Ísafold - 31.01.1880, Side 3

Ísafold - 31.01.1880, Side 3
7 hann var hjer þá ekki, enda höfum vjer heyrt, að þessi lögreglustjóri hafi ein- mitt látið til sín taka í þessu tilliti. En — allt um það er óskemmtilegt, að vita eins harðan og því miður ijettan dóm kveðinn upp f framandi landi um ís- lendinga af íslendingi, sem vit hafði á og sem Danir sjálfsagt taka trúanlegan. Nokkur huggun er þó í því, að höf. (3. bls.) verður að játa, að einmitt þessi „afar illa meðferð á hrossum gjöri þau harðfengari og ómóttækilegri fyrir áhrif veðráttunnar“ og jafnframt fyrir suma þá kvilla, sem eru svo almennir í norð- urparti Norðurálfunnar, kvef, hósta, Snive og þess konar. Yfir höfuð mun höf. ekki hafa rjett fyrir sjer í því, að hafa svo mikið á móti útiganginum, sje skepnan að eins ekki svelt. því næst átelur hann íslendinga yfir höfuð, og sjer f lagi járnsmiði Reykjavíkur, fyrir hversu illa þeir járni hesta. þetta mun nú vera nokkuð orðum aukið. Oss er til efs, að í öðrum löndum sje með öll- um jafnaði betur járnaðir hestar, en einmitt f Reykjavík, og yfir höfuð munu íslendingar ekki standa þeirri þjóð langt á baki í þessu efni, sem bezta á hest- ana, sem sje Aröbum. Enda eruvorir hestar, einmitt sökum útigangsins hófa- betri en hestar erlendis. Höf. finnur með rjettu, að skepnu- húsum vorum, sjer í lagi fjósum og fjár- húsum, og gefur marga góða og þarfa hugvekju, leyfum vjer oss þvf, þar eð ritgjörðin er mikils til of löng til þess að hún verði rakin í dagblaði, að leggja það til, að landshöfðinginn annaðhvort láti gefa hana út í íslenzkri þýðingu, eða að bókmenntafjelagið komi henni fyrir almenningssjónir í sínu tímariti. — Hreppsbúar Svínavatnshrepps í Húnavatnssýslu, hafa fyrir nokkru sýnt í verkinu, að samtök í góðu eru þó möguleg sumstaðar hjer á landi. Hefir þeim komið ásamt um, að takmarka bæði brennivíns- og kaffinautn og hafa þeir haldið þessi samtök svo, að brenni- vín sjest varla í Svfnadalnum, en kaffi er að vetrinum hvergi drukkið optar, en einu sinni á dag. Enda er þessi hreppur einna bezt efnum búinn af öll- um sveitum Húnavatnssýslu, og er oss skrifað, að fleiri hreppar sýslunnar muni innan skamms fylgja þessu lofsverða eptirdæmi. Ekki er talað uro, að bænd- ur þar eigi erfiðara fyrir þetta, að fá vinnuhjú; svo auðsjáanlega má venja fólkið við, að njóta bæði víns og kaffis í óhófi, ef vistin er að öðru leyti góð. — Afli var kringum nýárið hinn bezti suður með sjó, á Vatnsleysukletti og svokallaðri Borgarslóð; í Garði og Leiru aflaðist vel af vænum fiski rjett fyrir nýárið. Eru menn nú farnir að róa þangað með lóð, en gefst misjafnlega, sumum vel, sumum illa. þ>ó lítur svo út sem nægar fiskur sje fyrir. — Upsa- veiðin helzt við í Hafnarfirði, en sagt er, að nú veiti erfitt að fá salt í upsa. — Njarðvíkingurinn skrifar oss, að hann vilji ekki fara í blaðadeilu við Strandar- inginn (ísafold VII, 1), segist að eins óska þess, að bæði suður með sjó og annarsstaðar á landinu reynist hægt að koma á samtökum til góðs, og að sam- tökin því næst sjeu vel haldin, þegar þau eru á komin. — Fjártjón varð fyr- ir skemmstu í Leiru; flæddi þar 30 kindur. — Bráðapest gjörir víða vart við sig, en hvergi eru eins mikil brögð að henni, eins og í fje Arna sýslumanns í Krýsuvík. — í kúm ber hjer og hvar á einhverjum kvilla, sem menn þó ekki halda eigi neitt skylt við miltisbrand. — Tíð er hin bezta hvervetna sem til frjettist, og lítur helzt út fyrir, að þessi vetur ætli að vera öndvegisvetur bæði til lands og sjávar. — Sjaldan hefir, svo vjer til munum, orðið eins vart við reiðarþrumur og eldingar eins og í vetur. Hafa sumir fyrir satt, að maður í Kefla- vík hafi fyrirjólin orðið snortinn af eld- ingu. Maðurinn brá sjer snöggvast út f þrumuveðri, og varð bráðkvaddur þegar er hann kom inn aptur. En hvort nokk- ur áreiðanleg læknisskoðun fór fram á þkinu, er oss