Ísafold - 31.12.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 31.12.1879, Blaðsíða 3
127 jarðamatið síðast, þegar matsnefndar- menn sátu kyrrir í Reykjavík, kostað landið 16721 kr. 70 a. (opið brjef i.apr. 1861), þá mundi kostnaðurinn nú verða tífaldur með þeirri aðferð, sem utanþings- skattanefndin stakk upp á, og sem væri hin eina rjetta, sem sje, að matsnefnd- armenn ferðuðust sjálfir um allt land í fleiri sumur, — og mundi ekki veita af 15—20 sumrum, eptir því sem átti sjer stað í tíð Árna Magnússonar (1702 til 1712). En væri það tilvinnandi fyrir landið, að kasta út 150000—200000 kr. til þess annaðhvort enga nýjajarðabók að fá, eða þá eitthvert mat, sem menn aptur vilja breyta á 10—20 ára fresti ? Og væri þessum kostnaði, eins og fyr, jafnað niður á jarðarhundruðin, mundi einhver æja. Nei! eins og ástatt erhjáoss, virð- ist rjettast, þar sem jarðir annaðhvort hafa stórum batnað eða stórum gengið af sjer, að gefa þá, samkvæmt tillögu alþingis í álitsskjali sínu 1859, lands- stjórninni, þarsem jörð þykir mikið of lágt metin, og jarðeigendum, þar sem hún þykir mikið of hátt metin, kost á, að láta meta jörðina um til dýrleika upp á eiginn kostnað. En um allt land og yfir höfuð mun nýtt mat bæði óþarft og sjer í lagi of stopult og ofkostnað- arsamt. Enginn hefir hjer á landi, það vjer til vitum, ætlað kaupmönnum vorum aðra eins ósanngirni og greindarleysi, eins og landshöfðinginn og síra þórar- inn Böðvarsson á alþingi í sumar eð var. jpegar rætt var um lagafrumvarpið um að af nema lestagjaldið, fullyrtu báðir, að kaupmenn einir myndu hafa hag af þessu, því eltki þyrfti að búast við, að þeir seldu neinn varning, hvorki korn, steinkol, salt nje timbur einum eyri vægar fyrir það, þótt lestagjaldið, sem t. d. á salti nemur 15—25 af hundraði af innkaupsverðinu, væri af numið. Sömu menn fullyrtu jafnframt, að brennivín myndi hækka í verði hjer á landi að tiltölu við tollhækkunina, og erum vjer þeim sammála um það. En ef hitt er rjett, að kaupmenn vorir setji hverja vöru upp við tollhækkun, en aptur á mót ekki niður við toll-lækkun, — þá viljum vjer að vísu ekki rengja hina háttvirtu menn, sem þetta fullyrtu, því þeir munu hafa vitað hvað þeir sögðu, mennirnir þeir, — en verðum þó að segja svo mikið, að eptir því eru íslenzkir kaupmenn öðruvísi lagaðir, en aðrir kaupmenn, og enda öðruvísi, en aðrir menn. Síra þórarni láum vjer engan veginn þessa skoðun hans, en lands- höfðinginn hlýtur eptir þessu að álíta verzlun vora, sem fyllstu einokunarverzl- un, því hvergi gæti þetta hugsazt, nema þar, sem einokun á sjer stað. En þá er óskiljanlegt, að hann skuli ekki þeg- ar hafa sýnt einhvern lit á að koma öðru lagi á verzlunina. Ef allt um þrotnar, og sú verður reyndin á, að afnám lestagjaldsins eng- in áhrif hafi hvorki á verðlag á salti, kolu'm, timbri og annari þungavöru, nje heldur á þeim innlendu vörum, sem út eru fluttar í skipum, er koma hingað til lands með eintóma seglfestu, t. d. spönskum skipum — ef pau sjást eptir- leiðis — er sækja hingað saltfisk, ensk- um, er sækja fje á fæti og hesta, þá er altjend það neyðarúrræði eptir, að taka lestagjaldið upp aptur, og væri þá ef til vill, rjettast að hækka það, segj- um um helming, ef það sannast, að kaupmenn vorir gjöra engan mun á, hvort það er nokkuð eður ekki neitt. þ>að er á valdi kaupmanna, hvort lesta- gjaldið á að verða af numið um aldur og æfi, eður eingöngu sem tilraun um stundarsakir. f’ótt aptur svo færi, að spádómur landshöfðingjans og síra J>ór- arins ekki rættist í þetta eina skipti, þá trúum vjer þessum heiðursmönnum til þess, að vilja vinna það til, að vera í tölu minni spámannanna, ef landsbú- ar fá korn, kol, salt 0g timbur með vægara verði að tiltölu, en áður. -— (Úr brjefi úr Húnavatnssýslu). „— — Nú er kvennaskóli Húnvetninga kominn á fót á Undirfelli; kennir síra Hjörleifur það bóklega, en kona hans og systir það verklega,eru þegar komnar á skólann 7 eða 8 stúlkur. Vetrinum er skipt í 3 parta.til þess þeim fátækari