Ísafold - 16.07.1880, Síða 1

Ísafold - 16.07.1880, Síða 1
VII 18 Reykjavík, föstudaginn 16. júlímán. 1880. Reglugjörð fyrir lireppstjóra ernú loks komin út (Stjórnartíðindi 1880 B. io). Hún hefir, eins og kunnugt er, verið send sýslunefndum, eða að minnsta kosti sumum sýslumönnum og amtsráð- unum til íhugunar. Hvort og hve mik- ið af tillögum þeirra hefir verið tekið til greina, er óljóst, en hætt er við, að sumt hafi verið látið standa í hinu upp- haflega frumvarpi, sem hefði mátt missa sig, t. d. mestallur kaflinn um meðferð hreppstjóra á glcepamálum. fegar því líkt kemur fyrir, mun óhultara, eins og það einnig á betur við stöðu hreppstjór- ans, að hann í hvert skipti fái skipun frá sýslumanni, og efi er oss á, að hrepp- stjóri nokkru sinni hafi lagaheimild til þess, án yfirvalds skipunar, að „taka nokkurn mann fastan“ (q. gr.). Enda munu fáir hreppstjórar hjerálandi svo leiðis gjörðir, að þeir ráðist í slíkt upp á sitt eindæmi. Oil þessi lögreglunjósn, allt þetta snudd og pukur, sem hjer er fyrirskipað, er lunderni Islendinga and- stætt, og enginn heiðvirður sveitarstjóri fæst til þess, „að sporna við því, að nokkuð berist hinum grunaða, um það sem sagt hefir verið um hann eða ráð- stafað“ (9 gr.). þ>etta laum og læðing- ur á heldur ekki við lagastefnu vorra tíma, er úrelt og leifar frá rannsóknar málaferlum fyrri alda. Vilji umboðs- valdið skapa hjer lögreglunjósnarmenn (Politispioner). þá verður það vafalaust að fá þá að. Bændum vorum, sem eru vor hreppstjóraefni, mun ekki þykja slíkt forsvaranlegt verk. Hitt er sjálfsögð skylda hvers hreppstjóra, að vera yfir- valdi sínu hjálplegur til þess að girða fyrir glæpi og hegna þeim, ef drýgðir eru, en allt opinberlega og pukurslaust, og eptir því sem yfirvaldið í hvert skipti leggur fyrir. En hreppstjórinn hefir margar aðr- ar skyldur og mörg eru þau lagaboð, sem hahn þarf að hafa á hraðbergi, þótt vjer eigi vitum, nema sum hafi gleymzt í reglugjörðinni af þeim, sefn hreppstjórinn á fram að fylgja. Marg- ar eru þær skýrslur, sem hann á að semja, og sumar í fleiri samritum, og eigi hann að lifa nokkurn veginn eptir þessari reglugjörð, þá verður einhvern tíma verkfall hjá bóndamanni. Fyrir allt sitt starf á hann að hafa ýmsar aukatekjur, sem reynast stopular. |>að er nú óneitanlegt, að það yrði þungt gjald á landssjóði að launa öllum hrepp- stjórum, en varla mun, þegar fram líða stundir, verða kostur á nokkrum merk- um manni til hreppstjóra, og varla mun hreppstjórnin verða vel stunduð, nema hæfileg þóknun komi fyrir. A síðasta þingi kom til umræðu frumvarp til launa handa hreppstjórum, en það kom aldrei inn á þing aptur frá nefndinni, sem þing- ið setti til að íhuga málið. •— J>að fer meira og meira í vöxt, að viðlagasjóðar landsins styrki kirkjur og prestaköll með lánum. f>ótt nú mest væri í það varið, að kirkjuræknin og kennimennska tæki framförum, þá er þó fagurt og sæmilegt, að guðshúsin sjálf sjeu traust og þokkaleg. En — hvort yfir höfuð að tala er tilvinnandi að styðja að því að koma upp misjöfn- um timburkirkjum ogtorfbæjum á prest- setrum, er efamál. Að landsjóður styðji að góðum og varanlegum framförum, eins í þessu og öðru, er rjett, en að brúka fje hans til stundargagns og ef til vill málamyndar, er rangt. f>ar sem svo stendur á, að slíkt er keypt, virð- ist oss landssjóður ætti eingöngu að styrkja með lánum kirkjubyggingar lír steini, í>ví þótt kostnaðurinn sje meiri í bráðina, þá vinnst það upp á 20—30 árum. Til