Ísafold - 09.04.1880, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.04.1880, Blaðsíða 3
35 um, þar sem menn hafa ekki sama van- traust á pappírspeningum, eins og á íslandi. þ>arf þá heldur enginn að kvíða fyrir seðlum Norðurlanda, þegar enginn samningur er um það, og er íslending- um þá, eins og nú, innanhandar að hafna dönskum eðanorskum pappírspeningum. þ>ví til sönnunar, að enga samninga þarf Itil að gjöra góða seðla gjaldgenga með fullu verði í hverju landi sem er, skal jeg geta þess, að enskar bankanótur ganga fullt eins vel fyrir utan Bretland, eins og enskt gull (Sterling), og að seðl- ar Skáneyjarbanka í Svíþjóð (Skánes enskilda bank) ganga í Kaupmannahöfn fullu verðijafntogdanskir seðlar og gull. Jeg hefi með vilja tekið til svo lága upphæð í fyrstu, af því meiningin er að eins sú, að leggja fyrir almenning sýnishorn af banka eptir samansteyptu dönsku og Vesturheimssniði. Neyddist jeg til að taka bankaveðið með í reikn- inginn, af því verzlun íslands er svo bágborin og öllu fremur, að minnstakosti framan af, líklegri fyrir að flytja peninga burt úr landinu, en inn í það. Með jarð- irnar, og sjer í lagi opinberar jarðir, fer hún síður langt. Nægir þetta sýnishorn, til þess að benda á, hvernig auka má peningamagn í landinu allt að þriðjungi, án þess að stofna lánstrausti landssjóðs í nokkurn vanda, og jafnframt—en það er höfuðatriðið — ljetta hverjum, sem nokkuð hefir við að styðjast, að fá bráða- birgðalán. Kæmi sá tími, að landið hefði banka þess um kominn, að halda opnur (Folio) handa hverjum, sem geyma vill peninga sína gegn dagvöxtum, þá yrði enn þá hægra um vik, en sjálfsagt er það, að hver banki verður að vera viðbúinn að greiða varðveizlufje af hendi án uppsagnarfrests, þótt sparisjóðum haldist hitt uppi. Rjett er að byrja smátt; altjend má færa út kvíarnar. En gæfi Guð landinu nokkur góð ár, landsbúum nokkuð meiri sparnaðarlöngun og með því bæði vilj- ann og máttinn til þess að losast úr kaupstaðarskuldum, kæmist verzlanin jafnframt smámsaman í annað horf, svo peningar, hvort það er gull, silfur eða seðlar, yrði almennur kaupeyrir, þá myndi banki, líkur þeim, sem bent hefir verið á, fá meiri vöxt og viðgang, en nokkurn varir. íslendingar hafa hrekkj- azt á seðlum, og eru hræddir við papp- írspeninga. En — hvað er ull, tólg, salt- fiskur, o. s. frv., sem nú er almennur kaupeyrir, annað en óhaganlegt og ó- handhægt peningavirði, með reikandi og óáreiðanlegu verðlagi? J>á eru seðl- ar, sem ganga pari (að jöfnu við gull) eða mikið betri kaup- og gjaldeyrir. Ullarpundið, sem varningur, er óviss eign, þangað til jeg veit, hvað jeg fæ fyrir það í peningum; því þó jegfái 2/3 punds kaffis fyrir það, þá veit jeg þó ekki hver eign mjer er í því, nemajeg viti einnig, hvað kaffið kostar minnst, en af þvi skilningstrje hafa íslending- ar aldrei etið' þótt jeg ekki vilji taka svo djúpt í árinni, að segja að umbót á verzluninni sje einkum komin undir góðum banka,/ þá dirfist jeg þó að segja svo mikið, að hann myndi styðja talsvert að betri verzlun, með því að ljetta og liðka pen- ingahreyfinguna í landinu, gefa mönn- um kost á að brúka peninga meira, en varning minna í beinlínis viðskiptum sínum, hjálpa kaupmönnum til þess að hafa peninga á boðstólum, með því að afgreiða ávísanir og víxla fyrir þá, — sem sparisjóður Reykjavíkur ekki hefir treyst sjer til — o. fl. það fer ekki hjá því, þótt ísland sje fátækt, að bæði hjá einstökum mönnum, og í opinberum sjóðum liggja peningar arblitlir; þetta sýndi sig bezt við peningabreytinguna síðustu frá dölum í krónumynt; fjárhags- stjórn Dana veit bezt, að þá komu þeir í hundruðum þúsunda úr skotunum. Fáist góður og áreiðanlegur landsbanki, sem gefur góðan árságóða, þá sannast, hvort þeir koma ekki á kreik. En banki má ekki binda peningana í kgl.skuldabrj efum og jarðaveðum, heldur lána þá út gegn á- vísunum og víxlum áreiðanlegra manna— og þá þekkir hver góð bankastjórn—• gegn handfengnu veði, góðum verð- skjölum, vöruforðum og borgunartrygg- ingu vissra manna, eins og sparisjóður Rvíkur gjörði framan af, en sem hann nú kvað vera hættur. Kaupmannahöfn í febr. 1880. L. Giunnlaugs saga ormstungu, GEFIN ÚT AF Dr. JÓNI þORKELSSYNI. Saga þessi er alkunn, og eigi allsjaldan áður gefin út, eins og útg. sjálfur getur um í formálanum, og virðist því sem ekki hefði verið bráð þörf á útgáfu hennar nú að nýju. En þess ber að gæta, að hinar eldri útgáf- urnar eru