Ísafold - 09.11.1880, Blaðsíða 1
I S A F 0 L D.
VII 28.
— ,.ísafold“ hefir verið borið á brýn,
að hún meti ekki nægilega framfarir
landsins á seinni árunum, að hún gjöri
of mikið úr sumum fyrri öldunum og
vilji með þessu draga úr kappi og við-
leitni landsbúa að rífa sig á fram. En
hvort er nú betra, að telja löndum sín-
um trú um, að allt sje á bezta vegi, þó
þvi sje ekki svo varið, eða að gjöra
heldur minna en meira úr þeim fram-
förum sem verakunna? „Á einum stað
er einnig þjóð, sem allt af vantar brýni“,
sagði skáldið, og hefir það sýnt sig ljós-
lega í sögu landsins, að íslendingar eru
öllu fremur örskiptamenn og skorpu-
harðir, en drjúgir og áframhaldssamir
í því góða? Getur nokkur borið á móti
því með ástæðum, að á mörgu hefir ver-
ið byrjað í fyrstu með talsverðum kapps-
munum, jarðabótum, jafnvel akuryrkju,
verksmiðjustofnunum verzlunar -fram-
fara- og bindindisfjelögum o. fl., en hefir
ekki flest af þessu smámsaman dregizt
upp? Sjáum vjer ekki hvervetna og
daglega býli, sem fyrrum voru lands-
prýði, vera orðin landskömm? Hvar
eru nú fyrirmyndarbú 17. og 18. aldar-
innar, Sauðlauksdalur, Búðardalur (þar
sem Magnús Ketilsson bjó), Ytrihólm-
ur, Hlíðarendi, Reykhólar , Viðey,
Skriða ? Skoðum Ogur, Bustarfell,
Skálholt, Hóla! Víða finnst þvf miður
svívirðing foreyðslunnar. Og þótt nú
á dögum sje hjer og hvar bætt jörð,
sljettuð tún, skornar fram mýrar, o. s.
frv., þá er sá munurinn, að þá var þetta
gjört af eigin rammleik, nú hleypur
hver maður í landssjóð, ef hann ætlar
að hlaða veitugarð eða grafa skurð.
Hver lánaði Birni Haldórssyni, Magn-
úsi Ketilssyni, þorláki í Skriðu, Ólafi
Stefánssyni? Hver stundar nú korn-
yrkju, eins og Gfsli Magnússon á Hlíð-
arenda, Björn Halldórsson, Magnús
Ketilssön og Björn Jónsson? — Og
sjer í lagi fjárræktin? Hvernig er því
varið, að sauðfje er nú víða stórum
lakara, þó það kunni að vera fleira, en
það var um og eptir aldamótin; nú
þykir það góður gamall sauður, sem
leggur sig með 6 fjórðunga falli og 1l/,
fjórðung mörs tveggja mörva. í minni
manna, sem enn lifa, var 7 fjórðunga
fall og 2 fjórðungar mörs almennt áfje,
reknu suður norðan úr Húnavatnssýslu.
þ>á heyrðist ekki talað um bráðapest.
Nú er hún almenn. Er þetta vottur
um framför í kynbótum og skepnuhirð-
ingu? Og þótt undantekningar finnist,
sjer í lagi í þingeyjar- og Múlasýslum,
Reykjavík, þriðjudaginn 9. nóvembermán.
er þá nokkuð af að raupa? Enginn
efar að kúabúin minnki, nautpeningur
fækki, en það vantar sönnun fyrir því,
að kýr sjeu nú almennt mjólkurhœrri
en þá. þá er verzlunarástand landsins.