verði hægra að kosta sig, því engin er skyld til að sækja skólann lengur en þriðjung vetrar; enda komast með þessu móti fleiri að. Reglugjörð er samin fyrir skólann til bráðabirgðar, sem síðar mun verða lögð fyrir sýslunefndina. — Tíð- in hefir í haust verið mjög stirð, ein- lægar úrkomur, ýmist íjúk eða rigning- ar, og opt sama sólarhringinn stórrign- ing og gaddur; hagar eru því orðnir mjög ljettir, og hross farin að slá sig, víða sótt í lömbum, síðan þau voru tek- in, en óvíða bryddir enn sem komið er á bráðapest. Heyskapur varð á end- anum víðast hvar í meðallagi sökum hinnar góðu nýtingar, þó snöggt væri; taða reynist mjög vel og gjöra kýr á- gætt gagn ; en sumstaðar hafa þær ekki þolað hana. — — Verzlunin var hjer í sýslu mjög bág í haust, sjer í lagi þar kaupmenn máttu heita matarlausir. þ>að eina skip, sem kom, flutti að eins 40—60 tunnur af alls konar kornvöru, hitt var sandur og brennivín ; þarámóti gengu kaupmenn ríkt eptir að ná í fje, að líkindum upp í skuldir. Er jeg því hræddur um að hjer verði matarskort- ur í vetur, ekki sízt ef skip skyldu koma seint í vor sökum ísa. — Dýrt þykir oss Húnvetningum að ferðast með Díönu, þegar fargjaldið er, eins og í sumar eð var, reiknað jafnt og til ísafjarðar austan fyrir og eins 'og til Akureyrar vestan fyrir. Sjóferðin kost- ar oss með þessu móti miklu meira, en landferðin, svo ekki munu Húnvetning- ar framvegis, með þessari tilhögun, nota gufuskipsferðirnar. Utgjörðarmenn skipsins skaða sig með þessu, eins og hægtværiað sýna reikningslega — -—“. — (Úr brjefi úr Dalasýslu). „--------- Hjer er í fæðingu tilraun til að koma á samskotum, til að stofna kvenna- skóla í Stranda-, Dala-, Snæfells- og Mýra-sýslum, og er síra Jakob á Sauða- felli frumkvöðull hennar og því næst síra Jón í Hjarðarholti. Hugsunin er meðfram komin af því að menn vilja losna við framlag til Reykjavíkur kvennaskóla.-------Heyafli varð hjer vestra í betra lagi, fiskiafli í góðu lagi eptir sem hjer er titt, verzlun á Brák- arpolli góð, en fremur þvingandi á Borðeyri og Stykkishólmi. Verzlun við Búðir og Olafsvík hefir það við sig, að hún þykir ekki nefnandi, svo vond er hún. Eitt af þvi, sem íslendingum þótti bæði að fornu og langt fram eptir öldum til lista lagt, var frækni og orka líkamans. þ>að þarf ekki að vitna í sögurnar. Allir þekkja (xunnar og Gretti, Skarphjeðinn og Björn Hítdælakappa, Gísla Súrsson og Kára. f>að þarf ekki að fara lengra til baka en til Hafnarbræðra, Jóns og Hjörleifs, J>or- steins Guðmundssonar í Krossavík, síra Benjamins á Völlum og mýmargra, sem útskrifaðir voru úr Hóla-, Skálholts-, fyrri Reykjavíkur- og Bessastaða-skól- um. Sje það rjett, sem sannorðir menn hafa fyrir satt, að J>orsteinn í Krossa- vík hafi stokkið jafnfætis upp á axlar- háan garð með vættarstein í fanginu, þá er það fullt eins vel hlaupið, eins og að stökkva hæð sína í öllum her- klæðum; sje það satt, að sira Benjamín hafi kippt tveim mönnum, er hjeldu hver í annan, upp úr vök á Hjeraðs- vötnunum með annari hendi — sjálfur stóð hann á skörinni —; sje það satt, að Snorri heitinn Björnsson á Húsa- felli (f 1803) hafi blindur og áttræður látið stein upp á bæjarvegg, sem Espó- lín, „er ekki mátti styrkan kalla, nema í frekara meðallagi", gat að eins kom- ið ofan af veggnum, þegar hann var upp á sitt hið bezta; — sje það satt, að þeir Brynjúlfssynir Jón og Snorri, bræður Dr. Gísla, hafi hent sig eins langt eins og Skarphjeðinn á Markar- fljóti forðum; — og sje það satt, að síra Pjetur prófastur á Víðivöllum hafi snúið niður fullorðið manneygt naut, o. m. fl., sem til mætti tína, — þá þarf ekki fleiri vitnanna við um lag og orku sumra íslendinga fyrir minna en manns- aldri síðan. Glímur, fangbrögð, knatt- leikar og önnur leikfimi var fram eptir öldunum í heiðri höfð hjer á landi og mest hjá þeim, sem mesta höfðu mennt- unina, skólagengnum mönnum. í fiski- verum vorum tíðkuðust fyrir 30—40 árum bændaglímur í landlegum; nú er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.