í vöxt, en netjabrúkun minnkar ár- lega, einkum í Vest-I.ofoten, sjerílagi af þessum orsökum: að mönnum þykir jafnari afli á lóðir, sem bregðast hjer sjaldan, og að kostnaðurinn er miklu minni við lóðabrúkun en netja; hafa menn hjer opt orðið fyrir stórskaða af netjamissi á vetrum, svo tjónið hefir á stundum orðið meira en ábatinn. Hand- færi eru hjer lítt brúkuð, því reynslan hefir kennt, að þó ekkert aflist á færin, þá fiskast vel á lóðirnar. Til beitu er hjer mest brúkuð síld, ýmist söltuð frá haustinu, eða, sem bezt reynist, nýsótt þangað, sem hún veiðist; enda flytst hún á degi hverjum með gufuskipunum, sem ganga fram og apt- ur með ströndum Norvegs. Einnig er brúkaður saltaður smokkfiskur, veiddur að haustinu á handfæri með þeim hætti er jeg síðar mun skýra frá. Vanalega er hjer með hverjum báti brúkuð frá 30—40 hundraða lóð, á þann hátt, að þá róið er að morgni, hafa menn með sjer helming lóðarinnar beitt- an úr landi, taka þann helminginn, sem legið hafði náttlangt, leggja þá hinn, fara svo í land, og beita þann helming lóðar að kvöldi, sem upp var dreginn um morguninn. Er þannig skipt um lóðarstokka á degi hverjum, er róa gef- ur, og lóðin ávallt látin liggja yfir nótt- ina; þykir þetta gefast betur, en að taka lóðina samdegis, þar fiskurinn taki betur beitu á nóttu en degi. Lóðir eru hjer settar upp líkt -og á íslandi, er milli öngla höfð i3/.t alin. Lóðarásinn er eins og viðgengst á íslandi, en öngl- ar nokkuð stærri, en tiðkast á Islandi (höf. meinar sjálfsagt sunnanlands, þar sem hann þekkir til, því fyrir vestan og ef til vill norðan munu þeir vera stærri) á ýsulóðir. Hjer eru sem sje brúkaðir lóðarönglar nr. 7 (á íslandi optast nr. 8) ósnúnir (hneifar), þannig, að öngulsoddurinn er í beina stefnu við legginn, en ekki beygður áhlið. Öng- ultaumarnir eru snúnir annaðhvort úr venjulegu netaseglgarni, eður og úr baðmullargarni, og fást í Björgvin, sumir snúa taumana heima. Á lóðar- ásinn festa Norðmenn taumana með öðrum og, að ætlun minni, betra hætti en íslendingar. þ>eir gjöra sem sje ekki, eins og vjer, lykkju á efri enda taums- ins, heldur hafa í staðinn hnút á honum, festa svo tauminn með önglinum þann- ig á ásinn, að þeir opna þættina á ásn- um, þar sem taumurinn á að vera, draga svo tauminn og öngulinn upp að hnútn- um gegnum ásinn milli þáttanna, og slá tauminn í hálfstikk yfir ásinn. Með þessari aðferð dragast önglarnir aldrei saman á ásnum, eins og opt á sjer stað á íslandi, þegar einn öngull festist á mararbotni, og ásinn dregst gegnum lykkjur taumanna, svo að margir öngl- ar hrúgast saman á einum stað á ásn- um, en aptur verða faðmabil á milli, sem enginn öngull er á. Fyrir ból á lóð- arfærin hafa Norðmenn stór aflöng trje- dufl, en ekki stampa, og uppstandara upp úr þeim, en á endafærunum ein- kennilega uppstandara í kross, svo það sjáist, að þar er lóðarendinn, og hægra sje að krækja fyrir hann, þegar lagt er, og síður hætt- við að lagt sje ofan í ann- ara lóðir. porskanet eru höfð hjer miklu djúp- riðnari, en á íslandi, sem sje 38 til 45 möskva djúp, en næstum 2 þumlungum smáriðnari (hjer um '/2 Þuml- munur á hverjum möskva legg) en hjá oss. Apt- ur er hvert net ekki nema 18 faðma fellt; cuda fella Norðmenn net sín á seinni drum að eins til priðjunga, og segja pað miklu betra, cn að fella til helminga, eins og vjer, og eins og pein fyr meir gjö'rðu sjálfir, því fiskurinn á- netjistþess betur, sem netið sje stýfara í sjónum, og því ver, sem pokinn sje meiri á netinu. Mjer er enn þá ókunn- ugt, hverja aðferð Norðmenn hafa við felling netja, þó veit jeg svo mikið, að þeir festa hvern möskva við tein- inn, þar sem íslendingar að eins festal þriðja hvern. Norðmenn lita því nær öll veiðarfæri og segl úr barkarlit, sem er ódýr, og segja þau endist stórum betur lituð en ólituð; þó láta sumir netjariðilinn vera ólitaðan, því hann dragi betur ólitaður, en enginn brúkar ólitaða teina. Til smokkfiskaveiða brúka Norð- menn nokkuð líkan öngul þeim, sem á íslandi hefir verið brúkaður. Taka þeir 8—10 stóra öngla (nr. 5), eldbera þá og rjetta upp, svo beinir verða, festa svo saman alla spaðana meðtini; beygja því næst alla oddana beint upp, svo að hjer um bil 1 þuml. öngulsins stendur beint upp, en 2 þuml. beint út frá tinplötunni, er heldur saman önglaspöðunum. í þessa plötu festa þeir l/, álnar langan vírþráð beint upp og í efri enda hans aptur fínt og renni- legt færi. Við efri enda vírþráðsins binda þeir loks ljósabeitu, eða, sem bezt má fara, nýja síld, leita svo fyrir sjer hátt og lágt í sjónum, því smokkfisk- urinn er þar ýmist ofarlega eða neðar- lega ; þegar þeir finna til fiskjar, rykkja þeir snöggt upp færinu og festist þá fiskurinn á krókunum. Með þessum hætti veiða Norðmenn mikinn smokk- fisk, salta hann svo niður í tunnur ó- skertan, nema taka fremsta angann burt af höfðinu, en láta innýflin fylgja, því þau þykja góð beita. Norðmenn hafa fjölda aflögumog ákvö'rðunum um fiskiveiðar, er jeg mun senda með fyrstu ferðum í vor, ef lifi. Um vertíð koma menn hjer til Lofoten til fiskjar frá ýmsum stöðum. Eru þá til- sjónarmenn og lögreglumenn í hverju veri. A morgna, pegar róa skal, er dregin upp veifa, og rói nokkur, áður en veifan kemur upp, (sem framan af vertíð er kl. 8, og litlu fyr, eptir þvi, sem lengir dag), pá vcrður hann fyrir sckt. I vertíðarbyrjun er hverjum for- manni afhent töluspjald á bát sinn, með bókstaf á dregnum, er táknar hvert fiski- ver. í austurfiskistöð Lofotens stendur t. d. á öllum bátum A, nr. 1, 2, 3, o. s. frv., í næsta veri B, 1, 2, o. s. frv., eptir tölu bátanna. Brúki því nokkur óleyfileg aflabrögð á sjó, svo sjáist, segja bókstafur og tala til hins seka, því nafn formannsins er bókað við hvert nr., sem afhent er. Sama er að segja, ef nokkur byrgir töluna á bát sínum, sætir hann einnig sektum fyrir það. Bæði bókstafur og tala eru með svört- um lit dregin upp á hvítt trje- eða pjáturspjald, sem formenn skila umsjón- armanni aptur í vertíðarlok. fessi lög eru hjer nauðsynleg, og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.