Ísafold - 21.12.1880, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.12.1880, Blaðsíða 2
126 beinlfnis muni borga sig, fyr en með löngum tímanum, þá er hitt líklegt, að árangurinn yrði óbeinlínis mikill, með því að glæða traust og áhuga manna á jarðabótum og vatnsveitingum----------—• I Austur-Skaptafellssýslu mætti víða koma vatnsveitingum við. Að eins í Oræfum eru þær lítið eitt stundaðar. Fjallregir. það var vafalaust rjett af síðasta þingi að skipa fyrir, að vega- bætur á póstvegum, sem jafnframt eru fjallvegir, eigi að ganga fyrir öðrum vegabótum. En aptur á móti virðist sú skoðun ekki alls kostar rjett, sem sumir þingmenn ljetu í ljósi, að lítil eða engin þörf væri á að ryðja eður bæta þá fjallvegu, sem ekki eru póstvegir, sízt eptir það, að strandsiglingar um- hverfis landið eru á komnar. J>ví bæði er það, að sízterfyrir að synja, hverjir fjallvegir með tímanum gætu orðið póst- vegir, væru þeir vel ruddir, sæluhús komin á o. s. frv. — þótt ekki verði þeir notaðir á vetrardag — enda eru vegir fleirnm ætlaðir, en póstum. Heyrt höf- um vjer fundið að því, að gjört hefir verið við Grímstunguheiði; en varla trú- um vjer því, að kaupafólk á haustdag eða fjárrekstrarmenn að norðan álíti þetta fyrirtæki vítavert. þeir tímar geta komið, að afli verði lítill norðan- lands, eins og átti sjer stað fram á miðja þessa öld, þegar títt var að fara skreið- arferðir suður, bæði Sprengisand, Vatna- hj alla(Eyfir ðingavegjog Stórasand(Skag- firðingaveg), og myndi það þá koma sjer vel, að vegir væri færir ogglöggir. Sama er að segja, að á sumardag myndi marg- ur maður, innlendur og útlendur, fara vegu þessa, bæði sjer til gagns og skemmtunar, ef vegir væru. Eða á haustdag um göngur, myndi það ekki koma gangnamönnum vel, ef sem flest- ir fjallvegir væru greiðir, sæluhús og fjárborgir sem víðast o. s. frv.? þetta var eitt af því, sem Eysteinn Norvegs- konungur taldi sjer helzt til gildis, að hann hefði frelsað líf og heilsu margs manns með góðum fjallvegum og sælu- húsum. Og á síðari tímum hafa Norð- menn ekki látið staðar nema við járn- brautir, strandsiglingar og póstvegu. í fáum löndum eru fleiri og betri fjall- vegir, en einmitt þar, og óvíða jafn- miklu tilkostað. — Hvernig eiga lands- búar að geta kannað og kynnt sjer landið, allt miðbik þess, nema þeir fjölgi fjallvegum, eða að minnsta kosti haldi þeim fornu vegum við. Skulum vjer til dæmis taka Fjallabaks- eður Goðalandsveginn úr Skaptártungum og ofan á Rangárvöllu. Eptir því sem Njála segir frá, fór Flosl þennan veg í hvert sinn austan frá Svínafelli í Ör- æfum og á þríhyrningshálsa; þennan veg fara nú Skaptfellingar jafnaðarlega kaupstaðarferðir á Eyrarbakka, Hafn- arfjörð og Reykjavík, og þar eru haust- leitir Rangvellinga; með því móti sneiða menn hjá vondum og mannskæðum vatnsföllum, svo sem Hólmsá, Kúðafljóti, Múlakvísl, Sandvatninu, Jökulsá á Sól- heimasandi og Markarfljóti; vegurinn er 14 tíma reið fyrir lausríðandi mann, tveir áfangar með áburði; en hann er óruddur, og á einum stað, í Kaldaklofi, illfær fyrir leirbleytu; hvergi er sælu- húskofi, og má þó nærri því geta, að á vegi, sem liggur milli Torfajökuls að norðanverðu og Mýrdals, Goðalands og Eyjafjallajökuls að sunnanverðu, muni allra veðra von jafnvel á sumardegi, enda hefir margur maður orðið þar úti. þennan veg er sjálfsögð skylda hins opinbera að gera góðan; enda er það hægt, því það má víða skeiðríða hann, t. d. allan Mælifellssand, þótt kaflar sjeu seinfarnir; en þar þarf sæluhúss, t. d. í Hvannagili, einum skársta á- fangastaðnum og jafnvel víðar. Sama má segja um ýmsa aðra fjallvegu. Tök- um Sprengisandsveginn. Hjer að sunn- an liggja afrjettir hreppa og landmanna o. fl. allt norður að Tungnaá og norð- ur fyrir Tungnaá upp á Hestatorfu, Klofshagavelli, upp á þúfuver og jafn- vel allt upp undir Köldukvíslabotna, Að norðan úr þingeyjarsýslu er leitað upp á Austurfjöll, upp undir Herðubreið °g upp í Ódáðahraun og langt suður og austur fyrir Kiðagil. Er hjer eng- in þörf á vegum og sæluhúsum? Líkt mun eiga sjer stað með Vatnahjalla (Eyfirðinga) veg og Kjalveg; hagar eru á þeirri leið, bæði í Pollum og Gránu- nesi, og sízt fyrir að synja, að fje flæk- ist