Ísafold - 09.04.1880, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.04.1880, Blaðsíða 1
1880. L D I « ' ' -!i' I S A F 0 VII 9. Um banka. „ísafold“ helir við og við vakið máls á stofnun banka hjer á landi, en það er eins og fáir hafi tekið undir, og mega þó þeir, sem vit hafa á, sjá, að þörfin er mikil, ef framkvæmdin er möguleg. Enda er hugsunin ekki ný, því henni hefir verið hreyft við stjórn- ina 1815, 1855 og síðast 1875, helzt í þá stefnu, að þjóðbankinn danski stofn- ! aði hjer útibú, eins og hann gjörði í hertogadæmunum og á Fjóni. Banki ÍDana hefir í öll skiptin talizt undan, ríkisbankinn 1815, sökum þess að fast- eign landsins væri of lítil til þess, að banki gæti borgað sig hjer, með einu 30000 dala bankaveði (6"/» af andvirði landseigna, eins og þær voru þá virtar) og síðan af ástæðum, þó það hafi ekki verið eins glögglega fram tekið. þ>ó vildi P. G. Bang 1855 styðja að stofn- un sparisjóðs í landinu, en raunar öðru- vísi löguðum, en þeir sparisjóðir eru, sem síðan hafa skapazt; því Bang ætl- aði þeim að vera, það sem þeir þyrftu hjer að vera, jafnframt lána og Discon- to stofnanir. Mjer virðist og enginn skaði skeður, þó þjóðbanki Ðana hafni oss, því jeg held landinu sje hollara, að vera ekki bundið við neina útlenda pen- ingastofnun. Ef oss er kleyft, að eign- ast banka, þá er oss hentast, að hafa hann út af fyrir oss, svo hann standi og falli landinu, og það græði á hon- um, það sem græða má. J>að er og umtalsmál, hvort rjett er og sanngjarnt, að stofna hjer á landi banka með sömu undirstöðu og þjóð- bankans í Danmörku. Vel veit jegþað, að hann er góður og áreiðanlegur, en nóg mun jarðeigendum Dana hafa fund- izt um bankaveðið (Bankhœftelsen), þeg- ar þeim var öllum valdboðið, að eiga hluti í stofnuninni. f>ótt hlutabrjef bankans sjeu nú orðin góð eign, sem meira en borga bankaveðsupphæðina, þar sem hver maður hefir fengið 300 kr. og þar yfir fyrir hverjar 200 kr., þá munu þó þeir, sem í margt ár urðu að greiða 6V20/" af bankaveðsupphæðinni (eða nokkrum parti hennar), þegar þeir gátu leyst sjálfa upphæðina af hendi, hafa tekið nærri sjer að bera þennan nauð- ungarskatt. Jeg er hvorki viss um, að það sje rjett í sjálfu sjer, nje að það myndi eiga við Islendinga, að þvílíkri þvingun væri beitt; ekki var hertoga- dæmunum það Ijúft, svo milcið er víst, og svo mun þess konar stofnun bezt Reykjavík, föstudaginn 9. aprílmán. blessast hjá oss, að hverjum sje heim- ilt, en engum skylt að taka þátt í henni. Aptur á móti virðist mjer, af ástæðum, sem síðar mun getið, tilhlýðilegt, að landssjóður, fyrir sitt leyti, taki þátt í íslenzkum banka, án þess þar fyrir að stofnsetja hann upp á sitt eindæmi. Landssjóður gæti tekið hluti í bankan- um, eptir ákveðinni tiltölu opinberra fast- eigna, og skapað sjer sjálfur nokkurs konar bankaveð. Mun það sannast, ef allar opinberar fasteignir verða bundn- ar bankaveði, þá mun hver sá jarðeig- andi, sem nokkurs er um kominn, reyn- ast fús á að taka þátt í bankanum ó- tilneyddur, ef hluta-upphæðin er lágt ákveðin t. d. iookr. hverhluti. Reikni maður, sem nærri lætur, dýrleika opin- berra landseigna—að meðtöldum ljens- og kirkjujörðum— 24000 hundruð, þá nemur andvirðið (hdr. á 50 kr.) 1,200,000 kr. og setji maður bankaveðið, eins og í Danmörku, 6/» af andvirði jarðanna, þá myndi landssjóður skjóta 72000 kr. í bankann, gegn óuppsegjanlegum hluta- brjefum fyrir jafnstórri upphæð, sem gæfi afrakstur, eptir því sem bankinn blessaðist. A skuldlausu landi, eins og ísland er, sje jeg jafnvel ekkert því til fyrirstöðu, að bankaveðið á landsjörð- um væri hærra, allt að 12°/°, sjer í lagi þegar