Ísafold - 13.03.1880, Page 4
24
máske fiskurinn hafi verið sólaður í milli
tíð. Hafnfirðmgur.
2. Hvernig á jeg að skilja þá að-
ferð kaupmanna: þegar jeg sendi í búð
með peninga út í hönd, þá fæ jeg eng-
ar kaupbætur, þó jeg kaupi fyrir 20—
30 kr. i einu, en þegar jeg tek út ár-
langt í reikning og borga með pening-
um að 12 mánaða fresti, þá fæ jeg 5—
6”/> i kaupbætur? Með öðrum orðum,
jeg fæ verðlaun fyrir að vera í skuld,
en er sektaður um 5—6°/» fyrir það, að
jeg borga út í hönd.
Einn, sem borgar í peningum.
RITSTJÓRI þJÓÐÓLFS
i Pjóð. 12. marz 1880, bls. 30.
Eigi heíir ritstjóri þjóðólfs hrakið það, er
jeg sagði í Isafold, en hann hefir auðsjáanlega
tekið sjer það rnjög nærri, að ,rjettur og sljett-
ur’ almúgamaður gjörðist svo ósvífinn, aðyrða
á hann, og svo vantrúaður að vefengja óskeik-
anlegleik hins þrítuga þjóðólfs. Segir ritstj.
því með undrun: »prentari Isafoldar er nu
líka farinn að gjöra sig kompánlegan við oss /«
— Mikil er ókurteisin! — En svo bætist það
við, að ritstjórinn þykist sjá af þessu atviki:
að ^nihilismus’ og ^socialismus’ þessara tíma
eru nú þegar farnir að gjöra svo vart við sig
hjer, að sjálfum spámönnum hinna ‘hrein-
ustu og fámennustu’ trúarfiokka er ekki trú-
að — og það af almúga, sem þó á að trúa í
blindni? nema því að eins, að það sem þeir
segja, hafi eitthvað við að styðjast, og, að þessi
vantrúarinnar og heimskunnar ^slekt’ í van-
þekkingu síns eigin lítilleiks, upphefur sig svo,
að hún ekki einungis leyfir sjer að mögla
gegn orðum hinna .hreinu’ spámanna, held-
ur hrokar sjerupp ámótiþeirra persónu, svo
sem væru þeir ekhi annað en menn!
En þótt ritstjóranum finnist, að jeg hafi
þannig gengið of nærri sínum verðugleik, og
þótt hann hafi sagt mjer að svara ekki, ætla
jeg samt að svara honum með fám orðum.
Ritstjórinn segir, »að sjer hafi ekki dottið
í hug að gefa prentsmiðju minni (Isaf. ?) þann
heiður, sem hún ekki á«. þess hefir enginn
beðið hann — enda gæti það orðið honum of
kostnaðarsamt, og væri það ábyrgðarhluti, ef
prentunarkostnaður þjóðólfs væri hækkaður
af þeim orsökum —, en gæti hann, sjer kostn-
aðarlaust, látið nefnda prentsm. njóta sann-
mcelis í sem flestu, væri gott.
Ritstj. spyr mig, hvort það sje satt, sem sjer
hafi verið sagt, að Isafoldarprentsmiðja hafi
eigi prentað nema 50 arkir seinni hluta (frá
júlí byrjun) síðastl. árs, en auðsjeð er, að hann
hefir haft illan grun á þessum sögumanni,
því hann biður mig að svara þessu ekki. Jeg
skal samt segja honum það, að á þeim tíma
prentaði hún af blöðum og bókum yfir 70
arkir, og yfir 20 af kvæðum og smávegis, eða
nærfellt 100 arkir alls, og getur ritstj. gengið
úr skugga um þetta, með því aðgæta að þessu,
og sjeu tölurnar um prentun þjóðólfs prent-
smiðju (0: E. þ.) svo yfirdrifnar, sem úr
hinum er dregið, þá er eigi furða þótt þær
sjeu stórar, og ætti þá ritstj. að reyna að
komast undan að gefa fleiri skýrslur eptir
sögusögn hins sama, sem hefir »sagt honum«
þetta, því til stuðnings við skýrslusamning
mun betra að hafa þekking, samvizkusemi,
nákvæmni og aðgæzlu, heldur en heimsku,
hlutdrœgni, hirðuleysi og fljótfœrni, og yfir
höfuð mun ritstj. betra að láta prentara sinn
ekki starfa neitt að þjóðólfi, nema einungis
að prentuninni.—En þótt tölurnar væru ná-
lægt sanni, sýna þær ekki annað en það, að
þjóðólfs prentsmiðju hefir þá ekki gengið
betur að tiltölu, »nema miður sje«, því hún
hafði þann tíma 9 menn, sem unnu sýknt
og heilagt, nótt1 og dag, og er því engin furða
þótt þeir afköstuðu meiru en aðrir, sem að
eins unnu vanalegan tíma, en sumir af þess-
um 9 duttu líka úr sögunni eptir áreynsluna,
og flýta því naumast fyrir með vinnu þar nú
eða framvegis.