Mikið rjett, vjer flytjum meira inn og
út, en vjer skuldum að tiltölu miklu
meira, en á þeim öldum, sem sumir
kalla sultaraldir. Setjum þá vjer höf-
um meira lánstraust nú en þá, en kunn-
um vjer betur að brúka það? kvartar
ekki „Grána“ sjálf yiir skuldunum, og
neyða þær hana ekki til þess að selja
ýmsan varning, kaffi, sykur, o.fl. miklu
dýrara, en það selst hjer syðra? Kvarta
ekki kaupmenn yfir höfuð yfir þessu
skakka verzlunarlagi, að of mikið er
gefið fyrir innlenda varninginn, og sá
útlendi er of dýrtseldur? — En, segja
sumir, kjör manna og aðbúnaður, húsa-
kynni, matarræði o. fl. er stórum betra
en þá. Auk þess, að það stoðar lítið,
þótt svo væri, ef timburhúsin, kaffið,
sykrið, sjölin o, s. frv. eru lánsfje, þá
má ekki raupa af byggingaframförun-
um, fyr en þær eru orðnar varanlegri
um allt land en þær nú eru; ekki af
aðbúnaðinum; nema það sje sannað, að
menn sjeu nú almennt hraustari á sál
og líkama en þeir voru fyrrum. þegar
steinhús eru orðin almenn, þegar vjer
höfum almennt baðstofur, að öðru en
nafninu, þegar hreinlæti bæði í húsum
og aðbúnaði er orðin þjóðardyggð, þá
skulum vjer fúslega skrifa undir fram-
faravottorð í þessu tilliti, en þó
menn drekki nú meira kaffi og
toddy en fyrrum, þá teljum vjer það
eigi með framförum. En efnahag-
urinn? er hann betri en þá? Er
það víst, að nú sjeu færri snauðir en
þá, því hitt er víst, að miklu færri eru
auðmennirnir. Hvað sanna hin miklu
sveitaþyngsli um allt land? Sanna þau
jafnan efnahag manna? Og ekki einn
þeirra „liálaunuðustu11 kemst að auð-
æfum í neinn samjöfnuð við hina fyrri
alda menn, Magnús lögmann Björnsson
á Munkaþverá, Magnús prúða í Ögri,
Gfsla Magnússon og Árna Gfslason á
Hlíðarenda, Jón Jónsson á Móeiðarhvoli,
Brynjólf Thorlacius í Hjálmholti, Ólaf
Stefánsson, Magnús Gíslason, Sigurð
landskrifara, o. m. fl.— Ellegar vestur-
heimsferðasóttin, er hún vottur um þjóð-
arheilbrigði og ánægjusemi Islendinga
með sína vellíðun ? J>á er vitnað í það,
að engin hallæri hafi verið á þessari
öld. En—hafa aðrir eins jarðeldar ver-
ið, eins og þegar Skaptárgljúfur og
1880.
Kötlugjá hlupu á 18. öld? Kemst
Dyngjufjallagosið í nokkurn samjöfnuð
við það, og var ekki sfðasta Heklugos
meinlítið ? En máske framfarirnar sjeu
þá f andlegum efnum. Er trúraikni og
kirkjurækni orðin meiri, síðan kirkjurn-
ar fóru að verða veglegri? — Bitti
nú! sóknarnefndirnar og hjeraðsfund-
irnir eru vissir með að efla hana. Vjer
höfum haft tvær sálmabókarnefndir, en
hvar eru sálmaskáldin á rek við Hall-
grím Pjetursson, Jón Sigurðsson í Prest-
hólum, Stefán Ólafsson, Jón J>orláksson?
Hvar eru kennimenn á við meistara Jón?
Hvar eru sagnaritarar á við feðganajón
Halldórsson og Finn biskup, og jafnvel
Espólín ? Oss hefir farið fram í dagblaða-
fjölda ogskálda, þótt þau beztu sjeu dáin,
og satt er það, að njóta má 19. öldin
annara eins manna og Jóns Sigurðssonar,
Svb. Egilssonar og Konráðs Gíslasonar.
Satt er bezt að segja, að þó framfar-
irnar í stjórnarmálum landsins sjeu
miklar, þá fer því fjarri, að oss hafi í
öðru, sem af því ætti að leiða, bæði í
andlegan og líkamlegan máta, fleygt
fram í nokkrum samjöfnuði við Norð-
menn strax eptir 1814. En—þettakann
aðkomasfðar, þess óslcum vjer ogvon-
um. J>ó er vegurinn ekki sá, að telja
sjer og öðrum trú um, að allt sje í
bezta horfi, að blása sig og aðra upp
með vindi sjálfstrausts og hjegómadýrð-
ar, en láta sjálfsþekkinguna vanta.—
J>að voru einu sinni tveir menn í Aþenu-
borg. Annar hjet Kleon, mikill mælgis-
maður; hann fann aldrei að neinu hjá
löndum sínum; þeir væri sú fyrsta þjóð
í heimi, enginn stæði þeim á sporði, o.
s. frv., enda var nokkuð til í því.
Raunar vildi hann vera vinsæll, og
var það utn tírna. Annar hjet Ari-
stofanes; hann var dável hagmæltur.
Hann minnti Kleon á, að væri það ó-
frjálslegt að smjaðra fyrir höfðingjun-
um, þá væri það enn þá ófrjálslegra
og auðvirðilegra, að hræsna fyrir skríln-
um, og gjörast eins og Kleon, „band-
ingi hans“.— J>að kann að vera, að
„ísafold“ gjöri of lítið úr framförum
Islendinga. En oss virðist það mein-
lausara og hættuminna fýrir þá, en að
hræsna fyrir þeim, og kæfa þann litla
framfaravfsi i oflofi, umbuna hverja til-
raun í andlegu og verklegu með opin-
berum heiðurslaunum, og „slípa gim-
steina“ úr hverju glerbroti. Fyrir þær
vinsældir, sem fást með því móti, er
ekki gefandi fiskvirði,