Ísafold - 18.08.1880, Page 3

Ísafold - 18.08.1880, Page 3
79 lenzkri tungu. Bn með því að eg tel kenn- ingar hans rangar, finst mér það vera skylda mín, að halda því fram og leiða rak að því, er eg ætla rétt og satt vera. þar að auk verð eg að bera hönd fyrir höfuð mér og bera af mér ýmisleg orð eða skoðanir, er yfirkennarinn hefir eignað mér ranglega í nefndum tölublöðum Isafoldar. I. um ft og pt. það er eigi minn tilbúningr að rita aft- ann, aftr, eftir, gift, gifta, at gifta, gröftr, haft, hefta, kjaftr, kraftr, loft, oft, raftr, skaft, toft, þofta og fi. þessi orð eru venju- lega rituð svo í hinum elztu skinnbókum, t. d. í ÁM. 237 fol., ÁM. 325 (2), 4to, eða á- gripi af Noregskonunga sögum, er prentað er í Fms. 10, 377—421 og nú sérstakt, staf- rétt og með öllum böndum og skammstöfun- im, gefið út af Verner Dahlerup, Kh. 1880; ÁM. 645, 4to, er prentað er í Byskupasögum, _. bindi (Jarteinabók þorláks byskups), í Postulasögimi (Clemens saga, Pétrs saga, Páls saga, Andreas saga, Jacobs saga, Bar- tholomeus saga, Matheus saga) og í Heilagra manna sögum (Martinus saga). 1 Elucidario, ÁM. 674 A, 4to (sem prentað er í AnO. 1858, 53.—81 bls. og gefið út sérstaklega Ijósprent- að, Kh. 1869) á líklegast að lesa fst, enn eigi fft. Um það leyfi eg mér að vísa til ritgjorð- ar eftir Julius Hoffory: Lydforbindelsen fst i det Arnamagnæanske hándskrift 674, A, 4to, í Det philologisk-historiske Samfunds Minde- skrift, Kh. 1879, 140'—145. bls., og skal eg um leið geta þess, sem J. Hoffory segir á 143. bls., að þar sem /sf komi fyrir í fornum handritum, samsvari það ávalt upphaflegu ft. ■—I Ollum þeim orðum í Elucidario, þar sem fst er ritað, er þvl, eftir hans skoðun, ft, enn eigi pt, hið upphafiega. I Stokkhólms homi- líubókinni (Lundl872) eru hin ofantöldu orð (aftr, eftir, kraftr, oft o. fi.), ýmist rituð með ft (og mun það vera hið tíðasta), fst eðapt, og er af því auðsætt, að ritarinn hefir eigi vit- að, hvernig hann átti að rita þau, og svo sýnist, sem hann hafi eigi getað gert mun á framburðinum á/f ogpt. það er ætlan Julius Hoffory’s,aðritariEluc.’s hafiboriðhið upp- haflega/f fram sem pt, enn það tel eg mjög vafasamt. Mér þykir líklegást, að fornmenn hafi borið pt fram alveg sem ft, svo sem eg ætla nú vera framborið alls staðar hér á landi. Styrkist sú ætlan meðal annars af því, að fornmenn rita oft pt, þar sem enginn efi er á, að rita skal/f eftir uppruna, t.á.ellipti (=ellifti), skjálpti (=skjálfti), þurpt (= þurft), og hins vegar/f fyrir pt, t. d. kaufti (=keypti, Postula s. 5283 3)og cevfti(=keypti, Leif. 90o). |>au vfsuorð, sem yfirkennarinn tilfcerir (beygist aftr í þína kjafta. tyftamitt ok tem sem oftast. oft með oddi keyftan) sanna því eigi, að rétt sé að rita aptr, kjapt, opt, optast, heldr að eins, að fornskáldin hafi eigi getað gert mun á /f og pt í framburðin- um, ef þau annars sanna nokkuð. Víst er það, að fornskáld ríma orð, sem eflaust hafa upphaflegt /f, móti þeim orðum, er yfirkenn- arinn vill rita með pt. Slík orð eru drift af rótinni drif, í sagnorðinu drifa, gift, gifta af rótinni gaf í sagnorðinu gefa; nift (1. neptis) frændkona, af sömurót sem nefi, frændi; skrift af skrifa. Eg skal tilfœra fáein dœmi: driftar máli skifta (Nj. c. 632 e), Freys nift hrádriftir (SE. 1, 348), oftliga vann sá er geymði giftu (Guðm. drápa Arngríms 28r, Bs. 2, 193), aftrfengit var geymi giftu (35s, Bs. 2, 195), giftufullr i gœzkukröftum (Guðm. dr. Arna 87), giftumanns yfirlimu af lofti (127), svift- ir náð ok allri giftu (47s), skift er á gumna giftu (=umskifti eru orðin á högum manna, Fms. 2, 52, Sýnisb. I825, Flat. 1. 