Ritstj. spyr, »hverju það sje að kenna að
Isaf. prentsm. fái eigi meira að prenta, rir
því nóg sje til«. Jeg get einsvelspurt hann:
hverju er það að kenna, að þjóðólfur hefir
eigi fleiri kaupendur, úr þvl nógir menn eru
til ? — En til þess þó að svara þessari kát-
legu spurningu hans, minni jeg hann á, að
ekki eru svo mörg alþingi til, að hver prent-
sm. geti fengið alþingistíðindi, og hefir Isaf.
prentsm. orðið ein í þeirra tölu, án þess það
sjeu sjálfskaparvíti, en þakka má hún ein-
stökum mönnum það, að þeir hafa eins
margir viljað nota hana, og þjóðólfs prent-
smiðju.
Satt er það, að engin ^þrekvirki’ liggja
eptir mig, enda hefi jeg aldrei talið mjer neitt
til gildis, svo þar þurfti engra mótmæla, en
þar á móti dáðist þjóðólfur að framtakssemi
prentara slns, þegar hann—að annara dæmi
—fjekk sjer hraðpressu, og sagði þjóð. að
það hefði gjörzt áður nokkurn varði, en þá
var þó sá prentari búinn að hafa prentsm,-
stjórn á hendi um 30 ár, og hefir margur gjört
annað eins á skemmri tima.
í grein minni í síðasta bl. hafði í 4. línu fyrstu
klausunnar misritazt: „ein prenti á við“ fyrir: ein
prenti hílfu meira en
Reykjavík, 13. marz 1880.
Sigm. Guðmundsson.
Auglýsingar.
EGAR NÚ HEFIR VERIÐ BYRJAÐ
að leika á það harmoníuorgel við messu-
gjörð í Útskálakirkju, sem í sumar leið var
féngið til hennar, finn jegskyldumína, kirkj-
unnar vegna og í nafni safnaðarins, að votta
þeim manni alúðarfyllsta þakklæti, sem ekki
að eins hefir gengizt fyrir að útvega kirkj-
unni þetta hljóðfæri, heldur líka að safna
samskotum til að kaupa það, og ganga á und-
an öðrum með hæsta tillagi frá sjálfum sjer.
þessi ágætismaður, barnakennari herra þor-
grímur Gudmundsen, á líka þar að auki mikl-
ar þakkir skilið fyrir þann áhuga, sem hann
hefir sýnt að kenna ungum mönnum söng,
og sjálfur að kaupa harmoníum, bæði til að
geta kennt námfúsum unglingum sönglist-
ina, sem hann sjálfur er búinn að ná svo mikl-
um framförum í, heldur hefir hann líka frá
sjálfs síns hendi lagt drjúgan skerf til að
kosta þann mann, sem kosinn hefir verið til
að læra og leika á hljóðfærið, og svo að gefa
honum færi á, að æfa sig á eigin hljóðfæri
borgunarlaust.
