Ísafold - 22.04.1880, Blaðsíða 4
40
kom á skrifstofu hans, fjekk hann mjer þar
sjálfur bókina til frjálsra umráða, svo að jeg
gat bókað á sjálfri bæjarfógetaskrifstofunni
ágreiningsatkvæði þau, er bæjarfógetinn ekki
hafði viljað bóka á fundinum. þetta er allt
það, sem fyrir 4. desbr. f. á. hefir farið fram
milli meiri hluta bæjarstjórnarinnar og mín
út af 11. gr. tilsk. 20. apríl 1872. þaðvar á-
lyktun bæjarstjómarinnar frá 17. apríl 1879
sem kom því til leiðar, að jeg síðar ritaði
ekki undirgjörðabók bæjarstjórnarinnar eptir
nokkra fundi. Mjer hefir aldrei komið til
hugar að neita undirskript minni að bókuð-
um ágreiningsatkvæðum mínum, en optnefnd
11. gr. segir í sömu andránni, og hún gecur
um skyldu bæjarfulltrúa til að skrifa undir:
»og á sjerhver í bcejarstjórninni rjett á að fá
ágreiningsatkvœði sitt stuttlega bókað«.
Auk skyldunnar að undirskrifa hafa
bæjarfulltrúar aðra skyldu, ólíkt þýðingar-
meiri, og það er að rœða, að heyra með ró og
án úlfúðar og persónulegrar óvildar álit og
ástæður þeirra manna, er skoða málin öðru-
vísi, en hlutaðeigandi gjörir sjálfur, og síðan
greiða atkvæði um málin án tillits til þess,
hvort sá, sem í hlut á, sje álitinn vinur eða ó-
vinur atkvæðisgreiðanda, — hvort samvinna
við hann sje bæjarfulltrúum þægileg eða ó-
þægileg. þessi eiginlegleiki er aðalskilyrðið
fyrir því, að stjórnfrelsi geti orðið vegur til
framfara og farsældar, og þegar stjórnfrelsi
stundum í öðrum löndum hefir orðið til bölv-
unar, hefir orsökin til þess einmitt verið sú,
að einstakir ráðríkir menn hafa viljað svæla
allt undir sig, fengið meiri hlutann á þingun-
um með sjer, og þar eptir svívirt og kúgað
minni hlutann, og jeg vil í þessu tilliti að
eins benda á hinn alræmda Robespierre.
Enginn hefir skaðað land sitt og almennt
stjórnfrelsi meira en hann, einmitt af því,
að hann vildi enga aðra skoðun heyra nefnda,
en sína eigin, og kom hann j afnvel minni hluta
þeim ,er hann haf ði á móti s jer á höggstokkinn.
Alyktun bæjarstjórnarinnar frá 4. desbr.
f. á. finnst mjer bera einhvem keimafþessu
ráðlagi, og það »skilningsleysi« á stjómfrelsi
voru, sem hjer hefir komið fram, ereftilvill
fullt eins eptirtektavert og hættulegt og það,
sem mjer hefir verið borið á brýn.
Reykjavík 7. marz 1880.
Jón Jónsson.
*
* *
ísafold tekur ekki fleiri greinir um
þetta efni. Útg.
Til lierra Sigm. (xuðmundssoiiar.
|>að má sjá meðal annars af barnalærdóms-
kverinu, að það er „ábyrgðarhluti“ og „óvarlegt“
að erta menn, og alveg eins mikil ábyrgð að erta
dómara og að hafa í frammi ertingar við málaflutn-
ingsmenn. Að öðru leyti álít jeg það vott um ó-
viturleik og stillingarleysi að láta það fá nokkuð á
sig, þó óhlutvandir menn vilji stríða manni, og mun
herra Sigm. varla takast að gera nokkrum dómara
eða málaflutningsmanni skapraun eða gremju með
ertingum síaum.
Sje Sigm. svo skapi farinn, að hann geti ekki
setið á sjer að hafa í frammi persónulegar þráttan-
ir, þá er hann ekki að eins óbrúkandi málaflutnings-
maður, en óhæfur í hverja aðra stöðu, semjegþekki.