326. í Flat. er ritað skift giftu). Högni segir, að hilmir má | Hildi sjálfr gifta | ; hvergi kýs ek hœrra á, | því her er við dreng at skifta (Skíða ríma, Múnchen 1869, 115. v.). Eg ætla nú að telja upp nokkur orð (er yfirkennarinn mun vilja rita meðmeð^f), er samanburðr við önnur mál bendir á að eigi að ritast með/f. Atviksorðið aftr er hið sama orð, sem hið gotneska aftra, myndað af forsetningunni af og viðaukanum (súffixi- nu) tra. það á því eftir uppruna sínuin að ritast með /f. Eftir (á norsku landsmáli, svensku og dönsku efter, á fornsaxnesku og fornháþýzku aftar, after, á fornensku æfter) er af sömu rót. Gift (fe. og holl. gift, don- um) er, sem áðr er sagt, af rótinni gaf og á. því eflaust að ritast með/f. Af sömu rót er nafnorðið gifta og sagnorðið at gifta. Gröftr af rótinni grafí sagnorðinu grafa. Haft (vin- culum) af rótinni haf í sagnorðinu hafa. Af sömu rót er haftr (captivus), hafta (captiva), at hefta (impedire). Kjaftr, kjöftr sýnisteigi geta verið af neinni rót, er endist á p (n. og d. kjœft, sv. káft, mhþ. kiwe, kewe, þ. kiefer); |iað stendr í sambandi við hið þýzka sagnorð kauen að tyggja, fe. ceóvan. Kraftr (n. d. sv. þ. kraft, fe. crœft) af rótinni kraf í sagn- orðinu krefja; sbr. lat. gravis, þungr. Loft (aér; lacunar, n. d. sv. luft, aer, loft, lacu- nar; f.sax., mhþ., þ. luft, aér, fe. lyft, aér, g.luftus, aér; sbr. 1. levis, léttr, levo, eglétti). Af loft er myndað sagnorðið at lyfta. Oft (g. ufta, n. og sv. ofta, d. ofte, f.sax. mhþ., þ., fe. oft). Baftr af rótinni raf, stendr í sam- bandi við ráf, rœfr, rjáfr, n. sv. d. raft, mhþ. ráve, ráfe = sperra (eins og raftr merkir stundum ífornri íslenzku), fe. rcefter, e. raf- ter, gr. öröfé, öröfös. Af raftr er myndað sagnorðið at refta. Skaft (n. sv. d. skaft, f. sax. scaft, þ. schaft, fe. sceaft, e. shaft; sbr. lat. scapus, leggr, stilkr). Af skaft er mynd- að sagnorðið at skefta. Nafnorðið skift og sagnorðið skifta eru líklegast eigi heima- mynduð, heldr aðfengin og komin sunnan að. Skift er á fornensku scift (divisio); sagnorð- ið at skifta á fe. sciftan, e. shift, holl. schif- ten. Skiftir (divisor) er rímað mót gift: Sínum framði siklingr mána \ seima skifti andar giftum (Bs. 2, 53). Eg tel engan efa á, að skift, at skifta, sfe/ríreigiaðritastmeð ft. Skrift af skrifa. þofta (transtrum, n. tofta, sv. toft, d. tofte, fe. þofte, holl. doft). Toft (=tótt, n. tuft, toft, d. toft = tomt). Með því að uppruninn bendir áftí öll- um hinum ofannefndu orðum, framburðrinn er nú ft og miklar líkur eru til, að hann hafi verið hinn sami í fornöld og öll þessi orð finnast rituð með ft í fornum handritum, hver skynsamleg ástœða getur þá verið til að rita þau með pt ? það er eigi meiri ástœða til að rita þau með pt, enn að rita sakt fyrir sagt, lakt fyrir lagt o.s.frv., því að stöfunum gt og kt hafafornmenn einnig ruglað saman. II. Merki