Ísafold - 31.01.1880, Page 4
8
svelta skepnuna, vera innifalin í „mislc-
unnarlausri meðferð“ yfir höfuð, enda
vildi hún sömuleiðis, að oss virðist, rjetti-
lega, ekki hafa þá menn hegningu und-
anþegna, sem láta skepnur horfalla,
af því pcir eiga ekki betra fóður fyrir
pœr.
Engu að siður væri hjer á landi
nauðsynlegt, að leggja gagngjört hegn-
ingu við að láta skepnur horfalla. því
sú misþyrming er hjer almennust. Sum-
ir hugsa mest um að fyrna hey, hvern-
ig sem vetur er og hvernig sem skepn-
um líður, sumir setja óvarlega á og
fella sökum heyskorts. Margir vilja
koma upp skepnum, sjer í lagi hross-
um, ogþað helzt í sjávarplássunum, þó
þeir hvorki eigi eina gafltuggu af heyi,
nje ráð yfir einni þúfu; þessir setja á
þarann í fjörunni, semþeir heldur ekki
eiga. Til allra þessara manna þyrftu
lögin að ná, fyrst þeirra eigin greind
og hugarfar getur ekki sannfært þá um,
að þeir hvorki breyta góðmannlega nje
hyggilega. það var gamafla manna
trú, að engin skepna mætti vera farin
að leggja af fyrir miðjan vetur, ef hún
ætti að geta gengið bærilega undan að
vorinu. Nú er ekkert tíðara, en aðsjá
horað íje og horaðar drógar á jólum
dragast um jörðina, berja gaddinn á
túnunum og snudda í öskuhaugum
hjúkrunar- og stundum vatnslausar.
En — nái lögin, sem vjer raunar
ætlum, þó ófullkomin sjeu, til þessarar
„harðýðgisfullu og miskunnarlausu með-
ferðar“, hvernig er þeim þáframfylgt?
í sjálfum höfuðstaðnum sjer maður strax
í ágústmánuði folaldshryssur níddar
undir mó fram og aptur allan sumar-
langan daginn; folöldin hlaupa með og
ganga sig hölt og upp í kviku. Svo
eru sömu hryssurnar á sunnudögum
þegar „hvila á uxaogasna“, leigðarút
til útreiða, og byrja svo apturmóburð-
inn á mánudögunum þreyttar, kviðlaus-
ar og á stundum meiddar. Eða þá fol-
öldin! þau dafna vel með þessari með-
ferð á mæðrunum! Ekki eru ferða-
mannahestar, sjer í lagi útlendinga, og
kaupafólkshestar öllu betur útlítandi að
haustinu, en svo er því bætt ofan á í
plássum, að þessi hró, hönkuð og meidd,
mögur og döpur, eru brúkuð gjafar-
laust undir mó, haugburð, þangreiðslu
og annað, sem fyrirfellur fram að jól-
um, þá eru þau látin ganga sjer til húð-
ar á annara manna landi og túnum,
túnunum til stór skemmda, en sjer að
gagnslausu. í þetta þyrftu yfirvöldin
að skerast, og myndi margur góður
maður fagna því, ef málaferlin fækkuðu
út úr sumu öðru, en fjölguðu út úr illri
meðferð á skepnum. Meðvitund al-
mennings í þessu efni þarf að komast
í betra horf. Og til þess er nauðsyn-
legt að beita lögunum afdráttarlaust,
og breyta þeim, ef þau eru ónóg.
Blaðainál síns kyns.
(Sbr. »þjóðólf« 3. bl. þ. á.).
Nýtt ár er upp runnið úr skauti hins gamla.