Jeg hefi síðan jeg var 25 ára gamall eða í rúm 13
ár verið viðstaddur mörg rjettarhöld bæði sem dóm-
ari og málaflutningsmaður; en aldrei hefi jeg vitað
nokkurn mann hafa í frammi persónulegar þráttanir
fyrir rjetti, og þykist herra Sigm. hafa orðið var
við þess konar einhversstaðar, mun það hafa verið
af því, að hann hefir ekki borið skynbragð á það,
sem hann heyrði, og hefir ekki getað gjört mun á
„persónulegum þráttunum“ og nauðsynlegum laga-
mótmælum og lýrittum. Hver hæfur málaflutnings-
maður er opt neyddur til þess að láta bóka mót-
mæli sín gegn því, sem dómarinn eða mótparturinn
lætur bóka, og skyldi honum verða neitað um slíka
bókun, er honum sjálfsagt skylt að halda fram kröfu
sinni þar um til hins ýtrasta. Jeg hefi vitað ein-
staka unga og óreynda dómara láta í ljósi þá skoð-
un, að þeir þyrftu ekki að láta bóka annað af því,
sem einhver málspartur segði, en það, sem þeim
sjálfum líkaði; en þettaermjög mikill misskilning-
ur. f>ar á móti hefir dómarinn sjálfsagt vald á að
reka burtu tilheyrendur þá, sem ekki hafa vit á að
þegja þar, sem þeir enga heimild hafa til að tala,
og hafi Sigm. orðið fyrir því, vil jeg ráðleggja hon-
um að reyna ekki aptur að trufla rjettarhald.
Hvað snertir tilheyrendur við rjettarhöld hjer
á landi, þá get jeg frætt Sigm. um, að þeir eru opt-
ast mjög fáir eða engir. Af því að allur málaflutn-
ingur vor er skriflegur, og allt sem fram fer í málum
á að bókast, leiðir eðlilega, að aðeins iðjuleysingj-
um, er heldur vilja hanga yfir því að sjá annan
mann skrifa, en að stunda sjálfir það, sem þeir eiga
að.gjöra, getur dottið í hug að vera ótilkvaddir við-
staddir rjettarhöld, eins og þau nú eru á Islandi og
öðrum Norðurlöndum, og hefijegmjög sjaldan sjeð
hjer á landi eða í Danmörku aðra tilheyrendur við
rjettarhöld en þá, sem af einhverjum málflytjanda
voru kvaddir til að vera þar viðstaddir, og málflytj-
andi þurfti að bera sig saman við.
Loksins vil jeg út af svigurmælum Sigm. við
dómara vora geta þess, að í 124. grein hegningar-
laganna segir svo:
„Gjöri dómari sig vísvitandi sekan í nokkru
ranglæti í dómarastörfum sínum, þá varðar það em-
bættismissi og hegningarvinnu allt að 10 árum, eða
fangelsi, ef málsbætur eru, ekki skemur en 1 áru.
Enginn málaflutningsmaður þarf því að óttast,
að dómarinn láti gremju sína við málflytjanda eða
umbjóðanda hans koma fram í dómum sínum.
Reykjavík 2. apríl 1880.
Jón Jónsson.
*
* * f
Með þessu er umræðum lokið í »Isafold«
um þetta mál. Útg.
— Út eru komin með staðfesting konungs:
Lög um skipun prestahalla, um eptirlaun
presta, um stjórn safnaðarmála, um briiar-
gjörð á Skjálfandafljóti, og opið brjef um al-
mennar kosningar til alþingis í september
1880. Heyrzt hefir, að lög um smáskammta-
lækna og um lagaskóla muni ekki ná fram
að ganga.
HITT OG ÞETTA.
— Einu sinni drakk Cato sig drukkinn í
veizlu, og sagði þá Julius Cæsar, sem mætti
honum með nokkrum öðrum : »Við roðnuð-
um allir, sem mættum honum, eins og það
hefðum verið við en ekki hann, sem drukkn-
ir vorum«.
— Faðirnokkur spurði dóttur sína: »Hvers
vegna ert þú ætíð að litast um, Anna litla,
þegar við erum i samkvæmi?« Hún svaraði:
»Jeg er að litast um eptir tengdasyni fyrir
þig, faðir minn góður«.
