Ísafold


Ísafold - 09.04.1880, Qupperneq 4

Ísafold - 09.04.1880, Qupperneq 4
36 Enda lengist enginn hljóðstafur í neinu máli af undangangandi,heldurafeptirfarandi sam- hljóðanda ■ tvöföldum (positio). Vjer ætlum það fullsannað, að þetta »é« iitg. sje rjettast ritað «je« í fornritum vorum, því að þegar í fornum bókum er þetta hljóð ein- att ritað »ie« (— je), og það er sönnun þess, að þá að minnsta kosti hefir hljóð þetta ver- ið orðið fullskýrt (sjá t. a. m. Erumparta ís- lenzkrar tungu, bls. 39—40), og þennan rit- hátt hefir prófessor Konráð Gíslason tekið upp í Njálu. |>að gefur hverjum einum að skilja, að þetta »é« er allt annars eðlis en hinir fláu hljóðstafirnir, á, ó, v, o. s. frv. Að skrifa þurfi féri=fœri (í 6. vísu-orðinu í vísunni á 16. bls.) af því að það á að vera hending við »hjer« er oss óskiljanlegt. Vjer ætlumþenn- an rithátt misskilning einn. Annaðhvort er að rita beinlínis eptir handritinu, »c« eða (ie==) jc, eptir því sem handritið hefir, eða þá rita annaðhvort alstaðar »e« eða alstaðar »je«; þetta stryk yfir »e« getur aldrei annað orðið en band. Auk þessa, sem vjer höfum þegartalið, er enn ýmislegt í stafsetningu sögunnar, sem vjer verðum að telja óvíst að svo ætti að rita. En það yrði allt of langt mál í blaðagrein. Annað athugavert aðalatriði í útgáfu þess- ari er frágangurinn á vísunum. A hann get- um vjer með engu móti fallizt. það virðist svo, sem útgefandinn hafi gjört sjer það að reglu, að skýra eigi vísurnar eins og þær eru í handritunum, heldur að laga þær, eins og hann vildi að skáldið hefði orkt þær, enda bregður slíku allt of víða fyrir í skýringum hans á fornimi vísum. En þetta er með öllu rangt að vorri ætlun. þegar skýra skal forn- ar vísur, verður að taka þær, eins og þær eru í handritunum og reyna til að skýraþær þann- ig; og sjeu þær óskiljanlegar, þá að koma með þær einar getgátur, sem liggja svo nærri, að þær veröi taldar að eins leiðrjettingar á ritvillum. |>ví að hversu margar og hnittileg- ar getgátur, sem vjer komuin með, oghversu vel sem þær eiga við, verður eigi um þær sagt, að skáldið hafi að upphafi kveðið þannig. Vjerkomumst eigi nær hinu upphafiegameð öllum vorurn getgátum en svo, að sagt verð- ur, að skáldið hefði getcið kveðið þannig. En því fer fjærri, að farið sje spart með getgát- urnar í vísum þessarar sögu. I henni eru 21 vísa heil og þrír vísustúfar. í þessum 21 vís- um og 3 vísustúfum eru teknar upp sextiu ocj fjórar tilgátur, sumar að óþörfu, og sumar eigi líklegar. Að eins ein vísa er sú, er eng- in tilgáta er tekin upp í, og sú er úr Kor- makssögu (síðari vísan á 33. bls., og 2 vísu- helmingar, en það er líka ein vísan (bls.10), þar sem 11 tilgátur eru teknar upp, og hver getur sagt um vísu þessa, að Gunnlaugur ormstunga hafi kveðið hana, eins og hún nú er orðin? Lægi það eigi miklu nær að segja, að Jón þorkelsson hefði orkt hana ? Væri það eigi rjettara, að láta slikar vísur eiga sig fyrst um sinn ? verið getur, að ýmislegt yrði það síðar skiljanlegt, sem oss er nú óskiljanlegt. jþað yrði oflangt mál, að rekja hjer allar þess- ar tilgátur og skýringar, en sem dæmi tilgátu- fýstar útgefandans mátelja orðið »tita« síðast í fyrri vísunni á bls. 33. |>etta orð er eigi til í íslenzku, hvorki að fornu nje nýju, svo