timburkirkjubygg- inga, sem hrynja á 50 árum, ætti opin- bert fje ekki að brúkast, og enn þá síður til torfbæja á prestssetrum, því þótt landssjóður fái sitt aptur, þá er fje kirkjunnar og staðarins með þessu móti fleygt í sjóinn. Ekki virðist oss heldur sanngjarnt, að lána kaupmönnum, sem búsettir eru í Kaupmannahöfn, hvort þeir eru dansk- ir eða íslenzkir, landsfje, en láta lands- búa fara synjandi. f>að er ekki við- kunnanlegt, að vita afganginn af skatt- gjöldum fátækra landsbúa — því hvað er viðlagasjóður annað? — ganga til þess, að kaupmenn fái hann til láns með 4'/» leigu, en láti hann aptur úti til landsbúa með 30—iooý vöxtum í ýmsum varningi. J>að er sjálfsagt ekkert ólöglegt í því að lána útlendum kaupmönnum fje af viðlagasjóði gegn veði eins og öðrum, en það er ekki sanngjarnt og ekki hugult við landsbúa, á meðan mörgum þeirra er synjað, því handa Islendingum er fjeð ætlað, og frá þeim er það komið. Sýni kaupmenn vorir fyrst íslenzkt hjartalag, búi þeir á meðal vor, taki þeir þátt í öllu súru og sætu með oss, og hafi þeir svojafn- rjetti með oss. En — á meðan þeir hafa hjer í seli og liggja hjer við í útveri, þá njóti þeir hlynnindanna þar sem þeirra hjarta og þeirra fjársjóðir eru, — áheimajörðinni (Kaupmannahöfn). Enda er það umtalsmál, hvort landssjóður hefir eins gott veð í tryggingarupphæð ein- hvers gamals hjallsíReykjavík til bruna- bótar, eins og í góðum jörðum. Reynzt hefir í öðrum löndum, að hús liafa brunn- ið, en engin brunabót hefir fengizt. ]þá geta þau einnig hrörnað og' hrunið, og hvar er veðið þá, nema þess meiri var- huga sje við goldið. Synodus var haldin í Reykjavíkurdómkirkju 5. þ. m., að aflokinni guðsþjónustu. Prje- dikaði þar presturinn sfra Jónas Guð- mundsson á Staðarhrauni og lagði út af þessum orðum í Lúk. 17, 21: „Guðs ríki er hið innra í yður“. Auk amt- manns Bergs Thorbergs og biskups Pjeturs Pjeturssonar, sem forseta, og prestaskólakennara síra Helga Hálfdán- arsonar, sem skrifara, mættu á presta- stefnu þessari 14 prestar, þar af 4 pró- fastar. Var þá fyrst eins og að und- anförnu úthlutað peningum uppgjafa- presta, sem nú eru 16 að tölu, og presta- ekkna, sem eru 73. J>á k.om til umræðu, hvernig aukið yrði verksvið og vald synodusar. Eptir nokkrar umræður var því máli vísað til nefndar þeirrar (þórarinn Böðvarsson, Plallgr. Sveinsson, Helgi Hálfdánarson), er árið áður hafði verið kosin til að íhuga þetta, ennúbætt í hana 2 mönnum, sem urðu þeir Valdi- mar Briem og ísl. Gíslason. |>essari sömu nefnd var og sjer í lagi falið á hendur, að semja frumvarp til laga um laun prófasta, og fara þess á leit, að stjórnin leggi slíkt frumvarp fyrir næsta alþing. Síðan hreyfði biskupinn uppá- stungu um að setja fjórðungs-prófasta, er hefðu sinn í hverjum fjórðungi lands- ins umsjón yfir kirkjulegum málefnum samkvæmt erindisbrjefi, er þeim væri gefið til þess afbiskupi, var mál þetta rætt, en eigi útldjáð. Að síðusu kom til umræðu óhróður sá, sem sumir hafa borið prestastjettinni hjer á landi. J>ótti það öllum einsætt, að óhróður sá væri sprottinn af óreglu nokkurra fárra presta og hneyksli, sem þeir hafa vald- ið með henni, og að vegna þessara fáu fengi öll stjettin óorð og vanvirðu. Margt var rætt um, hvernig þessu yrði af stýrt, án þess komizt yrði að neinni fastri niðurstöðu um það. Biskup gat þess, að hann hefði optsinnis gefið ó- regluprestunum áminning og hótað þeim afsetningu, látið prófasta visitera í sókn-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.