Ísafold - 22.04.1880, Blaðsíða 3
39
um orðunum er samhljóðandi fallinn
brott í niðrlaginu; í fé h, í hin-
um orðunum v. fessir samhljóðendr
gátu í fornöld eigi staðið aftastir 1
íslenzku orði og hlutu því að falla
burt; enn við burtfall þeirra breiðk-
aði e-hljóðið, sem áðr var grant, sem
sjá má af samanburði við önnur, ger-
mönsk mál.
Eg læt svo úttalað um e-hljóðið . og
sný mér að meðferð minni á vísunum
i Gunnlaugs sögu, er hefir fengið svo
litla náð fyrir augliti ritdómarans. Hann
vill eigi láta breyta vísunum, heldr taka
þær, eins og þær eru í handritunum,
og reyna til að skýra þær þannig. Enn
ef þær eru svo aflagaðar, að engi skyn-
samleg hugsun fæst úr þeim, hvað á þá
að gera? Ef handritin eru fleiri enn
eitt og þeim ber eigi saman, í hverju
þeirra er þá hinn rétti texti, Er hann
í elzta handritinu ? Á hið elzta hand-
rit að vera eftirlætishandritið, eins og
Codex regius er eftirlætisskinnbók þeirra,
er hafa útgefið Snorra Eddu? þekkir
eigi ritdómarinn eða vill hann eigi
kannast við neina Conjecturalkritik ?
Veit hann eigi, að ótölulegir staðir í
grískum og latneskum höfundum eru
lagfœrðir og gjörðir skiljanlegir með
tilgátum? Veit hann eigi, að Svein-
björn Egilsson og Konráð Gíslason hafa
með tilgátum lagfœrt mesta grúa af af-
löguðum stöðum í fornum vísum? Eg
hefi enga nýja aðferð innleitt. Egskýri
vísurnar óbreyttar, þar sem eg get; enn
geti eg það eigi, þá reyni eg til að fá
skynsamlega hugsun úr orðunum með
breytingu. Hitt er auðvitað, að breyt-
ingin getr oft hugsazt öðruvís, og að
eg hitti eigi ávalt hið rétta. þessa
sömu aðferð munu flestir hafa haft, þeir
er við hafa leitað að skýra hinn forna
skáldskap vorn. Eg skal kunna ritdóm-
aranum mikla þökk, ef hann sýnir skarp-
leik sinn á því að skýra vísurnar í Gunn-
laugs sögu óbreyttar. Að breyta líta í
títa þykir ritdómaranum fráleitt; enn
breytingin er nauðsynleg, þvíað skáld-
ið gat eigi brotið svo á móti hljóðstafa-
reglunum og fegrðartilfinningunni að
segja: lítil þörf að líta. Hví gat hann
eigi sagt títa? Orðið er enn til í Nor-
vegi, Svíþjóð og Danmörk. Gat það
þá eigi einnig verið til á Islandi í forn-
öld? Vóru engi orð til í fornöld, sem
nú eru horfin ? Hvernig skýrir ritdóm-
arinn fyrra hlut hinnar síðustu vísu í
Gunnlaugs sögu, ef hann breytir engu
orði nema leyðrar? Um vísurnar í út-
gáfu minni af Egils sögu er það að
segja, að ef eg gæfi þá sögu út aftr,
myndi eg geta lagað ýmislegt, er rangt
er, og slcál eg tilnefna vísufjórðunginn:
at þrymreynis þjónar | þrír nökkurir
Hlakkar (45. k., 88. bls.). Nökkurir er
rangt. það á að vera nakkvarir. Vísan:
Upp skulum órum sverðum o. s. frv.
(47. k., 94 bls.) er eigi og á eigi að
vera dróttkvæð. Öll frumorðin eru
hendingalaus nema éitt; viðrorðin1 í
fyrra hlut vísunnar eru aðalhend; í hin-
um síðara skothend. Vill hinn góðvilj-
aði ritdómari benda mér á, hvar brugð-
ið er út af hinum fylstu reglum fyrir
dróttkvæðu í kvæðum Jónasar Hall-
grímssonar og Sveinbjarnar Egilssonar,
þar sem háttrinn á að vera drótt-
kvæðr ?
Ritdómarinn sýnist vera líkrar skoð-
unar sem útgefandi Bandamanna sögu,
Bjarnar sögu Hítdœlakappa og þórðar
sögu hreðu. Utgefandi þessara sagna
hefir verið mjög spar á leiðréttingum,
og það á mörgum stöðum, þar sem lag-
fœringin sýnist liggja beint við. Hann
hefir trúlega fylgt reglunni: Die Bestie
soll stehen bleiben. Til þess að fœra
sönnur á mál mitt, leyfi eg mér að til-
fœra fáein dœmi:
Bandamannasaga. Kh. 1850,24.—25.bls.
Satt er að sœkir átta
seiras ágirni heima
(Orð görast auðar njörðum
liraæt) ok ranglæti.
Hver skilr orðin: Seims ágirni ok
ranglæti sœkir átta lieima? Hér þarf
að eins að breyta einum bókstaf, nefni-
lega li í b, og setja beima fyrir heima.
J>á verðr setningin skiljanleg: Fégirnd
og ranglæti sœkir átta menn.
Bjarnar saga Hítdœlakappa. Kh. 1847.
26. bls.
J>á man þunnrar blæju
þöll vestarla’ und fjöllum
(rindr vekr mik mundar)
maðr! þíns getu sanna.
Lagfœringin á síðasta vísuorðinu liggr
beint við. þar á að rita: mannr! þína
getu sanna. þ>riðja vísuorðið er einn-
ig rangt; samstöfurnar eru að eins fimm.
Orðið vekr mun vera skakt.
