Ísafold - 22.04.1880, Blaðsíða 1
VII 10 Reykjavík, fimmtudaginn 22. aprílmán. 1880.
(-----------------
Innlendar frjettir.
Afli má heita afbragðsgóður fyrir
I.optsstaðasandi, á Eyrarbakka, í J>or-
lákshöfn, Akranesi og hjer á Innnesj-
um, sjer í lagi til skamms tíma í Hafn-
arfirði, minnifyrir Landeyjasandi, Grinda-
( vík, Garði, Leiru, Njarðvíkum ogVog-
um, lítill í Selvogi, Höfnum og Vest-
mannaeyjum. Ofanfjalls er kvartað yfir
grúa af frakkneskum fiskiduggum, sem
liggja innan um innlenda báta og, að
sögn, á stundum skemma lóðir þeirra,
en þegar enginn hefir hugsun á að
setja á sig nöfn og tölustafi hinna út-
lendu fiskiskipa, þá verður ekkert við
því gjört, enda er það ekki ætíð svo
hægt, að sjá með vissu, hvort skipin
eru í eður fyrir utan landhelgi. Ofan-
Qalls hafa gæftir því miður verið stop-
ular að vanda, í Höfnum hefir krank-
leiki manna á meðal bætzt ofan á fiski-
leysið; hjer á Innnesjum hefir margur
maður tafið sig með þorskanetjunum,
og má nefna marga, sem betur hafa
aflað á færin ein, en aðrir, sem bœði
hafa stundað net og færi. Almennt
munu vera komnir 400—500 hlutir;
sumir hafa fengið miklu meira; en yfir
höfuð er fiskurinn magur og fremur rýr,
netafiskurinn eins og færafiskurinn. A
Eyrarbakka hefir annar kaupmaðurinn,
Einar borgari Jónsson, reiknað skipta-
vinum sínum 45 kr. fyrir skippundið af
saltfiski frá því í fyrra, en höfuðverzl-
unin hefir ekki komizt hærra, en kaup-
mennirnir hjer syðra (40 kr.). Alltum
það verður að láta verzlun þessa njóta
þess sannmælis, að hún tekur þátt í öll-
um góðum fyrirtækjum, vegabótum,
stofnun barna- og alþýðuskóla o. fl., og
auðsýnirmeð því íslenzkt hjartalag, og
áhuga á velferð nágrennisins.
Um brýrnar og brúarstæðin eystra
er margrætt, og skiptar meiningar;
mun vissara fyrir landsstj órnina, að rann-
saka þetta nákvæmlega og helztheyra
með sínum eigin eyrum, fyrst ekki er
lengur mögulegt að sjá með eigin aug-
um. Á Bretlandi myndi vera yfirheyrð
eiðsvarin þingsvitni um eins áríðandi
fyrirtæki. Flestir munu þá varfærnari
að fullyrða með vissu nema það eitt,
sem þeir hafa sjálfir sjeð og reynt.
Meðan nýjabrumið er á, tekur margur
dýpra í árinni, en þegar frá líður. —
Ymsir heiðursmenn eystra kvarta yfir
framtali búenda til tíunda, og virðist
i nú tími til kominn, að ráða bót á þess-
ari illu landsvenju, sem ekki mun^iafa
batnað, síðan sýslumenn fengu laun sín
úr landssjóði. Hjer þyrfti landsstjórnin
og amtmenn vafalaust að brúka'brýnið.
— Bæði í Árness- og Rangárvallasýsl-
um er áhugi á að koma á legg sýslu-
skóla fyrir alþýðu, annaðhvort fyrir
hvort sýslufjelag fyrir sig, eða fyrst um
sinn einum skóla fyrir bæði. ■— Ekki er
nein tilhæfa fyrir jarðeldi úr Heklu,
eða í nánd við hana, sje það satt, að
vart hafi orðið við öskufall, þá er það
lengra að. Skepnuhöld eru víða lakári,
en við hefði mátt búast á svo góðum
vetri; sýnir það, að margur treystir of
vel útiganginum. Tijárekar hafa verið
með mesta móti, sjer í lagi af plönkum
með öllum austur- og suðurfjörum lands-
ins, sjer í lagi við Landeyjasand, á
Hafnarskeiði, fyrir Selvogi og Grinda-
vík, og haldist sama tíð til lands og
sjávar fram úr, mun mega telja þenn-
an vetur með beztu vetrum, sem kom-
ið hafa á öldinni. Virðist með því lagt
upp í hendurnar á landsbúum, að höggva
skarð í vora verstu landplágu — kaup-
staðarskuldirnar.