það er hið forna nhringsól náttúrunnar«, sem
er auðskildara, en »framfara hringsól sögunn-
ar«. Nú hefst »hin tvöfalda hringför hnattar
vors«, og það er sem jeg sjái hina björtu og
brennandi skammdegis-sól bruna fram »sína
hátignarbraut« og tákna þannig »gang vors
kyns«, semum ófrelsis þyrnibrautir »gegnum
fall og villu, hrösun og hringsób verður að
þreyta skeiðhlaup sitt til æðri fullkomnunar,
lítandi fagran morgunroða frelsisins hinu -
megin við »heljarskaflinn«, og hin óðfleygu
óveðraský. »Uppeldi vort í skjóli kirkna og
konunga þarf að breytast«, og fylgja »hinni
þriðju hreyfingu hnattar vors« á »hinni ógur-
legu andans leið upp á sigurhæðir#.
Vaknið nú landar ! og lítið upp úr þessu
dimma dampahvolfi, glennið upp augun og
sjáið hinn sólfagra frelsisdag. Varpið af yð-
ur hjúpi deyfðar og dáðleysis, en skrýðist lit-
klæðum fjörs og framkvæmda, því senn eiga
nýjar alþingiskosningar fram að fara, sem er
allsherjarverk, og þá eiga sem flestir að kjósa
menn úr þeirn »hreinustu og andlegustu# trú-
arflokkum, sem eru auðþekktir á því, »að
þeir hafa fcesta áhangendur*.
Bombastus.
HITT OG þETTA.
þýzka stjórnin hefir handa á milli svo
kallaðan skriðkvikinda sjóð (Bepti-
lien fond) handa þeim, sem fáanlegir eru til
að skrifa í blöðin, eins og henni líkar. Að
þessurn sjóði sækja helzt þess konar lausa-
menn andans, sem ekki hafa eirð og elju á
að leita sjer fastrar og reglulegrar atvinnu,
en hafa litla eða enga sannfæring.
— Frakkneskur jarðfræðingur, Eadeau,
segir, að úr Skaptárgljvifrum hafi 1783 kom-
ið eins mikið hraunmagn, eins og allt Mont-
blane’s fjall, hæsta fjall í Norðurálfunni, eða
500,000,000,000 tenings-métres (métre = rúm
1-| alin).
— Flakkari nokkur ávarpaði heldri mann,
sem gekk fram hjá honum, og mælti: »Gefið
mjer 1 Guðs nafni eina krónu; annars verð
jeg að taka það til bragðs, sem jeg þó gjöri
nauðugur«. Maðurinn hugsaði, að hann ætl-
aði að fyrirfara sjer, gaf honum eina krónu
og spurði: »Hvað hefðir þú annars gjört, ó-
gæfusami maður? Ætlaðir þú að ráða þjer
bana?« »Nei«, svaraði betlarinn, »en jeghefði
annars neyðzt til að vinna«.
— Með kansellíbrjefi 22. júní 1812 var
biskupinum yfir Islandi tilkynnt: »að þar eð
nokkrir bændur í Ljósavatns- og Helgastaða-
hreppmn í þingeyjarsýslu hefðu kært, að
prestarnir til Grenjaðarstaðar meina bænd-
um, sem búa við Skjálfandafljót, selaveiði í
tjeðu vatnsfalli, sökrnn þess, að Grenjaðar-
staðarkirkja eptir máldögunum hafi einka-
leyfi til veiði þessarar frá kaþólskri tíð, en
þessiprestanna einharjettur sje shaðlegur fyr-
ir almanna gagn, einnig að dliti hanselliisins,
— þá shuli þessi einharjettur af numinn við
ncestu prestashipti á Grenjaðarstaðx.—Einka-
leyfið var tekið frá kirkjunni uppbótarlaust.
Spuming: Var kansellískipun 1812 kröpt-
ugri en lög 1880?
