Ísafold - 13.03.1880, Page 3
23
kynblöndun. En — eitt hefir reynslan —
dýr og sorgleg reynsla, sýnt, að útlendu
fje er kvillagjarnara hjer á landi, en
innlendu. Hvernig reiddi hrútum Hast-
fers, og kindum síra S. Thorarensens
f Hraungerði af? Og þó nú svo sje,
að bæði fjárkfáði og bráðapest geti
hugsazt, án þess þau sjeu aðffutt, þá er
svo mikið sögulega víst, að hvorugt var
þekkt hjer á landi, fyr en eptir það út-
lent Qe var fiutt til landsins seint á 18.
öld. Annálar vorir og árbækur þekkja
ekki þessa kvilla áður. Vjer erum því
í vafa um, að þessi fyrirætlun húss- og
bústjórnarfjelagsins sje byggð á góðri
greind; vjer vonum að yfirvöidin láti
sjer, þegar þar að kemur, annt um, að
girða fyrir að nokkur vandræði rísi af
þessu fyrirtæki, og huggum oss sjer í
lagi við það, að oss er sagt, að áreið-
anlegur hirðumaður hafi boðizt til að
láta þessa skozk-norsku hrúta út í eyju,
þegar þeir koma hingað. En — vjer
vildum óska að það verði haft vakandi
auga á þeim, að minnsta kosti fyrsta
árið, meðan þeir eru að venjast lopts-
lagi voru og landslagi, sjer í lagi vetrar-
langt.
— f>að hefir opt verið tekið fram í
blaði þessu, hversu mikið landsbúar leggi
í sölurnar fyrir sjávarútveginn hjá því
sem þeir verja til landbúnaðarins, sjer
í lagi jarðabóta, og hversu heimsku-
lega lítið er gjört fyrir hinn síðari at-
vinnuveg hjá því heimskulega mikla
sem varið er til hins fyrnefnda. Vjer
skulum leiða eitt nýtt dæmi þessu til
sönnunar. Fyrir skemmstu hafa ýmsir
útvegsbændur, sem enginn veit til hafi
látið velta við þúfu í þýfðu túni, ráðið
til sín sjóróðrarmenn með þessum kjör-
um, fullri útgjörð með mötu og öllu,
bæði, kaffi, skinnklæðum, þorska- og
hrognkelsanetjum (um ioo kr. virði) og
40 kr. til 50 kr. í kaup frá vertíðarbyrj-
un til vertíðarloka, alls hjer um bil 140
—150 kr. kaupi. Nú eru öll líkindi til,
að saltfiskur verði í sumar kemur ekki
meira en 30 kr. skippundið. Og reikni
maður allt rask (gotu, höfuð, lifur, sund-
maga) fyrir saltið, þá þarf útvegsbónd-
inn að fá 5 skippund (eða hjer um bil
600) í hfut, til þess að vera skaðlaus af
þessari útgjörð, og er þá ekkert reikn-
að fyrir eptirvinnuna, þá miklu fyrir-
höfn, sem er því samfara, að þurka
fiskinn og verka, og flytja hann í kaup-
stað. þ>á er sveitabóndinn, sem sendir
vinnumann sinn í verið upp á kaup, en
ekki upp á hlut, miklu fyrirhyggju-
meiri. Hann er í margt ár búinn að
reka sig á, að hluturinn hrekkur ekki
fyrir útgjörðinni; hann hefir fengið
vinnumanninn aptur skuldugan í kaup-
stað, og vill nú helzt koma honum fyrir
gegn tilteknu kaupgjaldi. þ>etta virðist
sjávarbóndinn eiga að taka til greina,
og læra af því, að „svipul er sjávar-
gjöf“, þar sem enginn veit neitt fyrir-
fram um afla, gæftir og verðlag á fisk-
inum, sem inn er lagður. Nei! hjer
ætlar engin kenning að duga, nema ör-
birgðin og útafdauðinn. Sveitaþyngsl-
in og skuldir sjávarhreppanna sýna
sig- '
— í sumar eð var kom kvörtun til
iandsstjórnarinnar yfir því, að frakknesk-
ir fiskimenn hefði á einum bæ á Sljettu
átt að stela nokkrum kindum og fara
með þær út á skip. Landsstjórnin skarst,
eins og rjett var, í málið og bar kær-
una upp fyrir hinum frakkneska her-
skipaforingja hjer við land. Hannkom
henni á framfæri við Frakkastjórn og
hún ljet yfirheyra þær skipshafnir, sem
grunaðar voru. En — nokkru síðar fann
kærandinn, bóndinn fyrir norðan, allar
kindurnar með heilu og höldnu, og það
sannaðist, að hinir frakknesku fiskimenn
voru alveg saklausir. þ>að er mjög ó-
heppilegt, þegar svo vaxnar kærur eru
bornar upp, enda mun kærandi undir
þessum og álíka kringumstæðum eiga
að sæta ábyrgð eptir 22 6. gr. hegning-
arlaganna fyrir rangar sakargiptir. þ>að
er engin vanþörf á að skerpa varúð
manna hjer á landi við þessleiðis óhlut-
vendni.