annarrar persónu i íleirtölu. Yfirkennarinn segir, að eg hafi það sem ástœðu til að tákna merki annarrar persónu í fleirtölu með ð, að Konráð Gíslason riti það svo í Njáls sögu, Kh. 1875. þetta er mis- hermt. Yfirkennarinn hafði sagt, að hingað til hefði verið litið svo á, að þessi ending hefði reglulega verið it (!) í fornmáli voru. Til þess að sýna, að þetta væri eigi rétt hermt, vitnaði eg til stafsetningar Konráðs Gísla- sonar og Wimmers, enn eg hefi alls eigitek- ið þá stafsetning eptir þeim. Eg var löngu áðr, enn hin nýja útgáfa Njálssögu birtist, kominn á þá skoðun, að þetta persónumerki ætti að ritast með ð, sem sjá má af formál- anum við Nokkur hlöð úr Hauksbók, Kv. 1865, XXIII. bls. Yfirkennarinn þykist eigi skilja orð mín, þar sem eg sagði: ‘þenna óupphaf- lega framburð (t. d. hvað fyrir hvat) hafa ritararnir viljað forðast, og rituðu því stund- um t fyrir upphaflegt ð í niðrlagi orða’. Til þess að skýra þetta, skal eg tilfœra nokkur dœmi. t fyrir upphaflegt ð er ritað í enda þessaraorða: heilsofognot Bs. 204s. hofut 20740. herot 21735. hundrot 230b. cleþnot (=klæðnoð, klæðnað) 758s. hulit, kvk. (= hulið) 8I618. Kitarinn hefir að öllumlíkind- um eigi kveðið svo að, sem hann ritaði, heldr ritað t fyrir ð eða þ, af því að hann hugði, að t væri hið rétta og upphaflega. Sama hefir, að ætlun minni, átt sér stað um persónumerk- ið t. það var borið fram ð, enn oft ritað t, af því að ritararnir hugðu, að t væri upphaflegra. Nú er alment viðrkent, að þetta persónu- merki eigi að táknast með ð, og svo er það nú ritað í útgáfum fornbóka með samrœmðri stafsetningu, t. d. Ereks sögu, sem Dr. Gu- stav Cederschiöld hefir gefið út. Kh. 1880. (Framh. síðar). Brjef frá Sviþjóð. 1. Stokkhólmi 16. júlím. 1880. Sunnudagsmorguninn 3. júlí fór jeg á stað frá Höfn og var kominn til Stokkhólms kl. 7J næsta morgun, vegalengdin er yfir 60 mílur eða meir en tvöfalt lengri en bein leið úr Keykjavik norður á Akureyri. þegar svo fljótt er farið yfir, má geta nærri, að ekki sjest mikið af landinu. Skáney er enn þá marflatara land en Danmörk, þar sjest svo að segja engin misjafna sunnan til, það sem fyrir augað ber er grasfletir, akrar, hús, kirkjuturnar og einstöku trje hjer og hvar. jpegar kemur upp í Smáland, fer að verða einkennilegra, hólar og hæðir, vötn og móar, lyngfletir, lágt birkikjarr og mýrar hvað inn- an um annað ; þorpin eru lítil og húsin úr trje, einloptuð með kvistilíkt og í kaupstöð- um á Islandi. þar eru tveir hinir mestu grasfræðingar Svía fæddir, Linne og Tries. I Massjö, nokkru fyrir suðaustan Veitur, var eimreiðin snöggvast stöðvuð um kvöldið kl. 10, því þar komu saman fimm járnbrautir og skipta þurfti um vagna; vjer snæddum kvöldverð í snatri, og svo var lagzt til svefns í vögnunum þó mörgum yrði eigi svefnsamt á svo hraðri ferð. I birtingu vorum vjer komnir til Nörrköping og úr því var landið mjög frítt, einkum þó næst Stokkhóhni. jpar skerast sumstaðar langir firðir inn á milli skógivaxinna hæða, og um leið og vjer þjót- um framhjá, blasa við vötn og skrautleg hús gegnum barrið á grenitrjánum. Mikil mann- virki eru á járnbrautinni næst Stokkhólmi, þar sem áður voru klungur og klettar, þjóta

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.