Ísafold - 14.01.1880, Blaðsíða 1
i S A F C L 0.
yjj l ! Reykjavík, miðvikudaginn 14. janúarmán. | 1880.
Árið 1879 má heita hafi yfirhöfuð
verið gott. Tíðarfar í fyrra eptir ný-
ár hagstætt, lítill sem enginn hafís, vor
þurt og því heldur graslítið víða, en
sumarnýting aptur hin bezta. Aptur á
móti var heilsufar manna á meðal ekki
gott. Skæð lungnabólga gekk að heita
má sumarlangt og kippti mörgum burt,
þó helzt brjóstveikum mönnum og kon-
um. Verzlun mátti heita með bezta
móti, hvað verðlag snertir á útlendum
varningi, en aptur í lakasta lagi fyrir
innlendan varning. Afli var um allt
land í góðu meðallagi, sumstaðar t. d.
undir Jökli, betri. Haustið var einnig
yfir höfuð gott, þó umhleypingasamt;
afli af bragðs góður á Innnesjum syðra,
sem ráða má af því, að þeir, sem sjó
stunduðu, fengu allflestir i—2 skippund
til hlutar af gildum þorski og stútungi.
Ýms áríðandi lög hafa út komið,
sjer í lagi, auk fjár og fjáraukalaga,
lög um toll af áfengum drykkjum, um
siglingar og verzlun, um gagnfræða-
skóla á Möðruvöllum, o. fl., en um for-
lög strandsiglinganna er allt í þoku;
þó vonast sumir eptir póstskipsferð í
þessum mánuði, annaðhvort með gufu-
skipi eða seglskipi.
Af dánu merkisfólki skal sjer í
lagi getið síra Guðmundar Torfason-
ar, síra Páls Ingimundarsonar í Gaul-
verjabæ, er varð bráðkvaddur á em-
bættisferð, prestaskólakennara Hannes-
ar Árnasonar, er dó eptir langa legu,
og ekkjufrúr Kristínar Thoroddsen,
ekkju Jóns heitins sýslumanns Thorodd-
sens.
Utdráttur úr skýrslu um jarðahætur
(eptir Halldór Hjálmarsson búfræðing).
—--------Mikið er ábótavant í öllum
greinum búskaparins. Jeg leyfi mjer
að geta nokkurra þeirra galla, sem
ríkja hjá mönnum. Menn eru reyndar
mikið farnir að hugsa og tala um jarða-
bætur nautgripa og sauðfjárrækt, en
hugsun sú er ónýt ef framkvæmdin
kemur ekki á eptir. Margir þykjast
gjöra ósköp af jarðabótum, þá þeir til
dæmis hlaða túngarða, grafa varnar-
skurði eða aðra skurði til að þurka
upp eða veita vatni með. f>að er eins
og mönnum þyki þetta svo mikið í
munni: „hann hefir hlaðið svo og svo
langan túngarð, eða grafið svo og svo
langan varnarskurð, eða veitt vatni á
svo og svo stórt stykki“, en til hvers
eru þessir túngarðar, varnarskurðir og
vatnsveitingaskurðir, þegar menn ekki
hagnýta sjer þá? Jeg hefi tekið eptir
því, að þau tún, sem eru umgirt, eru
allt að einu krök af hrossum, nautum
og fjenaði, og hin sem ekki eru um-
girt, en til hvers eru þá girðingar?
Menn hafa þennan ólukkulega vana að
sleppa hrossum sínum, þá þeir koma
úr ferðum, eða þegar verið er að brúka
þau við heimastörf, af hlaðinu og á
túnið, þar eru þau látin vera á meðan
þeim þóknast. J>etta er mjög skaðlegt
fyrir jarðirnar einkanlega á haustin, þá
þær eru að búa sig undir vetrarkuld-
ann, með því að skjóta upp blöðum
sem eiga að hlífa rótum þeirra: Vjer
búum oss undir veturinn með því að
skýla að húsum vorum og safna eldi-
við á haustin; sömuleiðis gjöra dýrin,
þau leita sjer að fylgsni hvar þau hafa
sitt aðsetur og búa á vetrum; hvar fyrir
skyldum vjer þá fyrirmuna jurtunum að
gjöra það sama, sem sömuleiðis erulif-
andi. En þetta gjörum við þó algjör-
lega með þessari haustbeit. Eins og
vjer vitum eru jurtirnar á túnum vor-
um að vaxa fram eptir öllu hausti;
þessi blöð, sem upp vaxa, eiga að hlífa
rótum jurtanna fyrir frosti og kulda-
næðingum; en þar eð hross og annar
fjenaður nagar þetta jafn óðum og það
kemur, já og það svo þrælslega, að ræt-
urnar liggja svo gott sem alls naktar
eptir, hvernig getum vjer þá vonast
eptir að þær geti sent kraptmiklar
stengur, blöð og blómstur uppávorin?