— Dr. Hjaltalín kunngjörir nú í síð-
asta blaði „Heilbrigðistíðindanna“ (fyrir
desbr. 1879), að hann ætli að hætta við
þau. Hann og þau eiga að njóta þess
sannmælis, að hann hefir sýnt sannan
áhuga á, að vekja máls á öllu þarflegu
bæði að því er snertir atvinnuvegu vora
og viðhald heilsunnar með hentugu
mataræði, neyzluvatni og húsakynnum.
Er vonandi að hann hafi sumstaðar
nokkuð áunnið með heilræðuffi sínum,
þó það sje minna en skyldi, meðan ís-
lendingar eru svoleiðis, gjörðir að þeir
taka óhóf í kaffi og brennivíni fram-
yfir hlý og þokkaleg húsakynni, og
vilja heldur fleygja lánuðum krónum í
sjóinn, heldur en verja þeim til að bæta
aðbúnað sinn. Og þótt maður ekki áv-
allt kunni að vera Dr. Hjaltalín sam-
dóma, þá á hann það hrós skilið, að
hann allajafna hefir komið fram með
alvarlegri sannfæringu, áhuga á velferð
landa sinna, og án þess að hugsa um
eigin hagsmuni.
— Fyrst í þessum mánuði þegar róið
var, aflaðist allvel af þorski og stútungi.
I Keflavík fengust um 500 af þorski
eitt sunnudagskvöld upp í landsteinum
af nýgengnum þorski á færi, mest-
megnis á hrognin úr jiskinurn sjálfum.
En — gæftir hafa verið tregir; og
er því sízt fyrir að sjá, hvernig vertíð-
in muni gefast. Hross hafa sjaldan
sjezt magrari hjer um pláss, en þau nú
eru, og bráðapestin gjörir sífellt vart
við sig.
forskanetjalagnir. Vjer álítum
rjett, að minna nú á, hvað gjörðist á
fundi, sem 9. júní 1879 var haldinn á
Brunnastöðum. Urðu þeir útvegsbænd-
ur, sem fundinn sóttu, allir á eitt sáttir
um: 1. Að nauðsynlegt sje, að porska-
net sjeu tekin upp í hvern stórstraum á
djúpi og í straumsjó. 2. Að net sjeu
ekki lögð utar, en innan við Gerðaröst.
Undirskrifuðu: Jón Breiðjjörð, Asbjörn
Olafsson, Jón M. Waage, Erl. Erlends-
son, Nikulás Jónsson, Jón Magnússon,
Arinbjörn Olafsson, Pjetur Bjarnason,
Chr. J. Matthíasson, Egill Hallgríms-
son. þ>eir Helgi Sigurðsson, S. Magn-
ússon og E. þorgeirsson undirskrifuðu
með þeim fyrirvara, að net vœru einn-
ig tekin upp á grunni, og að hver
megi leggja fyrir sínu landi, pó utar
sje en Gerðaröst.
Enginn Seltjerningur, Reykvíking-
ur eða Akurnesingur var á fundinum.
Til „ísafoldar“.
1. Eins og menn muna, var í fyrra
vetur mikið talað og skrifað um að
reyna til að bæta fiskiverkun hjer við
Faxaflóa. Reri jeg suður í Njarðvík-
um og kom í margar veiðistöður á ver-
tíðinni; tók jeg eptir þvi, að meiri á-
hugi var hjá öllum, en vant var, á því
að verka fiskinn vel í saltið, og munu
flestir, eins og von er til, hafa gjört
það í því trausti, að kaupmenn mundu
sjá það við þá í verðlaginu á fiskinum
síðarmeir. En hvernig fór? þ>egar til
kom, varð fiskurinn í lægra verði, en
hann hefir verið nú f margt ár.—Sömu-
leiðis átti það að vera samkomulag, að
vörumatsmennirnir sæi um, að enginn
fiskur væri skipaður út í skip kaup-
manna sem nr. 1, nema sá, sem hafði
verið tekinn undir þessu númeri hjá
bændum. þ>ar jeg sje, að kaupmenn
stundum skrifa í „þ>jóðólf“, leyfi jeg
mjer, að spyrja þá, og sjerstaklega þá
kaupmenn, sem siðast skrifuðu um got-
una, hvort þetta samkomulag hafi ver-
ið haldið, og hvort ekki bæði fiskur,
sem við vogina var talinn nr. 2, og
einnig fiskur, sem á gaf, meðan hann
var fluttur út i skipin, hafi verið látinn
saman við nr. 1 ? þ>etta er ekki nema
spurning, sem jeg er forvitinn eptir að
sjá, hvernig svarað verður. Margt er
talað, og horfði jeg ekki á þetta sjálf-
ur, en heyrt hefi jeg því fleygt. Og
tregir verða menn á að gjöra samkomu-
lag við kaupmenn um vöruverkun eð-
ur annað, ef það sannast, að samkomu-
laginu er ekki fylgt, nema á annan
bóginn. Hvað sjálft vörumatið snertir,
þarf jeg ekki að spyrja, þar get jeg
sagt sjálfur frá. Kunningi minn fór
hingað í Hafnarfjörð með saltfisk, sem
var skoðaður; var talsvert af farminum
talið nr. 2, og tók hann það aptur, en
nokkrum dögum síðar flutti hann það
aptur inneptir til sömu verzlunar, og
var pað pá álitið vera nr. 1. En —