— Við peningabreytinguna 1815 kom einn-
ig til yfirvegunar, hvort gjörandi væri, að
stofna sjerstakan banka á íslandi, eins og í
hertogadæmunum. Niðurstaðan varð sú, að
kaupstaðarhús hjer á landi ekki næmi nema
56000 rd. virði, jarðirnar ekki nema 472,260
rd. virði — samtals 528,260 rd. — og banka-
veðið á Islandi því ekki gæti hlaupið nema
31,695| rd. r. s. (6ý af jarða- og húsa-verð-
inu), en ársvextirnir til bankans af þessari
upphæð, sem sje 2053 rd. r. s., væri of litlir,
tilþess það tækiþví, að innleiða hjer banka-
veðiö (Bankhœftelsen). Nú er óhætt að reikna
jarða- og húsa-verð á öllu landinu, 5,500,000
kr. Bankaveðið yrði af þessari upphæð
330,000 kr. og ársrentan til bankans hjer
um bil 20,000 kr. eptir sömu tiltölu. Skyldi
ekki mega byrja með þessu?
Auglýsingar.
INN FYEEI ÁESFUNDUE BUNAÐ-
arfjelags Suðuramtsins verður haldinn
laugardaginn 7. d. febrúarmán. næst kom.,
einni stundu eptir hádegi (kl. 1) í Glasgow.
Verðurþar lagður fram reikningur hins um-
liðna árs, og skýrt frá aðgjörðum fjelagsins,
og rætt um aðgjörðir þess á komanda sumri.
Eeykjavík, 19. janúar 1880.
H. Kr. Friðriksson.
TTJEB MEÐ AUGLÝSIST, AÐ JÖEÐIN
Lónakot í Garðahreppi hjer í sýslu,
6.4 hdr. að dýrleika eptir nýju mati, tilheyr-
andi dánarbúi þorbjargar Tómasdóttur frá
Hvassahraunskoti, verður samkvæmt ósk
hlutaðeigenda seld við opinbert uppboð, er
haldið mun verða á þinghúsinu í Hafnarfirði
miðvikudaginn 18. n. mán., kl. 12, á hádegi.
Jörðþessi hefur af hlutaðeigandi hreppstjór-
um verið metin 640 kr. Skilmálar verða birt-
ir á uppboðsstaðnum.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu,
13. janúarmán. 1880.
Kristján Jónsson.
UM LEIÐ OG JEG NÚ SENDI HEEEA
prófasti L. Halldórssyni á Valþjófsstað
skilagrein fyrir því, hvernig þeim þúsund
krónmn hefir verið varið, sem hann í fyrra
sendi mjer frá Fljótsdælingum til útbýtingar
milli bágstaddra við sjávarsíðuna hjersyðra,
þykir mjer skylt aðítreka hjermeðþaðinni-
lega þakklæti fyrir þessa höfðinglegu gjöf,
sem jeg áður hefi opinberlega látið i Ijósi.
Eeykjavík, 28. d. janúarm. 1880.
P. Pjetursson.
ÝEIELÉSTEUNUM UM STJÓEN-
frelsi verður haldið áfram næstkomandi
miðvikudag 4. febrúar, kl. 2 e. m. í húsinu
fyrir sunnan kirkjuna. Jón Jónsson.
S’ ELDAB ÓSKILAKINDUE í HÁLSA-
hreppi haustið 1879 : — 1. Hvft ær með
lambi: geirsýlt h., fjöður apt. v. Brennim.
HLID. 2. Hvítt lamb: sneitt apt., fjöður fr.
h., stúfrifað, fjöður fr. v. 3. Hvftt lamb:
gagnbitað h., blaðstýft og biti apt. v. 4.
Svarthöttótt lamb: stig 2 fr. h., sneiðrifa
apt. v. 5. Hvft gimbur veturgömul: sneið-
rifa apt. h., stúfrifa v. Brennim. H.H.V.
Ejettir eigendur geta vitjað andvirðis of-
an greindra kinda til undirskrifaðs til næstu
fardaga. Stóra-Ási, 12. janúar 1880.
Jón Magnússon.
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Prentuð með hraðpressu ísafoldar-prentsmiðju.