ókunnugt. — í Reykjavík hafa konur og stúlkur af heldri manna stjett áformað að stofna nýjan sunnu- dagaskóla—auk þess, sem þegar er þar — í skript,reikningi, ijettritun, dönsku og handiðnum. fetta fyrirtæki mælir sjálft fram með sjer. — Með norðanpósti frjettist öndveg- istíð að norðan bæði til lands og sjávar. Fram að nýári gekk fje sjálfala í þing- eyjarsýslu; en margir kvörtuðu yfir ill- um heimtum. Rigningar höfðu verið miklu minni en hjer syðra, en frost- leysur eins og hjer. — Norðanblöðin segja mikið af framfarafundum og fyrir- lestrum, sem haldnir hafi verið þar nyrðra. Annars eru engar sjerlegar frjettir. ___ SKÝRSLA frá barnaskólanum í Útskálasókn. A skólann hafa gengið í vetur 23 börn, af þeim hafa 14 notið styrks af Thorkillii legati. Vísindagreinir þær, er kenndar hafa verið eru: barnalærdómur, biblíusögur, lestur, skript, reikningur og rjettritun. Framfarir mega heita fremur góðar, eða eptir öllum vonum, þegar tekið er tillit til þess, hve skammt flest hinna yngri barna voru á veg komin þá þau byrjuðu nám sitt í haust. Aldur barn- anna er frá 9—14 ára. Með hinum eldri hefir verið lesin danska, og með einum pilti enska, einnig eru nokkur nýbyrjuð á landafræði og veraldarsögu; söngur hefir verið kenndur tvisvar í viku. Siðferði barnanna hefir verið gott; þau hafa öll vitnisburðabækur og er rað- að eptir hvern mánuð. Á aukakennslu eru 2 piltar, sem læra dönsku og reikn- ing. Laun kennarans eru 70 kr. um mánuðinn auk nokkurra hlunninda. — Fari aðsókn barna vaxandi, verðar nauð- syn á aukakennara, eigi börnin að hafa góð not af kennslunni. — Stjórnartíðindin B. 24 hafa ýms brjef inni að halda, sem mega heita fróðleg fyrir almenning: Um umsjónina við hinn lærða skóla, sem nú er skipt þannig niður, að Hall- dór yfirkennari Friðriksson hefir eptir- litið með húsinu fyrir 300 kr. þóknun, að dyravörður er settur með 700 kr. kaupi, og að Björn kennari Olsen og annar kennari með honum hafa þá eig- inlegu skólaumsjón á hendi, og að reikn- ingshald skólans er falið landfógetanum. Um lán úr viðlagasjóði, að lands- höfðingja veitist heimild til að veita þau, án þess í hvert skipti sje leitað tilráð- herrans, og að hann á þessum vetri megi lána út 15—20000 kr. Um aðstoðarlækni í Dalasýslu. Síra Jakob á Sauðafelli er veitt lækninga- leyfi (með smáskömtum?) Um ráðstafanir til alþingishúss- byggingar. Loks skal þess getið, þar það hefir áður verið rætt í blaði þessu, að hin þýzka stjórn nú hefir endurgoldið strand- mannakostnað frá 1874, sem hún áður hafði synjað um (632 kr. til Snorra verzlunarstjóra Pálssonar á Siglufirði). -— þ>egar maður heyrir utan að sjer, og sjálfur sjer, að hross í annari eins öndvegistíð eins og verið hefir til þessa eru víða farin að slá sig til muna, og af því má ráða, hvernig þau af þeim, sem kunna að tóra af, muni verða út- lítandi að vorinu, þá vaknar sú ósk hjá hverjum hjartagóðum manni, að lögin gegn miskunnarlausri meðferð á skepn- um bæði væri harðari, og þeim betur framfylgt. Hvorki opið brjef 29. ágúst 1861 nje hegningarlaganna 299. grein tekur að ætlun vorri nógu skýrt fram, hvað á því segist, að láta skepnur horfalla. jpví þótt það vafalaust sje „harðýðgis- full og miskunnarlaus meðferð á skepn- um, einkumhúsdýrum11 að svelta þau, þá er nú einu sinni vond lenzka í þessu til- liti svo gömul og rótgróin, að maður- inn, sem lætur sauð og hest ganga úti sjer til húðar, þykist ekki þar fyrir gjöra sig sekan í neinni „grimmdarfullri misþyrmingu“. Alþing vildi 1861 (alþ. tið. 1861, bls. 498—500) bæta þessari grein inn í lögin. „Á sama hátt (með 100 kr. sekt) skal þeim hegnt, sem með grimmdar- fullri hörku drepur skepnur úr hor, pó hann eigi fóður handa peimu. En stjórnin vildi ekki aðhyllast þennan viðbæti, af því henni, eins og satt er, virtist þessi misþyrming, að

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.