Mikið fyrir þessa orsök gefa tún vor
svo litla uppskeru. í Múlasýslu, þar
semjeg þekki til, eru tún vanal. miklu
betri en hjer á Suðurlandi, og þakka
jeg það eingöngu fyrst því, að hross
eru þar miklu færri, og í annan stað
að þeim er haldið miklu betur frá túni
en syðra er gjört. Sömuleiðis er með
vatnsveitingar, þegar búið er að hafa
fyrir að grafa ótal skurði, og ná vatni
á eitthvert svæði, er það látið hvíla sig,
þangað til manni fyrir einhverja tilvilj-
un dettur í hug að óhleypt sje á eða
af. þessi aðferð er alveg skökk, það
er að hræsnast við að gjöra jarðabót,
en er í raun og veru engin jarðabót.
þ>ær jarðabætur, sem fyrst verða
til að launa sitt ómak og borga þann
höfuðstól, sem í þær er settur, eru
þúfnasljettur og vatnsveitingar. Að
þessum jarðabótum er lítið gjört, og
það litla sem gjört er, á svo erfiðan
og seinlegan hátt, að árangurinn verð-
ur svo lítill. Jeg leyfi mjer því að fara
fáum orðum um þetta efni og benda
á eitt og annað, sem ábótavant er.
J>að engi, sem liggur svo heppilega,
að koma megi vatni á það, getur opt
gefið svo góða uppskeru, að tún þó í
góðri rækt sjeu, naumast jafnist við það,
og sá kostnaður í hlutfalli við þann á-
vinning, sem maður hefir, er svo lítill,
að hann ætti ekki að hræða hina starf-
sömu og hugsunarsömu bændur. Hjer
á landi eru ótal ár, lækir ogvötn, sem
menn gætu haft þvílík ómetanleg not
af, og opt með ljettu móti, ef þekking
og dugnað ekki skorti. Sá tilbúning-
ur eða sú niðurröðun á öllum þeim skurð-
um, sem með þarf til vatnsveitinga, út-
heimtir mikla þekking og verklega
fullkomnun, sem eigi lærist með ein-
tómu bóknámi; væri því mjög nauðsynl.
að sjerhver sýsla og jafnvel sveit ætti
kost á mönnum, sem hefðu verklega
þekking í því efni.
Vatnsveitingár eru tvenns konar,
seitluáveita og jióðáveita. jþegar seitlu-
áveita er viðhöfð, er vatnið, eins og
nafnið á bendir, látið vætla út yfir eng-
ið, og því dreift vel yfir allt það svæði,
sem maður ætlar að vökva. J>að fyrsta
sem er að athuga er það, hvort vatni
verði náð á engið eða það svæði, sem
veita skal á. Opt hagar svo til að ó-
mögulegt sýnist vera að koma vatni
þangað sem æskilegt væri; er því opt
nauðsynlegt að mæla hallan. Til þess
brúkar maður þann svo kallaða halla-
mæli. þetta verkfæri er nauðsynlegt
fyrir alla þá, sem fást við vatnsveiting-
ar. Hann getur verið mjög einfaldur
og ódýr, svo að hver og einn getur
veitt sjer hann sem vill.--------þegar
búið er að reikna út, hvort vatninu verði
náð, er ekki annað en að taka til starfa
og grafa skurð frá því vatni, á eður
læk, sem næst er, og koma vatni með
þeim skurði á hæstu staði á því svæði,
sem á slcal veita, og þegar búið er að
því, er hægt að dreifa því víðar með
þrístrendum ræsum, sem bezt er að
skera með torfljá. Sje halli mikill, er
bezt að grafa lárjettan skurð þvert
yfir hallan, svo ofarlega sem hægt er,
síðan þarf ekki annað en að setja stíflu
í neðri enda skurðarins, rennur því vatn-
ið alstaðar út af og undir eins vökvar
allan hallan fyrir neðan. Eigi vatns-
veitingar að gefa verulegan ávinning,
verður allt, sem að vatnsveitingu lýtur,
að gjörast á rjettan hátt og á rjettum
tíma. Áður vatnsveitingin byrjar, at-
hugar maður, hvort allir skurðir og