svo lagaðar, að þær eru fæstar í höndum Islendinga og eigi ætlaðar þeim. Útgáfan 1775ereigi beinlínis ætluð almenn- ingi á Islandi, þar sem henni fylgir bæði lat- ínsk útlegging og allöng ritgjörð á latínu um »danska tungu«, 0. s. frv., er það hvort- tveggja, að sú útgáfa þurfti umbótavið, enda mun lítið orðið eptir af henni. Onnur útgáf- an, sem beinlínis er ætluð Islendingum, er í 2. bindi af Islendingasögum, Kaupmannahöfn 1847, og er hún þar gefin út með hinni al- kunnu vandvirkni Jóns heitins Sigurðssonar. það rjeði að líkindum, að þær sögur væri í höndum margra alþýðumanna hjer á landi, en eru þó ef til vill eigi í höndum eins margra og óskandi væri. Oss dettur því eigi í hug, að segja, að útgáfa þessi sje með öllu óþörf, en hitt verðum vjer að játa, að vjer hefðum heldur óskað, að útg. hefði heldur varið tíma sfnum til að gefa út einhverja aðra sögu, sem meiri þörf var á að gefa út, og sem meiri fróð- leik hefir að geyma um sögu lands vors forn- öld vora og forna háttu, en Gunnlaugs saga, sem lítið er á að græða í þeim efnum; vjer viljum til nefna t. a. m. Laxdælu. Vjer skulum fúslega játa, að útgáfa þessi er vel úr garði gjörð að öllu þvf, er snertir fráganginn af hendi prentarans og kostnaðar- mannsins. Dr. Jón þorkelsson er þvf næst of kunnur að lærdómi, elju og alúð við rit- störf, til þess að nokkur efi geti á því leikið, að hann hafi vandað allan frágang á textan- um, eptir því sem hann ætlar sannast ogrjett- ast. Hann hefir ritað texta sögu þessarar því nær orðrjettan upp eptir útgáfunni 1847, og er það rjett, þar sem handrit það, sem lagt er til grundvallar fyrir þeirri útgáfunni, er hið bezta, sem til er. Hann hefir að eins tekið fáein orð af orðamuninum neðanmáls, sum að óþörfu, þar sem textinn sjálfur er rjettur, t. a. m. bls. 2I22; þarertekið »fœra« úr orðamuninum í stað »vér fœrum* í textan- um. Eins er um. orðið »lögsögzimaðn bls 9s og 3114 fyrir nlögmaðrt; með því að þessum orðum er einatt blandað saman í fornum handritum, og ef ástæða er til að breyta tlögmaðr« í nlögsögumaðr« á þessum tveimur stöðum, sem þó stendur í bezta handritinu og elzta, þá er eins ástæða til að breyta því og á þriðja staðnum, bls 2224, þótt það þar standi og í öðru lakara handriti. Að öðru leyti virðist oss óþarft og gagnlaust í slíkri útgáfu, að vera að geta um ýmsan orðamun, sem þó er eigi tekinn upp í textann, hvorki í þessari útgáfunni nje útgáfunni 1847, og er eigi heldur þess verður. Slfkt gjörir að eins bókina stærri, og fipar fyrir lesendum. Viðvfkjandi stafsetningu á útgáfu þessari, skal þess getið, að vjer finnum eigi ástæðuna fyrir sumu í henni; t. a. m. að hafa/f, þar sem vanalega er ritað jú, og rita t. a. m. oft, eftir, aftr, skifta, 0. s. frv.; því að þótt sá ritháttur finnist í »ýmsum« skinnbókum, er það eigi næg ástæða, úr því pt er miklu al- mennara og tíðara, og samkvæmara reglum málsins ; og úr því útg. ritar t. a. m. skifta o. s. frv., hví hefir hann þá eigi ft alstaðar, ogritar t. a. m. »keyft« bls. IO17 ogþarfram eptir götunum, því að framburðurinn hefir þó verið hinn sami á þessum stöfum í skipta 0. s. frv., og í #keypt«, eins og hann er enn. 2. persóna í fleirt. sagna er látin enda áið, en hingað til hefir verið svo litið á, sem þessi ending hafi reglulega verið it í fornmáli voru, enda kemur útg. með enga ástæðu fyrir breyt- ingu þessari. f>að virðist öldungis óþörf breyt- ing, úr því rithátturinn er lagaður eptir því, sem ætlað er að almennast hafi sagt verið og ritað. þriðja atriðið er það, að alstaðar er ritað é þar sem vjer nú nefnum je, og ber útgefand- inn það fyrir, að það sje »ætlan sfn, að þetta hljóð hafi upphaflega verið breitt (langt) e«. Hve nær var þetta nupphaflega ?« er það á 13. öldinni? og hver er ástæðan? þetta er reyndar eigi ný kenning. Munch og Unger komu meðhanal847 í »Ðct oldnorske Sprogs eller Norronasprogets Granmiatik«. Að þetta hafi verið og sje enn langt hljóð, er rjett að nokkru leyti, en grannir hljóðstafir getalfka verið langir, og fláir stuttir á hinn bóginn. Vjer getum alls eigi sjeð, að þjer, mjer o. s. frv. sje lengra en »er«, »vcn, »ber« o. s. frv., »hjela« lengra en »fela« eða »stela«, eða er til að mynda »ek« í fyrsta vísu-orði vísunnar á 17. bls. styttra en »mér« í síðasta vísu-orði sömu vísu; eða hvort er »hjer« lengra en »verðr« í vísuorðinu. »Hjerverðr þröng dþingú (Njála, kap. 59).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.