Ísafold - 21.12.1880, Blaðsíða 4

Ísafold - 21.12.1880, Blaðsíða 4
128 Menn allir, 7 að tölu, komust á kjöl, en skol- uðust af honum aptur og drukknuðu allir, nema formaðurinn og annar til, sem Hjörtur bóndi j>orkelsson í Melshúsum bjargaði, þeir, sem drukknuðu, yoru allir frá Lambastöðum, nema einn. — Aðfaranótt hins 10. þ. m. gerði ofviðri svo mikið af vestri, að fullornir menn þykj- ast ekki muna slíkt. Yarðafþví skaðimikill á skipum við sjó og heyjum í sveit. það vildi til, að smástreymt var, annars telja menn víst, að skipastóll hjer með sjó hefði sópað burt, og jafnvel mörgum bæjum. þá rak upp af Reykjavíkurhöfn upp í Laugarnes þilskip þeirra Lambertsens og Jóns kaupmanns Guðnasonar, og komust menn af. Einn bóndi á Alptanesi missti allan sinn skipastól, átt- æring góðan, sexæring og bát. Margir fleiri misstu og skip, eða náðu þeim meir eða minna brotnum. Hjallar veltust um og brotnuðu og þak raup af húsum. Nú ganga menn hjer um kaupstaðina, að reyna til að fá timbur í skip í stað þeirra, er fórust, en— kaupmenn eru timburlausir. Sagt er að bóndi nokkur hafi orðið nýlega úti í Flóa. AUGLÝSINGAR. A yfirstandandi hausti var mjer dregin í Kollafjarðar-skilarjett svarthosótt ær lamb- sogin; — mark a hægra eyra þessarar sauð- kindarer: hvatrifað, fjöður framan, ávinstra eyra: fjöður framan, en yfirmark óglöggt. Auk þessa er ær þessi hornmörkuð með fjár- marki mínu: stúfrifað hœgra, hamarskorið vinstra, — og var dregin eptir þessu horn- marki. Kind þessa á jeg ekki, en hún er geymd hjer óseld,- og skora jeg á eiganda hennar, að ráðstafa þessari eign sinni, gjöra grein fyrir heimild sinni til að nota mark mitt, og borga auglýsingu þessa. Kindin er auðþekkt af litnum: aptur-fætur hvftir, hinn hægri upp fyrir hækilbein, hinn vinstri upp fyrir lágklaufir,—að öðru leyti alsvört. þingvelli við Oxará, 9. nóv. 1880. Jens Pdlsson. 1 prentsmiðju ,,Fróða“, á Akureyri eru ný- útkomnar á kostnað eiganda hennar: IIITKEHLLK eptir Valdimar Asmundsson; þær eru aukin og endurbætt útgáfa af „Stuttum rjettritun- arreglum" eptir sama höfund, sem alveg voru upp seldar (1200 expl.) á rúmu ári. Ritreglurnar eru 5 arkir að stærð, og kosta í kápu 85 aura, en í bandi 1 kr. þær ganga mjög vel út og mæta góðum viðtökum hjá landsmönnum, enda þykja þær einkar-vel og nákvæmlega samdar handa alþýðumönn- um og unglingum, og eru brúkaðar við alla skóla á norðurlandi (barnaskóla, kvennaskóla og Möðruvallaskólann). Nú með síðustu póstferðinni voru þær sendar til flestra bók- sala á landinu, og geta þeir, sem nota vilja, fengið þær hjá þeim. I Reykjavík hjá bók- bindara Br. Oddssyni, o. fl. Óveitt prestaköll. Metið. Auglýst. i. Sandar í Kýraíirði (Sandasókn og Hrauns) í Vestur- Kr. ísafjarðarprófastsdæmi ........................... . 485.62 n.maíi875. 2. Crarpsdalur (Garpdalssókn) í Barðastr.prófastsdæmi . 423.88 25. maí 1880. 3. Helgastaðir (Einarsstaðasókn) i Suðurþingeyjarpróf.d. . 686.20 17. júlí 1876. Verður veitt með þeim fyrirvara, að þegar tækifæri býðst, verður þverársókn (frá Grenjaðarstað) sam- einuð Helgastaðabrauði, svo að það verða 2 sóknir, Einarsstaðasókn og þverár (sbr. lög 27. febr. þ. á. um skipun prestakalla) 1. gr. 135). 4. Ögursþing (Ogurssókn og Eyrar) í Norðurísafj.próf.d. . 732.10 i2.apr. 1880. 5. Staður í Hrútafirði (Staðarsókn) í Húnavatnspróf.d. . 504.12 6. júlí 1880. Verður veitt með þeim fyrirvara, að við fyrsta tæki- færi verður Núpssókn (frá Staðarbakka) sameinuð Stað, svo að brauðið verður 2 sóknir, Staðarsókn og Núps. Prestssetur þar skal vera aö Húki; til- lag 200 kr. (sbr. tilvitnuð lög. 1. gr. 96). 