þess er gætt, hversu hundraðið er lágt metið. Jafnframt skyldi hverj- um jarðeiganda, sem vildi, heimilt að binda fasteign sína bankaveði með sömu kjörum, en enginn skyldi til neyddur. Að öðru leyti yrði höfuðstóllinn að skap- ast fyrir frjáls samskot landsbúa, gegn hlutabrjefum, sem inn væri leyst með peningum, annaðhvort allt í einu eður smámsaman. Væri nægur höfuðstóll með þessu móti fenginn, þá yrði þessi banki, eins og hver annar, að treysta á hinar almennu gróða-uppsprettur, sem hvervetna viðgangast, geymslufje og innlán gegn lágum vöxtum, sem aptur er lánað út gegn hærri vöxtum, kaup og afgreiðslu á ávísunum, útlán gegn handfengnu veði o. fl. Af því bankafyrirkomulagi, sem mjer er kunnugt, eru, að ætlun minni, pjóð- bankar Vesturheímsmanna eptirbreytn- isverðastir fyrir oss. Hafa þeir síðan 1865 sýnt, að þeir taka stórum fram bönkum Norðurálfunnar, ef höfuðbank- arnir (Frakklands-, Bretlands-, Amster- dams- og Dana þjóðbanki) eru undan- skildir. Enginn þeirra hefir brugðizt eða orðið gjaldþrota, ekki einu sinni jegar Glasgow-bankinn 1877—1878 dró svo marga banka og auðmenn með sjer í hrunið, og þeim er það þakkað, að grœnbaks-seðlar Ameríkumanna (green- backs) sem 31. ágúst 1869 stóðuítveim þriðju pörtum verðs gegn gulli (100 dollars í seðlum = 69 dollars i gulli) eru nú orðnir gulli jafnir (100 dollars í seðlum = 100 dollars í gulli). Skaljeg stuttlega lýsa þeim, eptir þeirri tilhög- un, sem þeir nú hafa fengið að lögum, með ýmsum statútum frá 1865—1875: 1. Hverri bankastjórn sje heimilt, aðkaupa og selja hvers konar skuldabrjef, taka á móti geymslufje, kaupa og seljaávísanir, víxla, peninga og óslegið gull og silfur, lána út peninga, gegn persónulegu veði, og qeja út seðla. 2. Enginn banki láni peninga út gegn fast- eignarveði, nema hafi eldra lán ekki verið greitt á tilteknum tíma, má bjarga skuldinni með fasteignarveði til bráða- birgða, en ekki haldi banki veði nje fast- eign lengur en 5 ár; skal hún þá seljast. (þetta er svo fyrirskipað, til þess bankar bindi ekki um of peningaeign sína). 3. Enginn banki hafi minni höfuðstól, en 100000 dollars (hjer um bil 350000 kr.). Að öðrum kosti eru þeir ekki færir um, að styðja viðskipti manna svo sem þörf er á. 4. Enginn banki byrji að starfa, fyr en að minnsta kosti hehningur höfuðstóls er inngoldinn, og skal einn fimmtungur af hinum helmingnum greiðast á mánuði hverjum, unz allt er inöborgað. Ereptir- litsmanni fjárhagstjórnarinnar/C'ompíroZ- ler of the currency) heimilt, áður enhann gefur bankanum leyfisbrjef, að sjá um, að öll skilyrði sjeuuppfyllt af hálfu banka- stjórnarinnar, sem hann eimiig er skyld- ur að taka í eið. 5. Hver bankastjóri sje innfæddur borgari og eigi að minnsta kosti 10 hluti í höfuðstól bankans, sem hann aldrei md farga nje veðsetja. Skal hann vinna eið að því. Oll- um öðrum hlutaeigendum er heimilt að láta hluti sína ganga kaupum og sölum. 6. Hlutaeigendur í banka hafi, hver um sig, ábyrgð á öllum skuldum, samningum 0. s. frv. bankans, það sem andvirði (gang- verð) hlutabrjefa hvers eins nemur, að viðbcettri þeirri upphœð, sem hlutabrjefin upphaflega Jcostuðu (tvöföld ábyrgð; ef hann t. d. á 12 hlutabrjef, sem hvert ídag er 150 kr. virði, en sem upphaflega kost- aði 100 kr., þá hefirhann 3000 kr. ábyrgð). 7. Aður en bankinn byrjar störf sín, skal hann í fjehirzlu bandaríkjanna hafa af- hent að veði í arðberandi ríkisskuldabrjef- um að minnsta kosti þriðjung þeirrar upp- hæðar, sem höfuðstóll bankans nemur (af 100000 kr. höfuðstól: 33333 kr. 33 a. 0. s. frv.), og tekur í staðinn við 90/° af

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.