vjer vitum til. Hvort liggurnúnær að segja, að Gunnlaugur ormstunga hafi bíiið þetta orð til, eða Dr. Jón jporkelsson? Oghvereruþá líkindi til tilgátu þessarar? j>au ein, að Gunn- laugur hefði getað smíðað það, sökum þess, að lík orð eru til í dönskuog sænsku. Semann- að dæmi upp á tilgátufýstina má nefna síðustu vísuna. Eyrri helmingur visu þessarar er þannig í útgáfunni 1847 : . »Lagða ek orms at armi armgóða mér tróðu, guð brá leyðrar lífi, hns andaða mína«. Hjer virðist allt vera rjett nema orðið »leyðrar«, sem er óskiljanlegt. En hvert ligg- ur nú nær, aðætla aðþetta »leyðrar« sje mis- ntað fyrir »leyfðrar«, og leiðrjetta það þann- ig, því að þá er vísuhelmingurinn rjettur, eða fyrir »Lofnar«, sem útg. ímyndar sjer? Svar- ið liggur beint við. En til þess aðgetakom- ið þessu »Lofnar« að, verður hann að breyta »armgóða« í »arms góða«. Iþessa vísu vantar tvö vísu-orð, en það getur útg. með engu móti staðizt, og fer því sjálfur að yrkja. Hann ætlar þó eigi, að nokkur maður muni ímynda sjer, að öll líkindi sjeu til, að höfundurinn muni þannig hafa kveðið að upphafi. Af hverju kemur þessi tilgátufýst ? Líkast til af því, að höf. getur eigi hugsað sjer neina lausa- vísu hjá fornskáldum vorum svo, að eigi sje fylgt hinum fyllstu reglum fyrir bragarhætt- inum. En slík hugsun mun að vorri ætlun ekki rjettari þá en nú. Hafi jpjóðólfur Arn- órsson eigi getað kveðið svo, að Haraldur konungur Sigurðsson fyndi eigi að (Forn- mannas. VI, bls. 386), þá má nærri geta, hversu gengið hefirfyrirsmáskáldunum. Oss virðist það í alla staði eðlilegt, að þeir, sem mælt hafa fram af munni sjer lausavísurnar fornu, hafi eigi ávallt gætt þess, að hvergi væri brugðið út af hinum fyllstu háttatals- reglum, eða hvergi skytist neitt það inn, er Snorri kallar »leyfi«, og að minnsta kosti hef- ir Snorri haft líkaskoðun. I söguEgils Skalla- grímssonar eru 54 lausavísur dróttkveðnar (auk eins vísuhelmings), og áf þessum 54 vísum eru að eins 20, þar sem fyllilega er fylgt hinum fyllstu reglum fyrir dróttkvæð- um hætti að hendingunum til, eins og þær eru prentaðar í útgáfu Jóns jporkelssonar 1856, en 34, þar sem eitt eða fleiri vísuorð eru hendingalaus, skothending höfð, þar sem aðalhending ætti að vera, og aðalhending, fyrir skothending. Vjer viljum til nefna sem dæmi, vísuna: »Upp skulum órum sverðum« o. s. frv. A nú að yrkja upp allar þessar vís- ur, sökum þess að Egill hafi eigi getað kveð- ið svo ? Vjer ætlum bezt, að hagga eigi við þeim; því að ef svo væri gjört, hvergeturþá sagt, hve mikið Egill ætti 1 vísum þessum ? Eða þar sem brugðið er út af fyllstu reglum fyrir dróttkvæðu í kvæðum Jónasar Hall- grímssonar eða Sveinbjarnar Egilssonar, ætl- ar Dr. Jón j>orkelsson, að allt slíkt sje afbök- un af skáldskap þeirra, sem sjálfsagt sje að leiðrjetta? Vjer skulum lofa kvæðum þeirra að vera eins og þau eru, og segjameð Goethe, þegar honum var bent á skothendu í kvæðum sínum : »Die Bestie soll stehen bleiben«. J. 1 Hinn 18. marz deyði að Odda prófastur ÁSMUNDUR JÓNSSON, R. D. og Dbrm., á 72. aldursári eptir hálfs- mánaðarlegu. Hann var einn af mestu merkisklerkum þessa lands, góður kenni- maður, samvizkusamur embættismaður, og bezti maður. VEÐRÁTTUFAR í REYKJAKVÍK í marzmánuði: Fyrstu daga mánaðarins var hann ýmistánorðan eðalandnorðan, kaldur, opt hvass, og 6. var blindbylur mestallan dag- inn á austan landnorðan og hjelzt hann við þar til sunnudaginn 7. að hann gekk í land- suður með rigningu, og hefir síðan matt heita, að hann einlægt hafi verið á austan lands., stundum hvass, stundum hægur með mikilli rigningu. 