Ísafold - 22.04.1880, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.04.1880, Blaðsíða 2
38 vitið, finnið' i6t. sáð 2364. hafið 3085.92., og þannig alls staðar í bókinni, þar sem þetta persónumerki kemr fyrir. Ritdóm- arinn hefði því átt að gefa Konráði Gíslasyni ráðning árið 1875, þá er Njáls saga kom út. Ástœður fyrir því, að svo er ritað, eru tvær. Hin fyrri er uppruninn og samanburðr við önnur germönsk mál. þetta persónumerki er nefnilega p í gotnesku, enn það samsvarar ð í íslenzku í niðrlagi orðs. í þýzku er þetta per- sónumerki t; enn t í niðrlagi orðs eftir raddstaf í þýzku samsvarar ð í íslenzku. Dcemi til þess þarf eg eigi að tilfœra, því að ritdómarinn er svo vel að sér í þýzku, að hann getr fundið þau sjálfr. Hin síðari ástœðan er sú, að hinar elztu og beztu skinnbœkr tákna þetta per- sónumerki með p eða ð. Af þessum fornu og góðu skinnbókum skal eg leyfa mér að nefna Stockhólmshómilíubókina, er út er gefin af Dr. Wisén í Lundi 1872, og hómilíubókina ÁM. 619. 4., er Dr. Unger hefir gefið út í Kristianía 1864. Hin fyrri, sem er með hinum allra elztu skinnbókum og hefir ágæta stafsetning, hefir eigi bókstafinn ð, heldr alls staðar p í stað hans. Hún táknar því þetta persónumerki eigi með ð, heldr með p, t. d. verpep 25^. vitep 2 7s0. purfop 29^. fyrgcfep 3426. 29. heftep 3427. megop, vilep 45i8- fleoep 4926. komep 4930. Persónu- merkið t er undantekning. pað finst á þrem stöðum á blaðsíðunum 25—60, nefnilega: hipiti833. hafetiy2X.fyrgefet 5110; enn persónumerkið p finst á 53 stöðum á hinum sömu blaðsíðum. Skinn- bókin ÁM. 619.4. táknar þessa ending með ð, t. d. eroð 513. liafeð 514. fyrigef- eð n19. ælskeð 14^. demeð 373. Yngri skinnbœkr hafa ýmist p, ð eða t. t hafa ritararnir farið að skrifa, þá er hið upp- hafiega t-hljóð í niðrlagi orðs var farið að mýkjast í framburðinum og menn vóru t. d. farnir að segja hvað fyrir hvat. þenna óupphaflega framburð vildu ritararnir forðast og rituðu því stundum t fyrir upphaflegt ð í niðrlagi orðs, og þannig rituðu þeir þetta persónumerki með t, þótt þeir sjálfir bæri það fram sem ð. þriðja stafsetningaratriðið er það, að eg hefi alls staðar ritað é, þar sem nú er hér á landi framborið je. Eg hefi sagt, að það sé ætlan mín, að þetta hljóð hafi upphaflega verið breitt e. Ritdómarinn spyr mig, hve nær þetta upphafiega hafi verið og hver sé ástœð- an. Eg skal með ánœgju svara spurn- ingum hans, þó eigi í þeirri von, að sannfæra hann, heldr, ef til vill, einhverja aðra. þetta upphaflega nær yfir þrett- ándu öldina alla og mikinn hlut hinn- ar ijórtándu. þetta sést af þeim skinn- bókum, sem með broddi (acút) einkenna breiða raddstafi og tvíhljóða frá hinum grönnu raddstöfum. Eg skal, til þéss að koma í veg fyrir misskilning, geta þess hér, að eg kalla a, e, i, o, u, y granna stafi, enn á, é, í, 6, ú, ý breiða, og að grannir stafir eru eigi ávalt sama sem skammir, eða breiðir ávalt sama sem langir, eftir pví sem málið er nú. Af skinnbókum, ermeðbroddi greina breiða stafi frá grönnum, vil eg nefnaStockhólms- hómilíubókina, er varla mun rituð síðar enn um 1220; skinnbókina ÁM. 619.4., er rituð er af Norðmanni nokkuru síðar á hinni sömu öld, og konungsannál, skinnbókina 2087.4. i hinu konunglega bóksafni í Kaupmannahöfn. Sú skinn- bók er rituð á árunum 1290—-1306. Staf- setningin á þessari skinnbók er svo góð og nákvæm, að varla mun finnast ágætari skinnbók í því tilliti. Allar þessar skinn- bœkr tákna hið núveranda óupphaflega je-hljóð með é, alveg á sama hátt, sem aðra breiða raddstafi, enn aldrei með ie eða je. (Eg skal hér geta þess, að til er upphaflegt je-hljóð, t. d. í seljendr, teljendr, veljendr, hyggjendi). Ritarar þessara skinnbóka hafa þvi skoðað þetta hljóð sem breitt e-hljóð og líklega borið það fram sem tvefalt e-hljóð, sem þó eigi myndaði tvær samstöfur. í skinn- bókum frá 13. öld er þetta langa e-hljóð mjög óvíða táknað með ie; sýnist það bera vitni um, að je-framburðrinn hafi byrjað hér á landi á 13. öld, á einstök- um stöðum eða sem einstök mállýzka, eða að minnsta kosti einhver framburðr, sem var honum líkr, því að eigi er víst, að i-ið í ie hafi i fyrstu verið frambor- ið með skýru