6. Skinnastaðir (Skinnastaðasókn og Garðssókn í Keldu- hverfi) með 200 kr. tillagi, verður veitt frá fard. 1881 (sbr. fyrnefnd lög, 1. gr. 137). 28. ág. 1880. 7. Fjörður í Mjóafirði (Fjarðarsókn, nýtt prestakall) með tillagi 800 kr., veitist frá fardögum 1881, ef hinni fyrirhuguðu breytingu á Dvergasteins prestakalli verður við komið (sbr. fyrnefnd lög. 1. gr. 9). 28. ág. 1880. 8. Ríp (Rípursókn) í Skagafjarðarprófastsd................386.29 20. des. 1880. Verður veitt frá fardögum 1881 og á samkvæmt i.gr. prestakallalaga frá 27. febr. þ. á. að fá 300 kr. tillag. Prjedikanir í dómkirkjunni um liátíðirnar. Aðfangad. jóla, kl. 6: cand. Morten Hansen. T ,. , I kl. 11: síra Matthías Jochumsson. J o 1 a d a g) | kl. lþ: —dönsk messa—dómkirkjupresturinn. Annan í jölum, kl. 12: dómkirkjupresturinn. Gamlaárskveld, kl. 6: dómkirkjupresturinn. N ý á r s d a g , kl. 12: síra Helgi Hálfdánarson. Sd. eptir Nýár: síra Eiríkur Briem. norðast í Norvegi gr. 69sái menn byggi og rúgi allstaðar, þó lukkist ekki rúgur alltíð, en sumarið sje of stutt fyrir hafra. Byggi er sáð i Tromsöen, enn nú norðar, og Debes segir, að i Færeyjum sje það hið bezta og vissasta korn, og gefi af sjer 20 og 30 faldan ávöxt, og vaxi þar bezt, úr því næt- urnar fer að lengja. það var einnig það korn, sem hjer á landi hjelzt lengst við, hafi annars öðru korni verið hjer nokkurn tíma sáð. Fræbygg skal stutt og digurt, með grófum og þungum kornum; því skal sá í feitan þurran akur, nokkuð djúpt, helzt í leirjörð. Nýja mykju má aldeilis ekki bera á byggakur. Bezt er að bíða með að uppskera byggið, þangað til að brakið er úr því, sem heyrist á sumrin, þegar byggið er fullvaxið og hitaveður er. Hafrar þola meiri vætu og kulda en bygg, er líka sáð nokkru þjettara og fyr, og ekki valin svo góð jörð sem byggi. þeir eru hentastir á nýtt ak- urlendi, og hafa verið almennasta korn, þar sem akuryrkja ekki hefir verið í stand komin. Ertur sást í feitri leirjörð, þriðjungi gisnara en rúgur, eða í hið hæsta 1 pottur, í 120 ál. qvadrat. þær full- komnast seint, en þær má slá, þó þær sjeu grænar, því þær þorna og gulna í bindunum, þær þrífast hvorki í mó nje sandi. Vikku skal sá snemma í hálendi og sandjörð, en sízt í feita, vota eður seiga leirjörð. þ>ær feita og hreinsa akurinn, og vaxa bezt í vætuári, Uppskerutími þeirra er, þegar stráið er farið að verða jarpt. — þar eð jeg undirskrifuð hefi nú nógan reyr í strásetur, get jeg bæði gjört við gamla stóla og riðið nýjar setur. Ingiríður Brynjúlfsdóttir. Reykjavík (doctorshús). A skrifstofu biskupsins fást til kaups Bibl- íur og Nýjatestamenti. Sexróið skip nokkurra ára gamalt, vænt og með öllum útbúnaði fæst til kaups hjá Olafi Hjartarsyni í Skálholtskoti. Almanak þjóðvinafjelagsins, með mynd af Jóni Sigurðssyni, verður selt í húsi Jóns Jóns- sonar skipasmiðs fyrir 50 aura hvert. —- Jeg undirskrifaður hefi í dag fundið koffort, rekið af sjó á Skaga 1 Út-Garði; það er mjög fornlegt, ólæst, en bundið með ólar- reipum; er í því ýmislegur búðarvarningur, svo sem sængurdúkur, ljerept, tóbakogkafli m. fl.; svo var og geymt i þyí brjef með ut- anáskriptinni: „jómfrú Guðríður þorsteins- dóttir á Hæli i Borgarhreppi". þeir, sem geta sannað eignarrjett sinn að nefndum fjármunum, geta vitjað þeirra til undirskrifaðs gegn því að borga hirðing á þeim og þessa auglýsing. Gerðum í Garði, 27. nóv. 1880. 0 Sveinn Magnússon. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.