G’amall frœðimaðr, er vera mun sá hinn
sami, sem eitt sinn áðr hefir farið vís-
indalega herferð á hendr mér, hefir var-
ið hinum dýrmæta tíma sínum, sem hann
annars mun þurfa að nota til margra
sundrleitra starfa, til að rita langa grein í
ísafold VII 9 um útgáfu mína á Gunn-
laugs sögu.
Eg tel eigi þörf að svara hverju ein-
stöku atriði í grein þessari, enn sumt
er þar þó þess eðlis, að eg ætla rétt-
ara sökum lesanda blaðsins að svara því.
Eg ætla engum orðum að eyða um það,
hvort útgáfa þessi sé þörf eða óþörf;
enn þess vil eg að eins geta, að flestir
munu telja söguna með hinum fegrstu
íslendingasögum, og einmitt fyrir þá sök
hefir hún verið gefin svo oft út. Lax-
dœlasaga, sem ritdómarinn nefnir, hefir
verið gefin út á Akreyri fyrir nokkur-
um árum og er eigi enn uppseld, og
myndi það því eigi vera ráðlegt að gefa
hana út að svo stöddu.
þ>að er smávægilegt atriði, at eg hefi
tekið upp í textann orðið lögsögumaðr
á öðrum staðnum, enn lögmaðr á hinum;
enn fróðlegt er að vita, hvað í handrit-
unum stendr á hvorum staðnum, og hefi
eg þvi tilgreint það neðan máls. Að
öðru leyti þarf maðr eigi að binda sig
algjörlega við aðra skinnbókina, þar sem
tvær skinnbœkr eru til af sömu sögu.
Hið skynsamlegasta er að taka upp þann
leshátt í hvorri bókinni, er bezt á við.
Eg fylgði þeirri reglu að taka betra
lesháttinn (lögsögumaðr), þar sem skinn-
bœkrnar greindi á ; en tók upp hið miðr
rétta orð, lögmaðr, þar sem það stendr
í báðum skinnbókunum. Rétt hygg eg
vera að setja neðan máls í hverri útgáfu
þann orðamun, er nokkuru máli þykir
skifta, enn slíkt hlýtr ávalt að nokkuru
leyti að vera komið undir tilfinningu
útgefandans. I vísunum taldi eg alveg
nauðsynlegt að tilgreina, hvað í hand-
ritunum stœði og hvað væri tilgáta, til
þess að lesandinn gæti, ef hann vildi
hafa svo mikið fyrir, smíðað sér sjálfr
þýðing eftir lesháttum skinnbókanna.
þar næst skal eg minnast á þau atriði
í stafsetningunni, er ritdómarinn finnr
að, og er þá fyrst að rœða um rithátt-
inn ft, þar sem vanalega er ritað pt, t.
d. í orðunum oft, aftr, eftir, gifta, skifta.
Ritdómarinn segir, að pt sé samkvœm-
ara lögum málsins, en að þvi hefir hann
engi rok leitt, og verð eg því að neita
því að svo komnu. Eg ætla þvert á mót,
að ft sé þeim samkvæmaraí hinum til-
greindu orðum. • Eg hefi þá reglu, að
eg rita pt, þar sem eg veit fyrir víst,
að p á að vera í orðinu á undan t, t. d.
keypt af kaupa, djúpt og dýpt af djúpr,
enn eg rita þar fl eftir framburði, er
eg veit eigi með vissu að /> eigi að vera
fyrir framan t. Um orðið skifta er þetta
óvíst. J>að getr hugsazt verið komið af
skipa, enn eigi er það víst; hitt er víst,
að framburðrinn var ft, sem sjá má af
hendingum í dróttkvæðum vísum, t. d.
látum skifta guð giftu (Fms. 8, 254,
Sverris s. 105. k.), því að það er víst,
að gifta á eftir uppruna sínum að rit-
ast með f og hefir ávalt verið frambor-
ið með f-hljóði.
Annað stafsetningaratriðið er það,
að eg rita persónumerki annarrar per-
sónu í fleirtölu með ð, enn eigi með t.
Ritdómarinn segir, að hingað til hafi
verið svo litið á, sem þessi ending hafi
reglulega verið it í fornmáli voru. Hann
hefir líklega ætlað að segja t, þvíað per-
sónumerki þetta er að eins einn bókstafr,
og aldrei hafa menn sagt tókit fyrir tólmt
eða tókuð. það er annars eigi rétt hermt,
að menn hafi hingað til litið svo á, að
þessi ending hafi reglulega verið t í
fornmáli voru, þvíað bæði Konráð Gísla-
son og Wimmer rita hana með ð. Kon-
ráð ritaði hana þannig' i útgáfu sinni
af Njálssögu, Kh. 1875, t. d. gefið, kap.
ó12. 16. mcguð ga2. eruð 13-,.. vilið i364.
33ö6- munuð43100.128. 'skuluð 2296. 99. m.