j-hljóði. Je-framburðrinn sýnist vera orðinn nokkuð tíðr á siðara hlut fjórtándu aldar; hann útbreiðist og fœrist í vöxt smátt og smátt, og virðist vera orðinn almennr hér á landi um 1540, þá er hið nýja Testament Odds Gott- skálkssonar var prentað. Að e og é eigi vóru jafnbreið hljóð, sést enn fremr af því, að þau eru eigi rímuð saman í aðalhendingum í dróttkvæðum vísum í fornöld, á sama hátt sem a og á eigi eru rímuð saman í aðalhendingum. Hins vegar eru tvö é rímuð saman í aðal- hendingum í fornum vísum, t. d. í Gunn- laugssögu: léttsrebr er nixpéttan (25. bls.). Eldr var gerr at gjaldi, \ gramr r é ð, enn pá téði\ hár í hóf at fœra | hrót- garmr húendr arma (Heimskr., Ungers útg. 606, Fms. 6,340). Vísuorðin: Brjánn fell ok helt velli og svell áðr þorbjörg felli mæla eigi þessu í mót, þvíað hér á eigi að lesa féll og félli. é-hljóðið grendist í þessum orðmyndum við tve- földun samhljóðandans, eins og ý-ið í vísuorðinu: jöfurr dyrr, enn pik fyrri, enda er 3. persóna þátíðar í eintölu af falla i þeim skinnbókum, er eg hefi nefnt hér að framan, alls staðar rituð fell, en hvergi féll. þar í mót er ritað lét og réð í hinum sömu skinnbókum. Sést þar af, að ritararnir báru fram grant e í orðmyndinni fell. Ritdómarinn spyr mig, hvort ek í fyrsta vísuorði vísunnar á 17. bls. Gunn- laugs sögu sé styttra enn mér í síðasta vísuorði sömu vísu. Eg þarf engu að svara um lengd eða stuttleik þessara orða 11Ú; enn hitt er víst, að é var lengra en e, þá er vísurnar í Gunnlaugs sögu vóru ortar. J>eim öðrum spurn- ingum, sem ritdómarinn leggr fyrir mig um yg-hljóðið, þarf eigi að svara, því- að það hljóð, sem myndaðist löngu eftir það, að vísurnar í Gunnlaugs sögu vóru ortar, kemr ekkert þessu máli við. Setningin: ’Enda lengist enginn hljóð- stafr í neinu máli af undangangandi, heldr af eptirfaranda samliljóðanda tvöföldum’ er mér óskiljanleg í því sambandi, sem hún stendr í. Hefi eg sagt, að nokkur raddstafr lengðist af undanganganda samhljóðanda ? Getr eigi raddstafr lengzt af öðru, en eftir- faranda samhjóðanda tvöföldum? Rit- dómarinn segir enn fremr, að petta é sé alt annars eðlis en hinir fláu hljóð- stafirnir, á, ó, ú, o. s. frv. Eg segi, að það sé cininitt sama eðlis. Eg geri ráð fyrir, að ritdómarinn þekki uppbótarbreiðkunina (die ersatzdehnung)-, eg geri ráð fyrir að hann viti, að á-ið í orðinu ást er breitt, af því að samhljóðandinn n er fallinn burt fyrir aftan það; að gás er fyrir gans, að pá er fyrir pan (á þýzku dann). Eg geri einnig ráð fyrir, að hannviti, að grannr raddstafr breiðkar í vissum samböndum við tillíking eftirfaranda samhljóðanda; að hið granna a í sagnorðinu draga breiðkar, þá er g-ið tillíkist eftirfar- anda t-\ í orðinu dráttr. Á sama hátt er máttr myndað af rótinni mag; fláttr af rótinni flag. Ef íslenzka orðið nál er borið saman við þýzka orðið nadcl og hið enska orð needle, þá er auðsætt, að hið íslenzka orð hefir haft ð í sérá eldra stígi málsins (naðal eða naðl); til. uppbótar fyrir brotthvarf ð-sins breiðkaði a-hljóðið, svo að orðið fékk sína núverandi mynd nál. Alveg á sama hátt breytist e í é. e-hljóðið er grant í orðunum fregna, reka, vega; enn þá er g í freg- og veg- og k í rek- tillíkist eftirfaranda t-i, breiðkar é’-hljóð- ið og verðr é. J>essu til sönnunar vil eg tilfœra orðið frétt (af freg- í fregna), rétt, afrétt, réttr, hvalréttr af reka. Rétt er umgirt svæði, sem fénaðr er rekinn í; réttr er rekning skips á sjó. Að svo sé, sést af fornum sögum í slíkum orð- tœkjum sem: Féngu peir rétt mikinn (þ. e. skip þeirra rak lengi); peir lögðu skipit í rétt (þ. e. þeir létu skipit reka). Hvalréttr kemr fyrir í íslenzkum Ann- álum og sýnist þar vera sama sem hvalreki, og er myndað af hvalr og reka. Vétt (á dönsku Vægt) þ. e. vigt, þungi, finst á nokkurum stöðum i Staðarhóls- bók, sem Vilhjálmr Finsen hefir gefið út í Kh. 1879. Sem dœmi upp á upp- bótarlenging fyrir brottfall eftirfaranda samhljóðanda vil eg nefna orðin mél, fé, hlé, kné, tré. Mél (= járnmél í beizli og tímabil, intervallum temporis) er komið af meðal, rneðl. Við brottfall bókstafanna ða breiðkaði e í é. I hin-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.