þó að herra Guðmundsen, vegna áhuga
og alúðar í þessu efni, sje mest og bezt að
þakka, að þetta hljóðfæri er hingað komið,
') o: nokkuð af nóttunni,
og þó að útlát hans og kostnaður hafi verið
mikill, hafa margir af sóknarmönnum ekki
viljað eptir verða að leggja drjúgan styrk til
þess að þessu fyrirtæki gæti orðið sem bezt
framgengt, tel jeg þessa, sem mestan skerf
hafa til lagt: kaupmann herra Duus, verzlun-
arstjórana Finnbogasen og Petersen, Helga
Sigurðsson á Útskálum og Árna þorvaldsson
á Meiðastöðum, hverjir seinastnefndir tveir
hafa einnig að helmingi gefið þann kostnað,
sem leiddi af þvl að búa til stað í kirkjunni
handa orgelinu, þar sem bezt þótti tilfallið.
Nöfn allra, sem gefið hafa, meira og
minna til þessa fyrirtækis, sem og reikning
yfir allan tilkostnað — sem upp á kirkjuna
ekkert hefir hlaupið —hefi jeg ritað í reikn-
ingsbók Útskálakirkju, svo bókin bæri það
með sjer, að menn í þessu tillitihefðuviljað
sjá sóma sinn.
Útskálum, 1. marz 1880.
S. B. Sivertsen.
MEÐ þESSUM LÍNUM VIL JEG LÁTA í
ljósi það ahiðar-hjartans-þakklæti, er jeg finn
mig tilknúða til að færa dómkirkjupresti síra
Hallgr. Sveinssyni, frú hans og móður henn-
ar, frú Feveile, fyrir margveittar velgjörðir,
og sjer í lagi er þau á næstliðnu sumri auð-
sýndu mjer, þá er jeg lá þungt haldin, með
því að vitja mín daglega og hjúka á allan
hátt; sömuleiðis herra hjeraðslækni J. Jón-
assen fyrir hjálp þá og ómak, semhannauð-
sýndi mjer alveg borgunarlaust. þessu heið-
ursfólki, og öllum, sem hafa hjálpað mjer,
bið jeg góðan guð að launa.
Guðrún Högnadóttir.
JEG UNDIRSKRIFAÐUR LÝSI HJER
með yfir því, að eptir fengnum nákvæmari
upplýsingum tek jeg til baka orð fyrir orð
allt það, sem getur komið mannorði og æru
þeirra verzlunarm. B. Sigurðssonar og skó-
smiðs R. Sigurðssonar til minnsta hnekkis
af því, sem jeg hefi skrifað í brjefi til lands-
höfðingjans dags. 17.desbr.f. á., ogmeinajeg
ekki neitt af þvl, sem þar stendur til þeirra.
Rvík, 26. janúar 1880.
Páll Eyúlfsson.
Dökkraubur hestur hefir verið
hjer í vetur, mark illa gjört: blaðstýft eða
sneitt fr. hægra; gamall, tannlaus og horaður með 6
boruðum skeifum á framfótum, og má rjettur eig-
andi vitja hans að Stóra-Hólmi í Leiru.
i.marzl88o. Vilbj. Sigurðsson.
SELDAR ÚRTÍNINGSKINDUR í ÁLPTA-
nesshreppi 1879: I. Hvítur sauður tvæv., mark:
gat h., lögg a.,tvístýft og biti a. v. 2. Hvítt geld-
ingslamb: hálft af a. h., langfj. fr., gagnlangfj. v.
3. Bíldótt ).: sneitt a., stig fr. h., sneitt a. v. 4.
Hvítt gimbral.: blaðst. fr., lögg a. h., hálft af fr. v.
5. hvítt gimbral.: gat h., blaðst. fr., fj. a. v.
Rjettir eigendur geta fengið andvirðið, fyrir
tjeðar kindur, hjá oddvita ofannefnds hrepps, ef þess
vitja, fyrir næstkomandi fardaga, að frádregnri borg-
un, fyrir þessa auglýsingu, og annan vanal. kostnað.
Álptanesi 12. janúar 1880.
Oddur Sigurðsson, hreppstjórí.
— í skýrslunni í „ísafold11 (VII. 4.) um sýslu-
fund 24.jan. siðastl., er rangt hermt við 1. tölulið,
þar stendur: „Kjósarhrepp11, en á að vera Kjós-
arsýslu; sömuleiðis stendur við 4 tölul.: „hesta-
kaupskapur11, en á að vera sauð fjárkaupskapur.
þórður Runólfsson.
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Prentuð I ísafoldar prentsmiðju.