Auglýsingar.
FYRIR NÆSTLIÐIN JÓL GAF FRÖIvEN
Guðrún jporkelsdóttir í Stykkishólmi 50 kr.
til jólaglaðnings fátækum barnamönnum í
Staðarsveit. Við, sem notið höfum nefndar
gjafar, biðjum guð að umbuna hana eptir
gæzku sinni og vísdómi. Með hjartans þökk
og heiðrun. A Pálsmessu 1880. Arni H.
Hannesson. Sigtryggvi Jónsson. Magnús
Einarsson. Magnús MagnÚ3son. Magnús
Jónsson. Benóní jpórarinss. þ>orkell Jósefss.
HJER MEÐ VIL JEG GETA Í>ESS
og láta vita, að eg gefið hefi herra ætt-
fræðingi Bjarna Guðmundssyni,ættartölu-
safn mitt í þrem bindum. J>að fyrsta eptir
Ó.Snóksdalín og með hans hendi; þau
seinni eptir Jón Espólín, sem framhald
hins fyrsta, og með hans hendi, 1862 bls.,
með þeim skilmálum, að hann hagnýti sjer
þetta safn sem bezt hann getur í sínar þarf-
ir, honum til framfara í ættfræðisiðn hans
—en gangi eptir hans dag til stiptsbóka-
safnsins til að verða þess eign.
Útskálum, 27. marz 1880.
S. B. Sivertsen.
SVAR RITARANS í pESSU BLAÐI, MÓTI
spurnmgum mínum í ísaf. VII 8, mun jeg yfirvega
í einhverju öðru blaði, þar eð rúm fæst eigi í þessu.
Sigm. Guðmuridsson.
Óveitt prestaköll.
A. Brauð, sem fyrir fardagaárið 1880—1881 fá uppbót úr landssjóði af
þeim 7000 kr., er í fjárlaganna I2.gr. A. b. 1 eru veittar til bráða-
birgðaruppbótar fátækum brauðum:
Selvogsþing í Arnessprófastsdæmi...............Uppbót500kr.
Sandar í Dýrafirði í Vesturísafjarðarprófastsdæmi----- 200 —
Asar í Skaptártungu í Vesturskaptafellsprófastsd.------ 700 —
þóroddsstaður í Suðurþingeyjarprófastsdæmi............ 200 —
Húsavík í Suðurþingeyjarprófastsdæmi .................. 200 —
Otrardalur í Barðastrandarprófastsdæmi................ 400 —
Uppbótin er bundin því skilyrði, að brauðið verði veitt fyrir 31. ágúst
þ. á. og að hlutaðeigandi prestur taki samsumars að þjóna því.
33. Brauð, sem verða veitt með þeim fyrirvara, að þeir, sem fá þau, verða
að vera við því búnir, að taka sjerhverri breytingu, er á þeim kann
að verða gjörð, sjer í lagi með tilliti til laga 27. febr. þ. á. um skipun
prestakalla :
Helgastaðir í Suðurþingeyjarprófastsdæmi...................•...
Hólmar í Reyðarfirði í Suðurmúlaprófastsdæmi..................
(Prestsekkja nýtur ^ af föstum tekjum Hólmabrauðs).
Reynistaðarklaustur í Skagafj.prófastsdæmi. (Frá fardögum 1880)
Hofteigur í Norðurmúlaprófastsdæmi...........................
Oddi í Rangárvallaprófastsdæmi...............................
Ögurþing í Norðurísafjarðarprófastsdæmi......................
Skrifstofu biskupsins yfir íslandi, Reykjavik, 12. marz 1880.
Metin.
Kr.
440.33
485.62
269.75
733.73
594.64
269.58
686.20
2238.00
519.28
999.34
2207.68
732.10
Auglýst.
4. apríl 1870.
11. maí 1875.
31.marz 1876.
24.marz 1879.
1. sept. 1879.
12. apríl 1880.
17. júlí 1876.
18. marz 1880.
18.marz 1880.
22.marz 1880.
22.marz 1880.
12. apr. 1880.
P. Pjetursson.
Útgefandi: Bjöm Jónsson, cand. phil:
Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.