þangað á haustdag. Menn kvarta yfir illum heimtum á ári hverju, en vilja þó ekki hafa fjallvegu! — Jafnvel Vatnajökulsveg eða Bárðargötu milli Arness- og Suðurmúlasýslu vildum vjer óska eitthvað væri gjört við, þó aldrei væri nema til að kanna hagana í norð- anverðum jöklinum og Hvannalindum, þar sem þingeyingar í sumar eð leið fundu tóptina. Yfir höfuð er það bæði smán og tjón fyrir hverja þjóð, sem sjálf ræður hag sínum, að líða það, að fornir vegir leggist af, án þess nýir komi í þeirra stað, og láta 3/4 af landinu vera vegaleysu. Utilegumannatrúin er hinn bezti vottur um ástandið. I ands búum þykir hægra að róa á rúm- stokknum og smíða sjer hugarburð um ókunnar byggðir í afdölum, heldur en að kanna óbyggðirnar og sannfærast um, hver fótur sje undir trúnni. En til þess að komast í óbyggðirnar, þarf vegu, og til vegagjörðar þarf vinnu- krapt og fje. KOSNINGAR TIL ALþlNGIS. — í Norðurmúlasýslu verður, sökum »póstslysa«, ekki kosið til alþingis fyr en í vor, og í Suð- emir, svo hafi og hvert gras sína teg- und og haldi henni; en mjelstöngin, sem hjer um pláss er kölluð, og sagt er að sje sú sama, og mjöl er af tekið í Skaptafellssýslu, er ekki annað en elymus arenarius eða sandhafrar, sem vaxa bezt í flugsandi, en fullkomnast varla í öðru en þurrum sandi, sem jeg reynt hefi. Vildu menn reyna með þá, ekki svo sem korn, heldur planta þá upp á Svenskra eða Hollenzkra vísu, væri mikið gott við sjávarsíðu, eður hvar stórir sandar eru, þeir forbetra landið gefa korn, og rótin hefir, eptir riddarans de Linné vitnisburði, verið brúkuð í Svíaríki til matar. En jeg vík aptur til þeirrar reglu, sem fyrir eru skrifaðar um ættjörð frækornsins, þær eru góðar, hvar þeim verður við komið, en ekki svo nauðsynlegar, að menn þurfi að örvænta kornyrkjunnar framgangi, þó ekki verði eptir þeim breytt í öllu; það kemur eigi heldur aldeilis upp á, að fræið skuli vera norð- arlega vaxið, til þess það þurfi stuttan tíma, því Engelskra Llotspur eða snemm- vaxna bygg, þarf ei meira en 9 vikna tíma að vaxa á, og Norskir fá ei betri fræ- hafra en frá Pólen. þar eru aðskiljanlegar meiningar um, hvort batra sje að bleyta kornið, áður en því er sáð, eða ekki. Jeg vil all- eina anfæra það, sem þeir færa til síns máls, sem hrósa því, sem er, að það flýti vextinum, og sje því nauðsynlegt, þegar hreinsað sje, gefi margar og stórar rætur, undirbúi kornið til að skjóta sjer út í margar greinir, og eng- inn geti því neitað, að það sje gott í feitri jörð. Um sáningartímann gefa akuryrkju- meistarar aðskiljanleg merki, t. d. þeg- ar moldin loðir lítið eða ekkert við verkfærin eða höndina, þá maður krem- ur moldina í lófa sjer, þegar birkið fer að fá lauf o. s. frv. ^essi regla er helzt aðgætandi um bygg). En sú bezta og vissasta regla um hann er sú, að hann sje, þegar sá slímaktugi vetrarkalsi er úr jörðinni, en þar er þó gróðurvökvi í henni. þ>essi regla er helzt aðgætandi um bygg, því höfr- um má sá fyrr, og vorrúgi má sá svo snemma, sem vill, þegar það er i sand- jörð og hlje. Já, á Sunnmæri sáldra menn ögnum, sandi og taðmylsnu ofan í snjóinn, svo hann leysi því fyr upp, og þeir geti sem fyrst farið að plægja og sá, og í Svíaríki hafa menn reynt til að sá ofan á snjófönnina á þorra, sem lukkazt hefir. I sandjörð og á hálendi má fyrr sá, en í leir eða votlendi. Hvað sáningarmátann áhrærir, þá má bæði sá fyr og dýpra en vant er, þeg- ar vorið er þurt. Eramandi, gömlu og því fræi, sem vaxið hefir á feitri jörð, skal sá gisið. þ>ess feitari sem jörðin er, þess gisnara skal sá, annars fær stráið ekki k.rapta til að standa á rnóti vindinum og leggst út af. Gamlir bændur í Norvegi hafa fyrir munnmæli, að 7 korn eigi að vera í karlmannsfari, en 5 í hesthófsspori, hvað þó hr. Ström segir sje of þjett, en mag. Schjött vill, að jafnvel 3 þuml. sjeu milli hvers korns, þegar tilreynsla er gjörð með eitthvert fræ í fyrsta sinni. Sá nýi engelski og fransíci akuryrkjumáti er, að sá 10 sinnum gisnara en til forna var vani til, eða jafnvel enn gisnara, t. d. að sá ertum í 2 raðir, sem 1 fet sje á milli, en 4 fet út af á hverja síðu. Sá stóri heimspekingur Wolff hefir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.