25. 26. 27. 28. var hjer optast logn og bjart veður, síðan aptur á austan lands. með nokkurri úrkomu. Síðan 8. hefir hjer eigi sjezt snjór. Síðan 10. hefir hjer ekki frosið að undantekinni aðfaranótt hins 13., þá var 2°. frost. Hitamælir var hæstur (um hád.) 19. + 8°R. --------— lægstur — — 2. -r- 5° — Meðaltal um hád. fyrir allan mán. + 3,2° — --------á nóttu — — — + 0,5° — Mesturkuldi á nóttu aðfaranótt 2. -f- 7-J-° — Loptþyngdarmælir h. 26. 30,20 ensk. þuml. ----------------- 1. 31. 28,40 — — -----------------meðalt. 29,54 — —- Rv. J 80. J. Jónassen. HITT OG ÞETTA. — „Fleiri ísl. (sunnlenzkir) kaupmenn“ hafa gefið út bækling um póstsamgöng- urnar við Island. f eir byggja óánægju sína með hina nýju ferða-áætlun gufu- skipanna, á nokkrum greinum í „Norð- lingi“ eptir „sign.“ C. F. Wandel, og fáeinum línum eptir G. Caroc. En hvergi erþess getið, ferðaáætluninni til gildis, að ísland, og sjer í lagi Suðurland, fær nú eina miðsvetrarferð í janúarmánuði, sem kemur sjer mjög vel fyrir þá, sem eru búsettir á íslandi. „Fleiri ísl. kaup- menn“ munu þá vera í Kaupm.höfn, að brúka verzlunararðinn, og hafa því enga aðra gleði eða gagn af þessari ferð en það, sem þeir þó annars álíta mikils vert, að geta skrifað verzlunarfulltrúum sínum til. Mikils góðs mega þessir herrar vera maklegir af landi og lýð, fyrst gufuskipsferðirnar eiga eingöngu að haga sjer eptir þeirra hentisemi, og hvað var alþing og stjórn að hugsa, að spyrja þá ekki að, hvernig þ e i r vildu hafa ferðirnar; þessir menn, sem, eins og allir vita, eru bústólpar lands- ins og bjargvættir landsbúa? — Af þvi jeg hefi orðið þess var, að sumir (jafnvel af þeim, sem tala mest um „að færa alla hluti til betra vegar“) hafa þótzt geta lesið út úr grein minni, í síðasta bl., um föngun morm., meðhald méð trú þeirra, vil jeg biðja þessa góðu (misskilnings)menn, að athuga betur greinina, og vona jeg þá (ef þeir eru fáanlegir til að skilja annað en það, sem allra- einstrengingslegast kemur frá þeirra eigin þröngu hugskotum) að þeir sjái, að þar er ekkert meðhald með trú, heldur þvert á móti, því í greininni liggur beinlínis efi um, hvort það hafi verið rjett- asti höggstaðurinn á þeim, að þeir voru fátsekir. petta sagði jeg af því, að jeg veit eklci til, að þeir væru neitt hindraðir, af andlegum nje veraldlegum valdsmönnum, fyr en einmitt að grunur komst á, að þeir (morm.) mundu orðnir fjelitlir. En—að því leytierjeg sekur, að jeggetei;;i við þeim breyzkleika gjört, að jeg vorkenni fleiluin fátæklingum, sem þurfa að verja eða reka rjett- ar síns fyrir dómstólunum, því reynslan hefir sýnt mjer, að það getur orðið þeirn dýrkeypt. s. JEG UNDIRSKRIFAÐUR HEFI TIL sölu: jpvottabala af ýmsum stærðum, vatns- fötur, kúta, og »striffur«, allt úr vönduðu efni og með mjög góðu verði. Reykjavík £ 80. Ingvar Friðriksson (beykir). Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð i ísafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.