Vísurnar í þessari sögu eru hræði-
lega aflagaðar, enn mörg orð má lag-
fœra með lítilli breytingu. Sumstaðar
þarf að eins að breyta einum staf.
þ>órðar saga hreðu. Kh. 1848, 22. bls.
Tvá lét ek fáfnis fitjar.
falla þar til jarðar
ýta, leifnis lautar
lind fögr vita! kindar.
Hér virðist liggja beint við, að breyta
jarðar í vallar og ýta í njóta. Konráð
Gíslason hefir breytt fögr vita í fagr-
vita (Njála 2, 87—88). Ek lét tvá Fáfnis
kindar fitjar njóta falla þar til vallar,
Leifnis lautar fagrvita lind! um breyt-
ingar á síðara hluta þessarar aflöguðu
vísu læt eg mér nœgja að vitna til skýr-
ingar Konráðs Gíslasonar á nefndum
stað.
Að svo mæltu kveð eg vinsamlegast
minn gamla, góðviljaða collega. Eg óska,
að einhver góðr kunningi rétti honum
hjálparhönd, þá er hann hefr sína næstu
herferð, og hjálpi honum um einhverja
fallega setning eftir Goethe. það er svo
fallegt og fagrfrœðilegt, að enda grein
sína með orðum einhvers frægs skálds.
') Xil þess að ritdómarinn reiðist eigi orðmyndun-
arfýst minni, þá get eg þess, að eg hefi eigi
smíðsð orðin frumorð og viðrorð, heldrKon-
ráð Gíslason.
Enn fremr óska eg, að honum vaxi svo
einurð og hreinskilni, að hann riti fram-
vegis nafn sitt undir blaðagreinir sínar.
f>að kemr fyrir ekki að reyna til að
villa sjónir fyrir mönnum um höfund-
skap slíkra greina. Andinn og stíllinn
er auðþektr.
14/4 80. Jón porkelsson.
Hvað þann »misskilning« snertir, er jeg á
að hafa sýnt í viðskiptum mínum við meiri
hluta bæjarstjórnarinnar, vil jeg leyfa mjer
að skýra nokkur atriði í þessum viðskiptum,
sem ekki virðist hingað til að hafa verið gef-
inn nægilegur gaumur.
þegar jeg 6. marz f. á. ætlaði að ný af-
stöðnum bæjarstjórnarfundi að rita undir
gjörðabókina, þreif bæjarfógeti bókina frá
mjer. Jeg bendi honum á, að jeg hafi rjett
til að heimta bókina til undirskriptar sam-
kvæmt 11. gr. bæjarstjórnartilskipunarinnar,
og fær hann mjer þá apturbókina. Envarla
er jeg seztur niður til að rita í hana, fyr en
hann þrífur hana frá mjer aptur; jeg brýni
aptur fyrir bæjarfógeta lagastað þann, sem
jeg nu er sagður að hafa ekki skilið, fæ bók-
inaíþriðja sinn, en þegar jeg ætla að skrifa,
fer alveg á sömu leið. A næsta fundi, 29. s.
m., varð jeg við fundarlok fyrir líkri meðferð
af hendi bæjarfógeta, og þótti mjer þá nóg
komið, ritaði jeg því bæjarstjóminni kæru
um þetta; en á fundi 17. apríl 1879, ályktaði
meiri hluti bæjarstjórnarinnar »samkvæmt
uppástungu Einars prentara«,aðþessari kæru
minni skyldi vísað frá án umræðu. Meiri hluti
bæjarstjórnarinnar hafði þannigáhinngreini-
legasta hátt svipt mig aðgangi til að skrifa
undir bókina, og varð jeg að láta sitja við svo
búið fyrst um sinn.
Sökum ferðalaga og alþingisstarfa kom jeg
á fáa af þeim 10 fundum, er bæjarstjómin
hjelt næstu 6 mánuði.—Loksins gat jeg apt-
ur í nóvbr. f. á. sótt bæjarstjórnarfundina
reglulega. Yið fundarlok 6. nóvbr. f. á. skor-
aði bæjarfógetinn á mig að rita undir funda-
bókina. Jeg efaðist fyrst um, að þetta væri
alvara hans; og með því að jeg hafði ekki
tíma til að bíða þangað til hinir fulltrúarnir
höfðu skrifað undir, og því síður til að togast
á við bæjarfógeta um bókina, eins og átt
hafði sjer stað á 2 marzfundunum, neitaði
jeg að skrifa undir það kvöld. Á fundinum
þar á eptir 20. nóvbr. f. á., greindi mig ávið
meiri hlutann um það, sem hafði verið bók-
að viðvíkjandi 2 málum, og heimtaði jeg á-
greiningsatkvæði mfn bókuð; en því neitaði
bæjarfógeti, jeg heimtaði þá þessa neitun
bókaða, en þessi krafa mín var heldur ekki
tekin til greina. það liggur nú í augum uppi,
að fyrirskipunin í 11. gr. um undirskript
bæjarfulltrúans stendur í nánu sambandivið
ákvörðunina samastaðar um bókun á ágrein-
ingsatkvæði, því engin siðferðisleg lög geta
skyldað mann til að skrifa undir það, sem
maður álítur rangt. Úr því, að mjer nú var
neitað um, að fá ágreiningsatkvæði mín bók-
uð, gat jeg ekki skrifað undir, nema því að
eins, að jeg vildi játa það rjett bókað, sem
jeg þóttist vita að skakkt væri, eða taka þátt
í ábyrgðinni fyrir ákvörðun, sem jeg hafði
mælt á móti. þetta virtist einnig bæjarfóget-
inn nú að vera orðinn mjer samdóma um,
því þegar jeg nokkrum dögum eptir fundinn